Morgunblaðið - 26.07.1961, Page 6

Morgunblaðið - 26.07.1961, Page 6
6 MORCU1VBLAÐ1Ð Mviðvilcudagur 26. Júlí 1961 Sr. Gunnar Arnason: Nú er gaman að lifa ÞETTA var það fyrsta sem mér datt í hug, þegar ég las það, sem Matthías Johannessen, ritstj., skrifar í Morgunblaðinu í morg- un. Ekkert hefur mér fundizt öilu leiðara og skaðvæ-nlegra undanfarna áratugi en tómlætið um kirkju og kristindóm. Eins og fiestum prestum öðrum um alla Norðurálfu. Nú finnur Morgunblaðið ástæðu til þess að víkja sérstaklega að því, hvað ég sofi á verðinum. Það er óefað verðskuldað, en ég hefði ekki verið jafnlengi í þjónustu kirkj unnar, ef ég bæri ekki mál henn ar fyrir brjóstinu. Hvað getur þá verið öllu fagnaðarríkara en þegar upprisa menn eins og M. J. tii verndar kristninni. Því um hans spámannlega áhugaeld hlýtur að vera óhætt að nota hans eigin orð í öðru sambandi, að „á bak við hann leynist lík- lega ekkert nema hreinlyndi hug ans og einlæg umhyggja". Þessi herferð, sem M. J. hefur nú hafið, snýst vonandi, þegar frá líður og rykið af fyrsta upp- hlaupinu lægir ekki aðeins gegn guðleysi kommúnismans heldur guðleysi almennt. Og heróp hans er þeim mun eftirtektarverðari stórviðburður, þegar þess er gætt, hvað M. J. er óskelfdur og öruggur um sinn eigin mátt til að kveða þann ófögnuð niður, sem hann er að skrifa um. Hann segir sem sé: Ég hefi ekki ýkja- mikinn áhuga á viðbrögðum ís- lenzku kirkjunnar eins og nú er háttað". í því sambandi, sem þessi orð eru sögð, verða þau vart skilin á annan veg en þann, að M. J. telji sig ekki þurfa þess við að íslenzk prestastétt, með herra biskupinn í broddi fylkingar, hjálpi honum við að verja Guð gegn árás kommún- ismans, né jafnvel til að við- halda kristinni trú í landinu. Þá telur hinn heiðraði höfund- j ur mig tala eins og álf út úr hól um afstöðu kommúnismans tH kristindómsins. Þessu hefi ég svarað í því hefti Kirkjuritsins, sem nú er að koma út. Og eftir grein M. J. er ég engu fróðari en áður um þau efni. En í allri auð mýkt og sannleiksást sagt, virð ist mér M. J. og flestir rithöf- undar íslendinga hafa rætt öllu minna um andstöðu efnishyggj- unnar almennt gegn kristindóm- inum og háska þann, sem hon- um hefur fyrr og síðar af henni stafað en bæði ég og aðrir prest- ar svo langt sem ég man aftur í tímann. Ummæli Furtsevu, sem ég tel nú sannað, að séu rétt hermd, komu mér á engan hátt á óvart. Hitt þykir mér undarlegra hver ósköp M. J. leggur upp úr þeim út af fyrir sig. Hún er þó aldrei nema manneskja, þótt hún sé rússneskur menntamálaráðherra. Ég er enginn kommúnisti, eins og ég veit enn betur en M. J., og engu skyldara að bera blak af þeim, frekar en öðrum stjórn- málastefnum. Hitt er mér skylt að freista þess að ræða öll mál af sanngirni. Þess vegna verð ég í allri vinsemd að benda M. J. á það, að þótt Gagarin hefði átt að biðja Guð fyrir sér, að okk- ar beggja dómi, áður en hann lagði út í geiminn, þá er það að hann sleppti því engin sönnun þess, að allir aðrir en kommúnist ar hefðu gert það. Á íslandi má sannast sagt heyra menn í öllum stjórnmálaflokkum segja næst- um ótrúlega hluti um Guð og kristindóminn, þótt þeir meira að segja telji sig til kirkjunnar. í sunnudagsblaði Alþýðublaðs- ins rakst ég á viðtal við spákonu. Ég þekki hana ekkert, en veit að hún er ein af fólkinu, þótt hún sé engin valdamanneskja. Þar stendur