Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 20. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 19 Helmingur eins spjaldanna, hjartað. — Neðst á myndinni sést munurinn á heilbrigðu hjarta og hjarta drykkjumanns. Merkt kennslutæki um mannslíkamann Ráðisf á fisksala? AÐFARANÓTT laugardags sl. kom bíll að Slysavarðstofunni kl. 3,20 um nóttina Og út úr honum stigu tveir menn. Var annar blóð- ugur á höfði og fékk læknisað- gerð. Mennirnir í bílnum óku burt, svo sá slasaði varð einn eftir. Hefur maðurinn, sem er fisk- sali, nú kært til lögreglunnar. Segir hann að á sig hafi verið ráð izt og honum veittur þessi áverki í fiskbúð hans á Grundarstíg 2. Hafi hann verið þar staddur ósamt öðrum manni um nóttina. Er minni mannsins óljóst um þessa árás og því biður rannsókn arlögreglan mennina, sem voru í umræddum bíl, eða aðra, er kynnu að geta veitt upplýsing- ar, um að gefa sig fram. — Kirkjuhátib Framihald af bls. 1. ómurinn barst langt inn í A-Ber- lín. Þar var að sjálfsögðu engum klukkum 'hringt en messa var í einni kirkju. Að nafninu til var það ekki liður í hátíðinni. Þar ivar geysmikill mannfjöldi saman kominn, kirkjan þéttsetin — og hópur utan dyra. gtormurinn úr austrl. Hinn áttræði Berlínarbiskup, Otto Dibelius, réðist harkalega á kommúnistastjómma í A-Þýzka landi í ræðu sinni í dag. Sagði hann að trúleysið og afleiðingar þess væri helzti ógnvaldu. vorra tíma, stormurinn úr austri og öll þau meðul, sem honum fylgdu, gæti ekki einu sinni látið kirkju þingið óáreitt. Xældir úr sæluríkinu. Samtímis réðist málgagn a- þýzku stjómarinnar „Neues ■Deutschland“ harkalega á kirkj- una og þing hennar — og sagði m.a. í því sambandi, að v-þýzka stjórnin ræki nú hvíta þrælasölu, ginnti fólk til þess að yfirgefa eæluríkið A-Þýzkaland, rændi vinnuaflinu frá landi friðarins — itil þess svo að tortíma þessu fólki í kjarnorkuvítinu. Godthaab, 19. júlí. FJÓRIR fjallgöngumenn hafa farizt í Grænlandi. Þeir voru úr 9 manna belgiskum leiðangri. Hinir fimm komu til Umanak í dag og skýrðu svo frá, að uppi í fjöllunum hefðu hin fjögur, þrír karlar og kona, orðið viðskila við þá. Fimmmenningarnir hófu leit, fundu spor, sem loks enduðu á þverhnýptri fjallsbrún. Er talið, að fólkið hafi steypzt þar fram Barni bjargað úr Akureyrarhöf n í FYRRI viku vildi það óhapp til á Akureyri, að 6 ára gamall dreng ur, sem var að leik ásamt félög- um sínum við Torfunefsbryggju, féll í sjóinn. Ungum pilti, Stefáni Karlssyni frá Hjalteyri, sem átti leið um bryggjuna, tókst að bjarga drengnum. Var Stefán að vinna við skipið Stjörnuna, og heyrði hann skelfingaróp og grát. Fór hann á staðinn, stökk ofan í Jítinn bát, sem þar var við bryggj una, Og tókst að ná til drengsins, sem lítið sem ekkert hafði drukk ið af sjó. Var drengurinn hinn hressasti eftir þessa óvæntu sjó- ferð, og hélt heim á .leið UT er komið merkilegt kennslu- gagn í heislufræði og manns- líkamanum. Hér er um að ræða myndarlega möppu, sem inni- heldur 40 spjöld. Öðru meg- in á þeim eru mjög fróðlegar skýringarmyndir í litum, en hinum megin lesmál. Formála og eftirmála rita þeir Helgi Elías- son, fræðslumálastjóri og Lúð- víg Guðmundsson, skólastjóri. Mappa þessi nefnist: Manns- líkaminn, heill og vanheill, og er sérstaklega