Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. júlí 1961 Humarveizla í Isdlfsskála — HÉR er allt panoram- að, fjöllin, jöklarnir og Atlantshafið landlaust allt til Suðurpólsins. Hér er bæði kvöldfagurt, morgun fagurt og allt þar á milli. Svo andar maður að sér joðinu og heilnæminu úr fjörunni og lifir á nýveidd um humar þegar svo sýn- ist. — Svohljóðandi tók Páll ísólfsson á móti okk- ur er við heimsóttum sum arsetur hans, ísólfsskála við Stokkseyri fyrir skömmu. — Ég er búinn að vera hér í hálfan mánuð, segir Páll. — Ég ætla í bæinn um helg ina til að spila í kirkjunni, en að öðru leyti verð ég hér eins mikið ög ég get í sumar. Hér er mikið meira næði en í bænum. Þetta hús heitir fs- ólfsskáli eftir húsi föður míns, en það stendur nú ekki uppi lengur. Það er glampandi sól við ísólfsskála, og ekki sér ský á himni. Útsýnið er þar óvenju fagurt á slíkum góðvirðisdög- um, á annan veg sér inn til jökla en á hinn mætir Atlants- hafið sjóndeildarhringnum. f brimgarðinum eru menn á báti að skera þang, en að öðru leyti sér ekki til mannaferða. Innri birta að reyna að vinna sem mest hér í sumar að ýmsum tón- verkum og skriftum. Við göngum inn í ísólfsskála og þiggjum kaffi hjá frú Sig- r .1 Eiríksdóttur. Yfir kaffi- bollanum segir Póll okkur frá því, að börn hans, Þuríður og Einar, séu búin að kaupa sitt hvort húsið á Stokkseyri, Og verið sé að innrétta þau. Síð- an er gengið út á veröndina, sem snýr út að hafinu. — Það er seyðandi að vera hér við ströndina, segir Páll. — Það er lítið brim núna, en það er ekki síðra á veturna, þegar ’ann skellur á með ofsaveðrum. Það er stórfeng- legt, en þá er maður ekki hérna nema af tilviljun. Ég kann ekki við mig nema þar sem ég get séð sjóinn. Það er nú einu sinni svo, að maður hefur verið alinn upp við hann. — Er gestkvæmt hér? — Stundum er það, aðal- lega um helgar. Það er gaman að taka á móti gestum. Núna býr hjá mér einn af mínum gömlu kennurum frá Leipzig, prófessor Grisch. Hann er einn eftirlifandi af átta kennurum, sem ég hafði. Hann hefur áður komið hér Og er mjög elskur að landinu. Það var flutt eft- ir hann mikið verk í útvarpið. Humarsteik — Hér er grill, til að steikja á humar, segir Páll nú, og bendir á steikarrist. «em stend Nú vantar bara sjórekna hvítvínstunnu. — Humarinn steiktur yfir viðarkolaglóð á verönd- inni í ísólfsskála. Frú Sigrún er að sm'ia hum arnum, en Guðmundur og Páll fylgjast með. (Ljósm. Mbl. Markús) Nú vantar okkur sjó- rekna hvítv'mstunnu — Maður skyldi ætla, að tónskáld yrði inspírerað í þessu umhverfi. — Ja, það er kyrrð og næði hér að minnsta kosti, en það þarf að vera rigning og ill- viðri til þess að maður tolli inni, sagði Páll. — Maður er ekki beinlínis að biðja um svo leiðis veður, en það er svo, að þegar dimmir yfir, þá reynir maður stundum að skapa sér einhverja innri birtu. Ég ætla ur á þrífæti á veröndinni. — Steiktur humar er stórgóður matur. Maður fær hann í skelinni, og steikir þannig. Það eru allir vitlausir í hann, sem hafa fengið hann hjá okk ur. Er ekki bezt að ná í hum- ar handa ykkur og steikja? Við segjum Páli af því, að við hefðum verið búnir að mæla okkur mót við Guðmund Daníelsson rithöfund á Eyr- arbakka. — Nú, þá náum við í hann í