Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 10
10 rMORCUNBK2Ð1Ð Föstudagur 28. júlí 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HINGAÐ OG 17'ennedy Bandaríkjaforseti hefur svarað hótunum Nikita Krúsjeffs svo ákveðið að eigi verður um villzt. Við getum ekki og munum ekki láta kommúnista reka okkur frá Berlín, hvorki stig af stigi né með valdbeitingu. — Við kærum okkur ekki um að berjast, en við höfum barizt áður. Við munum ávalt reiðubúnir til viðræðna ef viðræður koma að haldi en við verðum einnig að vera reiðubúnir að beita valdi, ef valdi verður beitt gegn okk- ur“, sagði forsetinn í merkri ræðu, er hann flutti í út- varp og sjónvarp í Banda- ríkjunum aðfaranótt sl. mið- vikudags. Eftir þessa yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þurfa leið- togar Sovétríkjanna ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvað gerast mundí, ef þeir gerðu alvöru úr þeirri hótun Krúsjeffs, að gera sér- samninga við leppstjórn Rússa í Austur-Þýzkalandi og afhenda henni Berlín alla. Slíkt atferli fæli í sér algert brot á því samkomulagi Vesturveldanna og Rússa, er gert var í lok heimsstyrjald- arinnar. Vesturveldin hafa hvað eftir annað gert tilraun til þess að koma á friðar- samningum við sameinað Þýzkaland. En allar þær til- raunir hafa strandað á Rúss- um. Þeir hafa ekki mátt heyra að frjálsar kosningar væru látnar fram fara í öllu Þýzkalandi og þar með lagð- ur grundvöllur að ríkis- stjóm, sem fær væri um það að ganga til friðarsamn- inga og binda þannig enda á Þýzkalandsvandamálið. Hins vegar hafa Rússar sett á lagg imar leppstjóm í Austur- Þýzkalandi, sem er algerlega fylgislaus. Hinar vestrænu lýðræðis- þjóðir standa sameinaðar bak við hina skorinorðu yfir- lýsingu Bandaríkjaforseta. — Þær eru þess alráðnar að koma í veg fyrir frekari of- beldisaðgerðir Rússa í Ev- rópu. Atlantshafsbandalagið kom í veg fyrir það á sínum tíma að ofbeldissókn Rússa vestur meginland Evrópu héldi áfram. Hinar vestrænu lýðræðisþjóðir munu á sama hátt hindra það að Rússar hremmi Vestur-Berlín og brjóti þar með gerða samninga um stöðu borgar- innar og friðarsamninga við sameinað Þýzkaland. Það er sovétstjórnin sem vandamál heimsins T stjórninni dregið sig algjör- lega í hlé og mátti þar með heita lokið samstjórn banda- manna allra yfir borginni. Skipting borgarinnar var svo fullkomnuð sumarið 1948, þegar kommúnistar beittu sér fyrir óeirðum, er gerðu borg- arstjórninni ókleift að halóa áfram starfj sínu, en hún. hafði fram að því haldið fundi sína í sovézka borgarhlutan- um. Og hinn 30. nóvember var sett á fót sérstök borgar- stjórn fyrir þá borgarhluta, sem Vesturveldin héldu uppi eftirliti í. LOFTBRÚIN MIKlÐ AFREK Loftbrúin, sem komið var á skömmu eftir að Sovétveld ið hafði lokað landleiðinnx til Berlínar, leiddi til þess að áform Sovétveldisins um að hrekja Vesturveldin frá Ber- lín runnu gjörsamlega út f sandinn. Þótt liðinn sé meira en einn áratugur, er flestum enn í fersku minni það afrek, sem með loftbrúnni var unn- ið. Frá því að loftbrúin tók til starfa hinn 28. júní 1948 og þangað til samgöngubaim- inu var aflétt 12. maí árið eftir — eða á 318 dögum voru farnar 195,530 flug- ferðir til Berlínar og flutt meira en ein og hálf miiljón lesta af alls kyns varningi. Eftir að sovézkum ráðamönn um var orðið Ijóst, að þessi tilraun þeirra hafði algjör- lega misheppnast, gengu þeir loks til samninga við Vest- urveldin, þar sem þeir skuld. bundu sig til að tryggja eðli- legar samgöngur við Vestur- Berlín. í 9 ár, sem á eftir fóru, kom ekki til alvarlegra árekstra milli Vesturveldanna og sovézkra valdamanna vegna Berlínar, enda þótt austur-þýzk stjórnarvöld legðu ýmsar hindranir í götu óbreyttra borgara, bæði i sambandi við járnbrautaferð- ir, akstur á vegum úti og sigl ingum á ám. Allt mátti því heita með nokkuð kyrrum kjörum, þangað til Krúsjeff fór á stúfana í nóvember 1958 og setti Vesturveldun- um „úrslitakosti“ varðandi Berlín. EKKI LENGRA ber ábyrgð á því ef friður inn rofnar og til ótí&inda dregur vegna ágreinings um Berlín. Rússar vita að þeir væru að fremja samnings rof með sérsamningum við leppstjórn sína í Austur- Þýzkalandi. Með því að af- henda Berlín alla slíkri lepp- stjórn væri ekki aðeins fram ið réttarbrot á íbúum hinn- ar frjálsu Vestur-Berlínar, heldur einnig á bandamönn- um Rússa í heimsstyrjöld- inni. Slík samningsrof verða ekki þoluð. Yfirlýsingu Bandaríkjafor- seta um hiklausa afstöðu Bandaríkjanna og annarra lýðræðisríkja