Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. Jfflí 1961 MORCVKVLAÐ1Ð Vf drap fuglinn, hann sagði þetta Iheldur leiðinlega aðferð, en því miður nauðsynlega og hann tók loforð af blaðamann inum um að segja ekki frá þessu, sem hann svíkur hér með. Finnur útskýrði það, að ef fuglinn drepist ekki í fyrsta skoti, þá þoli hann margar hryðjur. Þá verður að hitta í hjartað eða hausinn, því hann drepst ekki af innvortis hnjaski, heldur af högginu. Ef hann nær sér eftir hið fyrsta þá þolir hann oftast fleiri. Við særðum tvo fugla og eltum þá góða stund til þess að stytta þeim stríðið. Rétt fyrir utan bryggjuna í Höfnunum náðum við í gott skrofueintak og múkka og síð an lögðum við að. Á bryggj- unni biðu Warfield og Rich- dale og tvær ungar sölkuvölk- ur, sem stóðu þar enn og horfðu dreymnum augum út á sjóinn. Við höfðum verið fimm klukkutíma í hafi. Engum hafði orðið misdægurt svo að upplýst yrði. -X Snætt. Við settumst nú að snæðingi i grasinu fyrir ofan bryggj- una. Warfield gæddi mönnum á ýmiskonar amerísku lostæti, rjómaostum og furðupylsum, en Arnþór kvittaði fyrir hönd landans með reyktum rauð- imaga og rúllupylsu og svo lág um við þarna í grasinu en það er ekkert í óhófi þarna syðra, t>g röbbuðum saman, mest um fugla. I Lance Richdale er kapítuli út af fyxir sig, eins og áður er getið, hann er frá Nýja Sjá- •landi, en hefur dvalið s.l. ár í Rretlandi við rannsóknir. Hann hefur ritað tvær merkar bækur um mörgæsina og er nú að vinna að riti um skrofuna. í>ó ekki íslenzku skrofuna, isem nefnist á latínu puffinus puffinus puffinus, (og þetta er ekki prentvilla, það er þrí tekið) heldur puffinus nokk- urn griseus. Richdale hefur stundað fuglarannsóknir í 20 ár, en var annars grasafræð- ingur. Hann er kominn hingað til lands ásamt konu sinni til þess að hitta íslenzka fugla að máii. Hann sagðist líka hafa ©rðið margs vísari. '• Þegar Warfield hafði útdeilt forláta súpu, sem hann hafði meðferðis á hitabrúsa eða hita geymi, eins og Kristján sagði, því hann er að norðan, var lagt aí stað norður að Garð- Bkagavita í leit að þórshana. í A leiðinni benti blaðamaður- inn Kristjáni á, að hitageymar í Reykjavík væru taldir vera upp á öskjuhlíð, en það taldi Akureyringurinn litla speki. Þórshaninn. Við ókum nú sem leið ligg- ur norður í Garð, að Hafur- bjarnarstöðum hjá Garðskaga vita. Það hefur þórshaninn verpt undanfarin ár, frá fimm til tíu j>ör í lítilii vík niður undan bænum. Þórshaninn verpir aðeins á nokkrum öðr- ir annars á Grænlandi og Sval barða. Þessvegna eru útlendir mjög spenntir að líta á fyrir bærið og spara sér þannig ferðina lengra norður á bóg- inn. Þórshaninn er auk þess mjög fallegur fugl. Bóndinn á Hafurbjarnarstöð um heitir Hákon Vilhjálms- um stöðum hér á landi, en lif son og hann er einn mesti fuglamerkingamaður hérlend- is. Hann hefur merkt 3000 fugla á einu sumri og það seg ir Finnur að sé algjört eins- dæmi. Hákon gekk með okkur niður 1 víkina Og von bráðar komum við auga á þórshana par. Við komumst mjög nærri þeim og gátum fylgst með ferð um fuglanna góða stund, en þórshaninn er mjög spakur. Þarna verpir sendlingurinn líka langt upp á landi, en hann verpir annars ekki nema við fjöruna. Hákon sagði okkur, að stöðugur straumur manna væri þarna í fjöruna til þess að sjá þórshanann. Dagur var að kvöldi kom- inn. Sólin skein enn á heið- skýrum himninum og vitinn gnæfði yfir byggðinni. 