Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. júlí 1961 MORCTJISBLAÐ IÐ 9 Mfinningarorð JÓN ÞORLEIFSSON er látinn, og verður jarð- settur í dag. Þar er merkur per- sónuleiki og einn af þekktustu málurum íslendinga horfinn sjón um. Jón fæddist að Hólum í Nesjasveit í Austur-Skaftafells- sýslu, sonur hjónanna Þorleifs Jonssonar, al'þingismanns og Sig- urborgar Sigurðardóttur, árið 1891, Jón féll frá í fullu fjöri, þótt kominn væri á þennan aldur. Það yrði langt mál að telja hin margvíslegu störf Jóns, bæði per sónuleg fyrir félaga sína í list- inni, og einnig á opinberum veg- lun. Svo fátt eitt sé nefnt, var Jón einn aðalhvatamaður að bygg- ingu Listamannaskálans við Kirkjustræti, sem raunverulega hefur orðið íslenzkum listamönn- um meiri styrkur en nokkur önnur framkvæmd í þeirra þágu. Ennfremur stóð hann ávallt í fremstu röð samtaka íslenzkra listamanna, hvað lengi mun halda nafni hans á lofti, þótt eigi væri hans eigið framlag til talið til sameiginlegrar listþróunar okkar ailra. Þegar fundum okkar fyrst har saman, leitaði Jóns hins fagra í fjöllunum, fór víða um land, en á millum sótti hann sér meiri og frekari þroska um listamiðstöðv- ar Evrópu, svo sem París, Kaup- mannahöfn o. fl. Hann kom hverju sinni með ný form og nýjan skilning á viðfangsefnum, sem töfraði þá er heima sátu. Ég hef enga aðstöðu til þess hér að orðlengja um hið listræna framlag Jóns Þorleifssonar. Til þess vorum við of miklir sam- ferðamenn og um leið of ólíkir á ýmsan hátt í viðhorfum gagnvart viðfangsefnum. En nógir aðrir verða til þess, Og vil ég einungis segja að ég met Jón Þorleifsson sem einn hinna fremstu í röðum íslenzkra listmálara. Veigamikill þáttur í liststarf- semi Jóns fyrir íslenzka listþró- un, var gagnrýni hans á íslenzk- um myndlistasýningum í einu af dagblöðum Reykjavíkur um ára- bil. Sá háttur hafði verið hér á, að vandamenn skrifuðu um frændur sína, að sjálfsögðu lof- gjörð, og fyrir venjulegan les- anda varð þannig ekki á milli séð, hver væri verðleikamaður og hver einskis virði. Þarna braut Jón Þorleifsson blað í íslenzkri gagnrýni á málaralist, enda olli það töluverðum öldugangi um þær mundir meðal vina og ætt- ingja, sem þótti þeirra „lista- maður“ eiga um sárt að binda, í það og það sinnið. Þó mun það mála sannast að flestir þessara „listamanna“, sem þótti Jón óblíð ur, eru nú gleymdir sem slíkir. Ekki var laust við að Jón hlyti óvinsældir meðal ættrækins fólks fyrir slíkt hispursleysi í dómum, sem var að vísu éins dæmi um þær mundir. En með þessu hisp- ursleysi vann Jón brautryðjanda- starf og að sjálfsögðu þjóðþrifa- Starf, sem bar manninum mjög vitni, því að hann var sérkenni- lega hreinskilinn, ódeigur og ósérhlífinn í hvívetna. íslenzkir listamenn kveðja nú Jón Þorleifsson með einlægum söknuði, virðingu og djúpu þakk- læti og votta fjölskyldu hans Og vandamönnum innilega samúð. Svavar Guðnason. f I>AÐ mun mörgum hafa á óvart komið er andlát Jóns Þorleifs- sonar listmálara bar að. Svo fór um mig er sú helfregn barst mér til eyrna. Ég hafði haft tal af hon um nokkrum dögum áður, og var hann þá hress og glaður. Átti ég ekki von á að það samtai okkar yrði hið síðasta. Ég hafði kynnzt Jóni Þorleifs- syni fyrir þrem áratugum á Húsa felli, en þangað barst mér nú and látsfregn hans. ’Hin síðari ár kynntist ég Jóni nánar hjá Ás- grími Jónssyni frænda mínum, en þeir voru