Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 11
Fðstudagur 28. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ II Atburðarásin frá stríðslokum „ÚRSLITAKOSTIR“ KRÚSJEFFS 1958 | Þessa nýju sovézku atlögu hóf Krúsjeff í ræðu, sem hann hélt í Moskvu 10. nóvember 1958, þar sem hann sakaði I Vesturveldin um að hafa rof- ið Potsdam samkomulagið um hernám Þýzkalands, sem Sovét veldið hafði þá einmitt sjálft ] margbrotið, og stóð nú ekkert eftir af því nema fjórvelda- stjómin yfir Berlín og þá „hernámsstjórn" bæri að af- nema. Hann sagði, að Sovét- ríkin vildu afsala sínum yfir- ráðum í borginni í hendur austur-þýzku stjórnarinnar og gætu Vesturveldin eftir það leitað til hennar, ef um ein- hver mál Berlínar væri að ræða. Vesturveldunum var til- kynnt um þessa afstöðu Sovét- veldisins í orðsendingu 27. nóvember, sem lýsti „úrslita- kostum“ þeirra. í orðsending- unni létu hinir sovézku send- endur hennar liggja að því, að Vesturveldin notuðu Vest- ur-Berlín til ógnana gegn Sovétríkjunum og fylgiríkji- um þeirra. Með því hefðu þau fyrirgert rétti sínum til að halda áfram hernámi borgar- innar. Sovétstjórnin lagðj til, að allt herlið yrði flutt burt frá Vestur-Berlín jafnframt því sem fjórveldin ábyrgðust sjálfstæði borgarinnar og e. t. v. einnig þýzku ríkin tvö eða Sameinuðu þjóðirnar í einhverri mynd. „ENGINN GRUNDVÖLL- UR“ VIÐRÆÐNA Þá lýsti Sovétveldið yfir því í orðsendingunni, að sam- komulagið frá 1944 um fyrir- komulag hernámsins, (sem getið var í upphafi), væri af þeirra hálfu talið úr gildi gengið. Og að lokum komu svo úrslitakostirnir: Ekki yrði stjakað við rétti Vesturveld- anna næstu 6 mánuðina (þ. gengið. Og að lokum komu svo úrslitakostirnir: Ekki yrði ekki notaður til þess að „ná viðeigandi samkomulagi“ myndu Sovétríkin láta af her- námsstjórn í Austur-Berlín með samkomulagi við aust- ur-þýzku stjórnina — og þar með gefið í skyn að Vestur- veldin yrðu undir hana að sækja rétt til samgangna við Berlín. Það var skýrt tekið fram í orðsendingunni, að ef tillög- unni um frjálsa og óvopnaða Vestur-Berlín yrði vísað á bug, væri „enginn grundvöll ur fyrir viðræður hernáms- veldanna fyrrverandi um Berlínar-vandamálið." VESTURVELDIN FÚS Vesturveldin svöruðu „úr- slitakostum“ Sovétveldisins með orðsendingu hinn 31. des. 1958, þar sem tillagan um „frjálsa Berlín“ var talin óað- gengileg. — ítrekaður voru réttindi Vesturveldanna sam- kvæmt gildandi samningum, til að halda óhindrað uppi samgöngum við borgina, og bent á, að þessi réttindi liðu ekki undir lok við einhliða yfirlýsingar Sovétveldisins. Ennfremur var lögð áherzla á það, að Vesturveldin væru ekki reiðubúin til að ganga að neinum afarkostum en væru á hinn bóginn fús til viðræðna um Berlínar-málið á breiðum grundvelli, þar sem jafnframt væri fjallað um lausn annarra vandamála við víkjandi sameiningu Þýzka- lands og öryggi álfunnar. í framhaldi af þessu gerðu sovézkir ráðamenn tillögu um ráðstefnu, þar sem ræddur yrði þýzkur friðasamningur. Gátu þeir þess þá jafnframt, að tillaga þeirra um „frjálsa Berlín" gæti verið undiropin viðaukum eða lagfæringum, ef því væri að skipta — svo framarlega sem „slíkar tillög- ur stefndu að því að leysa upp hernámsstjórnina í Vestur- Berlín og treysta friðinn í Evrópu“. RÁÐSTEFNA I GENF 1959 Frekari orðsendingar og við ræður milli aðila leiddu síðan til þess, að efnt var til ráð- stefnu um Berlínar-málið í Genf í maí og júní 1959. Voru tillögur um þær viðræður sett ar fram í orðsendingu frá Vest urveldunum 16. febrúar 1959, þar sem um leið vár enn ítrek- aður réttur þeirra, til að „halda uppi með venjulegum hætti“ samgöngum sínum við umsamda hluta Berlínar-borg • ar. — Síðar í sama mánuði fór Macmillan, forsætisráð- herra Breta, til Moskvu og tveim dögum eftir að heim- sókn hans lauk, lýsti Krúsjeff því yfir í ræðu, sem han nhélt í Leipzig, að „lokadaginn“ 27. maí mætti færa aftur til 27. júní — eða jafnvel júlí — en vandamálin í sambandi við V.