Morgunblaðið - 26.07.1961, Side 3

Morgunblaðið - 26.07.1961, Side 3
f Mviðvilíudagur 26. júlí 1961 morgvnblaðið 3 Jafnvel H.C. Andersen mundi fyrir- gefa að NÍNA og Friðrik — þau þarf víst ekki að kynna frekar fyr- ir íslenzkum lesendum — hafa nýlega keypt sér lítið sumar- hús í námunda við Helsingja- eyri sem danskir segja að sé svo indselt — að jafnvel H. með syninum Nicholas. Hann 1 er ekki enn orðinn svo ýkja hár í loftinu en verður von- andi ekki lengi að vaxa úr grasi svo að hann geti farið að hjáli>a pabba sínum í garð- inum og mömmu sinni við uppþvottinn. Þann starfa hef- ur húsbóndinn ennþá — en það er nú einu sinni svona með eiginmenn að áhuginn á uppþvottinum vill eldast frem ur fljótt af þeim og þá er go'tt að eiga börnin að. * * * En Nína og Friðrik geta vart dvalizt í sumarhúsinu lengui en til nsestu mánaðamóta þetta árið. Þá á Nína að syngja í nýrri kvikmynd í Kaupmannahöfn, en síðan fara þau bæði til Englands þar sem þau hafa tekið aS sér sjónvarpsþætti og loks liggur leiðin til Frakklands sömu erinda. Þessi áætlun tekur enda um mánaðarmót- in ágúst september — og ekk kunnugt um, hvað þau hyggj ast fyrir eftir það. I I ) Veggirnir eru Ekki verður betur séð en Friðriki farizt verklega úr hendi að hengja bleyjurnar til þerris. C. Andersen mundi fyrirgefa, að veggirnir skuli ekki vera skakkir. í þessu óskahúsi er víst ekki hátt til lofts — en Nína segir það geri ekkert til og Friðrik — já Friðrik brosir bara og bregður sér út í sólskinið til að rétta vel úr sér. Honum fellur ekki að gera það inni, því að hann er næstum viss með að reka sig í einhvern bitann i loft- inu. En Friðrik er líka allt að því tveir metrar á hæð. Þarna ætla ungu hjónin að dveljast ef þau fá því við komið a. m. k. þrjá beztu sumarmánuðina á ári hverju og njóta þar sumarleyfisins Caravelle á banda- rískum fluffleið um — Reglubundnar flugferðir hófust 14. iúlí CARAVELLE-farþegaþotan franska, sem farið hefur sig- urför víða um heim, hefur nú verið tekin í notkun á bandarískum flugleiðum. Var það flugfélagið United Air- Iines, sem hóf reglubundnar flugferðir með þeim hinn 14. Hjálpar beiðni UNG stúlka, sem lamaðist á báð- um fótum í slysi fyrir nokkrum árum, hefur nú lært að stjóma fcíl. Vildu nú ekki einhverjir, sem vel gengur og hafa bæði heilsu og peninga leggja saman 1 sjóð svo að hún gæti keypt sér bifreið. Það mundi gjörbreyta framtíðar horfum hennar og atvinnumögu- leikum. Munið að margt smátt gerir citt stórt, og þetta verður auðvelt, ef margir leggja saman, og gleði hennar verður mikil. Morg- unblaðið veitir söfnuninni við- töku. . Árelíus Níelsson. þ. m. — á bjóðhátíðardegi Frakka. Tuttugu Caravelie Hið bandaríska flugfélag hef- ur þegar pantað 20 Caravelle- þotur og munu þær verða af- hentar fyrir lok ársins. Fyrsta þotan af 4, sem verða munu í förum milli New York og Chi- cago, hlaut nafnið „Ville de Paris“ — Parísarborg — og var það franska sendiherrafrúin í Washington, Mme Hervé Alp- hand, sem gaf henni heiti, tveim dögum áður en flugferðirnar hófust. Lítill hávaði — Við sjáum fram á, að þurfa að banna konum, sem ferðast með Caravelle að prjóna í þotunum, til þess að hávaðinn frá prjónunum rjúfi ekki kyrrð- ina í farþegasalnum, segir Curtis Barkes, einn af fram- kvæmdastjórum United Airlines. Með þessum ummælum vill hann minna á þann mikla kost Caravelle-þotunnar, sem hljóð- læti hennar er. En þess má einnig geta, að henni hafa verið heimilaðar lendingar á flugvöll- um, sem öðrum þotum er mein- að að nota vegna hávaða. Árekstur bifreiðar og fimmtíu hrossa 1 FYRRAKVÖLD varð ljót- ur atburður á veginum neð- an við Grafarholt, og mátti litlu muna, að þar yrði hroðalegt slys. Bifreið úr Reykjavík rakst þar á hóp hrossa um miðnættið, og var skyggnið mjög slæmt í ljósa- skiptunum. Þegar bifreiðin kom á beygju var hrossahópurinn um 100 m framundan á Um það bil 20 km hraða og náði hópurinn þvert yfir