Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. júlí 1961 MORGZJNBLAÐIÐ 11 ’K unarfélögum skipa. Löks voru nú í fyrsta sinn mættir á ráð stefnunni áheyrnarfulltrúair frá Alþjóðasigl ingamálastofnuninni (IMCO) og Arabiska sambands lýðveldinu vegna yfirvalda Suez-skurðarins. Alis voru þetta um 25 þátttakendur og höfðu sumir þeirra eiginkonur í fylgd með sér. Miklar annir. — Þetta var ann&söan ráð- stefna. stefnan Nokkrir fundarmanna á ráðstefnunni (talið frá vinstri): H. Daae.Noregi, Páll Ragnarsson, skrif- stofustjóri, Hjálmar R. Bárðar-son, skipaskoðunarstjóri, forseti ráðstefnunnar, A. Anderson Svíþjóð, P. Fischer, og A. Bache.báðir frá Danmörku, NÝLEGA er lokið í Reykja- vík alþjóðlegri ráðstefnu um skipamælingar, sem hér var nú haldin í fyrsta sinn. For- seti ráðstefnunnar var Hjálm ar R. Bárðarson, skipaskoð- unarstjóri, og hefur tíðinda- maður Mbl. rætt við hann Um ráðstefnuna og þá starf- semi, sem fram fer í tengsl- um við hana. Skipaskoðunarst,j óri sagði fyrst frá því, að samstarf á sviði skipa mælinga hefði átt sér talsvert langan aðdraganda. Nauðsyn á samræmi Oft hafði verið rætt uim það iá alþjóðavettvangi, að koma þyrfti á samraemdu kerfi til skipamælinga. Árið 1926 var mál ið iagt fyrir þjóðabandalagið gamla og tekið þar fyrir í ýms um nefndum, þ. á m. í nefnd 6amgöngumála og flutninga. Fyrsta uppkaist að alþjóðareglum um s'kipamælingar lá fyrir árið 1931, en það var svo ekki fyrr en árið 1939, að reglumar höfðu fengið sitt endanlega form. Þá kom stríðið í veg fyrir, að frek ar yrði aðhafzt. — Var svo þráðurinn tekinn upp aftur, strax að stríðinu loknu? — Mjög fljótlega. Það var ár- ið 1947, sem norska ríkisstjóm in boðaðj til alþjóða skipamæl ingaráðstefnu í Oslo. Tóku þátt í henni Belgía, Danmörk, Finn- land, Frakkland, Holland, og Sví'þjóð, auk fslands og Norð- manna sjálfra. Eru þessi riki síðan nefnd Ósló-rí'kin á þessum vettvangi. Samtök 10 ríkja — Hver varð árangurinn af þessari ráðstefnu? — í lok hennar var undirrit aður samningur um samræmt kerfi til skipamælinga, þar sem Afmælisfrímeiki Reykjovíkui cg Eviópufiímeiki komu út f ÁGÚST og september gefur Póst- og símamálastjórnin út frí- merki í tilefni af 175 ára afmæli Beykjavikur og Evrópufrímerki, sem gefin eru út af mörgum að- ildarríkjum Evrópusambands pósts og síma. Útgáfudagur Reykjavíkurfrí- tnerkjanna er 18. ágúst, verðgildi kr. 2,50 og 4.50 og á því er mynd aðildarríki Evrópuráðs pósts og síma eru 19. Verðgildi er kr. 5,50 og 6.00 og upplag milljón af hvoru. Póststjórnin gefur út fyrsta- dagsumslög, sem kosta kr. 2 og óáprentuð umslög kr. 1.00. þátttakendur skuldbundu sig til að lúta þeim alþjóðareglum um skipamælingar, s«m Þjóðabanda lagið hafði gefið út árið 1939. Samningurinn tók gildi 30. desember 1954, i þeim löndum, sem þá höfðu staðfest hann, en það voru Danmörk, fsland, Hol- land, Noregur og Svíþjóð. Seinna hafa svo Finnland, Frakkland, Cambodia, Vestur-Þýzkaland og ísrael staðfest samninginn. Nú standa því að honum 10 ríki. f fyrsta sinn hér í hverju er svo samstaða þess ara ríkja a. ö. 1. fólgin? — Til þess að tryggja sam- ræmda notkun og túlkun