Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 24
163. tbl. — Sunnudagur 23. júlí 1961 Nota kvotann til fulls í EINKASKEYTI til Morgun- blaðsins írá London segir, að ís- lendingar landi nú hinum verð- meiri fiskitegundum úr litlum fiskiskipum í Grimsby til þess að reyna |>ar með að notfæra sér til fullnustu sölukvótann. Sam- kvæmt Parísarsamkomulaginu verði 40% af þeim fiski, sem land að er í Englandi að vera ýsa og flatfiskur. í skeytinu segir m. a.: Huntley Woodcock fiskimálaráðunautur ís lenzku sendisveitarinnar í Lund- únum segir, að íslendingar eigi að öllu jöfnu nokkuð ónotað af löndunarkvótanum í þessum flokki verðmeiri fisktegunda við lok hvers löndunartímabiK Skipin íslenzku sem. nú koma til Grimsby, séu einkffm með ýsu og flatfisk, einkum kola, og verði slíkum löndunum háldið ófram ætti löndunarkvótinn að notast til muna betur en verið hefur. í FYRRINÓTT andaðist í Borg- arnesi Jón Steingrímsson, sýslu- maður Mýra- og Borgafjarðar- sýslu, 61 árs að aldri, en hann hafði verið sjúkur um hríð. — Jón fæddist í Húsavík hinn 14. marz aldamótaárið, sonur Stein- gríms sýslumanns og bæjarfó- geta Jónssonar og konu hans, Guðnýjar Jónsdóttur. Stúdents- próf tók Jón í Reykjavík árið 1919, lagði stund á laganám við Háskóla íslands og lauk þaðan embættisprófi 1923, með I. eink. Varð hann fyrst fulltrúi hjá föður sínum á Akureyri og þar til hann síðla árs 1930 tók við sýslumannsembætti í Snæfells- og Hnappadalssýslu, en því gegndi Jón unz hann var skip- aður sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 26. maí 1937 frá 1. júní sama ár; gegndi hann því síðan til æviloka. Auk embættisstarfa voru Jóni falin margvísleg önnur trúnaðarstörf, þ.á.m. var hann formaður í félagi héraðsdómara frá 1947 Og átti sæti í stjórnum Andakílsárvirkj- unarinnar, Skallagríms h. f. og Brunabótafélags íslands. — Jón Steingrímsson var farsæll embættismaður og vel látinn. Kona Jóns, sýslumanns, Karítas 'Guðmundsdóttir, lifir mann sinn, ásamt 4 börnum þeirra. „Aldrei meiri síld fyrir austan“ Síldin orðin spok Á hádegi var verksmiðjan búin að taka við 47000 málum auk þess, sem bíður í höfninni. Hér er allt eitt sólskinsbros, nóg að gera og nóg vinna framund- an. Söltun stöðvaðist á miðnætti s. 1. nótt. Bræðslan gengur vel, verksmiðjan afkastar nú 4500 málum á sólarhring til jafnaðar. Margir bátar biba löndunar Norðurlandssildin brást i bili Sjómenn hafa sagt mér, að þeir hafi ekki séð jafn mikla [ síld, síðan á síldárárunum svo- J kölluðu, og þeir sjá nú á svæð-l l \ Finnur Guðmundsson og Arnþór Garðarsson á svart- fuglaveiðum, sjá grein á bls. 16. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) inu frá norðurkanti Glettinganess flaks og suður að Norðfjarðar- horni. Þarna er vaðandi síld og mjög gæf. Torfurnar lokast jafn harðan á eftir oátunum, sem sigla í gegnum þær. — Heildar- söltun á Vopnafirði er nú um 10.500 tunnur á þremur söltun- arstöðvum. — S. J. Eskifirði i gær: Á föstudag komu þessi skip með afla: Einar 350 tunnur, Hólmanes 1300 tunnur, VattarneS 1100 mál. Síldin veiddist út af Seley. Framh. á bls. 2. > SAMA óhemju síldarmagn- ið er enn undan Austfjörð- um. Má segja, að frá Glett- inganesflaki og suður að Norðfjarðarhorni sé sjórinn svartur af síld. Þá er síldin einnig að spekjast. Því mið- ur getur ekki nema tak- markaður