Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmftiriagur 20. júlí 1961 UTAN UR HEIMI Albert Kristinsson múrari — minning r ÞEGAR Bourgiba, forseti Túnis, flutti ræðu í þing- inu sl. mánudag um Biz- erte-deiluna, sagði hann m. a.: „Fram undan er mjög hættulcgur þáttur deilunn ar og ef til vill stöndum við andspænis því að grípa verði til vopna.“ Nú hefur þessi grunur for- setans orðið að veruleika, því í gærkvöldi skutu Túnismenn á franskar flugvélar við flota höfnina eins og skýrt er frá á 1. síðu blaðsins í dag. Þegar forsetinn gekk inn í þingsalinn á mánudag, fagnaði Djellosi Fares, farseti þings- ins konum með svofeldum orð um: „Hinn stóri dagur, sem við höfum öll beðið eftir, er nú loks upp runninn.“ Innilega fagnað. Fyrir utan þinghúsið stóðu þúsundir Túnisbúa og fögn- uðu forsetanum innilega. í fyrrnefndri ræðu sagði Bourgiba ennfremur að það hefði verið ósk Túnisbúa lengi undanfarið að Frakkar flyttu herlið sitt frá flotahöfninni og nú yrðu Túnisbúar a.m.k. að fá loforð fyrir því, að þeir yrðu við þeim óskum, en Frakkar hafa þverskallazt við að gefa slíkt loforð. í ræðunni sagði forsetinn ennfremur, að Túnisbúar mundu, ef þeir hefðu ekki á miðvikudag (þ.e. í gær), fengið jákvætt svar frá Frakklandsstjórn um brott- flutning frá Bizerte: f fyrsta lagi láta sjálfboða- liða og hermenn umkringja flota- og flughöfnina og loka samgönguleiðum til hennar. Og í öðru lagi senda sjálf- boðaliða úr hernum til Garet- el-Hamel svæðisins í þeim hluta Sahara, sem Túnis hef- ur lengi gert tilkall til, en nú lýtur stjórn Frakklands. „Tún- isfáni verður dreginn að hún á þessu svæði,“ sagði forset- inn ákveðið, „hverjar svo sem afleiðingarnar verða.“ Og hann bætti við: „Ef Túnisbú- ar verða drepnir, munu þeir deyja í fullvissu þess, að þeir hafi fórnað lífi sínu fyrir föð- urland sitt.“ — í gær sendi Túnisstjórn svo sveitir manna inn í hið umdeilda svæði í Sahara og settu þeir upp fána lands síns 8 mílur utan nú verandi viðurkenndra landa mæra. Mótmælir kröfum Alsírbúa Þá sagði Bourgiba ennfrem- ur, að hann væri þeirrar skoð unar, að það væri skylda Tún is í dag að gera nú þegar til-. kall til fyrrnefnds hluta af Sahara, því að öðrum kosti gætu Túnisbúar síðar lent í illdeilum við hina alsírsku frændur sína út af þessum landsskikum. í þessum kafla ræðunnar mótmælti hann al- gjörlega þeim fullyrðingum uppreisnarmanna í Alsír, að öll Sahara heyrði Alsír til. Þá réðst Bourgiba einnig af allmiklum þunga á uppreisn- armenn í Alsír fyrir að veita ekki Túnisbúum nægilegan stuðning í deilunni við Bourgiba Frakka. Minnti hann Alsírbúa á alla þá aðstoð, sem þeir hefðu hlotið af hendi Túnis- búa á undanförnum árum. Alvarlegt ástand Eins og fyrr greinir hefur komið til vopnaviðskipta milli Frakka og Túnisbúa í Bizerte. Ekki lágu þó fyrir í gær ör- uggar- fréttir um afstöðu frönsku stjórnarinnar til máls ins, en talsmaður stjórnarinn- ar í París sagði á þriðjudag, að reynt yrði að ná samkomu- lagi um framtíð flotahafnar- innar. Franska stjórnin hefur ekki kippt sér upp við bær hótanir Túnismanna að um- kringja Bizerte-herstöðina og sagði talsmaður frönsku stjórn arinnar, að auðvelt væri að halda uppi samgöngum til hennar, bæði á sjó og í lofti. Hvað sem þessu líður er á- standið í Túnis hið alvarleg- asta og má búast við tíðindum þaðan á næstunni. Vopnavið- skiptin í gær spá illu um það sem framundan