Morgunblaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.07.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. júlí 1961 MORGUISBLAÐIÐ 9 Sr. Eíríkur Eiríksson jbjóð- garBsvörbur - fimmtugur Séra Eiríkur Eiríksson, Þing- vallaprestur og þjóðgarðsvörður. er fimmtugur í dag, og sem skóla stjóra, kennara prest, forseta Ungmennafélags fslands og ræðu inann á fundum, þingum og öðr- um mannamótum þekkja hann tugþúsundir fslendinga í sjón og þúsundir af nokkurri persónu- legri kynningu. I>ó mundi það sannast mála, að enginn, sem ekki hefur af honum haft sér- lega náin kynni, geti gert sér nema mjög takmarkaðar hug- myndir um þennan alúðlega en þó dula, gáfu- og mannkosta- mann. Séra Eiríkur er fæddur í Vest- mannaeyjum og komst á fyrsta ári í mikla lífshættu á leið sinni til lands, og mun hann ekki síð- ar á ævinni hafa komizt í hann krappari á sjó, enda hefur hann látið þessa fyrstu sjóferð sér að kenningu verða, farið lítið á sjó nema á stórskipum, alls ekki viljað eiga það á hættu að vera oftar á sevinni borinn ósjálf- bjarga upp úr bát. Hann er Ámesingur að ætt og uppruna og ólst upp hjá afa sín- um og ömmu á Eyrarbakka. Oft ijölskyldu hans, en ég hef kom-1 izt ao raun um, ao par nerur nann hlytc sinum haroa hus- oonua, aoyrgoartiiíinningu sinni færð, niður á Ingjaldssand og messaði í Sæbólskirkju, ðg heim kom hann fyrir miðnætti þann sama Drottinsdag, fór svo til gagnvart peim, sem jiuna ao kennslu að morgni..............Örðug- xæra, purxa ao pjairast vio mara,- ast hygg ég hafi verið honum, erlendu einkum um guðfræði, málfræði, sögu, uppeldisfræði, sálarfræði og bókmenntir, margs konar orðabækur og aðrar hand- bækur — sumar mörg bindi, og svo heildarverk ýmissa stór- mun hann hafa staðið þar við I skálda. En íslenzku bækurnar og ejógarðinn, starað á brimið fyrir landi og hlýtt á brestina og gný- inn, ýmist sleginn ógn eða hrif- inn af mætti og tign þeirrar ihöfuðskepnu, sem hefur átt ær- inn þátt í að móta íslenzka sögu og þjóðarhagi. Vittu barn sú hönd er sterk,“ sagði skáldið, þá er það í ógn og aðdáun virti fyrir sér eldborin verk skaparans. Séra Eiríkur var snemma bók- fús og bókelskur, og árið 1932 varð hann stúdent, tók kennara- próf ’34 og próf í guðfræði ’35 og kynnti sér skólamál og stund aði nám á Norðurlöndum og í Sviss, jafnframt því, sem hann var á vetrum kennari við Hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði, en var vigður aðstoðar prestur til Dýrafjarðarþinga 1937 og skipaður sóknarprestur árið eft- ir. Á Núpi var hann svo prestur þangað til í fyrra, að hann varð þjóðgarðsvörður og síðan sókn- arprestur í Þingvallaprestakalli, en kennari var hann við Núps- skóla til haustsins 1942 og síð- an skólastjóri allt til þess, er hann fluttist að Þingvöllum. Loks hefur hann verið Sam- bandsstjóri Ungmennafélags ís- lands á 3ja áratug, stundum hér áður ritstjóri Skinfaxa og er orð- inn það nú á nýjan leik. Skal svo látið staðar numið um upptaln- ingu hans mörgu trúnaðarstarfa. Árið 1938 gekk hann að eiga Kristínu Jónsdóttur, bónda á Gemlufalli í Dýrafirði, Ólafsson- er frá Hólum í sama héraði, og 'Ágústu Guðmundsdóttur frá Brekku. Hefur þeim séra Eiríki og frú Kristínu orðið tíu barna auðið, og lifa níu þeirra, fimm synir og fjórar dætur. Ég sá fyrst séra Eirík árið 1938, þá kennara á Núpi og að- stoðarprest, talaði lítið við hann, en varð einkum starsýnt á hann sakir þess, að svipurinn minnti mig á traustlegt hús með hlera fyrir gluggum. Og þó að ég hitti hann nokkrum sinnum næstu ár in, þóttist ég litlu nær, unz ég á útmánuðum 1942 dvaldi hjá hon- lim á Núpi í rúma viku. Ég rabb- eði við aðra á daginn eða spilaði við þá bridge, las ópréntað efni fyrir skólafólkið