miklir vinir og hitt- ust oft. Mat Ásgrímur Jón mikils sem mann og málara. Og enginn mælti skilningsríkari orð um Ás- grím látinn en hann. Og fáir hann sýnt verkum Ásgríms og safni hans meiri hollustu og ríkari skilning og hjartahlýju en Jón Þorleifsson. Þessvegna m. a. er ég ein meðal margra sem sakna nú mjög þessa mæta manns. Jón Þörleifsson er fæddur að Hólum í Hornafirði 26. des. 1891. Voru föreldrar hans hin kunnu hjón Sigurborg Sigurðardóttir og Þorleifur Jónsson alþingismaður. Ólst Jón upp á því merka heimili, og tók virkan þátt í bústörfun- um. En listþráin brann honum í brjósti, og ákvað hann að kveðja heimili sitt Og hlýða þeirri köll- un. Hóf hann myndlistarnám í Kaupmannahöfn og París, og var erlendis um árabil. Heim kom Jón 1929. Ferðaðist hann víða um landið Og festi á léreft marg- breytileik íslenzkrar náttúru. En ætíð voru æskustöðvarnar hon- um hugljúfasta yrkisefnið. Varð Jón Þorleifsson einn af kunnustu listmálurum landsins. Hann var sérstæður og persónulegur í list- sköpun sinni, og öll sýndar- mennska var honum fjarri. Jón var maður bráðgreindur, sjálfstæður í skoðunum og hrein- skilinn. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur. Vel var hann ritfær og ritaði mikið um myndlist í blöð og tímarit. Lét Jón skoðun sina hiklaust í ljós, hvort sem mönnum líkaði betur eða ver. Hann tók einnig mikinn þátt í félagslífi myndlistarmanna, og var formaður í félagi þeirra um árabil. Jón Þorleifsson var tvíkvænt- ur. Fyrri konu sina Rakel Péturs- dóttur missti hann árið 1952, mikilhæfa konu, sem ól honum 3 börn, og eru þau öll á lífi. En fyrir 3 árum kvæntist Jón á ný þýzkri konu, Úrsúlu Pálsdótt- ur, og var það hjónaband honum mikil raunabót og hamingja. Hin unga og geðþekka kona hans var skilningsrík, ástúðleg og um- hyggjusöm. Bjó hún honum hið vistlegasta heimili, og var hon- um ómetanlegur styrkur í starfi, og lét sér mjög annt um eigin- mann sinn á allan hátt. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveð ég Jón Þorleifsson listmálara, hinn trausta og hjarta hlýja drengskaparmann, og þakka honum margra ára góða viðkynningu. Og jafnframt sendi ég ástvinum hans innilegustu samúðarkveðju. Bjarnveig Bjarnadóttir. t Fregnin um lát Jóns Þorleifs- sonar listmálara kom öllum á ó- vart, er þekktu Jón heitinn. Fyr- ir fáum dögum hitti ég hann á förnum vegi, og var hann þá hress og fjörugur að vanda, ræddi ýmsar fyrirætlanir um framtíðina, og gat engan grun- að að hann ætti aðeins fáa daga ólifað. Jón Þorleifsson var á margan hátt mjög sérstæður maður, og þeir, er kynntust honum, gleyma seint þeim persónuleika er hann hafði til að bera. Hann var mikill eljumaður bæði í list sinni og öðru, er hann tók sér fyrir. í fé- lagsmálum listamanna var Jón Þorleifsson um langan tíma for- ystumaður og vann á því sviði mikið og ósíngjarnt starf. Má í því sambandi minnast á, hvert afrek það var hjá félitlum sam- tökum listamanna, er Listamanna skálinn var byggður en þar átti Jón Þorleifsson ríkan þátt í öll- um framkvæmdum, og síðan var hann forstjóri skálans um langt s’.eið. Annað starf hafði Jón Þor leifsson lengi á hendi í þágu lista manna, og var það vanþakklátt ábyrgðarstarf. Hann átti um ára bil sæti í dómnefndum, er önn- uðust val verka til sýningar hér heima og erlendis. Að þessu starfi gekk Jón Þorleifsson með miklu öryggi og hugrekki. Hann var að vísu