Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBIAÐIÐ Föstudagur 28. júlí 1961 Rússneskir hjólbarðar: 670 — 15 „General" hjólbaröar 640 — 13 6 laga Kr. 999,75 670 — 15 6 laga Kr. 1105,00 600 — 16 6 laga Kr. 1083,00 650 — 16 6 laga Kr. 1230,75 B a r u m hjólbarðar: 700 — 15 500 — 16 I 600 — 16 % 650 — 16 750 — 20 825 — 20 * 1100 — 20 Hjólbaröinn 670 — 13 560 — 14 560 — 15 Sendum gegr 590 — 15 póstkröfu 640 — 15 670 — 15 um land allt 710 — 15 500 — 16 550 — 16 600 — 16 L f 750 — 16 700 — 20 1 !■ 1 ■ 1100 — 20 LAUGAVEGI 178. — SÍMI 3-52-60 Öhreinir pottar og pönnur, fitugir vaskar, óhrein bað- ker verða gijáandi, þegar hið Bláa Vim kemur til skjalanna. Þetta kröftuga hreinsunarefni eyðir fitu á einni sekundu, inniheldur efni, sem fjarlægir einnig þráláta bletti. Hið Bláa Vim hefur ferskan ilm, inni- heldur einnig gerlaeyði, er drepur ósýnilegar sótt- kveikjur. Notið Blátt Vim við allar erfiðustu hrein- gerningar. Kaupið stauk í dag. VÍMet- fffótvi/kast við eyðingu ■fítu og bfetta Tilvalið við hreinsun potta, panna, aldavéla, vaska, baðkera, veggflísa og allra hreingerninga í húsinu. Mngihjörej Jóhanna Hclgadóttir, kveðja 1 DAG fer fram útför Ingi- bjargar Jóhönnu Helgadóttur, Grettisgötu 2, hér í bæ. Ingibjörg var fædd á Akra- nesi 18. desember 1890. Hún ólst upp með móður sinni þar, en faðir hennar drukknaði um það leyti sem Ingibjörg fæddist. Árið 1913 giftist hún Halldóri Arnórssyni, limasmið, sem fyrst- ur starfaði að þeirri iðn hér og eignuðust þau tvö börn, sem upp komust: Arnór Jóhannes, limasmið, sem rekur verkstæði það, sem faðir hans stofnaði, kvæntur Selmu Ásmundsdóttur og Guðrúnu Elísabetu, gift Kol beini Péturssyni, forstjóra Máln ing h.f. Halldór og Ingibjörg bjuggu allan sinn búskap hér í bæ að undanskildu rúmu ári, sem þau dvöldust í Danmörku, þegar Halldór var að læra iðn sína. Mann sinn missti Ingibjörg árið 1956 eftir 43 ára sambúð. Ingibjörg sáluga átti lengi við vanheilsu að stríða og síðasta árið var hún lengst af rúmföst og varð hún nú í sumar tvívegis að ganga undir erfiðan upp- skurð, og sýndi hún mikið þrek í þessum erfiðu veikindum sín- um. Hún andaðist á Landsspít- alanum aðfarnótt 'þess 21. þessa mánaðar á 71. aldursári. Ingibjörg var um margt gæfumanneskja þrátt fyrir þungbær veikindi sín. Hún eign aðist og átti með manni sín- um um áratuga skeið ágætt og fallegt heimili, sem bar mikilli snyrtimennsku hennar og hrein læti órækt vitni. Hún eignaðist góð og mannvænleg börn og barnabörn, sem veittu henni mikla ánægju á hennar efri ár- um. Á heimili þeirra Halldórs og Ingibjargar var oft gest- kvæmt. Maður hennar var elztur af stórum systkinahóp, börnum sr. Arnórs Þorláksson- ar á Hesti í Borgarfirði, en foreldrar Halldórs voru bæði dáin þegar þau Ingibjörg og Halldór gengu í hjónaband. Hún var því um langt skeið hús- móðir á heimili, sem jafnframt var eins og heimili stórrar fjöl- skyldu, þar sem allir áttu at- hvarf, auk fjölda annara ætt- ingja og vina sem þar komu. Á heimili þeirra var jafnan gott að koma, og það voru margir aðrir en nánustu ættingjar og vinir sem nutu gestrisni á þessu ágæta heimili þeirra og mega í dag minnast þessar hreinlyndu ágætiskonu, sem nú er kvödd, með þakklátum huga fyrir góða viðkynningu og vel gjörðir á langri samleið. Ég votta aðstandendum henn ar innilega samúð. , Blessuð sé minnin ghenr'— Mágur. Friðrik Geirmundssoa iró Lótrum 70 uru 70 ára 25. júlí 1961. Heill þér Friðrik, höppin dýrst þér mæti hamingjunnar ennþá farðu stig. Á heilladegi heiðurs prýðir sæti er hópur vina safnast kringum þig. Þótt sjötíu árin séu nú að baki, er sami kraftur enn og þrek í lund. Nú biðjum þess að blessun Drottins vaki og búi hjá þér hverja lífsins stund Sem einvaldur í ofurlitlu ríiki, þú átt hér Friðrik, hlýjan dvalarstað. Að farsældin og friður aldrei víki, en fyllist vonir, biðjum Guð um það. Og hér er sælt við sævarnið að dreyma og sjá í anda yfir farna braut, er minningarnar mætar framhjá streyma um manndómsævi, bæði í sæld og þraut. Með sól í hjarta sértu lífs um daga og signdur Drottins náðarríkri mund. Þér óskir rætist eins og bezt má haga og auðnan dýrust veitist hverja stund. í Ijósi trúar líf þitt skína megi svo ljúfur friður bústað fylli þinn. Þér lánið brosi enn á ævivegi og æðstur Drottinn kærleik veiti sinn. Brynjólfur H. Þorsteinsson og Ólafía Árnadóttir, Hallveigarstig 2, Reykjavík. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842. Njótið sólariimar - Notið SEA SKI sólkremið ísl.-erlenda verzlunarfélagíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.