Morgunblaðið - 22.07.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.07.1961, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ L.augarðagur 22. júlí 1961 Jltofttifttiritafrifr XJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjóild kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVER VILL NU LÖGBINDA 12 MÍLUR? A TVEIMUR Genfarráð-' stefnum börðust íslend- ingar ötullega fyrir því að fá 12 mílna fiskveiðilögsögu ákveðna sem alþjóðalög. ís- lenzka þjóðin var einhuga um þessa afstöðu. Svo fór þó, að báðar Genfarráðstefn- urnar urÓu árangurslausar að því er þetta atriði varð- ar. Nú má sannarlega segja, að það hafi verið í samræmi við hagsmuni íslendinga, að 12 mílumar urðu ekki lög- festar. Við höfum nú með samkomulagi tryggt okkur 12 mílna fiskveiðilögsögu, án þess að skuldbinda okkur til að hlíta henni í framtíðinni sem alþjóðlegri reglu. Þvert á móti var í sjálfu samkomu laginu tekið fram, að við mundum halda áfram að vinna að stækkun landhelg- innar, þar til landgrunnið allt væri friðað. Með þessu samkomulagi hafa íslendingar því haldið opnum þeim dyrum til auk- innar friðunar, sem þeir töldu sig á Genfarráðstefn- unni verða að loka. Með hliðsjón af þessum staðreynd um hlýtur það að vekja hina* mestu furðu, að Framsókn- arflokkurinn skuli berjast gegn þessu samkomulagi. Að kommúnistum þarf hins veg- ar ekki að eyða orðum, þeir miða afstöðu sína í þessu máli sem öðrum við hags- muni Rússa. Formaður Framsóknar- flokksins var fulltrúi hans á Genfarráðstefnunni. Hann vildi þar lögbinda 12 mílna regluna. Flokkur hans hefur nú lýst því yfir ,að hann telji samkomulagið við Breta Og síðar við Vestur-Þjóð- verja nauðungarsamning, sem rifta beri. Af því tilefni er ekki úr vegi að spyrja Framsóknarmenn, hvort þeir. mundu nú vilja stuðla að því að 12 mílna reglan yrði á- kveðin sem alþjóðalög um alla framtíð, fremur en að útlendingar hefðu rétt til hinna takmörkuðu veiða milli 6 og 12 mílna til 1964. VEIÐAR FÆR EYINGA HÉ R hefur sem kunnugt er dvalið sendinefnd til að fá framgengt leyfi til handa Færeyingum til hand- færaveiða innan 12 mílna fiskveiðitakmarkanna við ís- land. Það leikur varla á tveim tungum, að íslending- ar vilja fúslega greiða fyrir þessum nánustu frændum sínum eftir mætti. I því sambandi er rétt að hafa hugfast að það hafa einkum verið tvenn rök, sem íslendingar hafa beitt fyrir sig við friðunarráðstafanir, annars vegar hve mikill þátt- ur þjóðarframleiðslunnar byggðist á fiskveiðum og hins vegar fátækt landsins. Hvort tveggja þetta á jafnt við um Færeyinga og íslendinga. Það virðist því fullt eins geta styrkt málstað okkar eins og veikt, að heimila Færeyingum takmarkaðar veiðar hér við land, en \^ð það bætist svo að aðrar þjóð ir munu naumast óska hér eftir réttindum til handfæra- veiða. Loks er svo þess að gæta að einmitt handfæra- veiðarnar eru ólíklegastar til að skaða fiskstofninn. Að öllu þessu athuguðu fagnar almenningur því að íslend- ingar geta orðið Færeying- um að liði. ATLANTSHAFS- BANDALAGIÐ OG ÆSKULÝÐURINN OÓPUR ungra manna úr “ öllum lýðræðisflokkun- um hefur nú bundizt sam- tökum og stofnað félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, sem hlotið hefur nafnið Varðberg. Hér hafa áður verið almenn samtök um vestræna samvinnu, sem ýmsu góðu hafa til leiðar komið, en mjög ber samt að fagna félagsstofnun æsku- manna. Einangrun íslands hefur verið rofin. Við verðum nauðugir viljugir að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og hljótum að hafa samstöðu með þeim þjóðum, sem okk- ur eru skyldastar og tengd- astar menningar- og efna- hagslegp. Það lætur að lík- um, ®ð hin uppvaxandi kyn- slóð eigi hægara með að að- laða sig breyttum aðstæðum en eldri kynslóðin. Stjórn- málalegur áhugi æskumanna einskorðast ekki við innan- landsstjórnmál, heldur fylgj- ast ungir menn í vaxandi mæli með viðburðum á al- þjóðavettvangi. íslenzkir æskumenn gera sér þess fulla grein, að