á stundum nokkuð fastur fyrir með skoðanir sínar, er. gerði jafnan það, er hann á- leit réttast. Ótalið er enn eitt starf, er Jón Þorleifsson hafði lengi með höndum. Harm var gagnrýnandi Morgunblaðsins og reit um myndlist. Eins og allir vita, þá er það starf sízt til að auka vinsældir þess, er gagnrýn ina ritar, og Jón Þorleifsson varð oft fyrir árásum og ofsóknum í því sambandi, en hann lét sér fátt um finnast og lét óhræddur í ljós sannfæringu sína. Sá, er þessar línur ritar, er ekki fær um að gera ævistarfi Jóns Þorleifssonar nein veruleg skil, enda er ætlunin hér aðeins sú að kveðja Jón með nokkrum orðum. Ég get ekki skilið svo við þessar línur, að ég nefni ekki eitt atriði úr viðkynningu okkar Jóns Þorleifssonar, sem getur ef til vill gefið nokkra hugmynd um persónuleika hans. Við Jón Þorleifsson vorum ó- sammála um marga hluti og átt- um oft í nokkuð snörpum átök- um, bæði í sambandi við mynd- list og félagsmál myndlistar- manna. Mér er óhætt að full- yrða, að með hverju ári, sem leið, og eftir því sem ég kynntist Jóni Þorleifssyni betur, virti ég hann meir og meir fyrir kosti, er að- eins koma í ljós, er menn eru á öndverðum meiði hvor við ann- innan. Það er fágætt að mæta á lífsleiðinni slíkum mönnum sem Jóni Þorleifssyni. Að lokum vil ég færa eftirlif- andi konu og börnum Jóns hug heilar samúðarkveðjur við frá- fall Jóns Þorleifssonar listmál- ara. Hér hefur verið höggvið skarð í raðir íslenzkra lista- manna, og það skarð verður ekki I fyllt. Valtýr Pétursson. t KVEÐJA FRÁ STARFSBRÓÖUR HANN bar birtuna inn í íslenzka myndlist, ekki í spöndum og skjóðum eins og Bakkabræður í húsið gluggalausa, heldur á björt um og glóandi litabakka, beint á trommuþanda strigana. Hann lýst ist og lifnaði í list sinni með aldr- inum og varð æ bjartari óg heið- skírri og teygði litaspjaldið í ljós- ið og birtuna eins og góðum mál- ara sæmir. Hann fæddist og ólst upp í einni fegurstu sveit landsins, Hornafirði og sótti jafnan yrkis- efni í íslenzka náttúrufegurð, þannig var hann alltaf sjálfum sér samkvæmur. Það eitt er merkilegt umhugsunarefni að sjá nær sjötugan segginn fara fram úr sjálfum sér, eins og sýndi sig bezt á síðustu sýningu hans í vet- ur, þar sem allir veggir loguðu af litum og glóð, fjöri og funa, sumri og sól. Hann lifði aldrei sjálfan sig í list sinni og leitaði sér alörei gervikenndrar endur- nýjunar í eirðarlausu ismaflangsi og liststefnuflakki. Hann sigldi og fór vítt um heim og geim og sá mörg ný og skemmtileg tungl á lofti listanna samtímis án þess að fá ofbirtu í augun og missa sjónar af sínum Hornafjarðarmána fyrir öðrum stærri og glæstari, eins og sveit- ungar hans forðum í kaupstaðar- ferðinni frægu í dýrðinni á Djúpa vögi. Sjónhverfingar og blekking ar voru honum alls fjarri, til slíks var hann of sannur og ein- lægur og flúði aldrei uppruna sinn né eðli frekar en gömlu meistararnir okkar þrír, sem juku og stæltu sitt einstaklings- Blaðinu hefur borizt . bindi af bókinni Vestur íslenzkar ævi- jánsson hefir búið til prentunar. Árni Bjarnarson ritar formála, en höfundur inngangsorð. Bókafor- lag Odds Björnssonar á Akureyri gefur bókina út. Hér er um að ræða æviágrip núlifandi Vestur-íslendinga og ættir þeirra raktar til afa og ömmu þeirra og á ritverkið þann ig að koma að fullu haldi til þess að fólk hér heima geti haft upp á frændum sínum vestanhafs. Heimilisfang