gegn ofbeldis- hótunum Krúsjeffs mun því verða vel tekið um allan hinn lýðræðissinnaða heim. TRUIN A VERÐ- LAGSEFTIRLITIÐ Allir íslenzkir stjórnmála- ** flokkar, að Sjálfstæðis- flokknum einum undanskild- um, hafa ætíð haft mikla trú á verðlagseftirliti. Af- leiðingin hefur orðið sú að íslendingar hafa lengst af búið við strangt verðlags- eftirlit. Hins vegar hafa flestar, ef ekki allar lýðræð- is-þjóðir aðrar frá styrjald- arlokum unnið að því að af- nema slík höft og talið hag almennings og neytenda bet- ur borgið með frjálsri sam- keppni. Þegar efnahagsráðstafan- irnar voru gerðar á síðasta ári taldi Viðreisnarstjórnin nauðsynlegt að halda verð- lagseftirliti um skeið meðan jafnvægi væri að nást í efna hagsmálum. 1 greinargerð þeirri, sem stjómin gaf út og nefndist Viðreisn, segir þó: „Hitt er þó annað mál, að þegar frá líður getur betra jafnvægi í efnahagsmálum og meiri samkeppni í inn- flutningi leitt til þess að þýðing verðlagseftirlitsins verði minni en hún verður nú fyrst um sinn“. Eins og kunnugt er hafði náðst jafnvægi í viðskipta- og greiðslujöfnuði landsins og traust og öruggt efna- hagskerfi var að myndast hérlenSis, á sama hátt og er í þeim löndum, þar sem vel hefur verið stjórnað að und- anförnu. Grundvöllur var því að skapast fyrir því að hægt væri að afnema verð- lagseftirlit. En með hinum óraunhæfu kauphækkunum sem átt AFDRÁTTARLAUS rétt- indi Vesturveldanna í t .Berlín eiga rætur að rekja til samkomulags, sem gert var milli Breta, Banda- ríkjamanna og Rússa síðla árs 1944 og síðar einnig Frakka — svo og skilyrð- islausrar uppgjafar Þjóð- verja hinn 8. maí 1945, en þá tóku bandamenn við æðstu stjórn Þýzkalands. BERLÍN UTAN HER- NÁMSSVÆÐA í áðurnefndu samkomulagi var kveðið á um skiptingu landsins í hernámssvæði og jafnframt ákveðið, að höfuð- borgin Berlín skyldi vera ut- an þeirra og lúta sameigin- legri stjórn bandamanna. Sovétveldið, sem ásamt hin- um ritaði undir þetta sam- komulag, féllst þannig á, að borgin skyldi ekki teljast til neins af hernámssvæðunum, en í þess stað verða skipt sér- staklega og myndu hernáms- veldin síðan halda uppi eftir liti hvert í sínum borgarhluta. Þá varð eining um það, að til þess að stjórna borginni í heild skyldi sett á laggirnar samstjórn bandamanna. Þegar Vesturveldin hófu eftirlitsstörf sín á umsömd um borgarhlutum í Berlín, uppfylltu þau samtímis ákvæði samkomulagsins um að draga til baka heri sína, sem hrakið höfðu þjóðverja langt austur fyr ir þau mörk, sem fallist hafði verið á að yrðu út- jaðar sovézka hernáms- svæðisins í vestri. f dag lýtur Austur-Berlín enn Sovétveldinu; og í Vestur-Berlín hafa á undan- förnum árum verið fremur fámennar eftirlitssve.itir brezkra, bandarískra og fran- skra herja. Af þeim hefur Sovétveldinu engin ógnun stafað — enda er hlutverk þeirra það eitt, að vernda íbúa Vestur-Berlínar. Alls hefur þarna verið um að ræða um 11,000 menn — en umhverfis þá hefur verið lið um 350,000 sovézkra hermanna og um 200,000 austur-þýzkra. FYRSTA TILRAUNIN MISHEPPNAÐIST Fyrsta tilraun Sovétveldis- ins, til þess að hrekja Vestur veldin frá Berlín og ná þar yfirráðum, var gerð 1948—49, þegar þeir bönnuðu alla um- ferð til Berlínar um hernáms- svæði sitt. Samgöngur á landi lögðust algjörlega niður hinn 23. júní 1948, en þá höfðu samskipti austurs og vesturs farið hríðversnandi um nokk- urt skeið. Skömmu áður höfðu sovézkir fulltrúar í borgar- hafa sér stað að undanförnu hefur stoðunum verið kippt undan hinu trausta efnahags kerfi. Að sjálfsögðu verða gerðar ráðstafanir til að treysta fjárhaginn að nýju, en svo kann þó að fara að, sú stökkbreyting, sem orðið hefur í efnáhagslífinu vegna kauphækkananna, leiði til þess að ekki náist samstaða með stjórnarflokkunum um a f n á m verðlagseftirlitsins fyrst um sinn. Hiklaust ber þó að keppa að því að verð- lagseftirliðið verði afnumið eins fljótt og unnt er, enda líklegt að viðreisnarráðstaf- irnar fái ekki notið sín til fulls fyrr en menn fá að búa við kosti frjálsrar sam- keppni. Hitt er svo allt annað mál að verðlagsreglur hafa verið með þeim hætti, að hvorki kaupmenn, samvinnufélög né hin ýmsu verkstæði telja viðunandi, og auk þess hafa kauphækkanirnar lagt nýjar byrðar á þessa aðila, sem útilokað er að þeir fái staðizt undir með núverandi verðlagsákvæðum. Hækkun álagningar er því fyrirsjá- anleg, enda hafa stjórnarand stæðingar riðið á vaðið og krafist slíkrar endurskoðun- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.