Morgunblaðið - 22.07.1961, Qupperneq 2
2
MORGVTSBLAÐIÐ
taugardagur 22. júlí 1961
Bandaríkin lána 10 millj. kr.
til Keflavíkurvegarins
Helmingur lánsins afhentur í gær
1 GÆR afhenti ambassador
Bandaríkjanna hér á landi,
James K. Penfield, dr. Benja
mín Eiríkssyni, bankastjóra
Framkvæmdabanka íslands,
ávísun að upphæð 5 millj.
kr., sem er fyrsta greiðsla af
10 millj. kr. láni, er nota skal
til lagningar hins nýja vegar
milli Hafnarfjarðar og Kefla
víkur. Alls mun áætlaður
kostnaður við' lagningu veg-
arins milli 110 og 120 millj.
kr. Lán þetta er andvirði
seldra amerískra landbúnað-
arafurða hér á landi, og tjáði
dr. Benjamín Eiríksson blað-
inu í gær, að óhætt muni að
gera ráð fyrir hinum hluta
Iánsins bráðlega. Auk amb-
assadorsins og dr. Benjamíns
voru viðstaddir afhending-
ima Benjamin Warfield, yfir-
maður Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna á íslandi, Al-
fred P. Dennis, viðskiptafull-
trúi og Sigurður Jóhannsson,
vegamálastjóri.
Penfield ambassador sagði við
afhendingu lánsins í gser, að
Bandaríkjastjórn hefði samþykkt
beiðni íslands um lán til þess-
ara framkvæmda þar sem hún
teldi, að með því væri stuðlað
að endurbótum á þýðingarmikl-
um kafla hins islenzka vegakerf-
is.
Lagning hins nýja Keflavíkur-
vegar ætti strax að verða til mik
illa bóta í sambandi við fisk-
flutninga milli hinna ýmsu fski-
hafna og fiskvinnslustöðva. Einn
ig munu þessar framkvæmdir
leiða til mjög aukins öryggig í
umferð um þennan fjölfarnasta
veg landsins. I>á má geta þess,
að þetta verður fyrsti steinsteypti
vegurinn milli íslenzkra kaup-
staða og því afar mikilvægur byrj
unaráfangi sams konar fram-
kvæmda milli helztu byggðarlaga
hér á landi.
Lagning Keflavíkurvegarins
nýja hófst 25. nóvember sl. und
ir stjórn Sigurðar Jóhannssonar
vegamálastjóra. Er gert ráð fyr-
ir, að unnt sé að ljúka lagningu
— Grissom
Framihald af bis. 1.
í skipiff, var vatn — „ferskt
vatn“. bætti hann viff og brosti
glaðlega.
■yir Veldur engum töfum.
Á blaðamannafundi, sem
bandaríska geimrannsóknarstjórn
in hélt, að ferðinni lokinn, var
fullyrt, að enda Þótt „Frelsis-
klukkar.“ hefði nú sokkið í sæ
mundi það ekki valda töfum á
geimferðaáætlunum Bandaríkja-
manna. Hins vegar takmarkast
beinn árangur af þessari ferð nú
að sjálfsögðu við reynslu „flug-
n.annsins“ sjálfs, en mælitæki
hylkisins áttu að geyma margan
fróðleik.
Á Enn varff biff.
Grissom þurfti að bíða um
3% klst. í geimhylkinu uppi í
trjónu eldflaugarinnar, áður en
honum vor skotið út í geiminn.
Veður var enn lengi vel tvisýnt
í morgun, en loks birti nægilega
til. Áður hefir geimförinni tvisv-
ar verið frestað vegna veðurs,
Síldar-
vísur
Mbl. barst í gær eftirfarandi
Vísá frá Raufarhöfn:
Víffa kræki vaxa ber,
vísur gerast slyngar.
Peir em ekkert npp meff sér
austur Þingeyingar.
S V A R X :
Síldarverksmiffja ríkisins
Raufarhöfn
abgbefgh
A B C D E F
HVÍIT:
Síldarverksmiðja ríkisins
Siglufirði
5. Rc3
svo sem kunnugt er af fyrri frétt
■um. Grissom beið þolinmóður og
rólegur, en virtist þó hrökkva ör
lítið við, er hann sá út um glugga
hylkisins, hvar Titan-eldflaug
var skotið á loft í grendinni. —
Geimfarinn hafði stöðugt sam-
band við vísindamennina á jörðu
niðri meðan á fluginu stóð. Á
uppleið kvað hann „þyngd“ sína
hafa orðið 1,5 sinnum meiri en
venjulega. Á niðurleið varð þrýst
ingurinn mi'klu meiri, eða sem
svaraði tíföldum líkamsþunga
Grissoms.
★ Mjög fagurt um aff litast.
