Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. júlí 1961 MORGUNBL2Ð1Ð 13 . maður horfinn A Einn af ágætustu listamönnum þjóðarinnar Jón Þorleifsson mál- ari er fallinn frá, tæplega sjö- rtugur. Hann var um marga hluti Eérstæður maður, sjálfstæður og fjölhæfur listamaður, prúðmenni og fagurkeri. Um árabil annaðist ihann myndlistargagnrýni fyrir Morgunblaðið og vann þar merki legt brautryðj andastarf. Jón Þorleifsson var borinn og barnfæddur í hinu fagra Horna- fjarðarhéraði þar sem jöklar og háfjöll standa vörð um blómleg- ar byggðir, og stórfljót liðast um sveitir. Á æskuheimili hans ríkti þjóðlegur menningarandi sem var ungu og gáfuðu fólki hollt veganesti út í lífið. Jón Þorleifsson fór víða um lönd og kynntist listum og menn ingu gamalgróinna menninga- þjóða. Öll framkoma hans, lista- starf og félagsmálavinna mótað- ist jafnan af þeirri hógværð og lítillæti hjartans, sem er einkenni sannrar menningar og göfugrar listar. : Heyskaparhorf ur \ ekki glæsilegar J Þegar blaðið ræddi við Stein- grim Steinþórsson búnaðarmála- stjóra í gær sagði hann heyskap- arhorfur almennt ekki glæsileg- ar. Hann kvað sprettu hér sunn- anlands þó góða. En það hefði sprottið seint og óþurrkar tafið heyþurrk þar og víðar um land. Einna beztar væru heyskapar- horfur á Suðausturlandi, í Skafta fellssýslum og um sunnanverða Austfirði. Á Vestfjörðum væri sprettan fremur léleg og á Norð- urlandi hefði sprottið mjög seint og slátturinn byrjaði í síðasta Heybinding í gamla daga eftir Ásmund Sveinsson, myndhöggvara á myndinni. REYKJAVÍKURBREF Laugard. 22. júlf ^ lagi. Væri hann jafnvel nýbyrj- aður sums staðar. Að sjálfsögðu getur ræst úr um heyskapinn þó horfur séu ekki sem allra beztar nú. Á síð- astliðnu ári var metheyskapur hér á landi að magni og gæðum. Nam töðufallið þá um þrem og hálfri milljón hestburða. Má nú segja að nær allra heyja sé aflað á ræktuðu landi. Dr. Sturla Friðriksson skýrði frá því í samtali hér í blaðinu fyrir skömmu að starfsmenn At- vinnudeildar Háskólans hefðu undanfarið gert tilraunir með ræktun inni á hálendi og öræfum iandsins. Til dæmis hefði í fyrra Verið gerð ræktunartilraún inni á Holtamannaafrétt, en þar eru víða brunasandar. Hefðu nýlega borizt fregnír af því, að þar sem sáð var í smáreit og borið á fyrir ári sé nú kominn þéttur svörður, og það jafnvel upp undir Vatna- jökli. Enda þótt við íslendingar eig- vm ennþá mikil landsvæði af ræktanlegu landi í byggðum. lands okkar er þó óhætt að full- yrða, að í framtíðinni muni verða gnúist að því að rækta upp af- réttarlöndin. Með því væri í senn komið í veg fyrir áfram- haldandi uppblástur og eyðingu lands og jafnframt hafið nýtt landnám, sem haft gæti mikla þýðingu fyrir búfjárrækt lands- manna. Vestræn sókn samvinna 1 Vestrænni samvinnu eykst ör- uggum skrefum fylgi meðal ís- lenzku þjóðarinnar. Um það vitn ar meðal annars stofnun „Varð- bergs“, hins nýja félags ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu. Það er myndað af ungu fólki úr lýðræðisflokkunum þremur, Sjálfstæðisflokknum, A1 þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum. Tilgangur þess er fyrst og fremst, að efla skilning meðal ungs fólks á íslandi á gildi lýðræðislegra stjórnarhátta, að skapa aukinn skilning á