Morgunblaðið - 22.07.1961, Side 13
Laugardagur 22. júlí 1961
MORGVN*tLAÐlÐ
13
— Sr. Eirikur
Framh. af bls. 9.
að séra Eeiríkur ætti sér ómet-
anlega stoð, þar sem er frú
Kristín.
Ég hef áður getið þess, hver
ræðumaður séra Eiríkur sé, þeg-
ar hann stígur í stólinn og er í
essinu sínu, og mælska hans,
orðkynngi og hugkvæmni er hon
um ómetanlegur styrkur sem
forseta Ungmennafélags íslands.
SHann hefur setið vestur á Núpi,
síðan hann var kosinn forseti
l>essara samtaka og verið þar
evo önnum kafinn, stundum
ekki aðeins á vetrum, að hann
iítt getað lagt af mörkum til
claglegrar forsjár samtakaheildar
innar. En á fulltrúafundum og
iþihgum hefur hann jafnan verið
sættir manna og svo sem sam-
einingartákn, og á samkomum
og stórum mannfundum hinn
slyngi og hugkvæmi ræðumaður,
sem brugðið hefur bjarma hug-
sjóna og . orðsnilli yfir samtaka-
Iheildina og svo sem gefið henni
í augum þjóðarinnar rétt til að
ganga undir því merki, sem vor-
anennirnir á fyrstu áratugum
þessarar aldar frægðu með áhuga
sínum og sigursæld. Og erlendis
Ihefur hann jafnan verið stolt
samtakanna á þingum og mótum.
Þrennt er það, auk góðrar og
gáfaðar konu og mannvænlegs
ibarnahóps, sem veitir séra Eiríki
mest yndi, þegar hann víkur frá
önnum stund og stund í bili.
SFyrst er að telja bækur. Hann
les mikið, svo önnum kafinn sem
hann er, og kryfur til mergjar
það, sem hann les, svo að það
Ibezta verður viðbót ekki aðeins
við þekkingu heldur og mennr
ingu hans og yfirsýn. En — þar
sem lestur er honum skemmtun
og nauðsyn, en bókasöfnun hon-
um ástríða. Það er næstum grát
broslegt fyrir vini hans að sjá
hann standa við bókaskáp ann-
arra og stara á kver, sem hann
ekki á sjálfur og ekki verður
látið falt, svo sem það er og
mjög ánægjulegt að horfa á hann
virða fyrir sér eitthvert fágætið
meðal allra þeirra þúsunda af
Ibókum, sem hann hefur safnað.
Þá er honum sérstakt yndi að
fagurri tónlist, á heilar óperur
á plötum, og ef hann á sér gott
tóm hlýðir hann á þessar óperur,
lætur hljómana duna sér í eyr-
ium, gengur um gólf eða stendur
og starir álíka og ég get hugs-
að mér að hann hafi gert austur
á Eyrarbakka á bernsku og ungl-
ingsárum, þá er hann hlustaði
á brimgnýinn. Loks er hið þriðja,
samtal við fámennan hóp náinna
vina um merkileg andleg mál
— eða um skopleg fyrirbrigði
mannlegs lífs og kátleg orð eða
athafnir ýmissa — oft gófaðra
manna. Séra Eiríkur er á slíkum
stundum svo skemmtilega lif-
andi, glettinn, orðheppinn og
fyndinn, að hann á fáa sína líka,
og hlær svo hjartanlega, að það
er eins og sjálfur ándi hlátra-
heims og græzkulausrar gleði
hafi yfir hann komið og geri
hann slíkan, að jafnvel mjög
ikvöldsvæfur, en árvakur áhuga-
maður um verk sín getur gleymt
sér — veit ekki af sér fyrr en
hann sér, að næsti dagur er
honum að miklu leyti glataður.
Nú sitja þau hjón, séra Eirík-
tir og frú Kristín, Þingvalla-
prestssetur. Það væri mér mjög
að skapi, að þar yrði svo til hag-
að, að prestssetrið geti orðið eins
og það hefur skilyrði til að verða
með þau sem húsbændur mynd-
arrisnu og menningarheimili, þar
sem veittir verði íslenzkum og
erlendum menningarmönnum góð
ur, en látlaus beini í rúmgóðum
og skemmtilegum húsakynnum,
en höfuðatriðið sé fræðsla um
staðinn, þjóðina og landið, um
hinn forna menningameið og
pýjar laufríkar greinar hans, og
svo sé þá auk húsbænda og húsa-
Jcynna, fagurt og mikið bókasafn
og myndir góðra listamanna tal-
endi tákn þess, hver ræktarsemi
©g virðing íslenzkri menningu sé
sýnd af ráðamönnum þjóð-
lagsins.
Guðm. Gíslason Hagalín.
Dansk gudtjeneste
afholdes i Domkirken sþndag den 23. juli kl. 11.00 fm.
Præst ved Frederiksberg Kirke i Kþbenliavn.
Dr. theol. Niels Nojgaard
prædiker.
DET DANSKE SELSKAB
1 REYKJAVlK.
Garðeigendur
Rauðleitu fögru garðhellurnar úr Seyðishólagjallinu
geta orðið yður bæði til léttis og yndisauka.
Notið þær:
a) Upp á rönd, sem kantsteina við gras-
flötina, og losnið við kantklippingar.
b) Flatar, sem stilkur í gras ’eða jurta-
beðin.
c) I stoðveggi, í blómabeðum og halla-
þrepum.
d) I mynstraða garðpalla og stiga.
Garðhellurnar eru 9x20x40 cm og kosta aðeins
kr: 8.50 stk.
VIKURFÉLAGIÐ H.F. — Sími 10600.
.
IfiVjaiU^ SUPER GOMET
CID
m
Leyland Motors Ltd.
eru einir af frumkvöðl-
um vörubílaiðnaðarins.
Með meira en fimmtíu ára
reynslu að baki eru þeir orðnir
stærstu einstöku framleiðendur sterkbyggðra vörubifreiða og stærstu útflytjendur í þessum flokki bifreiða í heiminum.
Við bendum yður á að kynna yður gæði og hið hagkvæma ve rð Leyland Super Comet og Leyland Power Plus Beaver
vörubifreiða áður en þér festið kaup á vörubifreið.
Sökum mikiliar eftirspurnar á Leyland vörubifreiðum, þá er afgreiðslufrestur nú tólf mánuðir. Verksmiðjurnar hafa þó
sýnt okkur þá velvild að láta okkur hafa nokkrar bifreiðir til ráðstöfunar fyrr.
Við biðjum eigendur og forráðamenn eidri Leyland bifreiða að hafa samband við okkur
EINKAUMBOÐ FYRIR LEYLAND MOTORS LTD.
aímenna verzíunarfé! ag ð h.f.
Laugavegi 168 — Reykjavík — Sími 10199.