er og sýna, að mikil kergja hefur hlaupið í báða deiluaðila og raunar er það ekki rétta orðið, því Túnis búar virðast nú hafa misst þolinmæðina. í því sambandi má þó benda á lokaorð Bour- giba í fyrrnefndri ræðu, þeg- ar hann sagði: „Við vonum að réttlátar kröfur okkar, ein lægni okkar og óskir um sam- vinnu muni koma í veg fyrir að við lendum í vöpnaviðskipt um við Frakkland'. í DAG verður til moldar borinn 1 í Hafnarfirði Albert Kristinssou múrari. Albert var fæddur 19. marz 1881 í Húsabakika í Skagafirði. Ætt hans var frá Steinastöðum í Tungusveit í Skagafirði; einnig átti hann ættir að rekja til hinn- ar kunnu Reykhólaættar. Hann ólst upp í Valagerði í stóra Vatns dal hjá Ólafi Stefánssyni. Þaðan fluttist hann að Löngumýri og síðar að Víðimýrarseli. Vinnumennsku hóf hann snemma í æsku svo sem venja var á þeim árum. Var hann vinnu maður víða í sinni sveit þar á meðal Marbæli og Rreynistað í Skagafirði Og eftir það að Skarðs hömrum í Norðurárdal. Árið 1907 fluttist Albert suður I til Hafnarfjarðar og innritaðist í I Flensborgarskólann. Útskrifaðist i hann þaðan tveim árum síðar eða 1909. Það ár kvæntist hann Guðleifu Bergþórsdóttur. Átti hann með henni eina dóttur, Vig- dísi, sem nú er búsett í Englandi, gift Þorsteini Eyvindssyni, skip- stjóra í Grimsby. Til Reykjavikur fluttist Albert aftur árið 1930 og I dvaldist þar síðan til dauðadags. þá iðn þar. Til Hafnarfjarðar fluttist Albert aftur árið 1930 og dvaldist þar síðan til dauðadags. I Konu sína' missti Albert eftir I nær þrjátíu ára sambúð, en árið I 1943 hóf hann búskap með Guð- rúnu Sigurðardóttur. Áttu þau einn son, Reyni, sem nú er sjó- I maður í Hafnarfirði. I Fyrir nokkrum árum missti Al- bert heilsuna og fluttist þá á Elli- heimilið Sólvang. Dvaldi hann síðan á þeim stað, þar til hann lézt hinn 11. þ.m. Albert Krist- insson, var félagslyndur maður með afbrigðum og verkalýðs- sinni svo af bar. Tók hann virk- an þátt í hinni erfiðu baráttu á fyrstu árum verkalýðssamtak- anna í þessu landi svo sem skýrt kom fram í því, að sama árið og hann kemur suður til Hafnar- '<S> fjarðar, gerist hann einn af stofnendum Verkamannafélags- ins Hlífar árið 1907 og þá er hann dvaldist í Reykjavík var hann virkur meðlimur í V.m.f Dagsbrún og stofnaði ásamt fleir- um Múrara- og steinsmiðafélag Reykjavíkur árið 1917. Strax og hanm kom til Hafnar- fjarðar aftur 1930, tók hann upp virk störf í Hlíf, var hann ritari félagsins árin 1935, 1936 og 1937. Þá átti hann ríkan þátt í að endur vekja blað Hlífar „Hjálm“ og rit- stýrði því blaði um nokkurra ára skeið. Einnig var hann lífið og sálin í fræðslustarfi félagsins á þessum árum. Á Alþýðusambands þingum sat hann nokkrum sinn- um sem fulltrúi V.m.f. Hlífar. Heiðursfélagi var hann gerður í V.m.f. Hlíf 1957, þegar félagið var fimmtíu ára og nú á s.l. vori þegar Albert var áttræður, sam- þykkti aðalfundur Hlífar, að stofna sérstakan sjóð er bæri nafn Alberts og hefði það hlut- verk að efla og styrkja fræðslu- starf meðal verkamanna. Nú þegar Albert Kristinsson er allur og í dag kvaddur hinzta sinni, færi ég honum þakkir mínar og hafnfirskra verkamanna fyrir allt hið mikla og góða starf, sem hann vann fyrir verkalýðshreyfingúna og þá sérstaklega fyrir Verkamanna- félagið Hlíf. Hermann Guðmundsson. • „Jöfnuður“ Launamál verkfræðinga og raunar allra háskólamennt- aðra manna eru mjög á dag- skrá