- Berlín og friðarsamning við Þýzkaland yrði að leyga. Var þessarar ummæla Krúsjeffs m. a. getið í málgagni sovét- stjórnarinnar, „Pravda“, hinn 6. marz 1959. Nokkrar aðrar „tilslakanir" voru gerðar á kröfum Sovét- veldisins í Berlínar-málinu. Á fundi í. Austur-Berlín 9. marz 1959 stakk Krúsjeff m. a. upp á, að sovéskir og vestrænir eða hlutlausir herir yrðu á- fram í Vestur-Berlín, til þess að fylgjast með því, að hún yrði „frjáls borg“ og gætu Sameinuðu þjóðirnar einnig orðið aðili að slíku eftirliti. EKKI „LOKADAGUR“ Á blaðamannafundi í Moskvu tíu dögum síðar sagði Krúsj- eff, að hinn upphaflegi „loka- dagur“ 27. maí, bæri ekki að skoðast sem úrslitakostir, held ur einungis dagsetning til að styðjast við. Hann viður- kenndi, að Vesturveldin hefðu lagalegan rétt til að vera í Berlín, og ætti sá réttur ræt- ur sínar sínar að rekja til uppgjafar Þjóðverja í heims- styrjöldinni. En nú væru 14 ár liðin frá stríðslokum og eng in nauðsyn á lengra hernámi Vestur-Berlínar. Þá endurtók hann, að Sovétríkin vildu ganga frá friðarsamningi við Austur-Þýzkaland. MARKMIÐ SOVÉT- VELDISINS Sovézka Orðsendingin frá 30. marz 1959, þar sem fallizt var á hinar vestrænu tillögur um utanríkisráðherrafund í Genf 11. maí hafði að geyma svo- hljóðandi orðalag varðandi til gang viðræðnanna:.......til þess að kanna vandamál, er Þýzkaland varða, þ. á. m. frið arsamninga við Þýzkaland og Berlínar-vandamálið . . .“ Það lá nú orðið nokkuð ljóst fyrir, hvers vegna sovézkir valda- menn lögðu áherzlu á tengsl- in milli Berlinar-vandamáls- ins og þýzks friðarsamnings. Sovétstjórnin hafði einsett sér, að láta samkomulag um vanda mál Berlínar velta á því, hve langt Vesturveldin fengjust til að ganga í áttinda að sovézka friðarsamningsuppkastinu, er fól í sér mörg ákvæði, sem óaðgengileg voru fyrir vest- rænu þjóðirnar, þ. á. m. sam- stundis viðurkenningu á Aust- ur-þýzku kommúnistastjórn- inni. Áætlun Vesturveldanna um að Berlínar-vandamálið yrði leyst sem eitt skref í áttina að lausn allra meginágreinings- efna varðandi öryggi Þýzka- lands og Evrópu í heild, var vísað á bug af Gromyko í Genf. Allar síðari tilraunir vestrænna aðila til að komast að bráðabirgðasamkomulagi um Berlín urðu líka árangurs- lausar. FRELSI VERNDAÐ í lok umræddrar ráðstefnu var ástandið í Berlínar-mál- inu lýst svo af þáverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, Christian Herter: „Sovétveldið hefur, að því er ég fæ bezt séð, engan sérstakan áhuga á að bæta ástandið í Berlín. Það hef- ur áhuga á að koma Vest- urveldunum burt úr borg- inni. Sovétveldimi er það bersýnilega ekki að skapi, að frelsið og kommúnism- inn halda áfram að keppa saman í Berlín. Kjarninn í deilum okk- ar er því miklu síður fólg- inn í einstökum málsatrið- um, sem við höfum rætt hér, heldur en í í þeirri grundvallarspurn- ingu, hvort íbúar Vestur- Berlínar eigi að njóta frels is áfram — eða ekki. Þær tillögur, sem Sovét- veldið hefur borið fram, Krusjeff ÞAÐ SEM hér fer á eftir, eru ummœli hásetts embœtt- ismanns í Evrópu, sem ver- ið hefur nátengdur Berlín- armálinu; hann rifjar hér upp nokkur atriði, sem vert er að hafa í huga: „Það sem Krúsjeff er að