hluti flotans stund að veiðarnar, því að fjöldi skipa bíður alltaf eftir lönd- un. — Einhver síld er einnig á Rifshanka, en vonirnar, sem vöknuðu um að Kolbeinseyj- arsíldin væri fundin aftur, brugðust hrapallega. Torf- urnar voru dreifðar og stungu sér fljótlega. RAUFARHÖFN í gær Illa fór um Grímseyjarveiði- horfurnar. Flugvélin tilkynnti í gærkvöldi, áð hún hefði séð margar torfur, en þegar til kom reyndust þær þunnar og grunn- ar. SvO stakk síldin sér, þegar skipin komu, og mun aðeins einn bátur hafa fengið þar kast. Út af Rifstanga er reytingur. Þar fengu nú síðast 6—7 skip allt upp undir 800 tunnur hvert. Hins vegar er hellingsveiði á Glettinganess- og Digranessflaki. Þar fá flestir fullfermi. Hér er nú söltun hætt að heita má, nema eitthvað smávegis fer í sérverkun fyrir Ameríkumark- að. Hitt fer 'allt í bræðslu. Mót- tökugeta verksmiðjanna eykst nú, eftir að úrgangur hættir að ber- ast frá söltunarstöðvunum. Hér er glaða sólskin og síldar- veður mesta. — E. J. VOPNAFIRÐI, í gær. ÞESSI skip bíða nú í höfninni eftir löndun (afli í málum): Víð- ir SU 1000, Guðbjörg GK 500, Hrafn Sveinbjarnarson 500, \ Bjarmi EA 550, Björg SU 750, l Hafnarey 650, Sunnutindur 1000, ? Ófeigur III. 600, Helga ÞH 700, 7 Bragi SI 850, Heimir SU 950, \ Gissur hvíti 900. Verhíræ Öinga verk- ittll á morffun SÁTTASEMJARARNIR 3. Á fundinum komu fram Torfi Hjartarson og Jón- tilmæli frá vinnuveitend- atan Hallvarðsson boðuðu um um, að verkfallinu samninganefndir Stéttar- yrði frestað til mánaða- félags verkfræðinga og móta, en þeim var hafnað. vinnuveitenda þeirra til Hafi samningar ekki tek sáttafundar kl. 1.30 í gær- izt á mánudag hefst þá dag. Stóð fundurinn til kl. verkfall 170 verkfræðinga. Bátur strandar í Andríðsey í fyrrakvöld sáu bændur á Kjalarnesi bát vera að lóna und- an landi, og um miðnætti virt- ist hann hrekjast um undan Músarnesi. Lenti hann skömmu síðar upp í Andríðsey. Þeir bræð urnir Jón og Páll Ólafssynir frá Brautarholti reru þá fram í eyna, og skömmu síðar komu bræð- urnir Bjarni og Gunnar Þorvarðs synir frá Bakka á vélbáti. Það vildi til, að veður var ágætt, svo að bátsverjar höfðu getað haldið bátunum frá klettunum. Bátur- inn var Hringur frá Reykjavík og á honum tveir menn. Illa hefði getað farið, ef eitthvað hefði verið að veðri, því að þarna eru líka þungir straumar. Komið var línu úr Hringi yfir í Bakkabátinn, sem dró hann út og hélt honum, unz Nói frá Reykjavík, sem Slysavarnafélag- ið hafði fengið til aðstoðar, kom á vettvang, tók Hring í tog og dró til Reykjavíkur. — ★ — í LOK maímánaðar lagði björgun arbátur Slysavarnafélagsins Gísli J. Johnsen í ferð til ísafjarðar og var ætlunin að heimsækja nokkr- ar slysavarnadeildir á Vestfjörð- um. Á leið inn ísafjarðardjúp bilaði vélin og var kallað í vélbát til þess að draga Gísla J. Johnsen til Isafjarðar. Þar hefur báturinn leg ið vélvana síðan, en mun þó nú vera ferðbúinn suður. Þann tíma, sem Gísli J. John- sen hefur legið vélvana fyrir vest an, hefur all mikið verið leitað til Slysavarnafélagsins vegna báta sem lent hafa í erfiðleik* um í Faxaflóa (hjálparsvæði G.J.J.) Og hefur félagið orðið að leita til trillubátaeigenda og ýmsra annarra bátaeigenda tii að veita aðstoð, eins og kunnugtj er af fréttum, m. a. í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.