heim- inum er nú skipt í tvær and- stæðar fylkingar, aðra sem Áhrif afvopnunar rannsakaðar Sétíræbinganeíná vinnur með Hammarskjöld að athugun á efnahagslegum og félagslegum áhrifum afvopnunar ■ ■ ÞJÓÐIR heimsins þrá víst" ekkert annað fremur en að stórveldin afvopnist og leysi. deilumál sín við' samningaborðið, án- þess að vera sífellt að skaka vopnin. Menn þrá frið. En hvað á að gera við allar vopnabirgðirnar — hvernig á að breyta þeim óhemjuverðmætum, sem í þeim liggja, í þau verð- mæti, er verða megi öllu mannkyni til blessunar? Ef sá óskadraumur rætt- ist að allsherjarafvopnun kæmist á, hverjar yrðu þá afleiðingarnar, efna- hagslegar og félagslegar? Þetta eru spurningar, sem oft eru bornar fram, en svarið liggur engan veginn í augum uppi, að margra dómi. — ★ — Því hefir Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skipað nefnd tíu sér fræðinga frá jafnmörgum þjóðum, skv. ályktun Alls- herjarþingsins í des. sl., er vera skal honum til ráðuneytis við rannsókn á efnahagslegum og félagslegum afleiðingum af vopnunar. — Á nefnd þessi að koma saman til fyrsta fundar síns í Þjóðabandalagshöllinni í Genf dagana 7.—18. ágúst nk. — ★ — f fyrrnefndri ályktun Alls- her j arþingsins, en hún var fyrst lögð fram af fulltrúa Pa- kistans, er framkvæmdastjór- anum m. a. falið að rannsaka „hinar efnahagslegu og félags legu afleiðingar afvopnunar í löndum með ólík efnahags- ÞEIR ERU ekkert sérlega á- rennilegir, þessir kumpánar enda eiga þeir að vera færir í flestan sjó. — Kannski er of mikið að segja, að þá bíti ekki járn — og væntanlega mundu þeir t.d. fara sömu leiðina og aðrir dauðlegir menn, ef sprengja spryngi undir fótum þeirra — en þeir eru þeim mun betur varðir gegn öðrum og lævíslegri hernaðartækjum — ★ — Hinar ófrýnilegu grímur, sem þeir bera, eiga sem sé að verja þá hið bezta gegn ban- vænum áhrifum kemiskra , vopna og sýklavopna og gegn geislunarálirifum. — ★ — Þessar mögnuðu grímur nefnast M.17 og eru gerðar , fyrir bandaríska herinn. Þær ' eru nú reyndar í fyrsta skipti — Þar er oft æði svalt — en á hermönnum, nyrst í Alaska. hermennirnir eru einnig vel , búnir gegn kuldanum, eins og sjá má á myndinni. varðveita vill frelsi og mann réttindi, en hina sem undir- oka vill heimsbyggðina. I hugum æskumanna hverfur innlend flokkaskipting í skuggann fyrir mikilvægi þess að lýðréttindi verði varð veitt hérlendis og annars staðar. Þess vegna tengjast þeir vináttuböndum, þótt þeir séu'í mismunandi stjórnmála flokkum, og það mun ein- mitt verða eitt meginhlut- verk hinnar upprennandi kynslóðar að uppræta tæki- færisstefnu á borð við þá, sem einn lýðræðislegur stjórn málaflokkur hefur sýnt, í nánu samstarfi við kommún- ista að undanförnu. ' kerfi og á ólíku þróunarstigi, ; með sérstöku tilliti til vanda- mála í sambandi við aukin út gjöld ríkis og einstaklinga, sem komi í stað hernaðarút- gjalda og nýti þá mannlegu og efnislegu orku, sem nú er var ið til. vígbúnaðar". — ★ — Umrædd rannsókn á enn fremur að leiða í ljós, hverjir möguleikar séu á aukinni fjár festingu í vanræktu löndunum er komið geti í veg fyrir að efnahagskerfi þeirra raskist, þegar fjárfesting til vígbúnað- ar hættir. Ennfremur skal hún miðast við, að leitt verði í Ijós, hver verða mundu áhrif af- vopnunar á alþ’jóðleg við- skipti. — ★ — Gert er ráð fyrir, að sér- fræðinganefndin komi aftur saman í janúar nk. og þá að ' líkindum í Aðalstöðvunum í New York. — Allsherjarþing- ið hefir lagt fyrir fram- , kvæmdastjórann, að hann láti semja bráðabirgðaskýrslu um málið fyrir Efnahags- og fjár málaráðið, sem kemur saman á næsta vori. Jafnframt er ráð ; ið beðið að senda þessa skýrslu, ásamt umsögn sinni, til Allsherjarþingsins 1962. * * * SAMKVÆMX nýjustu skýrsl- um, býr nú um það bil helm- ingur allra jarðarbúa í Asíu. Eftir 40 ár, eða um aldamótin, er gert ráð fyrir, að Asíubúar verði um 60 af hundraði allra íbúa hnattarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.