Rétt áður en hylkið var los-
að frá eldflauginni, tilkynnti
geimfarinn, að allt væri í stak-
asta lagi „um borð“. Um það bil
sem hylkið losnaði hætti hann að
finna til aðdráttaraflsins — og 5
mínútur og 4 sekúndur var hann
þyngdarlaus. Tók hann nú við
stjórn á farkosti sínum og færði
hann brátt í rétta stöðu fyrir nið
ursvifið. — Mér líður mjög vel,
tilkynnti Grissom, þegar hann
náði hámarki ferðar sinnar, 186
km hæð. — Sólin er svo björt, að
ég á erfitt með að greina lands-
lagið fyrir neðan, en hér er þó
mjög^ fagurt um að litast, sagði
hann. — Vísindamennirnir á
Kanaveral sögðu, að Grissom
hefði fylgzt mjög vel röeð öllu
og verið mjög rólegur.
Og „Frelsisklukkan" sökk.
Þegar „Frelsisklukkan“ var
komin aftur niður í 6.300 m hæð,
studdi Grissom á hnapp til þess
að opna fallhlíf, er dró úr ferð-
inni, og í 3.000 m hæð lét hann
aðalfallhlífina opnast. Sveif hylk
ið síðan með tiltölulega hægri
ferð til jarðar og lenti um 9,6
km frá fyrirhuguðum stað á
Karíbahafinu. Þar biðu m.a. flug
vélaskipið Randolph og þyrlur
frá því, sem skyldu draga geim
farann og hylki hans úr sjónum
og flytja upp á skipið. Fór þá
eins og fyrr segir, að hylkið
sökk, þar sem þyrlan gat ekki
loftað því vegna vatnsþungans
— en Grissom sakaði ekki af volk
inu, nema hvað hann varð ofur-
lítið sár í hálsinum af hinum salta
sjó, sem hann komst ekki hjá að
súpa eilítið á. Og leitt þótti hon
um að þurfa að sjá á eftir „Frels
isklukku" sinni í djúpið.
★
Eftir aff Kennedy forseti hafði
sent Grissom heiliaóskaskeyti, til
kynnti hann, aff hann hefffi und-
irritað áætlun um 5.800 milljón
dollara fjárveitingu, í því skyni
aff flýta framkvæmdum til þess
aff senda mannaff geimfar til
; tunglsins fyrir 1970.
hans á 4 árum, takist að útvega
fé til framkvæmdanna. Alls verð
ur vegurinn 33% km. langur frá
Hvaleyrarholti til Keflavikur, en
nokkru lengri, ef hann yrði t.d.
lagður niður á Vatnsleysuströnd,
sem enn mun óráðið. Nú þegar
hafa verið undirbyggðir 3 km af
veginum. Sagði vegamálastjóri í
gær, að undirbygging hvers kíló
meters kostaði u.þ.b. 1 millj. kr.,
en steinsteyping hvers kílómet-
ers um 2 millj. kr. Er heildar-
kostnaður við lagningu vegarins
áætlaður 110—120 millj. kr.
Þessi mynd er tekin á Hverfisgötunni.
lengst til vinstri, stýrir aðgerðum.
Haukur Bjarnason,
(Ljósm. Mbl.)
„Þjóðarglæpurinn"
fluttur á Hverfisgötu
Sakaskrá ríkísins á ferð um bœinn
'
FLESTIR Reykvíkingar og
raunar landsmenn, hafa
einhverntímann á ævinni
orðið að heimsækja Guð-
mund Illugason lögreglu-
þjón í húsakynni sakadóm
araembættisins við Frí-
kirkjuveg. Þar hefur Guð-
mundur vakað yfir saka-
skrá ríkisins í 12 ár, en
á sjöunda tímanum í gær-
kvöldi gaf hann út sitt síð
asta sakavottorð, og jafn-
framt síðasta sakavottorð-
ið, sem gefið var í þessu
húsi, til handa blaða-
manni frá Mbl. Sakaskrá-
in, eða þjóðarglæpurinn,
sem sumir kalla, var nefni
lega flutt í gær á þriðju
hæð hússins Hverfisgötu
Guffmundur Illugason ber
tvær síffustu skúffurnar út
6, þar sem saksóknari rík-
isins er til húsa.
Það var ys og þys í herbergi
Guðmundar um sexleytið í
gær. Margir starfsmenn em-
bættisins voru þar saman
komnir til að kveðja skrána og
fylgjast með flutningaaðgerð-
unum, sem Haukur Bjarna-
son, rannsóknarlögreglumað-
ur stýrði af mikilli röggsemL
— Hér koma fimm skúffur,
sagði einn burðarmannanna.
— Það er fjári gott. Það er
mikið af glæpamönnum í
þessu.
— Þáð þarf að benda fólki
á að nú léttast vafalaust spor-
in í sakaskrána því að það er
lyfta í nýja húsinu, sagði
Haukur.
Burðarmennirnir roguðust
niður stigann með fangið fullt
af glæpum í skúffum.
