Morgunblaðið - 22.07.1961, Side 3

Morgunblaðið - 22.07.1961, Side 3
Laugardagur 22. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 * -xttgiW^iSJW'liWIWý l"'1 ^J1 rnT ’"V AKRANESI, 17. júlí: — „SI. laugardag sýndu tveir feðgar, Sigurður Þorvalds- son og Andri sonur hans, Heiðarbraut 5 hér í bæ, frábært snarræði, er þeir björguðu 18 ára gömlum pilti frá drukknun á Syðra sundi .......“ — Ég var ekki kominn að drukknun, sagði Vésteinn, þegar blaðamaður Mbl. hitti hann að máli heima hjá for- eldrum hans á Laugarbraut 16, Akranesi. — Maður veit aldrei hvað getur gerzt, sagði faðir hans. —• Varstu ekki hræddur? —• Nei. — Hvers vegna ekki? — Ég veit það ekki. — En var þér ekki kalt? — Nei, ekki heldur. — Ertu vanur að synda í sjó? — Nei. — En hann er góður sund- maður, sagði faðir hans. ..... Úti fyrir miðju sundinu eru boðar og sker og leggur öldur frá boðun- um, jafnvel í blíöskapar veðri ...“ — Það var sólskin og bezta veður, þegar ég lagði af stað Bræðurnir Vésteinn og Viðar Vésteinssynir með kajaksárina. Syðrasund, þar sem hrvolfdi með Véstein, er að baki þeirra. (Ljósm. Mbl. kajaknum Markús) „Aöalbjörg er gott nafn“ á kajaknum úr höfninni, sagði Vésteinn. — Hafðir þú farið inn á sundið áður? — Já, daginn áður. — Hvað varstu að gera þarna? — Ég ætlaði að taka land fyrir neðan Sementsverk- smiðjuna, svo Viðar bróður minn gæti leikið sér á kajakn um þar. Hann vildi fara þetta sjálfur, en ég þorði það ekki. ' —• Hvað er þetta löng leið? — Svona ein og hálfur kíló metri. — Óx þér þetta ekki í aug um? — Nei, mér datt ekki í hug, að hann myndi velta. Ég kom allt I einu upp á öldutopp og kajakinn stakkst niðiu: og hvolfdi. ..... Greip Vésteinn peg- ar sundtökin, er honum haföi tékizt að losa sig frá kajaknum, en skreið síðan upp á hann aftur og reyndi að róa honum, en varð að gefast upp við pað, og greip pá sundtökin aftur .....“ — Sleppturðu aldrei ár- inni? —. Jú, en ég náði henni strax aftur og reyndi að róa, en hann var svo þungur, því hann var fullur af vatni, að ég tommaði honum varla. Þá ákvað ég að synda að sker- inu og komast upp á það. — Hvað var langt þangað? — Á að gizka hundrað og fimmtíu metrar. „Víkur pá sögunni til Við- ars. Hann haföi horft á eft- ir brðður sinum frá hafnar- garðinum, en var nú kominn pangað, sem Vésteinn œtl- aði ..... — Ég sá hann allt í einu hverfa ofan í öldudal, sagði Viðar. — Varstu þá hræddur? — Nei. — Ertu viss um það? — Jú, kannski svolítið. — Hefirðu kannski viljað vera í hans sporum? — Nei. — Hann er ekki eins vel syndur, sagði faðir þeirra. — Hvað gerðirðu þá? — Ég beið svolitla stund. „Hljóp hann til Andra, sem var að mála bát sinn skammt frá, og sagði hon- um, að hann sc& hvergi til bróður síns. Siguröur, faðir Andra, var parna skammt frá .....