Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 20
160. tbl. — Fimmtudagur 20. júlí 1961 IÞRÓTTIR Sjá bls. 18. 14 ára drengur & taBFT7Í I M lézt í bílslysi AKUREYRI, 19. júlí. — 1 gær- kvöldi varð banaslys að Meiða- völlum í Kelduhverfi. 14 ára drengur, Ingvar Herbertsson, varð undir bifreið og beið þeg- ar bana. Ingvar hafði farið með for- eldrum sínum frá Akureyri, Her bert Tryggvasyni og Kristbjörgu Ingvarsdóttur, austur að Meiða- Bálför Gústavs A. Jónassonar í Höfn í GÆR fór fram í Kaupmanna- höfn bálför Gústavs A. Jónas- sonar, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er lézt í Kaupmannahöfn fimmtudaginn 13. þ.m. Verður hans nánar minnzt í blaðinu síðar. völlum, en þar var Ingólfur tví- burabróðir hans í sveit. Bónd- inn á Meiðavöllum er bróðir Kristbjargar. Er foreldrar þeirra fóru heim, langaði Ingvar til að verða eftir hjá bróður sínum 1—2 daga. Seint í gærkvöldi var vöru- bifreið ekið i hlaðið á Meiða- völlum og voru drengirnir úti við. Þá gerðist þessi atburður, að drengurinn lenti undir bíln- um og lézt hann samstundis. — Stefán. Mestu sól- gosin París, 19. júlí PRANSKIR vísindamenn skýrðu svo frá í dag, að sólgosin, sem fyrir nokkrum dögum ollu mikl- um truflUnum á fjarskiptum, hefðu verið þau mestu, sem nokkru sinni hefðu verið mæld. Höfðu þessi náttúrufyrirbrigði m. a. áhrif á gervihnetti, sem ganga umhverfis jörðu. Banda- ríski hnötturinn Bergmál 1, sem t. d. hefur aukið umferðarhraða sinn um 2—3 sekúndur á mánuði, hefur eftir sólgosið aukið hrað- ann sem nemur 24 sekúndum á sólarhring. — ÉG SAGÐI við konuna mína, að við skyldum hafa hraðann á og koma okkur] undan áður en þeir lok-; uðu landamærunum alveg, sagði bifvélavirkinn Horst Metzler og leit brosandi til Austur-þýzkt flóttafólk þyrpist inn í Marienfelde-flóttamannastöðina í sl. mánudag ... ..„ Vestur-Berlín Fólkið óttast að dyrnar lokist Iaglegu, ljóshærðu stúlk- unnar, sem stóð við hlið hans. Hann er 26 ára — hún, Barbara, einungis tvítug. Þau höfðu aðeins verið gift eina viku — og nú voru þau komin í „brúðkaupsferð“ til Mari- enfelde, stöðvarinnar í Vestur-Berlín, þar sem tekið er á móti flóttafólk- inu frá Austur-Þýzkalandi. — Ungu hjónin, sem biðu fyrir utan stöðina í aus- andi rigningu að morgni sl. mánudags, voru aðeins tvö af um 3000 körlum, konum og börnum, sem leituðu frelsisins í Vestur- Berlín um sl. helgi. • Átthagafjötrar? Þau lögðu upp í hina örlaga- ríku ferð eftir að þau höfðu heyrt eftir forsvarsmönnum austur-þýzka kommúnista- flokksins, að það yrði mikil „breyting í A.-Þýzkalandi, þeg ar friðarsamningurinn hefði verið gerður.“ — Ungi maður- inn sagði, að allir vissu, hvað þetta þýddi — „að þeir munu algerlega einangra okkur frá vestrinu.“ — Kona nokkur frá Saxlandi hafði sömu sögu að segja, að almenningur óttað- ist það nú mjög, að kommúnist ar ætluðu sér að loká með öliu f.ióttaleiðinni til Vestur-Berlín ar, við undirritun sér-friðar- samningsins (við Rússa), eða jafnvel fyrr. Hún kvaðst hafa heyrt sögu sagnir um þa», aff yfirvöldin Framhald á bls. 18. Sumarferð Varðar um næstu helgi LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vorður efnir til hinnar ár- legu sumarferðar sinnar n.k. sunnudag, 23. júlí. Að þessu sinni verður farið í hring- ferð um Þingvaliavatn og Akrafjall. