Morgunblaðið - 22.07.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.07.1961, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. júlí 1961 Áður en hinlr níu belgísku fjallgöngumenn héldu frá Briissel 23. júnl, gaf danski sendi- herrann þar, L. P. Tillitse, þeim íshögg að skilnaði. Sendiherrann er fyrir miðju með íshöggið vafið í fána, en vinstra megin við hann stendur leiðangursstjórinn, Jean Duchesnes. Til hægri eru þrír leiðangursmenn, og að baki þeim sést í ungu stúlkuna, Nadine Simandl. Fótsporin enda á 1000 mefra hárri bjargbrún: i Belgarnir sem týndust, þekktu ekkert til staöhátta 22 ára stúika meðal higna týndu ÖLL VON virðist nú úti um það, að Belgarnir fjórir, sem týndust í f jallgöngu á Græn- landi 14. júlí, séu lengur á lífi. Harmleikur þessi hefur vakið mikla athygli manna í Danmörku og Belgíu. Enn á ný vakna spurninrgarnar um það, hvort fjallgöngur séu réttlætanlegar sem íþrótt. Um það þýðir vitanlega lítið að ræða; alltaf eru til fullhugar, sem hafa nautn af því að klífa illgeng og hættuleg fjöll, og þeir munu halda áfram að gera það, hvort sem reynjt verður að banna þeim það eða ekki. Þá hefur danska Græn- landsmálaráðuneytið enn einu sinni orðið fyrir árásum blaða. Að þessu sinni er gagnrýnt, að það skuli leyfa hverjum sem er að fara til Grænlands í fjallgöngur, án þess að kynna sér reynslu og útbún- að fjallamannanna, hvað þá þekkingu þeirra á staðháttum. Fimm leita fjögurra félaga. í belgíska leiðangrinum voru níu manns, þar á meðal ein stúlka. Þeir voru allir félagar í belgíska fjallamanna Jean Duchesnes frá Liege. Hann varð fimmtugur að aldri, og hafði tíu ára reynslu af f jall göngum. Hann tók m.a. þátt í belgíska leiðangrinum til Ahaggar-f jallanna í Sahara ár- ið 1954. klúbbnum, Club Alpine Belge. Foringinn var Jean Duches- nes frá Liege, 50 ára, sem hafði talsverða reynslu að baki sér. Þeir fóru fyrst til Kaupmannahafnar 23. júní, dvöldust þar í nokkra daga og flugu síðan til Grænlands. Frá Umanak fóru þeir á báti norður í Nonnak-fjörð, um 60—70 km leið, þar sem þeir voru settir í land. Síðan er lítið vitað um ferðir þeirra, nema að 19. júlí komu fimm leiðangursmanna til Umanak, illa haldnir á sál og líkama. Skýrðu þeir svo frá, að hinir fjórir hefðu orðið viðskila við sig 14. júlí. Belgarnir fimm skiptu sér þá í tvo leitar- flokka og könnuðu svæðið gaumgæfilega, en það er afar ógreitt yfirferðar. Fundu þeir að lokum spor þeirra, þar sem þau lágu fram af 1000 metra háu bjargi. Telja þeir víst, að þeir hafi gengið þar fram af í byl eða þoku. Þessir fjórir, sem týndust, voru foringinn, sem áður er getið, Jean Alzetta, 23 ára, frá Brússel, stúlkan Nadine Simandl, 22 ára, frá Brussel, og André Foquet, 32 ára, frá Namur. Sá síðastnefndi hafði talsverða reynslu í fjallgöng- um; hafði verið með Duohes- nes í Sahara og síðar í leið- angri til Suðurskautslanda. ★ Fengu aðvaranir. Þótt ekki sé með fullu vitað, hvernig slys þetta hefur borið að höndum, er þó talið víst, að hinir týndu hafi ekki farið eftir aðvörunum og leiðbeiningum, sem Danir gáfu þeim, áður en þeir lögðu af stað. Landsvæði þetta hef- ur afar lítið verið kannað, en sá, sem einna fróðastur er um það, er Bþrge Fristrup, magister, jöklafræðingur við Arktiskt Institut. Kveðst hann hafa varað þá eindregið við að reyna að klífa Nerdle- rit-fjall og yfirleitt að ferðast á þessum slóðum. Landslagið er ákaflega erfitt yfirferðar og fjöllin „rotin“, þ. e. a. s. öll sundursprungin af frosti. Honum fannst Belgirnir lítið sem ekkert vita um græn- lenzkar aðstæður, en það sé ekki sama að klífa fjöll þar og í Ölpunum eða í Sahara. Því hafi hann brýnt sérstak- lega fyrir þeim, að ofan imTt/T r- '■JOLIMCHAtó \ þetta bættist óútreiknanlegt