að loknum ikvöldverði, og fór síðan með séra Eiríki út á prestssetrið, og drakk þar kvöldkaffi hjá frúnni. Enn undir miðnætti, fylgdi séra Eiríkur mér til svefnherbergis. Þar voru bækur í skápum frá lofti til gólfs á þrem veggjum, hækur í stöflum og hlöðum á gólfinu, en þó fært án stökks með tilhlaupi að komast að evefnbeði — bækur gamlar og nýjar, íslenzkar og erlendar, þær | | hitt hann oft og mörgum sinn um á virkum dögum og með j honum unnið að ýmsu, sitja í kirkjubekk forviða, stara á hann og verða alla að einni hlust .... Þannig þekkja ekki aðrir hann sem prest utan kirkju en þeir, sem sorg herjar eða eru í alvar- legum náuðum staddir, því að hann er utan alvörustunda og harma — ekki mikill prestur virkra daga. Sem skólamaður er hann all- sérstæður. Honum er mjög ljós sú ábyrgð, er á þeim manni hvíl- ir, sem gefið er sakir gáfna þekkingar og stöðu vald til að hafa örlögþrungin áhrif á ungt fólk og lítt ráðið. Það mundi því láta nærri, að ‘hann vildi sem skólamaður fyrst og fremst leggja áherzlu á að kermá læri- sveinum sínum að vinna af kappi og veita þeim til þess aðhald — og um leið leitast við að stilla þannig til, að þeir megi finna sjálfa sig, læra að treysta á getu sína og samtímis finna sig skylda til starfs og stríðs. Oft hefur honum verið legið á hálsi fyrir að fylla svo skóla sinn, að þar af yrði óhagræði bæði nemendum, kennurum og honum sjálfum og ritin voru af öllu hugsanlegu tæi og misjöfnustu stærðum, allt frá geipidoðröntum til tvíblöðunga, og annað veifið þurfti Núpsklerk ur að fullvissa sig um tilvist þeirra með því að snerta við kjöl eða þoka til bók í hillu. Annað veifið, segi ég, því þarna stóð hann hverja nótt í rúma viku frá því um miðnætti og að minsta kosti til fimm að morgni, já einn morguninn fór hann hálf- átta, og þá beint inn í skóla. Séra Eiríkur talaði ekki mikið þessar nætur, en hann fitjaði upp á mörgu og spurði margs — og fékk mig til að láta móðan mása. Stundum spurði hann óbeint, stundum — raunar alloft — á svipaðan hátt og einfeldning ur, læddist sem sé og villti á sér heimildir, en einnig spui'ði hann sem fróður maður og spakur. Hann var sem sé að þukla á mér, andlega meint, þótt líkamlega sé talað, en um leið felldi hann hlera frá gluggum síns innra manns, og ég komst að raun um, að hann var ekki aðeins víðles- inn og stálminnugur, heldur með afbrigðum athugull og hafði hugsað um flest, sem manneskj- una varðar, tímanlega og and- lega, rýnt í rúnir tilverunnar sem raunsær maður neikvæðra og oft válegra tíma, í rauninni setzt til borðs með Goðmundi á Glæsivöllum og hirð hans og — sloppið ókalinn á hjarta. Svo var það nokkrum árum síðar, að fullkrappar urðu straumöldurnar á þeim farvötn- um, sem mér var að sköpum skylt að leggja um leið mína. Ég var þá fluttur að vestan. Einn morgun árla hitti ég séra Eirík, nýkominn vestan að. Við tókum tal saman, og urðum við ásáttir um að bregða okkur til Þingvalla og dvelja þar um hríð. Þar vorum við síðan fjög- ur dægur, og valt á ýmsu um svefntíma og borðhald, en löng- um gengum við um hraunið eða sátum í lautarbolla eður í mosa- söðli, þar sem sá yfir vatnið og vítt til fjalla. Það var sólskdn á Þingvöllum, og hlý var sólin, en heitara vinarþel séra Eiríks. Síðustu tíu árin höfum við hjónin oft dvalið á heimili hans vestra, og ég hef kynnzt náið störfum hans. Sem klerkur er ’hann alltaf snjall í ræðustól og stundum með afbrigðum. Sér hann þá vitt, og eru honum til- tæk fræði ýmissa spakra verald- armanna, eigi síður en lærdómar heilagrar ritningar — og eldur guðs og lífstrúar logar í orðum hans. Þá eru opnir allir gluggar, og séð hef ég menn, sem hafa visst starf og þroskast af að beita orku sinni við hlið