fjallað um hvern líkamshluta og líffæri, auk þess önnur atriði varðandi heilsu- gæzlu og hollustuhætti, t. d. líkamsæfingar, matseld, svefn- inn, klæðnað, híbýlin og hjálp í viðlögum. Útgefandi verksins er Hilmir h.f., en Málfríður Einarsdóttir af í þoku, en fallið er um þúsund metrar. — NTB. — Varðarferð Frh. af bls. 20. Kerlingu. Verður síðan ekið um Uxahryggi vestur með Hafnarfjalli fyrir Leirárvog og hringinn í kringum Akrafjall um Hvalfjörð til Reykjavíkur. Farseðlar eru seldir í Sjálf- stæðishúsinu (uppi) og kosta kr. 225,00, en innifalið í verð- inu er bæði hádegisverður og kvöldverður. og Hallgrímur Lúðvíksson hafa annazt þýðingar. Auk þess hafa læknarnir Árni Árnason, Skúli Thoroddsen, Haukur ICristjáns- son og próf. Jón Steffensen les- ið lesmál yfir og endursamið að einhverju leyti. Wemer H. Gusovius, stór- kaupmaður hér í bæ er for- göngumaður þessarar útgáfu, en hann höndlar einkum með kennslutæki. Hefur hann kom- ið upp sýningu á kennslutækj- um í náttúrufræðum á skrif- stofu sinni og er hún mjög fróð- leg. — Kennedy Framhald af bls. 1. lýðveldi í A.-Þýzkalandi væri sett á svið af Rússum. Stjórn A.-Þýzkalands stjórnaði ekki í umboði fólksins, hún nyti ekki stuðnings þeirra 17 milljóna manna, sem á landinu búa. — Flóttamannastraumurinn til V,- Berlínar sýndi bezt og sannaði ástandið í landinu. ★ En íbúar V-Berlínar eru 'frjáls ir enda þótt ástandið sé óeðli- legt, þar sem landinu er enn skipt í tvær andstæður. íbúar V.-Berlínar nytu réttar til þess að velja sér forystumenn og stjórn, nytu þeirra grundvallar- mannréttinda, sem stofnskrá SÞ kvæði á um. Þess vegna mundi „friðarsamningur" Rússa við A.- Þýzkaland ekki skapa meiri frið en ríkt hefði. Hann mundi ekki skapa neinn frið — og ef friðn- um yrði spillt, þá bæru Ráð- stjórnarríkin ábyrgðina, gagn- vart almenningsálitinu í heimin- um — og sögunni. Bílslys SL. LAUGARDAG óku tvær bifreiðar út af þjóðveginum vestur á Mýrum. í annarri bifreiðinni, sem var Volks- wagenbifreiðin í 553, voru hjón með tvö börn, og skarst annað þeirra nokkuð á höfði, ' en ekki alvarlega. í hinni bif- reiðinni mun aðeins hafa ver- ið bifreiðastjórinn. Lögregl- unni í Borgarnesi var til kynnt um útafkeyrslur þessar, sem urðu með ca. þriggja kílóm. millibili á veginum, og er lög- reglumenn komu á staðinn, þar sem R 952 var fyrir utan veginn, var þar fyrir bifreiða- stjórinn og var hann all drukk inn. Er mál hans í rannsókn. Reykjavíkurbíllinn skemmd- ist lítið sem ekkert, en ísa- f jarðarbíllinn er nokkuð dæld aður og framrúða brotin. — H. Norðmenn ánægðir með síldveiðina FLESTIR norsku síldveiðibátarn- ir með reknet við ísland koma frá Haugesund og Karmoy, segir í norskri fréttastofufregn. Hafa borizt heim fregnir um að marg- ir bátanna séu komnir með góð- an afla og að einn, sem hefur snurpunót og saltar um borð, sé þegar búinn að fá 1200—1300 tunnur. í gær sagði Haugesund dagblað frá því að í fyrradag hafi bátarnir fengið frá 5—90 tunnur, en í gær hafi veiðin aft- ur farið batnandi og þeir fengið upp í 300 tunnur. Segir í fréttinni að síldveiði- menn sem veiða í bræðslu hafi þegar farið nokkrar ferðir á mið- in og síldarverksmiðjurnar feng ið nokkra farma af hráefni frá íslandsmiðum. Ennfremur að