Morgunblaðið - 22.07.1961, Page 11

Morgunblaðið - 22.07.1961, Page 11
Laugardagur 22. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 „Við eigum milli Siðvæðingarinnar og kommúnismans að velja' Staríaöi i 24 ár fyrir kommúnista, fyrir Siövædingu en nu Rœtt við Þjóðverjann — Við beinum ekki baráttu í&kkar gegn kommúnistum sem einstaklingum, heldur gegn kommúnismanum sem hugsjón. En við berum að vissu leyti virð- ingu fyrir kommúnistum, því að jþeir vita, hvað þeir vilja, og gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að koma vilja sínum fram. Ástæðan til þess að ég starfa í þágu Siðvæðingar- innar er sú, að ég tel, að hún ein geri sér fyllilega Ijóst, að Vesturlandabúar, og raunar heim urinn allur, þarfnast hugsjónar, sem sé kommúnismanum æðri. Og hún telur sig eiga erindi til allra manna, allra þjóða og allra kynflokka. Þannig komst Þjóðverjinn Max Bladeck að máli við blaðamann Morgunblaðsins, þegar þeir hitt- ust að máli fyrir skömmu, en Bladeck er einn meðlima sendi- nefndar Siðvæðingarinnar (Moral Œte-Armament), sem hér dvelst um þessar mundir. Max Bladeck hefur starfað á vegum Siðvæðingarhreyfingar- innar undanfarin 10 ár, en áður íhafði hann starfað í 24 ár í þýzka Kommúnistaflokknum, og var m. a. forseti námuverkamanna- sambandsins í einum hluta Ruhr- héraðsins, sem hafði innan vé- ibanda sinn u. þ. b. 18.000 námu- verkamenn, og var eitt af höfuð- vígjum kommúnista á þeim slóð- um. Kvaðst Bladeck á þessum érum hafa stjórnað áróðursstarf- semi kommúnista innan verka- mannaráðanna í þessum hluta Buhr og þjálfað aðra kommún- ista til forystu í verkalýðsfélög- um. Starfsemi kommúnista í verkalýðsfélögunum, aðdragand- anum að kynnum sínum af Sið- væðingunni, hugsjónum hennar og úrræðum, lýsti Bladeck svo: ★ BREYTA f SAMRÆMI VH) BOÐSKAPINN — Allt fram til 1948 réðu kommúnistar 72% atkvæða í verkamannaráðum Ruhr-héraðs- ins, svo að það er ekki ofsögum sagt, að Moskva hafi getað ráðið öllum gangi framleiðslunnar í þessu auðuga námahéraði. Á þessu tímabili var eftirspurn eftir Fiskmerkinga- leiðangur á Maríu Júlía í dag leggur María Júlía af Btað í fiskmerkingarleiðangur ikringum land, en slíkir leiðangr ér hafa verið farnir á þessum tíma ára síðan 1955. Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur ann- ast merkinguarnar, en skipstjóri é Maríu Júlín er Þröstur Sig- Itryggsson. Leiðangurinn er einkum farinn Itil að merkja þorsk, ýsu og skar- Ikola i þeim tilgangi að athuga Igöngur fiskanna og gera sér hug imynd um hve mikið eyðist af etofninum. Tekur leiðangurinn ivæntardega þrjár vikur. Ingvar Hallgrímsson, fiskifræð Ingur, er nú fyrir norðan land við rækj urannsóknir á bátnum Ás- Ibirni frá ísafirði. Mun hann hafa fengið heldur óheppilegt veður eem af er. Max Bladeck kolum feikileg í Vestur-Evrópu Kommúnistar gerðu allt, sem þeir gátu til þess að magna stétta baráttuna, og það var m. a. eitt af verkefnum mínum að kynna verkamönnum eðli þessarar bar- áttu. Við komum af stað minni háttar verkföllum, sem síðan breyddust út, en lokatakmark okkar var að koma á allsherjar- verkfalli. Sífelldur ófriður ríkti, Og þannig var umhorfs, þegar Frank Buchman kom til Ruhr árið 1948 ásamt stórum hópi manna af hinum ýmsu þjóðern- um á vegum Siðvæðingarirtnar, þ. á. m. var leikflokkur. Forstjóri námunnar, sem ég vann í, og jafnframt var yfir allri kolaframleiðslunni í V- Þýzkalandi, hitti Buchman og spurði, hvað hann gæti gert til þess að ráða bót á ástandinu. „Það get ég