“ — Þeir trúðu mér ekki fyrst og sögðu mér að fara upp á þakið á hjallinum og vita, hvort ég sæi hann þá ekki. ■— Þeir hafa ekki áttað sig á þessu strax, sagði faðir þeirra. — Þá sá ég kajakinn, en ekki Véstein. •— Klifraðirðu þá niður? ■— Nei, ég hrópaði til þeirra af þakinu. — Hvað hrópaðir þú? ■— Ég man það ekki. „Andri setti vélina á bátn um óðara í gang og Sigurð- ur, faðir hans, stökk út í bátinn til sonar síns. Síðan brunuðu peir feðgar í áttina að Syðrasundi......" — Ég komst aldrei alveg að skerinu, sagði Vésteinn, það var svo mikið frákast. Þá ákvað ég að synda í land. — Hvað er það langt? — Aðrir hundrað og fimm- tíu metrar býst ég við. — Hvernig syntirðu? — Bringusund og hvíldi mig á bakinu. — Varstu í öllum fötun- um? — Ég var í skyrtu og galla buxum. Skórnir voru í kaj- aknum. Það var ekki hægt að vera í skónum í honum. Seinna klæddi ég mig úr skyrtunni, því hún vildi fara upp fyrir höfuðið á mér þeg- ar ég synti á bakinu. — Var þetta ekki anzi ein- manalegt? — Nei, ég hafði ágætis út- sýni. — Nú? — Já, ég var með gleraug- un á nefinu allan tímann. — Þú hefur þá séð til feðg anna? — Já, ég sá þá koma þeg- ar ég var lagður af stað í land, en þeir sáu mig ekki. Þeir stefndu á kajakinn sem var miklu utar. .....En nökkru nœr landi sáu peir til Vésteins á sundi, og veifaði hann til peirra .../ — Ég kallaði til þeirra áð- ur, sagði Vésteinn, en þeir heyrðu víst aldrei til mín. Andri stóð á hvalbaknum og sá mig, áður en þeir komu að kajaknum. — Varstu ekki feginn? — Jú, en ég hafði ekki gert ráð fyrir neinni hjálp. — Hvernig gekk að inn- byrða þig? — Þeir urðu að fara var- lega á btánum vegna skers- ins. Báturinn var á fullri ferð, en síðan setti Sigurð- ur á fullt aftur á bak til að lenda ekki á skerinu. Andri var með kaðalspotta og ég varð að hanga í honum góða stund á meðan þeir voru að ná bátnum frá skerinu. — Varstu ekki orðinn þreyttur? — Að hanga? — Nei, eftir hálftíma sund? — Nei, ég fann ekki mikið til þess. ..... Síðan innbyrtu feðg arnir Véstein.....“ — Hvað sögðu þeir við þig? — Ég fór strax fram í lúk- ar og Andri lánaði mér þurr föt af sér, því mér varð kalt þegar ég kom upp úr, en ekki fyrr. — Sögðu þeir ekkert? — Jú, Sigurður tautaði eitt hvað um einhverja bjána, sem væru að stofna sér í lífshættu. — Það var rétt hjá hon- um ,sagði faðir þeirra. „....Viðar litli, sem haföi átt pátt í björguninni varð ósköp feginn að heimta pannig bróður sin úr hélju..“ — Ég er ekki tíu ára eins og stóð í Morgunblaðinu, sagði Viðar, ég er tólf ára. — Varstu samt ekki ósköp feginn, þegar þú sást bróður þinn aftur? — Það veit ég ekki. — Hann lætur svona strák urinn, sagði faðir þeirra.. — Hvað sagðirðu þegar þú sást hann? — Ég bara glotti. — En hvað sagði Vésteinn við þig á hafnargarðinum? — Ekkert. — Horfði hann ekki á þig? — Jú. — Hvernig varð móður ykk ar við? — Henni kom þetta lítið á óvart, sagði Vésteinn. . — Nú? — Hana hafði dreymt fyr- ir þessu. — Mamma, kallaði Viðar fram í eldhús, segðu honum frá þvi. — Það er ekki víst að hún kæri sig um það, sagði faðir þeirra. — Jú, ég get vel sagt það, sagði móðir þeirra. — Hvernig var draumur- inn? .... Mig dreymdi nóttina áður en petta geröist prjár svartklœddar konur sem komu inn í eldhús til mín. Tvœr pær fyrstu pékkti ég ékki. En pá síðustu pekkti ég. Hún er mágkona mín og heitir Aðalbjörg. Mér fannst í draumnum aö eitt- hvað hefði hent Viðar, en vissi að állt myndi fara vél... — En það var ekki ég, sagði Viðar. — Nei, það var Vésteinn. Framh. á bls. 19 STAKSTEINAR „Verðbólga a ný?