annarra ung- menna. Hann hefur ekki talið sér heimilt að neita um skóla- vist, meðan til væri smuga, sem unnt væri í að smeygja ungum pilti eða stúlku, sem hefðu þörf, hvort sem hann eða hún sæktu skóla af eigin hvötum eða sinna nánustu. Sem kennari er séra Eiríkur einstæður að atorku, og honum lætur mjög vel að skýra torvelda hluti jafnt fyrir lítt gefnu fólki og námstregu sem fluggreindu og sjónæmu. Hann hefur og kunnað tök á að gæða samkennara sína sömu seiglu og áhuga, hafi þeir ekki átt þetta frá upphafi, enda er það lands- frægt, að flestir hafi náð hinu eftirsótta, en vafasama lands- prófi, þeir er hafi verið undir handleiðslu séra Eiríks og sam- starfsmana hans. Orku séra Eiríks til starfa og hreysti hans hef ég oft undrazt. Við hjónin dvöld- um seinast á heimili hans fyrir fjórum árum. Hann var þá hálf fimmtugur. Hann vann alla virka daga sextán, átján tíma, og samdi gjarnan stólræðu aðfaranótt sunnudags. Einn sunnudagsmorg- un hélt hann árla af stað út sveit, fram Gerðhamradal og yfir Sandsheiði, í hálfgildings brota- hve fjárvana skólinn var ævin- lega, og þótti honum tíðum gæta lítils skilnings ráðamanna um þörf þess, að slíkui skóli fengi fé til framkvæmda, er nauðsyn- legar væru, svo að aðbúnaður og skilyrði til starfa væru viðun andi og í samræmi við breytta tíma. Og ekki sást hann fyrir um að leggja fé frá sjálfum sér, þegar nauðsyn krafði. Eigi verð ur nú lengra haldið, án þess að hér komi við sögu kona séra Eiríks, því hún er ekki aðeins myndarkona, góð húsfreyja og mikil móðir, heldur er hún einn- ig svo gáfuð, jákvæð í viðhorf- um og samfélagslega sinnuð, að hún hefur — auk forstöðu síns stóra heimilis, skilið störf bónda síns ágæta vel og tekið á sig margs konar eril og erfiði í þlágu skólans, hlynnt að sjúlk um og jafnvel, þegar þess hef- ur gerzt brýn þörf, gegnt ráðs- konu störfum á skólabúinu. Og iðulega hefur hún þrengt að sér og sínum til þess ,að fleira af ungu fólki gæti notið skólavist- ar. Hún er og kona, sem vekur traust allra, sem kynnast henni, og í hvert sinn, sem skólinn hef ur þurft mikils við hefur það aukið honum tiltrú, að menn hafa vitað, þeir, sem til þekktu, Frh. á bls. 13. Axel Jónsson Sandgerði Minningarorð í DAG fer fram að Hvalsnes- kirkju útför Axels Jónssonar kaupmanns í Sandgerði. Axel andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík 12. júlí eftir mjög stutta legu, en langvarandi vanheilsu. Axel Jónsson var fæddur 29. júlí 1893 og því tæpra 68 ára er hann andaðist. Hann fæddist að Smiðjuvöll- uin" á Akranesi, en fluttist með foreldrum sínum að Laufási á Akranesi um aldamótin. Var Axel löngum kenndur við þann bæ af Akurnesingum. Foreldrar Axels voru hjónin Gróa Jónsdóttir Og Jón Guð- mundsson skósmiður. Þau bjuggu alian sinn búskap á Akranesi. Systkini Axels voru 5 alls, 2 albræður, Kristján, sem fórst á bezta aldri með kútter „Valtýr“ Og Karl bílstjóri í Reykjavík, giftur Þorbjörgu Jónsdóttur, 3 hálfsystkin, Geir Jónsson, verka- maður á Akranesi, Kristján Linnet, fyrrv. sýslumaður í Vest- mannaeyjum og Hansína, sem gift var Þórði Bjarnasyni, stór- kaupm. í Reykjavík. Hansína og Kristján Linnet voru alsystkin og eru bæði látin fyrir nokkru síðan. Axel Jónsson hóf ungur verzl- unarstörf og vann við þau lengst af ævinnar. Um fermingaraldur hóf hann verzlunarstörf hjá Böðvari Þorvaldssyni, sem rak verzlun í meir en hálfa öld á Akranesi. Síðan fluttist Axel með Haraldi syni Böðvars til Sand- gerðis um 1915. Fyrstu árin var Axel aðeins á vertíðinni í Sand- gerði, en aðra tíma ýmist á Akra nesi eða Austfjörðum, Um 1920 fór Axel með verzlun Lofts Lofts sonar í Sandgerði og var eftir það óslitið í Sandgerði. Árið 1933 fór Axel aftur að verzlun