veginn. Bifreiðin var á 40— 50 km hraða. Ökumaðurinn hemlaði mjög snögglega, en við átakið sprakk hemlavökvarörið og hemlarnir urðu óvirkir. — Gerðist nú allt mjög í skjótri svipan, að bifreiðin rann áfram á töluverðri ferð, en hestarnir geistust áfram báðum megin hennar. Ökumaður reyndi eftir mætti að sveigja hjá hestunum, en rakst utan í einn og annar lenti framan á bílnum. Kastað- ist hann upp á vélahlífina og valt yfir hana þvera. Bifreiðin skemmdist töluvert, en svo heppilega vildi til að hestarnir tveir reyndust lítið sem ekkert meiddir. Hefur ann- ar þeirra sennilega rekið hófinn í framljósker og aurhlíf bifreið- arinnai-. Staðhættir voru þannig, að ekki var unnt að koma auga á hrossahópinn fyrr en komið var úr beygjunni, þar sem mjög var tekið að dimma, hestarnir samlitir veginum og engin ljós á undan hópnum. Ökumanni tókst að stöðva bif- reiðina, þegar hópurinn var kominn hjá og var hemlafarið rúmur meter. Bifreiðin, sem er austur-þýzk, var nýkomin úr skoðun. STAKSTEIMAR Meirihlutinn ráði I útdrætti þeim, sem birtur var hér í blaðinu í gær, úr ræðu Bjarna Benediktssonar dómsmála ráðherra í Varðarferðinni s. L sunnudag sagði m. a.: „f framtíðinni verður m. a. að tryggja með löggjöf, að ekki verði hægt að beita samtökum fólksins, hvers eðlis sem þau eru, án þess að meirihlutinn vilji slíka beitingu. Þessi sam- tök eru nauðsynleg í nútíma- þjóðfélagi, en svo verður að búa um hnútana, að Iýðræði ríki innan þeirra. Atburðir síð- ustu ára hafa sýnt okkur, að mikilsvert er, að slík samtök séu í höndum fólksins sjálfs, en ekki ævintýramanna. Og innan féiaganna verðar að tryggja meðlimunum sjálfum fuilt jafnrétti.“ Er langt í land? Eins og getið er um í frétt á öðrum stað í blaðinu er enn Iangt í land, að síldveiðibátarn- ir hafi aflað nægilega til þess að afkoma þeirra geti talizt sæmi- Ieg. Hins vegar eru tekjur sjó- manna á síldveiðum þegar orðn ar ágætar, en hlutaskipti eru með þeim hætti, að útgerð er mjög erfið, eins og bezt sést á því, að meðalbátur skuli þurfa um tíu þúsund tunnur og mál til þess að rekstur hans sé tryggður. Vonandi heldur hin góða síldveiði áfram, en þá mundi hinn aukni afli koma öllu þjóðarbúinu að gagni, þótt hlutur sjálfrar útgerðarinnar virðist helzt til rýr. Hannibal og Stikker Hannibal Valdimarsson svar- aði „spurningu dagsins“ hér í blaðinu á sunnudaginn. Spurn- ingin var á þá leið, hvort hon- um þættu Rússarnir ekki komnir fullnærri okkur, þegar þeir væru að flotaæfingum 125 km austur af fslandi. Hannibal hafði ekkert til mál- anna að leggja frá eigin brjósti, en vitnaði til umsagnar dr. Stikkers, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og virt- ist sem haim vildi gera orð Stikk- ers að sinum. Hannibal hefur oft áður kú- Ivent í varnarmálunum og eru þessi ummæli hans vonandi tákn um, að hann sé að Iokum að sjá þau mál í réttu Ijósi. Þessar vonir bresta þó því miður í Iok svars Hannibals, en þar lýsir hann því yfir, að hann sé ekkert „authoritet“ um málið. Þetta hefur menn reynd- ar grunað Iengi, en það er gott í framtíðinni að hafa eigin yfir- lýsingu um fáfræði hans i varn- armálum. Framsókn enn með kommum f vegavinnuverkfallinu stend- ur Framsóknarflokkurinn enn með kommúnistum. Bandalag þessara tveggja flokka er svo náið, að kommúnistar virðast geta gert nánast hvað sem er og eiga visan stuðning Framsókn- arflokksins. Timinn ásakar sam göngumálaráðherrann fyrir það, að hann skuli ekki fallast á, að ríki greiði mun betri kjör en V erkamannafélagið Dagsbrún hefur samið um við vinnuveit- endur. — Tímanum ætti þó að vera fullkunnugt, að það hefur ekki tíðkazt hér á Iandi, að ríkisfyrirtæki gengju á undan öðrum vinnuveitendum í kaup- hækkunum, heldur greiddu það kaup, sem um hefur samizt milli verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda. Þessar’ reglu hefur ríkisstjórnin viliað fara eftir. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.