ekki sagt þér, það getur Guð einn“, svaraði Buch- man. Næsta dag hringir svo for- stjórinn til hans og segir: „Ég held, að ég hafi fengið góða hugmynd. Ég ætla að gefa verka- mönnum og yfirmönnunum kost á að sjá leiksýninguna ykkar“. Þannig atvikuðust fyrstu kynni mín af Siðvæðingunni. Og það, sem mest hreif mig í fari þessa fólks, þegar ég kynntist því nán- ar, var, að það breytti í samræmi við boðskap sinn. * „HEIÐARLEIKI, HREIN- LEIKI, ÓSÍNGIRNI, KÆRLEIKUR“ — Meðal þeirra, sem ég hitti, var Norðmaður einn. Við rædd- um mikið saman og nótt eftir nótt deildum við lengi fram eftir um kapítalisma Og kommúnisma. Eftir 4 daga hafði hvorugum tekizt að snúa hinum, en þá hugs aði þessi nýi vinur minn með sér: „Segðu honum heldur frá því, hvernig hinar 4 grundvallar- reglur Siðvæðingarinnar, heiðar- leiki, hreinleiki, ósíngirni og kær leikur, hafa breytt lífi þinu“. Gegn þessum nýju rökum hafði ég engin svör, og þau komu mér til að huga að eigin lífi. Mér varð ljóst, að fram að iþessu hafði ég ekki breytt í sam- ræmi við mínar eigin kenningar. Á fundum var ég vanur að tala um jafnrétti, frið og frelsi, en á sama tíma lét ég ekki konu mína njóta jafnréttis á heimili okkar, friður ríkti ekki milli mín og nágrannanna, og frjáls var ég ekki, heldur þræll tóbaks og áfengis. Að viku liðinni fór ég svo ásamt fjölmörgum öðrum full- trúum verkamanna á fund, sem Siðvæðingin boðaði til. í lok hans lýsti ég yfir þeirri skoðun minni, að Siðvæðingin gæti orðið eins konar samstæða Austurs og Vest- urs og sameinað þessi tvö and- stæðu öfl á æðra grundvelli. Þessi heimsókn Siðvæðingarinn- ar hafði gífurleg áhrif meðal verkamanna. REKINN ÚR KOMMÚN- ISTAFLOKKNUM — Næsta sumar var mér svo boðið til Caux í Svisslandi, þar sem eru aðalstöðvar hreyfingar- innar. Ásamt mér fóru þangað fjölmargir aðrir kommúnistar, en á meðan við dvöldumst í Caux vorum við reknir úr Kommún- istaflokknum og yfirlýstir svik- arar við verkalýðshreyfinguna. Ég fylltist beizkju vegna þessara kuldalegu viðbragða hinna fyrri vina minna, þar sem mér fannst ég ekki hafa gert neitt, sem rétt- lætti slíka meðferð. ★ ÚR 72% NIÐUR í 8% — En það fór fyrir mörgum eins Og mér. Verkamenn yfir- gáfu Kommúnistaflokkinn í stór- um stíl. Á 4 árum féll atkvæða- tala kommúnista í verkamanna- ráðunum úr 72% niður í 8%. Hubert Stein meðlimur fram- kvæmdanefndar þýzka námu- verkamannasambandsins hefur sagt, að þetta stórkostlega fylgis- hrun kommúnista sé tvímæla- laust að þakka heimsókn Sið- væðingarinnar til Ruhr-héraðs- ins, verkamennirnir hafi tileink- að sér sér hugsjónir hreyfingar- innar. Á næstu 3—4 árum fóru 360 verkamenn til Caux ásamt fjölmörgum vinnuveitendum. Ár- angurinn var gjörbreytt andrúms loft í öllum samskiptum verka- manna og vinnuveitenda, sem m. a. komu fram í því, að verkföll urðu svo til óþekkt fyrirbæri. Hinar miklu breytingar í fari manna hafa ekki aðeins valdið því, að allur andi samskiptanna hafi breytzt, heldur hafa lífs- kjörin beinlínis batnað þeirra vegna, þar sem framleiðslan hef- ur stóraukizt með vaxandi vinnu friði. Þýzkir verkamenn eru ekki hrifnir af þjóðnýtingarboðskap marxismans, þeir leggja meiri áherzlu á bætt samstarf hinna tveggja höfuðþátta framleiðslu- starfseminnar. Fjármagn og vinna eru tveir jafngildir þættir, sem ekki geta hvor án annars verið, Og báðir verða að fá sinn hlut. Þá má nefna hinn mikla þátt, sem Siðvæðingin á í stórbættum samskiptum Þýzkalands og Frakk lands eftir lok heimsstyrjaldar- innar