um þessar mundir. Vel- vakandi telur það lítinn „jöfn- uð“, að menn, sem hafa eytt næstum hálfri ævi sinni og ærnu fé til þess að búa sig sem bezt undir störf í þágu lands og þjóðar, skuli ekki bera meira úr býtum, en þeir, sem hefja launuð störf innan við tvítugt. Slíkt launajafn- rétti sýnir mikla lítilsvirðingu fyrir æðri menntun og er ekki líklegt til þess að efla menn- ingu og tækni. Þetta á þó ekki eingöngu við um laun verkfræðinga, sem margir hverjir munu all vel launaðir. Versta dæmið, sem Velvakandi þekkir eru kjör dómarafulltrúa, sem verða að kveða upp vanda- sama dóma og fá greidd mdðal skrifstofumannslaun. Velvakandi hefur borizt bréf frá „verkfræðingi“ og fylgir það hér á eftir: • Úr bréfi „verkfræðings“ í Reykjavíkurbréfi blaðs yðar 1. júlí s.l. var ýmislegt rætt um launamál hérlendis. M. a. segir þar, að meðaltekjur verkamanns hafi árið 1960 numið rúmum 75 þús. kr. auk fjölskyldubóta. Samkv. þessu hefðu meðal nettó tekjur þeirra (skattar og útsvar frá- dregið) verið um 5700 kr. á mánuði auk fjölskyldubóta. Á öðrum stað í sama bréfi segir, að fáar eða engar stéttir hér muni hafa betri kjör en læknar og verkfræðingar. Þess ari síðarnefndu fullyrðingu vildi ég leyfa mér að mót- mæla kröftuglega. Sjálfur er ég starfandi verkfræðingur og veit því fullvel, hver kjör stétt arbræðra minna eru hér al- mennt. Eftir að hafa starfað hér á landi all mörg ár sem verk- fræðingur eru heildarlaun mín nettó (skattar, útsvar og líf- eyrisgjald frádregið) um 6700 —6800 kr. á mánuði, og er því nettó mánaðarkaup mitt (með einum eftirvinnutíma) núna rúmum eitt þúsund krónum hærra en meðal nettó mánað- arkaup verkamanns á s.l. ári (sbr. uppl. yðar). Með nú- gildandi kauphækkun verka- manna ætti þessi munur ekki að verða meiri en ca. 600 krón ur á mánuði, ef lagður er til grundvallar meðaltalsútreikn- ingur yðar. Nú halda e. t. v. margir, að flestir verkfræðingar bæti þetta kaup sitt með alls konar vel launaðri aukavinnu á kvöldin og um helgar. Að vísu eru nokkrir verkfræðingar, sem gera slíkt, en í flestum tilfellum hafa verkfræðingar engar slíkar aukatekjur. Þetta veit ég af eigin reynslu, og FERDINANP ^ auk þess hefur Verkfræðinga- félagið látið fara fram könnun á þessu atriði, og þar kom þetta sama fram. Það er því hart að láta núa því sér um nasir, að maður búi við ein beztu launakjör hérlendis eins Og allt er í pott- inn búið, og á meðan mikill þorri fólks virðist geta veitt sér miklu meira en við „há- launamennirnir1*. Verkfræðingur. • Launataxti Verk- fræðingafélagsins Velvakandi snéri sér til Hinriks Guðmundssonar fram kvæmdastjóra Verkfræðinga- félagsins og spurðist fyrir um launataxta þann, sem verk- fræðingar ynnu eftir. Taxtinn, sem nú hefur verið sagt upp er miðaður við fasta- kaup 38 stunda vinnuviku og eru byrjunarlaun 5794.57 kr. og hækkar á tíu árum upp I rúmar 7300. Af þessum tekjum, og jafn- vel enn lægri, eins og raunin er um ýmsar aðrar stéttir há- skólamenntaðra manna, er þeim ætlað að lifa, bæta sér upp tekjumissi fram undir þrí- tugt, greiða námsskuldir og afla sér bóka og tækja til þes» að halda fræðum sínum við. Hitt er svo annað mál, hvort þjóðarbúið getur greitt menntamönnum sínum jafnhá laun og stærri og auðugri þjóðir. Um það getur Velvak- andi ekki dæmt því hann er hvorki hagfræðingur né stjórn málamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.