mæl- ingareglnanna og til þess að geta laigað þær eftir nýjum skipe- gerðum og þróuninni í skipabygg ingalistinni, skulu sérfræðingar í skipamælingum frá samnings- ríkjunium koma saman á ráð- stefnu að minnsta kosti annað hvort ár. Slíkar ráðstefnum hafa verið haldnar í Oslo 1948, og síðan með tveggjaára millibili í Stokkhólmi, Haag, París, Kaup mannahöfn, Hamborg og enn í Oslo árið 1959. í þetta sinn var svo ráðstefnan haldin hér í Reykjavík. — Fundurinn var vel sóttur. — Fulltrúar voru frá öllum samningslöndunum, nema Cam- bodia, en að auki komu hingað áheyrnarfulltrúar frá nokkrum fleiri siglingaþjóðum, þ. e. Japan, Póllandi, Bandaríkjunum og Bretlandi, auk fulltrúa frá flokk — Já. Hún stóð frá 15,—28. júní og varla er hægt að segja, að nokkur veruleg hlé hafi gef- izt. Fundir voru haldnir frá kl. 9—6 alla virka daga — einn laugardag líka — og aðeins IV2 tími í mat. Annan sunnudaginn var farið á Þingvöll, að Sogi og í Hveragerði; hinn notuðu ýmsir þátttakendanna til Gullfoss og Geysis-ferðar, sem greitt var fyrir þeim með. Fyrir ráðstefnunni lá mikill fjöldi mála. Dagskráin og fylgi- skjöl með henni voru um 100 blaðsíður. Al'lt var þetta á ensku, enda gekk ráðstefnan fyrir sig á því máli, og fröngku lítilsháttar; fundargerðir eru allar á fyrr- nefnda málinu. Fundargerðir ráðstefnunnar, sem gengið er frá sem næst jafnóðum, eru síðan teknar saman í bók og verður hún þykkari að þessu sinni en nokkum tíma áður. Lögfræðileg og tæknileg vandamál Hvað er frekar að segja um þau mál, sem rædd voru á ráð- stefnunni hér? — Málin voru ýmist lögfræði legs eða tæknilegs eðlis. Túlkun ákvæða í reglugerðum, sem að skipamælingum lúta, útgáfa skírteina, samræming mælingar- reglna vegna öryggisákvæða fyr ir skip af mismunandi stærðum og ólík að byggingarlagi o. fl. o. fl. Allt eru þetta atriði, sem nauðsynlegt er að algert sam ræmi ríki um. Og að því er einmitt stefnt á ráðstefnunum, jafnframt því sem kapp er lagt á að leysa öll þau vandamál, sem upp koma í þessum efnum. Fjöldi mála afgreiddur Á ráðstefnunni var að þessu sinni gengið frá fjölda mála, sem síðar ganga í tillögufbrmi til rikisstjórna viðkomandi landa, en þeirrá er að staðfesta reglurnar og beita sér fyrir lög festingu þeirra heima fyrir. Þeg ar það hefur verið gert, tilkynna sömu aðilar skipamælingaskrif- stofunni í Óslo endanlegt sam- þykki sitt. Og að því búnu sendir skrifstofan út orðsend- ingu um gildistöku breyttra reglna. Sumar samþykktir ráðstefn- unnar eru aftur á móti aðeins ætlaðar til leiðbeininga, t. d. um það, hvernig haga skuli mælingu skipa af tiltekinni gerð. Þær verða teknar i notkun núna strax og gilda, þar til öðru vísi kann að verða ákveðið. Skipamælingar hafa að sjálf- sögðu mikil fjárhagsleg áhrif á siglingar og útgerð, þar sem ýms gjöld af Skipum eru byggð á stærð þeirra í rúmlestum, sem og öryggisákvæði, stærð skips- hafna og fleira. »f Reykjavíkurhöfn. Merkið teiknaði Haukur Halldórsson og upplagið er 1500 þús. af því ó- dýrara og milljón af hinu. ! Útgáfudagur Evrópufrímerkis- tns er 18. september. Á því er mynd af 19 dúfum á flugi, en Samband kvenfélaga V-Skafl. 