“ í\ f forystugrein síðasta heftis tímaritsins Frjáilsrar verzlunar segir svo: „Verðbólga er einn Iævísasti óvinur, sem steðjað getur að efna hagslífi þjóðanna. Þetta stafar af því, að allt getur virzt slétt og fellt á yfirborðinu á sama tíma, sem meinsemdin grefur um sig óg eyðileggur skilyrðin til raunverulegrar framfara. ís- lenzka þjóðin hefur reynt áhrif verðbólgiunnar á framfaravið- leitnina, og í árslok 1958 var jafnvel óðaverðbólga og hrun framundan. En fyrir nágranna- þjóðirnar, sem betur hafa kunn- að fótum sínum forráð, hefur síðasti áratugur verið mesta framfaraskeið í sögu þeirra. Hvernig gat staðið á slíkum mismun? — hér var þó meira en næg atvinna og aldrei meira byggt kann einhver að segja. En það er ekki fjárfestingin í heild, sem ræður hagsældinni, heldiur fyrst og fremst það, hve hagkvæm hún er. Mörgum hef- ur sézt yfir þetta mikilvæga at- riði á undanförnum árum, þar sem verðbólgan hafði spillt svo peningakerfinu, að enginn rétt- ur mælikvarði var lengur til um þjóðfélagslegt gildi hlutanna. Enda hefur þjóðin lengi orðið að gjalda afleiðingana, þar sem lífs- kjörin hafa farið batnandi, þráitt fyrir allar óskir og kröfur um hið gagnstæða." Aðeins einn kostur Og greininni Iýkur svo: „Efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar voru gerðar í sam- ræmi við þá almennu skoðun, að við svo búið mætti ekki lengur standa. Blaðinu var snúið við og feta í fótspor nágrannaþjóð- anna. En til þess þurfti mikið átak, ekki sízt þegar aflaleysi og verðhrun á sumum útflutn- ingsafurðum varð um sama leyti. Ljóst var þó, að þjóðin myndi standast erfiðleikana, ef ekki yrðu gerðar óhóflegar kröfur á hendur atvinnuvcgnmum. Nú hefur það þó því miður verið gert, og er nýtt verðbólguskeið, með öllum sínum geigvænlegu af leiðingum, framundan, ef hvik- að verður frá settri stefnu. í þeim efnum getur ekki verið um neitt val hjá ríkisstjórninni að ræða. Kyrrstöðutímabilið — hvað snert ir bætt lífskjör — má ekki hefj- ast á ný“. Hvað kostar það? \ Blöð stjórnarandstöðunnar hafa undanfarna daga talað um frítt fæði til hinna 5—600 starfs- manna Vegagerðar ríkisins alls staðar á landinu, sem sjálfsagðan hlut. Hefur jafnvel helzt verið á þeim að skilja, að tregða yfir- manna vegagerðarinnar til þess að fallast á þessa kröfu, stafað af einskærri mannvonzku, að ó- gleymdri hinni margumtöluðu „þvermóðsku“ samgöngumála- ráðherra. Sennilega gera flestir sér þó Ijóst, að ástæðurnar eru allt aðr- ar og veigameiri en stjórnar- andstöðublöðin halda fram. Það verður að teljast eðlilegt, að forsvarsmenn vegagerðarinnar spyrji, þegar slíkar kröfur koma fram: Hvað kostar uppfyll- ing þeirra? t þessu sam- bandi má benda á, að gert er ráð fyrir, að hver 1 króna, sem vegagerðin mundi greiða starfs- mönnum sínum i fæðiskostnað á dag mundi nema yfir árið 100.000 kr., þannig að alls yrði þarna um að ræða a. m. k. 2,5 millj. kr. ný útgjöld á hverju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.