gera nú í sambandi við Berlín, svipar mjög til þess, sem Hitl er hafðist að árið 1938 að því er snerti Súdetahéruðin. Krúsjeff kýs ekki að leggja út í styrjöld nú, fremur en Hitler æskti slíks 1938. í Miinchen fékk Hitler það sem hann í svipinn sældist eftir — fram til þessa, virðast ok/k- ur stefna að því að ná þessu fólki undir kommún- ismann gegn eigin vilja. Á slíkt er ekki hægt að fall- ast“, NÝJAR ÓGNANIR Að lokum skal svo rifjað upp, að 1 heimsókn Krúsjeffs til Bandaríkjanna í september 1959, urðu þeir Eisenhower og hann ásáttir um, að samn- ingaumleitanir um Berlín skyldu teknar upp að nýju „með það fyrir augum að finna lausn, sem samræmzt gæti hagsmunum allra, er hlut ættu að rriáli, og tryggði áfram haldandi frið í heiminum". Það er svo kunnara en frá þurfi að segja, hvernig nokkr- um mánuðum síðar fór um samskipti þeirra Eisenhowers og Krúsjeffs. — Enn er Berlín ar-málið óleyst og margendur teknar hótanir Krúsjeffs upp á síðkastið hafa valdið því, að alvarlegar horfir nú í heim- inum en nokkru sinni áður frá styrj aldarlokum. án þess að til styrjaldar kaemi. Fólki hættir til að gleyma því, að árið 1939 vildi Hitler heldur ekki heimsstyrjöld. Hann hefði miklu heldur vilj að ná Póllandi undir sig — án þess að kalla um leið yfir sig heri Bretlands og Frakklands. Hitler þóttist viss um — og þar skjátlaðist honum — að hann gæti tekið Pólland, án þess að heimsstyrjöld hlytist af. Hættan liggur í því, að sag an frá 1939 endurtaki sig 1961. Krúsjeff gæti fengið það sem hann vill í Berlín án stríðs, ef ekkert væri spornað gegn ógn unum hans. Þetta yrði honum □------------□ ÞAÐ ER naumast ofmælt, að hringrás heimsviðburð- anna snúist nú um Bcrlín. Andspænis margítrekuð- um hótunum Krúsjeffs, leiðtoga Sovétveldisins, standa frelsisunnandi þjóð ir einbeittar og ákveðnar í að láta ekki fótum troða rétt sinn né horfa aðgerð- arlausar á íbúa Vestur- Berlínar hneppta í fjötra kommúnismans. Það er ó- bifandi skoðun flestra, að verði látið undan kröfum Krúsjeffs í Berlín, muni hann að hætti annarra yf- irgangsmanna færa sig upp á skaftið — heimta annað og meira. Því þykir happadrýgst að hvika nú t hvergi — meðan freistað l er að finna friðsamlega 1 lausn. þessa mikla vanda- máls, sem Kennedy forseti nefndi í hinni merku ræðu sinni í fyrradag „hinn mikla prófstein á hugdirfð og viljafestu vestrænna ríkja“. , □--------------------□ svo hvatning til að ganga enn feti lengra og tefla djarfar. Krúsjeff á sér 4 markmið, sem öll hafa sín áhrif á aðgerð ir hans í Berlínarmálinu: 1) Hann vill styrkja austur- þýzku stjórnina, sem er völt í sessi. 2) Hann vill binda endi á flóttamannastrauminn í gegnum Vestur-Berlín. 3) Hann vill skapa ástand, sem geri Austur-Þýzka- landi kleift að gleypa V- Berlín. 4) Þá má ætla að hann vilji gera allt Þýzkaland hlut- laust — og síðar alla Evrópu. Tvö fyrstu atriðin eru í seil ingarfæri en hvorugu tak- markinu verður náð að ó- breyttu ástandi í Vestur- Berlín. Hin atriðin eru lengra undan. Það má búast við, að Krú- sjeff reyni að þoka þessum hugðarefnum sínum áleiðis með því að glefsa í þau — og reyna að krækja sér í einn bita í einu. Hversu hættulegt ástandið getur orðið, mun verða komið undir einbeitni þeirra þjóða, sem andsnúnar eru kommúnismanum. Þeim mun fúsari sem þær verða til að láta undan ógnunum —- þeim mun meiri verður hætt an. Við gerum ráð fyrir, að Berlínar-málið komist á af- gerandi stig einhverntíma í október". Hitler í Súdetahéruðunum. Krúsjeff í Austur-Berlín. í skóm Hitlers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.