Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐlh Fimmtudagur 20. júli 1961 — Fólkið óttasf Frh. aí bls. 20. hafi í hyggju aS gefa út per- sónuskilríki fyrir hvern mann, er gildi einungis innan þeirr- ar borgar eða sveitarfélags, þar sem viðkomandi er heim- ilisfastur. Hún vildi ekki bíða slíkra átthagafjötra, en lagði af stað, ásamt tveim litlum sonum sínum, til fundar við mann sinn, sem þegar er kom- inn til Vestur-Þýzftalands — „áður en það er um seinan“, eins og hún sagði við embættis mennina er taka á móti flótta- mönnunum. • „Torschlusspanik“ Af þeim hundruðum flótta- manna, sem biðu fyrir utan Marienfeldestöðina á mánu- dagsmorguninn, virtust flestir reknir áfram af þessum sama ótta. — Síðan í byrjun mán- aðarins hefir flóttamanna- straumurinn aukizt svo mjög, að dæmafátt er. Adenauer kanslari lét svo um mælt á dögunum, að svo virtist sem austur-þýzka þjóðin væri nú gripin skelfingaræði. Og em- bættismenn þeir, sem sjá um móttöku flóttafólksins og flutning þess áfram vestur á bóginn, taka í sama streng. Þeir nefna ofsaótta þann, sem virðist ríkja í Austur-Þýzka- landi, „Torschlusspanik“ — en þýtt eftir orðanna hljóðan merkir það ótta við að „dyr- unum verði lokað við nefið á manni“, eins og sagt er í dag- legu tali. Þessi ótti leggst ofan ó mat- væla- og vöruskort, versn- andi atvinnuskilyrði og sífelld ar kröfur stjórnvaldanna um meiri vinnuafköst — oft fyrir minni laun. — Ungu hjónin, sem áður var á minnzt, kváð- ust hafa flúið vegna þess, að allar aðstæður heima fyrir hefðu verið orðnar „óþolandi". — Ég fékk enga vinnu í minni grein, sagði Metzler. — í stað þess var mér skipað að vinna á samyrkjubúi, þar sem ,mín hefði beðið lægri laun — fyr • ir meira erfiði. • „Kommarnir leyfðu mér ekki að kaupa mótorhjól“ Ungur lögreglumaður kvaðst hafa yfirgefið heimaborg sína, Stralsund, vegna þess að hann hefði lent í rifrildi við yfir- menn sína út af smjörskortin- um. — Ég sagði þeim, að lífs- skilyrðin væru betri í Vestur- Þýzkalandi. Þá var ég hand- tekinn, og síðan var mér hót- að málssókn, sagði hann. — Þráin eftir meira frelsi og betri lífsafkomu bergmálaði af vörum margra flóttamann- anna í Marienfelde á mánu- daginn. — Ég gat ekki sagt það, sem mér bjó í brjósti, og kommarnir leyfðu mér ekki að kaupa mér mótorhjól, af því að ég var talinn „óáreið- anlegur", sagði tvítugt ung- menni, sem kvaðst ætla að setjast að í Ruhrhéraðinu, þar sem bróðir hans lifði nú þegar góðu lífi. — Gamall bóndi, sem tók sig upp ásamt konu sinni og þrem börnum, talaði um „óbærileg lífsskilyrði“ eft- ir að kommúnistar tóku að leggja allt kapp á að færa land búnaðinn í form samyrkjubú- skapar — og embættismenn flokksins, sem ekkert vit hefðu á búskap, skipuðu nú bændum fyrir verkum. Mikið var af börnum í flóttamannahópnum, allt nið- ur í hvítvoðunga. Einn flótta- mannanna sagði, að það væri nú almennt máltæki í Austur- Þýzkalandi, að „þrjú fyrstu orðin, sem börnin læra að segja, eru mamma, pabbi og — Marienfelde“ . . . (Að mestu stuðzt við frá- sögn „New York Times“). 35. meistaramót í „frjálsum" í kvöld gær heldu utan 32 felagar ýmissa Ungmennafélaga á landinu. Halda þeir til mikils norræns unglingamóts sem haldið víerður í Vejle í Dan- mörku. Verða þátttakendur í ^ mótinu um 13 þúsund talsins. Myndin hér að ofan er af hópnum er hann steig upp í sumt af okkar bezta íþrótta- Meðal þeirra sem fara er einn af Föxum Flugfélagsins. fólki. Má þar fyrsta telja Sig- rúnu Jóhannsdóttir Akranesi sem nýlega setti ísl met í há- stökki og vann bezta afrek á meistaramóti kvenna. 35. MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum hefst á Laugardalsleikvanginum í landsliðsmenn fslands og flestir aðrir af beztu íþróttamönnum landsins. FH vann í gærkvöldi kepptu dönsku handknattleiksmennirnir, sem hér eru staddir í boði Víkings, við FH og fór leikurinn fram í Hafnarfirði. FH sigraði með 27 mörkum gegn 23. Leikurinn fór fram á Hörðu- völlum og voru áhorfendur marg ir. kvöld og stendur á föstudag og laugardag. í kvöld hefst keppnin kl. 8,15. ■ár Allir landsleiksmennirnir 50 keppendur eru skráðir í mótið frá 12 félögum og banda- lögum. Flestir frá einstöku fé- lagi eru frá fR eða 20 talsins. Meðal keppendanna eru allir Kaupkröfur enskra atvinnumanna Ml'KLAR deilur standa nú yfir í ensku knattspyrnunni milli nokkurra af beztu spilurunum annars vegar og félaga þeirra hins vegar. Forsagan er sú, að á síðasta keppnistímabili var sam- þykkt að breyta kjörum atvinnu- manna þannig, að hámarkslaun voru afnumin. Geta því leikmenn í sama liði fengið mishá laun og er það samkomulagsatriði milli þeirra og félagsins. Vilji leikmað- ur ekki samþykkja laun þau er félag hans býður getur hann kraf izt að verða seldur og verður fé- lagið að hlíta því. Hins vegar ræður félagið nú sem áður hve hátt þeir verðleggja spilarann. Þessi breyting hefur haft það í för með sér að nokkrir af beztu spilurunum hafa þegar skrifað undir samninga um mjög há laun, t.d. fær Haynes 100 pund á viku hjá Fulham og Springett hjá Sheffield W. fær 70—90 pund á viku. Þetta er í stuttu máli forsagan að deilum þeim er nú Standa yfir. Deilan er eins og áður segir vegna þess að nokkrir af beztu spilurunum hafa ekki viljað skrifa undir samninga sem félög þeirra hafa boðið. Flest félögin hafa boðið beztu spilurum sín- um um 40 pund á viku auk við- bótarþóknunar fyrir sigra og jafntefli eins og áður. Nokkrir af spilurum, sem neitað hafa að skrifa undir samninga eru þessir: Frá Arsenal: — Mel Charles, George Eastham og David Herd. Frá West Ham: — Bobby Moore og Phil Woosnam. Frá Wolverhampton: — Ron Flowers og Peter Broadbent. Frá Blackburn: — Ronnie Clay ton, Peter Dobing og Derek Doug an. Frá Bolton: — Hopkinson og Bill McAdams. Almennt er þó reiknað með að flestir þessara spilara muni skrifa undir samninga áður en keppnis- tímabilið hefst. Þó hafa birzt yf- irlýsingar frá enska landsliðs- manninum Flowers að hann muni aldrei skrifa undir og er því reiknað með að hann verði seld- ur. Má reikna með að mörg fé- lög vilji kaupa Flowers og þar helzt talað um Chelsea og Arsen- al. ■k Keppnisgreinar í kvöld verður keppt í 200, 800, 5000, 400 m grindahlaupi, kúluvarpi, spjótkasti, hástökki og langstökki. Annað kvöld verður keppt i 100, 400 og 1500 m hlaupum, 110 m grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki, kringlukasti og sleggju kasti. Á laugardaginn verður keppt í 4x100 m og 4x400 m boðhlaup- um, fimmtarþraut og 3000 m. hindrunarhlaupi. Úrtökumót Mót þetta verður helzta úr- tökumót fyrir landskeppnina við Austur-Þjóðverja, sem fer fram í ágústmánuði. Bondunkín unnu Vestnr- Þjóðverjn í gærkvöldi lauk I Stuttgart í Þýzkalandi landskeppni í frjáls- um íþróttum milli Bandaríkjanna og V-Þjóðverja með 120 stigum gegn 91. í keppninni náðist ýmis góður árangur en þó hvergi nærri eins og í landskeppni Bandaríkjanna við Rússa. Boston stökk nú 8.01 m í langstökki og Thomas 2.15 m í hástökki. Silvester sigraði Cush- man 50.4 en Janz náði sama tíma. Wisschenmeyer sigraði í þrí- stökki með 15.48 m en Florke USA varð annar með 15.28. Boð- hlaupssveit Bandaríkjanna hljóp á 39.9. Akranes Fram 2:1 f GÆR fór fram seinni leikur Fram og Akraness í fslandsmót- inu. Leikurinn fór fram á Laug- ardalsvellinum og sigraði Akra- nes með 2 mörkum gegn 1. — Akurnesingar unnu fyrri leikinn einnig, en hann var leikinn á Akranesi og hafa því hlotið 4 stig gegn Fram. ** mi- k* 'jjk IgW % Goft unglingalið Dana ÞETTA er knattspyrnulið Lyng- by Boldklub í Danmörku, annar aldursflokkur sem hér dvelst nú í boði Vals vegna 50 ára afmælis Vals. Er þetta þriðja unglingalið knattspyrnumanna sem hingað kemur í sumar og er skipað mjög góðum leikmönnum, enda er fé- lag þeirra fjölmennasta knatt- spyrnufélag Danmerkur. Lið fé- lagsins sigraði í bikarkeppni Sjá- lands og unglingalið þess varð Sjálandsmeistari og komst í und- anúrslit um Danmerkurmeistara- titilinn. Það sigraði einnig í vor- keppni unglingaliða í vor og skor aði þá 57 mörk gegn 3. Má af þessu sjá að hér eru engir auk- visar á ferð. í kvöld leikur þetta lið gegn 2. flokki Þróttar sem voru vor- meistarar í Reykjavík nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.