m. a.: — Trúir þú á Guð, Svanfríður? — Nei, ég hefi ekki spekúler að í því. Ég skal nú ekki aftur brenna mig á því soðinu, að fara af varkárni að gera því skóna, að hér kunni að vera eitthvað mál um blandað. Og af því að þetta er í Alþýðublaðinu, hlýt ég að telja það víst, að Svanfríður sé elkki kommúnisti. Samt neitar þessi kona því, sem er einn meg in kjarni kristninnar og hom- steinn kirkjunnar: trúnni á annað líf og þar af leiðandi upp- risu Krists. Þetta sýnir að M. J. hefur í mörg hom að líta í baráttu sinni. Og er það ekki hálfgerður of- látungsháttur af honum að gefa í skyn, að hann lítilsvirði að- stoð kirkjunnar, sem hann raun- ar — þessi sannmenntaði mað- ur — virðist telja prestana eina. Veit hann ekki að kirkjan er félag allra, sem telja sig kristna? Hann er þar sjálfur meðtalinn. Og meira að segja þótt hann stofni til heilagrar krossferðar gegn guðleysinu er hann aðeins að gera skyldu sína. Þar býð ég honum mína veiku bróðurhönd. Því að ég vil sam- starf við alla þá, sem af hrein- um huga og einlægri sannleiks- ást berjast fyrir sigri kristninn- ar, og það því frekar og þeim mun glaðari, sem þeir eru meiri fyrir sér. Ég vona því að þær umræður, sem vaktar hafa verið í Morgun- blaðinu, séu mikið og fagurt vor- tákn. Nú hlaupi nýtt fjör í is- lenzkt kirkjulíf undir merkjum og fyrir forgöngu nýrra merkis- bera, sem að þessu hafa alltof lítið, já, næstum því óskiljanlega lítið, látið til sín taka. Og ég á ekki við það eitt að kirkjurnar fyllist, heldur verði miklu kristnari andi í þjóðlífinu öllu. 25. júlí 1961 Gunntar Árnason. Byggingamálin BERLIN, 24. júlí — Aðalmál- gagn A-þýzku kommúnistastjórn arinnar Neues Deutschland segir í dag, að áætlun stjórnarinnar um íbúðabyggingar hafi nær far- ið út um Jþúfur það sem af er þessu ári. f Dresden hefur árang urinn orðið beztur. Þar hefur verið byggt 49,6 % af því, sem áætlað var. Annars staðar er útkoman mun lakari. í Frankfurt an der Oder t.d. 22,6%. Þýðir náttúruna UM HELGINA hófst í „Mokka“-kaffistofunni við Skólavörðustíg sýning á myndum franska málarans Claude Blin, sem hér dvelst um þessar mundir. Þetta er önnur sýning hins þrítuga málara, en hann kom hingað snemma í júní og sýndi nýlega hjá Alliance Francaise í Túngötu nokkrar af mynd- um þeim, er hann hefur mál- að hér síðan. í „Mokka“ hanga nú uppi 18 myndir, 5 úr Reykjavík en hinar víðsveg ar að af landinu. Mun sýning in standa í tvær vikur, héðan heldur Blin um miðjan ágúst. Nýjar fyrirmyndir hér. 1 gærdag, þegar tíðindamað ur Mbl. leit sem snöggvast inn á „Mokka“, sagði Blin, að hann hefði síður en svo orðið fyrir vonbrigðum með heim- sóknina hingað. Áður en hann kom hingað, hefði hann vitað það eitt um landið, að það væri fagurt og frítt. Hér hefði hann fundið nýjar fyrirmynd- ir til að mála, sem einmitt hefði verið tilgangur fararinn ar. Um afstöðu sína til málara- listarinnar sagði Bhn m.a. eitt hvað á þessa leið: — Ég reyni ekki að flytja náttúruna óbreytta yfir á lér- eftið, heldur mála hana eins og mér sjálfum líkar bezt. Það má kannske segja, að ég þýði hana yfir á olíu. Sumt geri ég einfaldara en ýki aftur Framh. á bls. 19 > Um auglýsingar « í dag er Yelvakandi að velta auglýsingum fyrir sér. Sagt er að einhverntíma hafi iðnrekandi nokkur. sem fram leiddi heimsfræga vöru, ver- ið í flugferð og maður nokk- ur spurði