1 Garð inum var verið að hirða. Við ókum af stað áleiðis til Reykjavíkur eftir mjög á- nægjulegan dag. Finnur og Kristján voru mjög ánægðir með árangur leiðangursins. Þeir höfðu fengið fimm góð eintök í náttúrugripasafnið. Þessir fuglar, sem fyrir nokkr um klukkustundum síðan flugu og syntu undir Hafna- bergi, verða nú settir á frysti og bíða þess, að Kristján stoppi þá upp, og siðan munu þeir tróna á náttúrugripasafn inu, landsmönnum til fróð- leiks og ánægju. Ja, ánægju, vissulega. Þótt ánægjulegra sé að horfa á fuglana svífa um loftin blá, þá er all-taf fljót- legra að skreppa inn á safn en í Hafnabergið. Og fuglarn ir eru líka miklu spakari á safninu hjá Finni. — J. R. Bjarni M. Jónsson námsstjóri 60 ára ÞAÐ var fyrir nær fjörutíu ár- um að fundum okkar bar fyrst saman. Vorið hafði tekið ísland í faðm sinn og fyllt hugi sona þess og dætra björtum vonum og trú á landið og framtíðina, eins og svo oft áður og alltaf mun verða meðan lögmál vors og gróanda eru í gildi. Að baki voru fimbulvetur og hin fyrri heimsstyrjöld. Þrátt fyrir það loguðu enn glatt hug- sjónaeldar aldamótaáranna. Ungu fólki var birta í augum og ylur í hjarta frá þeim eldum. Fánaberar mannræktar, fræðslu óg uppeldis á íslandi, þeir Magnús Helgason, skólastjóri Kennaraskóla íslands og Jón Þórarinsson, fræðslumálastjóri, höfðu þá á annan áratug fylkt 4iði til sóknar þeim hugsjónum. Þrátt fyrir fátækt þjóðarinnar, sárfá og lítt búin skólahús, en víðast allsleysi í hinum ytra bún aði skólamála, var sóknarhugur- inn mikill, borinn uppi af hug- sjónum, ótrauðum vilja, óbilandi trú og bjartsýni. Foringjarnir, sem hér voru nefndir, settu markið hátt. Þeir fóru fyrir í fylkingu, tígulegir, með yfirbragð hins bezta og glæsi legasta úr heiðnum sið feðra sinna og kristilegrar menningar. Fána þeirra bar hátt við him- in. Ekki sem krafa um hærri laun, hærri fjárkröfur á hendur opinberum aðilum, svo nauðsyn- legt sem það nú annars er, held- ur sem bæn til hárra hæða um mannkosti, drengskap, þrá og þrótt til þess að leita sannleikans, um kærleika, samvizkusemi og fórnarlund þeim til handa, sem gengjust undir vanda fræðslu- og uppeldisstarfa með þjóðinni. Undir fána þeirra fylkti sér ungt fólk, konur og karlar, utan frá ströndum og innan úr dölum fslands. Hver og einn bar sitt „heimalandsmót". Fólk þetta hafði fá-tæklegan ytri búnað, var misjafnlega búið vopnum og verjum til þeirrar sóknar, er hefja skyldi. Á þeim hlaut að sannast, sem öðrum hóp um á vettvangi mannlífsins, að margir eru kallaðir, en fáir út- valdir. Framarlega í þeirri fylkingu, sem var að hefja þessa sókn undir fána þeirra félaga, fyrir hartnær fjörutiu árum, gat að líta ungan mann, grannan á vöxt með gáfur og gjörhygli í svip, en látlausan að öllu yfir- bragði. Við fyrstu kynni var ljóst, að hann hafði vopn góð Og fægð- an skjöld. Þar mátti kenna Bjarna M. Jónsson, kominn aust- an frá Stokkseyri, frá hinni miklu brimströnd, þar sem úthaf ið mikla er á aðra hönd, en til hinnar handarinnar mestu gróð- urlendi íslands, vörðuð hinum stórbrotna, fagra fjallahring Suðurlandsundirlendisins. Bjarni M. Jónsson er sex- tugur í dag. Hann er fæddur 23. júlí 1901 á Stokkseyri, Árnesing- ur og Rangæingur að ætt, góðra og greindra manna. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla fslands 1925. Með námsdvölum og námsferð- um erlendis hefur hann aflað sér aukinnar menntunar. Hann hefur starfað sem kennari og skólastjóri. Síðustu tvo áratug- ina hefur hann verið námsstjóri á Suðvestur- og Suðurlandi. Auk sinna föstu starfa hefur hann unnið að einstökum verkefnum fyrir fræðslumálastjórnina. Þar á meðal samið mjög athyglisverðar skýrslur um almenna prófið 1930 og landsprófin 1934—1938. í fór- um sínum á hann miklar og mik- ilsverðar heimildir um ýmsa þætti íslenzkra skólamála. Bjarni hefur átt frumkvæði að mark- verðum nýjungum í skólastarfi og framkvæmd kennslumála. Fyrr á árum tók hann mikinn þátt í félagsmálum kennara. M. a. átti hann sæti í stjórn kennara- samtakanna og í skólaráði barna- skólanna. Ævintýrin hans, Kóngs dóttirin fagra Og Álfagull, bera vitni um góða höfundarhæfileika hans í þjónustu hreinleika of feg- urðar. Er það skaði, að Bjarni skuli ekki hafa getað helgað sig meira ritstörfum en raun er á. Öll störf Bjarna M. Jónssonar bera vitni um góðan