mikil-_ vægi samstarfs lýðræðisþjóðanna til verndar friðinum, og að vinna gegn öfgastefnum og öfgaöflum. Það er sérstaklega mikilvægt að ungir menn úr öllum lýðræð- isflokkunum hafa tekið höndum saman um þessa félagsstofnun. Undanfarið hafa samtök laumu kommúnista gert lævíslegar til- raunir til þess að kljúfa raðir lýðræðissinna um afstöðuna til vestrænnar samvinnu. En fleira og fleira ungt fólk gerir sér ljóst, að í heiminum í dag er fyrst og fremst urn tvennt að velja: Annars vegar um frelsi og mannréttindi lýðræðisskipulags- ins, hins vegar um einræði og kúgun hins kommúniska skipu- lags. Án náinnar samvinnu og öfl- ugra samtaka lýðræðisþjóðanna er óhugsandi að varðveita heims friðinn og sjálfstæði og öryggi þjóðanna. Takmark kommúnista- stjórnanna í Moskvu og Peking er heimsyfirráð. Um það þarf enginn að fara í grafgötur. Það væru því mikil svik við framtíð- ina ef frjálsar þjóðir létu undir höfuð laggjast að efla varnir sín- ar og treysta samtök sín. Ógium úr austri íslenzka þjóðin hefur nýlega verið minnt á nálægð sína við hið rússneska herveldi. Rússnesk ir bryndrekar og kafbátar hafa verið að heræfingum rétt fyrir austan ísland. Hefur verið fylgst haeð þessum heræfingum af hálfu varnarliðsins, sem hér dvelur á vegum varnarsamtaka hinna vest rænu þjóða. í Noregi hafa þessar heræfing- ar vakið miklar umræður og ugg. Vitað er að Rússar hafa gífurleg- um fjölda kafbáta á að skipa á Norður-Atlantshafi. Gefur það glögga hugmynd um, hversu mikilvæga þeir telja siglingaleið ina frá Ameríku fyrir norðan ís- land til Evrópu. En þessa leið fór fjöldi skipalesta í síðustu heims- styrjöld. Fluttu þær Rússum ó- hemju af hergögnum og alls kon- ar tækjum til þess að heyja með styrjöldina gegn Hitler. En kaf- bátar nazista hjuggu oft geigvæn leg skörð í þessar skipalestir. Þeir sökktu miklum fjölda skipa og ollu andstæðingum sínum gíf- urlegu tjóni. Voru þess dæmi að af skipalest, sem í voru þrjátíu til fjörutíu skip kæmust aðeins fimm eða sex til hafna í Norður- Rússlandi. Vegavinnuverk- fallið og bændur Vegaframkvæmdirnar í sveit- um og við sjó eru unnar í þágu þjóðarinnar allrar. Bændur þurfa að koma afurðum sínum frá sér, neytendur þurfa að fá mjól'k, garðávexti, kjöt Og aðrar land- búnaðarafurðir til daglegrar neyzlu. Það er því hagsmunamál alþjóðar að vegavinnufram- kvæmdirnar gangi sem greiðast, að vegirnir séu sem greiðfærast- ir og stöðugt sé unnið að bættum samgöngum milli ein.=takra hér- aða og landshluta. . I.istamaðurinn sjálfur er með (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Nú hefur skemmdarstarfsemi niðurrifsaflanna í þjóðfélaginu beinst gegn þessum lífsnauðsyn- legu framkvæmdum. Kommún- istar hafa með stuðningi Fram- sóknarmanna beitt sér fyrir verk föllum við vegavinnu hér á Suð vesturlandi. Þar með hafa ýmsar aðkallandi samgöngubætur verið hindraðar. Þessum verkföllum hefur verið skellt á án þess að atkvæðagreiðsla hafi farið fram einu einasta verkalýðsfélagi fyrrgreindu svæði um það, hvort vinnustöðvun skyldi hafin. Mið stjórn Alþýðusambandsins hér Reykjavík tekur sér það vald að skella þessum verkföllum á meðan vegavinnan stendur sem hæst. Það er rétt að bændur geri sér það ljóst, að Framsóknarflokk urinn hefur haft nána samvinnu