síðari. Hefur Adenauer kanzlari látið þau orð falla fþví sambandi, að í samningaviðræð- um þessara aðila hafi Siðvæðing- in átt stóran þátt í að jafna ágreiningsefnin. * STÆRSTA SPURNINGIN — Það er því aðeins hægt að breyta heiminum, að mennirnir breytist, en ég er sannfærður um, að okkur muni takast að skapa nýjan heim, ef við reynum að leysa vandamálin á grundvelli þess, hvað rétt er, en ekki hver hefur rétt fyrir sér. í sérhverju landi hefur tekið sig saman hópur nanna, sem helgar líf sitt hugsjón Siðvæðing- arinnar. Alls staðar höfum við fundið menn, sem reiðubúnir eru til þess að leggja fram krafta sína til sköpunar nýs heims. Og vopn okkar í þessari baráttu eru ekki hernaðarleg, heldur listir, vísindi, kvikmyndir og hið talaða orð. Stærsta spurningin, sem við heiminum blasir í dag, er, hvprt mannkynið vill hlíta leiðsögn Guðs, eða verða þrælkað undir guðleysiskerfi kommúnismans. Styrkur kommúnismans liggur í því, að hann er heimskerfi, mark miðið er alls staðar hið sama, baráttuaðferðin er alls staðar hin sama Og hugsjónin hin sama. Veikleiki lýðræðisþjóðanna ligg- ur hins vegar í því, að þær ein- skorða baráttu sína við einstakar þjóðir, sem óhjákvæmilega leið- ir þess, að þær munu bíða lægra hlut, ef þær breyta ekki baráttu sinni. Ef ríkisstjórn íslands hugs- aði t. d. aðeins um ísland sem einangraðan skika, þá bæði ég Guð að hjálpa íslandi. ★ UM TVENNT AÐ VELJA — En Siðvæðingin vill ná til heimsins alls með baráttu sinni. Við eigum því milli Siðvæðingar- innar og kommúnismans að velja; Við verðum að svipta hul- unni frá augum okkar og gera okkur þessa staðreynd Ijósa. Ger- um við það ekki, erum við glöt- uð. Við eigum um það tvennt að velja, að skapa nýjan heim á grundvelli kenninga Siðvæðingar innar, eða tortímingu heimsins undir kúgunarkerfi kommúnism- ans. 102. ára i dag 102 ÁRA er í dag, laugar- daginn 22. júlí frú María Andrésdóttir Stykkishólmi. Þrátt fyrir þennan háa aldur hún ótrúlega ern, fylgist er með öllu sem gerist og minn- María Andrésdóttir Stykkishólmi ið er stórfurðulegt og erfitt að reka gömlu konuna á stampinn. Liðna atburði man hún merkiiega vel. Heilsan hefir verið góð eftir atvikum og enn klæðist hún og gengur um og jafnvel út þegar svo ber undir. I haust sl. gekk hún milU húsa í bænum og seldi tíma- ritið Hlín, sem frk. Halldóra Bjarnadóttir gefur út. Gekk þetta ágætlega hjá henni og gaf hún sér tíma til að staldra við í húsum og spjalla um lið- inn tíma og daginn og veginn. Ókunnugir gátu ekki séð ann- að en að þarna færi svona í mesta lagi sjötug kona, svo kviklegar voru allar hreyfing- ar og fasið létt. M. a. heimsótti hún mig í þetta skipti og var þá ómögulegt annað en að ná í myndavélina og taka mynd af Maríu með Hlín þar sem hún er að bjóða hana til sölu. Það er alltaf gaman að koma í heimsókn til Maríu. Viðmót- ið þannig og hlýjan að þar líður hverjum manni vel. Glaðværðin og heilbrigð hugs un er í öndvegi. Og vissulega þakkar hún Drottni hans miklu náð sem hann hefir auðsýnt henni alla æfi, sem oft hefir verið stormsöm og anna- söm, við að koma upp stór- um barnahóp. Hún er ekki í vafa um hvar trausts er að leita og liggur ekkert á skoð- unum sínum í þeim efnum. María er vissulega góð og gæfurík kona. Kann vel að meta það. Allrar blessunar bið ég henni á þessum degi og þakka fyrir að hafa átt kost á að þekkja hana um langt skeið. Þær verða ekki fáar kveðjurnar sem henni berast í dag. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.