Har- aldar Böðvarssonar & Co í Sand- gerði. Það ár gerðust Ólafur Jóns- son og Sveinn Jónsson meðeig- endur og stjórnendur Haraldar Böðvarssonar & Co í Sandgerði. Axel gjörðist meðstofnandi að h/f Miðnes 1941, er það félag keypti eignir H. B. & Co. í Sand gerði og var Axel einnig í stjórn þess fyrirtækis jafnfrámt því að hann var starfsmaður þess til árs ins 1949. Árið 1946 keypti Axel verzlun Sigurbjörns Stefánssonar í Sand- gerði og rak þá verzlun til dauða dags, síðustu árin í félagi við Einar son sinn. Auk síns fasta starfs gegndi Axel mörgum trúnaðarstörfum í Sandgerði. Hafði t. d. á hendi póstafgreiðslu, var í hreppsnefnd og skattanefnd í mörg ár, um- boðsmaður Brunabótafélags ís- lands og Happdrættis S.Í.B.S., fréttaritari Útvarpsins og Morgun blaðsins í fjölda ára og hafði á hendi afgreiðslu þess blaðs o. fl. Axel var' mjög lipur verzlun- armaður og góður skrifstofumað- ur. Hann skrifaði fallega rithönd og var vandvirkur vel. Axel var maður lítill að vallar- sýn, en lipur og liðugur fram eftir aldri, gekk t.d. „á höndum“ á unga aldri, sem fátítt var í þá daga og þótti íþrótt mikil. Skapið var létt og í vinahópi var hann hrókur fagnaðar. Það má segja að Sandgerði sé að verulegu leyti grunc^vallað og byggt u.pp af Akurne^jngum a. m. k. hvað sjávarútveginn og verzlun þar snertir. Loftur Lofts- son, Þórður Ásmundsson Og Har- aldur Böðvarsson voru allir Akur nesingar, en voru lítið sem ekki búsettir í Sandgerði. Fjöldi Akur nesinga hefir stundað sjóinn og aðra atvinnu á vertíðinni og á löngu tímabili svo að segja allir þilfarsbátar Akraness gerðir út frá Sandgerði á vertíðinni. Var Sandgerði þá nokkurskonar „ný- lenda“ frá Akranesi. Axel var einn þeirra Akurnes- inga sem ílengdust í Sandgerði. Hann kom þangað þegar þar voru aðeins örfáir húskofar með fáa tugi íbúa. Hann óx upp með þorpinu og átti drjúgan þátt í vexti þess og velgengni. Hann unni Sandgerði og fólkinu sem þar býr. Axel Jónsson giftist Þorbjörgu Einarsdóttur þann 14. maí 1922. Þorbjörg var dóttir hjónanna Soffíu Jósafatsdóttur og Einars Jónssonar er bjuggu á Grund á Stafnesi Axel og Þorbjörg bjuggu alltaf í Sandgerði, fyrst að Grund Og síðan að Borg. Þorbjörg var sérstök gæða- kona, hjálpsöm og grandvör í hvívetna. Þorbjörg átti dóttur, Friðrikku Pálsdóttur, áður en hún giftist Axel, og ólst Frið- rikka upp hjá þeim, sem þeirra barn, einnig önnur dóttir Frið- rikku, Þorgerður, mjög efnileg og góð stúlka. Það sorglega slys varð fyrir réttu ári, eða 11. júlí 1960, að Þorbjörg kona Axels og Þorgerð- ur dótturdóttir hennar fórust af slysförum. Axel meiddist þá einn ig talsvert og mun aldrei hafa náð sér til fulls eftir þann atburð, í byrjun s.l. árs fórst einnig tengdasonur Axels með m/b „Rafnkell". Það var mesti dugn- aðarmaður. Þetta voru mikil áföll og missir fyrir Axel Og fjölskyldu hans. Börn Axels og Þorbjargar eru 4, öll á lífi. Þau eru Jón, kaup- maður (Verzl. Nonna & Bubba, í Sandgerði og Keflavík) kvænt- ur Bergþóru Þorbergsdóttur, frá Jaðri í Garði, 4 börn, býr í Sand- gerði, Einar kaupm. í Sandgerði, kvæntur Einarínu Sumarliðadótt ur frá Meiðastöðum í Garði, 5 börn, býr í Sandgerði, Gróa, ekkja eftir Vilhjálm Ásmunds- son, vélstjóra, 4 börn, býr í Sand gerði, Soffía, gift Ingvari Odds- syni, bílstjóra í Keflavík, 6 börn, býr í Keflavík. Við færum börnum Axels og öðrum ættingjum og venzlamönn um innilegustu samúðarkveðju frá okkur og fjölskyldum okkar og biðjum Guð að veita þeim náð Og styrk. Axel Jónssyni þökkum við af alhug fyrir samstarfið og vin- áttuna hérna megin og væntum að hann hafi nú hitt ástvini sína fyrir handan og að sála hans hafi öðlazt frið. Sveinn og Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.