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll kl. 8 á sunnu- dagsmorgun. Ferðalagið verð ur kvikmyndað, og leiðsögu- maður verður Árni Óla rit- stjóri. — Eins og kunnugt er, hafa skemmtiferðir Varðar ætíð not- ið mikilla vinsælda og hjá fjölda fólks er Varðarferðin orðinn fastur liður hvert sumar. Meðal fyrri ferða má nefna ferð um sögustaði Njálu, vestursveitir Árnessýslu og í Fljótshlíðina, og sl. sumar var farið um landnám Skallagríms. Frá Reykjavík verður ekið sem leið liggur austur Mosfells- heiði, um Grafning og stað- næmzt fyrir ofan Hestvík. Síð- an verður farið suður fyrir Nesjahraun að Hagavík og austur yfir Ölfusvatnsheiði, að Ljósafossi og norður með Þing- vallavatni að austan, framhjá Miðfelli að Þingvöllum. Þá verð ur ekið norður á Kaldadal að Framh. á bls. 19. Meira áfengi selt á síldarhöfnunum SÍÐUSTU þrjá mánuðina hefur áfengissalan verið meiri á Isa- firði, Siglufirði og Seyðisfirði en á sama tíma í fyrra, en er minni í Reykjavík og á Akureyri, sam- kvæmt frétt frá Áfengisverzl- uninni. Til júníloka var áfeng- issalan á öllu landinu heldur meiri á fyrri helming ársins 1960 eða kr. 84.781.102 á móti 81.132.930 í fyrra. Mánuðina apríl, maí og júní var áfengissalan í Reykjavík nú kr. 38.499.718, en í fyrra var selt áfengi fyrir 188 þús. kr. meira. Aftur á móti er salan nú meiri á Isafirði, selt fyrir kr. 1416.270 (kr. 1.389.716 í fyrra), á Seyðisfirði fyrir kr. 1.117.950 (889.014 í fyrra) og Siglufirði kr. 1.191.897 (982.598 í fyrra). ><W Sáttafundur f ram á nótt í GÆR sátu fulltrúar Vöru- bílstjórafélagsins Þróttar og fulltrúar vinnuveitenda fund með sáttasemjara. Hófst fundurinn kl. 8,30 og stóð enn í nótt, þegar blaðið fór í prentun. Hafði ekki orðið samkomulag, en vonir stóðu til að það kynni e. t. v. að verða í nótt. ( MAMkMMtfMMMWlMMbMÍ ASÍ gerir kröfu um 24°/o kauphækkun vegamanna ■ VERKFALl vegagerffar- manna á SV-landi stendur enn þá, og hefur ekkert frétzt um lausn á þeirri deilu. Blöff stjórnarandstöffunnar reyna dag eftir dag aff koma sökinni á því, aff ekki hefur enn veriff samið yfir á Ingólf Jónsson samgöngumálaráffherra, en dettur auffvitaff ekki í hug aff kröfur ASÍ geti valdið þar nokkru um. Tíminn gerir mikiff úr ó- samræmi í afstöðu ráffherrans þar sem Landssíminn hafi sam iff um greiffslu fæffispeninga til símavinnumanna, sem vega vinnumönnum sé aftur neitaff um. Sannleikurinn er hins vegar sá, aff Landssíminn hefur sam iff algjörlega í samræmi viff samninga Vinnuveitendasam- bandsins og Dagsbrúnar, en krafa ASÍ á hendur Vegagerff ríkisins gengur mun lengra. Þar er þess krafizt, aff vega- gerffarmenn fái frítt fæffi, enda þótt þeir séu við vinnu í heimahéraffi sínu, en samning- ur vinnuveitenda og Dagsbrún ar um frítt fæffi miffast viff, aff vinnuflokkar séu sendir úr sínu heimahéraffi. Það, sem öllu skiptir í þessu sambandi er það, aff krafa ASÍ á hendur vegagerffinni gengur miklu lengra en nýgerffir samningar vinnuveitenda viff verkalýffs- félögin, og er afstaffa forsvars- manna hennar því mjög effli- leg. Á þaff má svo minna, aff verffi gengiff aff þessum kröf- um, hækkar kaup vegagerffar- manna raunverulega um 24%, á móti 13>4% til Dagsbrúnar- manna. Augljóst er, aff fjár- veitingar til hinna ýmsu fram kvæmda vega- og brúargerffar hrökkva hvergi nærri til, ef kaupgreiffslur væru nú hækk- aðar, eins og krafizt er. Þess má svo geta, aff frá 1. júlí hefur vegagerffin greitt starfsmönnum sínum kaup skv. hinum nýja taxta Dags- brúnar, svo að heimild ASf til verkfallsboffunar var feng- in á algerlega fölskum forsend um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.