— Það þarf að passa að það
sé alltaf maður við bílinn, kall
aði einn fulltrúanna.
Úti á grasflötinni gat að líta
einn burðarmanna í miklum
vandræðum, því blað hafði
fokið úr efstu skúffunni út á
grasflötina. Það reyndist erfitt
að ná blaðinu upp af grasinu
með fangið fullt af skúffum.
Skömmu síðar tók annað blað
sig upp hjá öðrum burðar-
manni á tröppunum.
— Þar fór Sigurvin Guð-
bergsson málari, sagði hann.
— Hann er alveg hreinn. Það
er ekkert á blaðinu.
Dyrunum á sendiferðabíln-
um, sem flytja átti samvizku
þjóðarinnar í nýju heimkynn-
in, var skellt aftur.
— Hver heldurðu að fari að
stela þessu fyrir framan nef-
ið á okkur, sagði einhver við
Hauk Bjarnason.
— Nú, þegar þeir hafa stol-
ið frá okkur ritvélunum, þá
er allur varinn góður, sagði
Haukur.
Halldór Þorbjörnsson, saka-
dómari, stóð úti á tröppum og
virti fyrir sér aðgerðirnar. —
Þá er kveðjustundin upprunn-
in, sagði hann. — Nú hættir
maður að geta flett upp á ná-
unganum.
í herbergi sínu sat Guð-
mundur Illugason og horfði á
hvernig herbergið var smám
saman lagt í rúst.
— Og þú flytur náttúrlega
með skránni, sögðum við.
— Nei, ég sit eftir í ruslinu.
— Hver tekur við?
— Hefi ekki hugmynd um
það. Ég er að hætta þessu.
.— Með söknuð í hjarta?
— Nei, ekki svo mjög.
— Hann saknar þess aðal-
lega að nú getur hann ekki
haldið sjálfum sér hreinum á
sakaskránni, skaut einhver inn
L
— Hvað eru mörg nöfn í
skránni?
— Fjörutíu og þrjú þúsund
Og þrjú hundruð.
— Hefurðu unnið lengi við
skrána?
— í tólf ár..
— Svo þú veizt allt um ná-
ungann?
— Margt.
— Ertu ekki eiðsvarinn?
— Nei.
— Og getur þá sagt frá
ýmsu án samvizku?
— Já, án þess að íþyngja
henni um of.
— Þetta er þung skúffa,
sagði Haukur Bjarnason. .—
Það hlýtur að vera mitt vott-
orð.
— Segðu í blaðinu að Guð-
mundur hafi neitað að láta
eina skúffuna, sagði Óskar Óla
son. — Það er Borgfirðinga-
skúffan. Hann er nefnilega for
maður Borgfirðingafélagsins.
— Þessi skrá hefur svo sem
verið borin út úr húsinu áð-
ur, sagði Halldór Þorbjörns-
son. — Það kom upp eldur í
húsinu í október 1945 þegar
ég'var nýbyrjaður hér. Þá var
skráin höluð í bandi út um
gluggann, hver skúffa fyrir
sig. En það var búið að
slökkva eldinn áður en öll
skráin var komin út.
— Eru ekki sumir bandittar
með álnarlöng vottorð?
— Það stærsta er upp á 17
síður, sagði Guðmundur. —
Fyllibytturnar taka mesta
plássið.
Og þegar búið var að koma
samvizku þjóðarinnar fyrir í
sendiferðabíl var ekið af stað
upp brekkuna að húsabaki.
— Þetta er bara orðið fjári
þungt, sagði sendibílstjórinn.
Ég verð að setja í fyrsta hérna
upp. Pappírinn sígur L En
glæpurinn er sennilega þyngri
á samvizkunni en bílnum,
bætti hann við •— hh
SamningaviðrœSum við
Fcereyinga lokið
í fyrradag lauk samningaviff-
ræðum milli íslendinga og Fær-
eyinga varffandi fiskveiffar fær-
eyskra fiskiskipa viff fsland.
Urffu samninganefndirnar sam-
mála um tilllögur, sem síffan
verffa lagffar fyrir utanríkismála
nefnd og ríkisstjórnina, svo og
dönsku stjórnina og landsstjórn-
iira í Færeyjum.
Leggja nefndirnar til aff
færeysk fiskiskip fái leyfi til aff
veiffa innan 12 mílna markanna
á vissum svæffum á ákveffnum
árstímum. Þaff er ríkisstjórninr,
sem taka mun endanlega ákvörff
un um leyfisveitingu þessa.
Tímarit MRA
SENDINEF'ND sú, er hér er stödd
um þessar mundir á vegum Sið-
væðingarhreyfingarinnar (MRA)
mun á næstunni láta dreifa tíma-
riti hreyfingarinnar inn á öll
heimili í Reykjavík. Ritið mun
gefið út á 26 tungumálum, en hér
verður dreift u. þ. b. 25.000 ein-
tökum af dönsku útgáfunni.