þeirra, er um get- ur, er gefið upp í skránum miðað við 1958, er efninu er safnað. Annað bindi þessa ritverks er langt til búið til prentunar. Bókin er prýdd 500 manna- myndum enda eru myndir af lega íslenzka listeðli í ljósadýrð heimslistanna án þess að koma heim með endurskinið eitt sam- an. Jón var tvíkvæntur. — Fyrrl konu sína, merka og mikilhæfa mannkostamanneskju, missti hann eftir margra ára farsæla sambúð. Þrjú síðu: ,u æviárin naut hann ástar og umhyggju ungrar og glæsilegrar eiginkonu. Það voru honum góð ár. Hann var hamingjumaður í hjúskapar- málum. Það ríkti ástríki í Blátúni Og léreftin ljómuðu líka af litum og ást. Það er fegurð í því og sjarmi að deyja ástfanginn um sjötugt. Það er líkt og leggja upp í langa siglingu um vornætur- skeið og stefna beint í miðnætur- sólina og sigla inn í lygnt og rós- rautt sólarlagið. Jóni lét líka bezt að mála í sólskinslitum. Jón var alltaf í framför, þó að hann færi ekki í himinháum heljarstökkum. Hjá honum var hægfara þróun, en ekki bylting. Hann þekkti vötnin ströng fyrir austan Og sandbleytuna og gætti jafnan varfærni í lífi sínu og list, enda varð hann farsæll og komst langt. Þó varð ekki málara stéttin í landinu að sama skapi farsæl að njóta ekki ráða hans og dáða í félagsmálum sem skyldi. Jón í Blátúni hrökklaðist úr stéttarfélagi sínu ásamt fleiri málurum fyrir nokkrum árum vegna landlægra innbyrðis keðju sprenginga í stéttinni eins og títt er og eðlilegt meðal geðríkra og skapandi manna með heitar til- finningar. Hann vann alltaf já- kvætt og framkvæmdi. Fram- kvæmdamennirnir láta verkin tala, hinir bara tala. Listamanna- skálinn, sem var mikið hans verk, væri ekki eins Og hriplekur fúinn skreiðarhjallur í dag, ef við hefð- um notið framkvæmdaráða hans lengur, heldur væri risið af grunni nýtt og veglegt lista- mannahús með glæstum sýningar sölum. Ég held, að fáir hafi unnið betur og óeigingjarnara starf að hagsmunamálum stéttar sinnaren hann og þökk sé honum fyrir það. Það vill oft vera gallinn á lýðræð inu, að að beztu mennirnir sitja heima eða er bolað eða bægt frá. Jón í Blátúni var gáfaður mál- ari með sjáandi auga, vitur, víð- sýnn, virkur, vandlátur og vel- viljaður. Það er hollt hverju stétt arfélagi að hafa slíka menn í fararbroddi fylkingar sinnar. Eftir því sem ég hafði nánari kynni af honum féll mér hann æ betur í geð. Hann vann alltaf á eins og sannur og fölskvalaus tónn í ósviknu verki. Svartur farfi sorgarinnar grúf- ir nú yfir Blátúni, yfir börnum hans, ekkju, barnabörnum og vandamönnum, en mun lýsast Og birtast, er tímar líða í fagra Og bjarta liti minninganna um góð- an mann og merkan málara, eins og glóðin og gleðin í litum verka hans, sem munu halda áfram að lifa. miklum hluta þeirra manna, sem æviskrárnar fjalla um. Ritið er tileinkað minnngu ís- lenzku landnemanna í Vestur- heimi. Velflest eru æviágripin og ætt- færsla manna allnákvæm og nokkuð mislöng, sem fer eftir hve glöggar upplýsingar hefiir verið hægt að fá um hvern og einn. Æviágripunum er raðað í staf- rófsröð miðuð við föurnafn en aftast í bókinni er nafnaskrá rað að eftir skírnarnöfnum. Bókin er 458 síður að stærð, prentuð á vandaðan pappír og hin smekk- legasta að öllum frágangi. Prent verk Odds Björnssonar hefir prentað bókina. Örlygur Sigurðsson. Vestur-íslenzkar æviskrár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.