vopnabún- að hans, vitsmuni og mannkosti, og um drengilega framgöngu í dag er skjöldur hans jafn hreinn og flekklaus sem hann var fyrir fjörutíu árum þegar hann skipaði sér undir merki Magnús- ar Helgasonar og Jóns Þórarins- sonar. Hann hefur þó marga hildi háð. En vopnum sínum beitir hann á þann veg, að ekki hljót- ast af örkuml né ólífissár. Hon- um er ekki gjarnt að ganga á rétt annara né gera öðrum vilj- andi rangt til. Hann er vel máli farinn og ágætlega ritfær. Hann heldur vel á málum sínum á mannfundum er fastur fyrir og hugar vel að réttum rökum. Vinum sínum er hann hollráður Og ber bróðurlega þeirra byrgðar, þegar þeim þyng- ist fyrir fæti eða raunir sækja þá heim. Málstað sínum er hann trúr sem gull. Ég myndi láta segja mér það tvisvar áður en ég tryði, að hann hefði brugðizt manni um málefni, sem hann hefði tekið tryggðir við. Bjarni M. Jónsson er kvæntur Önnu Jónsdóttur frá Loftsstöðum í Flóa. Hún hefur staðið við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Hún hefur verið honum það sem Berg- þóra var Njáli og Auður var Gísla. Þau eiga tvo mannvænlega syni, Guðmund verkfræðistúdent Og Einar, sem enn er á barnsaldri. Þegar litið er yfir farinn veg í sókn að því marki, sem braut- ryðjendurnir reistu og mörkuðu og Bjarni M. Jónsson og jafn aldrar hans fylktu sér undir fyrir nær fjörutiu árum, verður ljóst að margt og mikið hefur unnizt. Nokkuð af því, sem að var keppt í öndverðu, annað sem þarfir og kröfur líðandi stundar kölluðu á. Góð skólahús hafa verið byggð, allur aðbúnaður nemenda og kennara við skólastarfið stór- bættur, nýungar í kennslutækni og fjölbreyttari kennsla. Allar þessar umbætur voru m. a. fram kvæmanlegar vegna betri efna- hags þjóðarinnar. Hlutur námsstjóranna í hinni miklu sókn er þýðingarmikill. Yandasamt Og viðkvæmt starf þeirra verður seint metið að verð leikum. Bjarni námsstjóri hefur þar unnið mikið og gott starf, starf sem leynir á sér og er ekki til auglýsinga fallið fremur en störf annara námsstjóra. Mest um vert er þó það, hve trúr hann hefur verið þeim mannræktar- hugsjónum, sem hann vígðist ungur, hversu vel hann hefur í öllum störfum sínum Og lífi rækt þær skyldur, sem því fylgdi að skipa sér undir merki hinna ágæíu brautryðjenda. Hann nýt- ur óskoraðs trausts Og virðingar allra þeirra, er til hans og starfa hans þekkja. Á þessum tímamótum í lífi Bjarna M. Jónssonar, vil ég færa honum einlægar þakkir fyrir nær íjörutíu ára samfylgd, bæði þann spölinn, þegar við vorum um margt öndverðir í félagsmála- þrasi og ekki síður þann, er leið- ir lágu meira saman í störfum og öðrum hugðarmálum. Þeim hjónunum og sonum þeirra óska ég góðrar og bjartrar framtíðar. Enn er langt til loka- dags í störfum Bjarna náms- stjóra. Þess vildi ég óska honum og okkur öllum, sem saman geng- um í fylkingu fyrir nær fjörutíu árum, að áður en sá lokadagur rennur upp, að við mættum af sama sjónarhóli líta samstillta sókn nýrrar kynslóðar að settu marki í fræðslu- og uppeldismál um, þar sem sameinaðar væru hugsjónir brautryðjendanna og raunverulegar þarfir þjóðarinnar í þeim málum á líðandi stund, en hvorttveggja við hæfi glæstrar uppeldis beri jafnan hátt við him framtíðar. Að fáni fræðslu og in í landi okkar, að undir hann skipi sér ávalt úrvalslið, karla Og kvenna, vel búið vOpnum til göfugrar sóknar, með fægðan skjöld til varpar. Aðalsteinn Eiríksson. & SKIPAUTGCRB RiKISINS Ms. BALDUR fer til Búðardals, Hjallaness og Stykkishólms á þriðjudag. Vöru móttaka á mánudag. RAGNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið. Sími 17752 Grindavík Stórt geymsluhús í Grindavík er til sölu. Upplýsingar gefur RAGNAR JÓNSSON, hæstaréttarlöginaður Vonarstræti 4 — Sími 17752 Lóðareigendur athugið Mokum mold á, bíla við Ljósheima 10. — Upplýsingar í síma 37027 og 32102.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.