hann, hversvegna hann eyddi stórfé í að aug- Iýsa vöru sína sem væri heimsþekkt fyrir. Hvað flýg- ur þessi flugvél hratt, spurði þá iðnrekandinn. Honum var sagt það og jafnframt, að það væri hámarkshraði vélarinn- ar. Hversvegna er þá ekki drepið á mótorunum, sagði þá iðnrekandinn og svaraði aug lýsingaspurningunni ekki frekar. * Heilaþvottur Nútíma auglýsingatækni er komin á svo hátt stig að eng- inn er óhultur. Velvakandi hef ur oftlega staðið sig að því að biðja um ákveðna tann- kremstegund, án þess að vita hversvegna, né hafa nokkur gögn í höndum um ágæti þeirrar tegundar fram yfir aðrar. Þetta tannkrem hefur líka verið mjög mikið aug- lýst og máttur endurtekning- arinnar svo mikill að tann- krem þetta er meitlað í undir- meðvitundina. Velvakandi gerir sér engar vonir um að sleppa úr greipum þessa tann kremssala á næstu áratugum. Sálfræðinni er óspart beitt, slegið er á alla strengi mann- legrar sálar. Það þekkist jafnvel, að auglýsingum sé stefnt hverri gegn annarri. Þótt auglýsingafargan sé uggvænlegt, þá er það mikil lyftistöng fyrir alla útgáfu- starfsemi. Velvakanda sýnist á erlendum tímaritum, að tó- baks- og áfengisauglýsingar beri drjúgum kostnað við út- gáfu þeirra. Slíkar auglýsing ar eru forboðnar hérlendis og er það mikið tap fyrir is- lenzka blaða- og tímaritaút- gáfu að geta ekki seilst í digra sjóði framleiðenda þessa varnings. Velvakandi hefur ekki trú á því að slíkar auglýsingar ykju notkun vör- unnar. Auglýsingarnar myndu berjast innbyrðis um vöruval gömlu kúnnanna. • Ljótar og fallegar Auglýsingar geta verið til prýði og óprýði. Velvakanda hefur til dæmis alltaf þótt Ijósaauglýsingar í stórborg- um erlendis til mikils augna- yndis. Andstæðan eru svo mis fögur skilti, sem gjarna er plantað út með þjóðvegum og hvetja menn til hollrar og óhollrar neyzlu. Þetta fargan virðist vera í uppsiglingu hér á landi og má í því sambandi FERDINAIMR Z ÍÍL J739Ó minna á hugulsemi umboðs- manna Firestone hjólbarða, en þeir hafa neglt auglýsinga skilti um vöru sína á ýmsa Ijóta skúra við vegina til Reykjavíkur, og er það til alls annars en prýði. • Góðgerðaauglýsing^r Útgefendur ýmissa félags rita munu vera orðin plága á auglýsingastjórum íslenzkra fyrirtækja, en þó munu flest þeirra verja nokkru fé til þess að styrkja slík blöð og skólablöð og er allt gott um það að segja. Svo eru fyrir- tæki, sem styrkja ákveðin dagblöð og er þar fyrsta dæm- ið um aukablöð Tímans og í seinni tíð Þjóðviljans, sem eru lítið annað en auglýsing- ar frá öllum kaupfélögum í kringum landið auk þess frá sambandsfyrirtækjunum í Rvík. og varan sem boðin er til kaups er oftast: Gleðilegt nýár eða gleðilegt sumar. • Kaupið kommúnisma Og það er ekki að undra, að Velvakandi lýkur þessu spjalli sínu með því að minna á dýrar auglýsingor, sem ætl- að er að auglýsa stjórnmála- stefnur. Gagarín nokkur, sem vann það sér til frægðar að fá salíbunu í sjálfvirku geim- fari, var hér á ferðinni. Hann lýsti því yfir, að geimfar hans sannaði yfirburði þjóðskipu- lags þess, sem framleiddi það. Þetta er gömul spekl, pýramídarnir í Egyptalandi auglýstu líka „yfirburði“ þrælaskipulagsins. En Velvakandi telur þó þa# rétt vera, að slík auglýsinga- starfsemi sé enginn tilgangur í sjálfu sér og komi þjóð- skipulaginu, kostum þess og göllum ekki við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.