Nerdlerit-fjall, sem Belgarnir hugðust klífa, er við Nonnak- fjörð, en hann er um 60—70 km. fyrir norðan Umanak, sem sést hér á kortinu á u. þ. b. miðri vesturströnd Grænlands. veðurfar. Veðrabrigðin væru snögg, og sagði hann þeim, að ef óveður skylli á, væri ekki um annað að ræða en að halda algerlega kyrru fyrir, unz því slotaði. ★ Fyrstu mistökin þau síðustu. Þá segist hann hafa minnt þá á það að lokum, að í Græn landi gilti svo sú regla fram- ar öðrum stöðum, að fyrstu mistökin væru venjulega þau síðustu. Fristrup segist ekki trúa því, að þeir hafi fylgt ráðum sínum, enda bendir allt, sem enn er vitað, til þess að þeir hafi verið á ferð í lélegu skyggni — sennilega byl — og hrapað því fram af hömr- um. En, segir Fristrup, Græn- land er komið í tízku meðal ferðalanga og fjallamanna, það er ekki lokað land, og á slíkum ferðalögum leynist allt af hætta, sem ferðamaðurinn verður að taka á sig. ★ Himmelbjerget og Nerdlerit. N. O. Christensen, skrif- stofustjóri hjá danska Græn- landsmálaráðuneytinu, segir í tilefni af þessum atburði, að Framh. á bls. 19 V idski pti og efnahagsmál Gengisskráning 12. júlí 1961 1 Sterlingspund ...... 105,85 106,24 1 Bandaríkjadollar .... 38,00 38,10 1 Kanadadollar ........ 36,64 36,74 100 Danskar krónur .... 548,35 549,80 100 Norskar krónur .... 530,10 531,50 100 Sænskar krónur .... 735,05 736,95 100 Finnsk mörk ......... 11,83 11,86 100 Franskir frankar .... 774,55 776,60 100 Belgískir frankar .... 76,27 76,47 100 Svissneskir fr... 880,60 882,90 100 Gyllini ............ 1057,60 1060,35 100 Tékkneskar kr..... 527,05 528,45 lOOV-þýzk mörk ...... 954,85 957,35 1000 Lírur................ 61,23 61,39 100 Austurrískir sch. 146,88 147,28 100 Pesetar .............. 63,33 63,50 Enn um sjálfvirkni Sveinn Guðmundsson, verk- fræðingur, skrifar þættinum eft- irfarandi: „Gaman var að lesa um hugð- arefni mitt, sjálfvirkni, í efna- hagsmálaþætti Morgunblaðsins hinn 4. júlí. Þar var m. a. sagt, að sjálfvirkni væri fólgin í ná- kvæmu eftirliti véla og vél'heila með margvislegri framleiðslu. Margar skilgreiningar eru á sjálfvirkni, en sízt er þessi bezt. Segja má, að sjálfvirkni sé í víðri merkingu fólgin í almennri vélvæðingu, vélrænum rekstri og sérhæfingu véla til þess að gegna sérstöku hlutverki, stýr- ingum og skipulagningu efnis- flutnings. Þó er þetta ekki al- vge fullnaegjandi. Iðnbyltingin á 18. og 19. öld byggðist á notkun véla, sem byggðar voru úr hjólum, stöng- um, stáli og skyldum útbúnaði. Þá þegar, um og fyrir aldamót- in 1800, voru til sjálfvirkir vef- stólar og kornmyllur. Á Okkar öld hefur tæknin til reiðu raf- magns-, rafeinda-, lófts- og vökva tæki, sem tengja má hinum eldri vélbúnaði. Þannig er sennilega réttasta skilgreiningin sú, sem fullnægir því að skýra að nokkru í hverju hin nýja tækni felst, að sjálfvirknin sé samruni þessara nýju hjálpartækja og eldri tækni, er byggðist á lögmálum aflfræð- innar. Ekki vil ég heldur án um- sagnar samþykkja það, sem stendur í greininni, að sjálfvirkn in kosti gífurlegt fé. Nær væri að segja, að gífurlegt fé kosti að notfæra sér hana ekki. Rangt er að einblína á verksmiðjur, sem settar eru í gang með því að ýta á einn hnapp. Slíkar verksmiðjur kosta venjulega gíf- urlegt fé, og eru sjaldan heppi- legasta lausnin. Tækni sjálf- virkninnar má nýta í smáum stíl og í smæstu fyrirtækjum. Eitt höfuðvandamál nútíma þjóðfélags — íslendinga og ann- arra þjóða — er, að framleið- endur þurfa að lækka verð vör- unnar, *n launþegar þurfa að fá hærra kaup. Þetta virðist algjör- lega ósamrýmilegt, en leiðin til lausnar liggur um framleiðni og skipulagningu. Hið nauðsynlega hjálpartæki er sjálfvirkni.