við kommúnista um allt hið póli tíska verkfallsbrölt, einnig vega vinnuverkföllin. Með þessu at- ferli þykjast Framsóknarmenn vera að gæta hagsmuna fólksins í sveitunum!! Vegavinnuverkföllin eru hafin þrátt fyrir það, að Vegagerð rík isins hefur verið reiðubúin til þess að semja um sömu kaup hækkun við vegagerðarmenn og Dagsbrún og önnur verkalýðsfé lög hafa þegar fengið. Vegagerð in var meira að segja byrjuð að greiða verkamönnum sínum kauphækkunina, enda þótt nýir samningar hefðu ekki verið und- irritaðir. Allt samkomulag hefur strand- að á því, að kröfur hafa verið gerðar um helmingi meiri kaup- hækkun í vegavinnunni en verka menn í Reykjavik hafa til dæmis fengið. Bændur og aðrir þeir, sem hags muna eiga að gæta í sambandi við vegagerðina, munu draga Fram- sóknarflokkinn og kommúnista til ábyrgðar fyrir þá skemmdar- starfsemi, sem þeir hafa þegar unnið gagnvart samgöngubótum í landinu. óhjákvæmileg Hin pólitísku verkföll, sem háð hafa verið undanfarið og fyrst og fremst hafa haft það takmark að brjóta niður viðreisnarráðstafan ir núverandi ríkisstjórnar, gera það augljósara en nokkru sinni fyrr að ný vinnulöggjöf er óhjé- kvæmileg. Þær breytingar, sem gera verður, eiga ekki að miða að því að afnema verkfallsrétt- inn, heldur að hinu að koma í veg fyrir að honum verði beitt til hreinna skemmdarverka og bar- áttu, sem ekkert á skylt við raun- verulega hagsmunabaráttu fólks- ins innan launþegasamtakanna. Það er fullkomin óhæfa, að fá- mennt fulltrúarráð eða jafnvel örfámenn stjórn í verkalýðsfé- lagi, geti skellt á verkfalli án þess að leita í nokkru álits fé- lagsmanna sinna, sem ef til vill skipta hundruðum. Gegn þessu verður að reisa skorður. Það er líka fráleitt, að örfámennar stéttir geti einar haf- ið verkföll og stöðvað með þvl heilar atvinnugreinar. Það verð- ur að koma í veg fyrir hinn stöð- uga skæruhernað á vinnumark- aðnum og tryggja það betur en gert hefur verið að launþegar og vinnuveitendur hefjist handa í tæka tíð um samningaviðræður um kaup og kjör. Sjálfstæðis- menn hafa þing eftir þing flutt tillögur, sem fela í sér nýjar leiðir til þess að sætta vinnu og fjármagn. Því miður hefur allt of lítið verið á það hlustað. En ef hið íslenzka þjóðfélag á ekki að verða til frambúðar agalaus úlfagryfja, þar sem allt fer í upplausn og öngþveiti á fárra ára fresti, þá verður nú að brjóta hér í blað. Pétur í Ófeigsfirði _ Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, var í heimsókn í höfuðborginni í vikunni. Hann skýrði blaðinu m.a. frá því, að í Ófeigsfirði hefðu á sl. vori veiðzt 150 selkópar. Væri það með bezta móti. Mest hefði selveiðin þar norður frá verið um aldamótin. Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði — 150 selkópar. Aldamótaárið hefðu fengizt 310 kópar í Ófeigsfirði. Árið 1918 drapst selurinn í hrönnum. Hann skreið jafnvel á land upp og vesl aðist þar upp. Töldu margir, að einhver pest væri í -honum, jafn- vel lungnabólga. Undanfarin ár hefur selveiðin í Ófeigsfirði verið 120—130 kóp- ar. Kópskinnið er nú selt á 8— 900 krónur. Er þvi auðsætt að hér er um mikil og verðmikil hlunn- indi að ræða. Er mikils virði að Framhald á bls. 14. Merkur lista- Ný viimulöggjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.