síldarbáturinn Steenevik frá Avaldsnes sé kom- inn heim í fjórða sinn og hafi nú fengið alls um 12 þús. tunnur, sem sé 400 þús. norskra króna virðL Þetta sé tæplega fjögurra vikna veiði. Aðrir séu búnir að koma heim þrisvar. — Bizerte Framihald af bls. 1. Stukku út í fallhlífum Ekki munu þeir hafa grandað neinni hervél. Túnismenn höfðu stórskotalið og sprengjuvörpur fjær flugvellinum — og hermdu fregnir, að þetta lið hefði hæft stöðvar yfirherstjórnarinnar í flóta'höfninni. — Síðar flugu liðs flutningavélar yfir flotastöðina og fallhlífaliðar stukku út. Sagði fréttamaður Reuters, sem dvelzt í herbúðum Túnismanna, að menn hefðu þar horft á fallhlífa- liða „rigna“ niður á flotastöðina, en orrustuþotur voru á sveimi umhverfis. Látlaus skotliríð Segja Túnismenn, að Frakkar hafi beitt orrustuþotum þegar skotið var á birgðavélamar, en ekki er getið um mannfall. Um stund héldu Túnismenn uppi lót lausri skothríð á flotahöfnina, en gerðu ekki tilraun til þess að taka hana herskildi, enda höfðu Frafckar búizt vel til varnar. Ekki er þess getið í fréttatil- kynningum Frakka, hversu mifcl- ar skemmdir hafa orðið á mann- virkjunn af völdum skothríðar- innar. Orðsending de Gaulle Kvatt var til skyndifundar frönsku stjórnarinnar seint í gær fcvöldi og jafnframt var skýrt frá því, að de Gaulle hefði sent Bourgiba orðsendingu, þar sem hann varaði alvarlega við þeim ráðum, sem Túnisstjóm beitti nú til þess að hrekja Frakka frá Bizerte, eins og komizt var að orði. — Er ljóst, að Frakkar eru síður en svo að hugsa um að yfirgefa flotahöfnina, en þegar Mbl. fór í prentun var fundi frönsku stjórnarinnar ekki lok- ið. — Sem fyrr greinir voru þar mættir yfirmenn franska hersins og talið er, að þessi fundur marki endanlega stefnu Frafcka í deil- unni við Túnis. Elisabethville, 19. júlí KATANGA-stjórn undirritaði i dag samning við Mobutu hers- höfðingja í Kongó þess efnis, að Katanga-her falli undir stjórn Mobutus. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum mun herstjórn Katanga og Suður-Kasai einnig hafa verið ssimeinuð. bbbbbbbbbbbbbfcbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb1 b Harðplastplötur 125 x 244 cm Off 80 x 175 cm , . Simi 35697 yggingavorur h.f. Laugaveg 178 b b b b b b b b b b .b Mínar beztu þakkir til ykkar allra fyrir skeyti, blóm, gjafir og heimsóknir á 75 ára afmæli mínu þann 13. júlí síðastliðinn. — Lifið heil. Þorbjörn Þorsteinsson. Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir ÁSTRtoUR ODDSDÓTTIR er andaðist 13. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni, föstudaginn 21. júlí kl. 2. — Athöfnin hefst á heimili okkar, Hringbraut 88 kl. 1,15. Þorsteinn Guðlaugsson, börn og tengdabörn Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður minnar og ömmu HALLDÓRU GUÐLAUGSDÖTTUR Hrefna Sigurðardóttir, Sigurður Halldór Sverrisson, og aðrir aðstandendur. Fósturmóðir mín INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Skeggjagötu 19, þriðjudag 18. júlí. Fyrir hönd vandamanna. Valgerður Óiafsdóttir. Maðurinn minn GUÐMUNDUR EBENEZERSSON sem andaðist 12. þ.m. verður jarðsunginn frá Eyrar- bakkakirkju laugardaginn. 22. þ.m. kl. 2. Pálína Pálsdóttir. Steyptust í djúpið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.