veizluna líka, segir Páll, og hringir til Guðmundar, sem iofar að koma að vörmu spori. Eftir að hafa náð í væna hrúgu af humar í frystihúsið, er honum raðað á steikar- grindina, og innan skamms leggur sérkennilega, sæta lykt af humarnum. Guðmundur Daníelsson er kominn frá Eyr- arbakka, og prófessor Grisch kemur ofan af lofti til að taka þátt í humarveizlunni. Brátt er tekið til við að snæða hum- arinn innan úr skelinni eftir kúnstarinnar reglum, og pilsner drukkinn með. Veiðiskapur og kvenfólk — Nú vantar ekkert nema sjórekna hvítvínstunnu, segir Páll. — Já, segir Guðmundur. — Þegar ég er að veiða, þá er ég bara með annað augað á fiski, en hitt á reka. — Þú veiðir ekki neitt, nema að þú hafir kvenmann með þér, segir Páll. — Einmitt það, segir Guð- mundur. — Ég hef margsagt þér það. — Ég hefi nú samt tekið eftir því að ég veiði minna þegar konan er með, þráttar Guðmundur. — Maður þyrfti eiginlega að syngja hér einhverja krabba- sinfóníu, segir Páll og stingur upp í sig humar. — Ég ætl- aði einu sinni að semja fiska- sinfóníu, en það er vont við að eiga að útfæra hana því fiskarnir áttu að setja hana upp. Ýsan og síldin áttu að hafa efstu raddirnar, en há- karlinn bassann. Steinbítar og flatkjöftur áttu að vera krít- ikkin. Það er líkt með steiktum humar og nótum Páll tekur upp humar af grindinni, en brennir sig á fingrunum og er fljótur að sleppa. — Nú get ég ekki spilað í kirkjunni á sunnudaginn, seg- ir hann. — En það er samt næstum meira gaman að eiga við þetta en að spila á hljóð- færi. Það er líkt að taka á heit um humar og nótum, maður getur brennt sig á hvoru- tveggja. 129 krabbar Talið berst nú að silungs- veiði o. fl., en Guðmundur Daníelsson er mikill silungs- veiðimaður í frístundum. Hér er Páll kominn í matargerðina ásamt prófessor Grisch, sem horfir á fullur áhuga. — Það eru allir vitlausir í hum- arinn, sem hafa smakkað hann hjá okkur. r .— Ég lagði silunganet hérna úti í fyrrasumar til að gá hvort ekki væri silungur í lónunum, segir Páll. — Dag- inn eftir fórum við Guðmund- ur í Merkigarði að vitja um, og þá voru 129 krabbar í net- inu, og við þurftum að brjóta þá úr. Síðan hefi ég ekki lagt silunganet, en ég ætla að veiða krabbana á vísindalegan hátt hérna, því þetta er herra- mannsmatur. Friðarpólitík Nú eru komnar kótelettur á steikargrindina, en Guðmund- an framsókn og sjálfstæði! inn humar til þess að hafa lyst á kótelettum á eftir. — Ég vil alltaf að landbún- aðurinn og sjávarútvegurinn komi saman í maganum, segir Páll. Þess vegna höfum við alltaf kótelettur á eftir hum- arnum. Ég vil gera frið með ‘ framsókn og sjálfstæðinu í maganum. — Þið tyggið þá sam« an framsókn og sjálfstæði. Meiri friðarpólitík hefi ég ekki heyrt, segir Guðmundur. Ilmurinn af kótelettunum berst yfir veröndina. — Dejligt, segir Páll og lyktar. — Ég tala alltaf 4 dönsku þegar ég vil segja eitt- hvað mikilvægt, bætir hann við. — Nú, þú ert kannske ein« af þeim, sem halda að guð sá danskur, kímir Guðmundur. Fjörugangur Við innum Guðmund eftir því hvort hann sé ekki fáan- legur til þess að renna í Ölf- usá á eftir. Málið er auðsótt, og Guðmundur yfirgefur hum arveizluna til að skreppa heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.