20 ára 1 Kvenfélag Kirkj'ubæiaxhrepps 25 dra KIRKJUBÆJARKLAUSTRI — Kvenfélagskonur í Vestur-Skafta fellssýslu héldu hóf mikið um s. 1. helgi. Tilefni: Samband kvenfélaganna í sýslunni er nú 20 ára og kvenfélag Kirkjubæj arhrepps er 25 ára. Var haldið sameiginlega upp á bæði þessi af i mæli. Sambandsfundurinn hófst sunnu! daginn 2. júll. Sóttu full- j trúar messu i Prestsbakkakirkju kl. 2, en síðar um daginn var | opnuð fjölbreytt. heimilisiðnað-! areýning í samkomuhúsinu á Klaustri. Var þar mamgt fagur- ] lega gerðra muna. Sýndi hún að eiginmennirnir kunna einnig að j brodera. Annare bar þessi ágæta! sýning órækan vott um það —í sem maður raunar vissi áður — að ekki situr sveitakonan auð um höndum, þá sjaldan gefst tóm frá búverkum. Ekki veit ég hve margir munir voru á sýn- ingunni en þeir skiptu tugum, hvaðanæva af sambandssivæð- inu. TJm kvöldið var hóf í samkomu húsinu. Sóttu það um 70 manns. Formaður kvenfélagsins, Gyð- ríður Pálsdóttir í Seglbúðum, bauð gesti velkomna og stjórn- aði samsætinu. Voru þar fluttar margar ræður. Kristjaina Jóns- dóttir, Sól'heimum minntist stofn enda kvenfélagsins og gat um helztu þætti í starfi þess þenn an aldarfjórðung. Kristín Lofts- dóttir, Vík, fyrrv. formaður Sam Maður slasast í bílaárekstri UM áttaleytið á laugardagskvöld ið slösuðust mæðgur í hörðum bílaárekstri, sem varð hér á Suð- urgötu, skammt frá Fálkagötu. Voru það frú Ragnheiður Haf- stein Thorarensen apótekarafrú og Katrín dóttir hennar. Var Ragnheiður í bíl sínum ásamt- tveimur dætrum á leið suður í Skerjafjörð. Sat yngri dóttirin í aftursæti. Þegar komið var að fyrrgreind um stað, veitti frú Katrín, sem ók bílnum, því athygli að bíll kom á móti, og var hann á sama vegarhelmingi. Skipti það eng- um togum, að hann ók beint fram an á bíl Katrínar. Við áreksturinn hlaut frú Ragnheiður mikinn skurð á höfði og Katrín hlaut einnig höfuðhögg en ekki eins mikið. Dótturina í aftursætinu sakaði ekki. Var Ragnheiður flutt í slysavarðstof- una, þar sem gert var að meiðsl- um hennar. Maðurinn, sem ók bílnum, er árekstrinum olli, meiddist einnig á höfði. Hann reyndist drukkinn. Vestur-Skaftfellskar konur á kvenfélagasambandsfundi bandsins rakti sögiu þess í fám dráttum, frú Aðalbjörg Sigurð- ardóttir, sem var gestur fundar- ins, flutti ávarp og kveðju frá Kvenfélagasambandi fslands. Framkvæmd orlofslaga rædd Af öðrum dagskrárliðum má nefna að frú Sigríður Ólafsdóttir orgamisti í Vík söng nokkur lög og Úlfur Ragnarsson, héraðs- læknir, flutti frumsamin ljóð. Aðalfund sambandsins sóttu 15 fulltrúar frá 8 kvenfélögum. Voru þar að venju rædd helztu hagsmuna- og áhugamál kvenna og nokkrar ályktanir gerðar. M. a. voru smþyk'ktar tillögur um skólamál og um hvernig bæta megi umgengni utan húss á heimilum, en mestur tími fór í að ræða framkvæmd orlofslag- laganna. f orlofssjóði á samband ið nú um 20 þús. kr. Auk þess koma honum tekjur frá ríkissjóði. í stjórn Kvenfélagasambands Vestur-Skaft. eru nú: Gyðríður Pálsdóttir, Seglbúðum, Ásta Valdimarsdóttir, Klaustri og Kristjana Jónsdóttir, Sólheimum, sem endurkosin var í stjórnina á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.