“ Stór markaður bætir aðstöðuna Það sem sagt var hér í þætt- inum um sjálfvirkni var að mestu byggt á upplýsingum úr bandarísku riti og var einkum miðað við aðstæður þar í landi. Ljóst er af bréfi Sveins Guð- mundssonar, að erfitt er að skil- greina nákvæmlega hvað sjálf- virkni er, en hann skýrir það betur en áður var gert. Enn- fremur er gott að heyra, að þessi nýja tækni geti komið að ýms- um notum í okkar litla þjóðfé- lagi. Á hinn bóginn mun sjálfvirkni hafa mestu hlutverki að gegna í háþróuðum iðnaðarlöndum, og þá ekki hvað sízt í margvísleg- um stóriðnaði. Og þó að það sé án efa rétt sem segir í bréfi Sveins, „að það kosti gífurlegt fé að notfæra sér ekki sjálfvirkn ina“, þá getur verið að það sé samt ekki hægt í ýmsum tilfell- um. Oft hefur verið sagt, að það sé dýrt að vera fátækur. Eða dýrt að vera smár, eins og enn frekar ætti að segja um okkar þjóðfélag. Hér hefur t. d. verið komið upp litlum raforkuverum víða urn land, þó að einingar- verð rafmagns frá stærri orku- verum hefði verið margfalt minna. Enn hefur ekki verið hægt að ráðast í að koma þeim upp, enda hefur yfirleitt skort markað fyrir svo mikla orku. Svo má benda á það, að ein höfuðástæðan fyrir viðleitninni til að sameina V.-Evrópu í eina viðskiptaheild er sú, að innan svo stórs markaðar er hægt að koma við iðnaði, sem yrði mun stærri í sniðuna en nú tíðkast f einstökum þessara landa. Nauð- syn sífellt meira rannsóknar- starfs og nýrxar tækni, sem í sumum tilfelluna a. m. k. mun tengd sjálfvirkni, á áreiðanlega þátt í því, að hagkvæmasta stærð fyrirtækja í ýmsum grein- um fer vaxandi. * En eins og áður segir er mjög gott til þess að vita, að við skul- um einnig geta notfært okkur sjálfvirknina á ýmsan hátt. Er því mikilvægt að fylgjast vel með í þessum málum, því að þama getur verið um eina mik* ilvægustu hjiálpina að ræða f viðleitninni til að bæta stöðugt lífskjör landsmanna. Hvatning til aukinna afkasta í Bússlandi Aukin afköst eru ein helzta undirstaða framfaranna. Og það hefur lengi verið viðurkennt, a. m. k. í hinum vestræna heimi, að áhrifamesta leiðin til afkasta- aukningar væri sú, að verðlauna þá. sem duglegastir eru. í hinu kommúníska Rússlandi hefur sama aðferð lengi verið viðhöfð. Fyrir óvenjuleg afköst gefa menn jafnvel fengið bíl í verðlaun, en stundum er orðu- veiting og birting myndar af við- komandi látin nægja. Fjölmarg- ir geta fengið aukagreiðslur, ef þeir komast yfir meðaltal af- kasta eða taka að sér aukastörf á kvöldin. Starfsmeun í heilum verk- smiðjum eða á á'kveðnum vinnu stöðum geta aflað sér viðbótar- tekna með því að auka fram- leiðsluna, og verkar það sviþað og þegar hópur manna tekur að sér verk í ákvæðisvinnu. Eftir að Rússar höfðu aukið afköstin mikið með ýmsum ráð- um svipuðum og þeim, sem hér hefir verið lýst urðu þeir áþreif- anlega varir við að framleiðslu- aukningin ein sér nægir ekki til framfara, einnig verður að taka tillit til framleiðslukostn- aðarins. Það er aukning ,,fram- leiðninnar“ sem er aðalatriðið. Meðan ekki hafði verið tekið • tillit til þessa var gjarnan öllum ráðum beitt til að auka fram- leiðsluna *g voru þá margir verksmiðjustjórar lítt vandir að meðulum. En nú er farið að taka mun meira tillit til kostn- aðar og gæða við framleiðsluna, þegar úthlutað er verðlaunum eða greiddar aukatekjur. Þessar hvatningaraðferðir auka að sjálfsögðu allverulega á launamismun í Rússlandi, sem er töluverður milli almennra launþega, en mjög mikill þegar litið er á allar stéttir landsina í heild. En reynslan hefur kennt ráðamönnunum, að fóllkið vill ekki leggja á sig aukið erf- iði nema að það fái að njóta þess á einhvern hátt. Og þá er varla um aðrar leiðir að ræða en persónulegar launagreiðslur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.