Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 20
BERLIN Sjá bls. 10 og 11. IÞROTTIR Sjá bls. 18. 167. tbl. — Föstudagur 28. júlí 1961 Ekkert veiðiveður: Engin síidveiði EKKERT veiðiveður var í gær, súld og bræla, og öll skip í höfn eða landvari. Enn var verið að landa síld sums staðar. RATJFARHÖFN: Leiðindaveður er nú hér um allt, bræluleiðingar, kuldi og kringum 6 vindstig. Skip hafa leitað hafna eða landvars. Hér er enn verið að landa. Hingað komu 8—10 skip með síld, og voru 2—3 þau síðustu hálfhlaðin, en því eru síldveiðimenn óvanir nú í sumar. — E.J. SIGLUFJÖRÐUR: Hér er allt tíðindalaust, fyrir Fékk innyfli úr tundurdufli í trollið Vestmannaeyjum, 27. júlí í GÆR kom hingað inn vélbát írinn öðlingur, sem stundað íefur humarveiðar að undan- förnu. Skipstjóri er Friðrik 4smundsson. Hann hafði feng ið skrítinn kút í trollið, sem ástæða þótti til að láta Land- helgisgæzluna rannsaka. Kom þá í ijós, að þetta voru inn- yfli úr tundurdufli. Hafði duflið sjálft ryðgað utan af kútnum, sem var fullur af sprengiefni. Hann var 75 cm á lengd og 50 cm í þvermál. Starfsmaður Landhelgisgæzl- unnar gerðu hann óvirkan, því að sprengiefnið mun enn hafa verið virkt. — B.G. utan nýju síldarsölusamningana. Löndun er hætt, og langt komið að vinna úr aflanum, sem á land barst. Sennilega er tveggja til þriggja sólarhringa bræðsla eftir, og nóg þróarrúm er hér skiljan- lega nú. — Stefán * SEYÐISFJÖRÐUR: Hér er bæði saltað Og brætt. Skipin eru að koma inn, því að bræla er úti fyrir. Um 20 skip bíða löndunar. NORÐFJÖRÐUR: Fjöldi skipa er hér inni vegna brælu, en fá hafa komið með síld og aðeins tvö skip með veru legt magn, Helgi Flóventsson með 900 mál og Guðmundur Þórðar- son með 500 tunnur í salt. Enn þá er lönduharbið, og munu síð- ustu skipin, sem enn eru hér með síld, fó löndun á laugardag. Norðankuldagjóla er hér nú, og ekki horfur á að skipin fari út í kvöld. — S.L. Barn verður f r ír bíl Á ÁTTUNDA tímanum í gær- kvöldi varð barn fyrir bíl vest- ttr á Kaplaskjólsvegi. Sá, sem bifreiðinni stýrði, ók barninu upp á Slysavarðstofu. Ekki munu meiðslin hafa verið talin alvar- leg. Síldarflutningaskipið Talis hætt komið: Skipið var yfirgefið Ægir drd það til hafnar í FYRRINÓTT er sndarflutn ingaskipið Talis var á leið frá Seyðisfirði til Eyjafjarð- arhafna með tæp 4000 mál síldar. Rann síldin til í lest- unum, sprengdi þil og flæddi í tóm hólf frammi í skipinu. Skipið var yfirgefið, og síð- an dregið til Vopnafjarðar í gærmorgun. Hér á eftir verður atburða- rásin raki* skv. frásögn frétta- ritara blaðsins á Vopnafirði, Sig Nýir samningar um síldarsðlu SIGLUFIRÐI, 27. júlí. — í dag var gengið frá nýjum síldarsölusamningum við V.- Þýzkaland og Sovétríkin. Vestur-Þjóðverjar kaupa 6000 tunnur af sérverkaðri síld, þannig að ekki verður Sáftafundur KL. 9 í gærkvöldi hófst fundur með fulltrúum Sjómannafélags Reykjavíkur og Vinnuveitenda- sambands íslands. Þegar blaðið 46r í prentun hafði ekk_. ,nn- komuiag náðst. hægt að láta þegar landaða síld ganga upp í þá samn- inga. Þeir vilja kaupa 3400 tunnur af kryddsíld og 2600 tunnur af matjes-síld. Rússar tilkynntu í dag, að þeir myndu nota kaup- heimild sína til að kaupa 10 þús. tunnur til viðbótar þeim 50 þús., sem áður voru seldar. Þeir kaupa venju lega saltsíld, svo að síld, sem þegar hefur verið söltuð, getur gengið upp í þá 1 samninga. — Stefán. urjóns Jónssonar, og viðtölum hans við skipstjórann á Jóni Gunnlaugs, Kristin Magnússon, Og skipherrann á Ægi, Harald Björnsson. Tölurnar sýna tím- ann. 03:35: Talis sendir út neyðar- skeyti, statt 16 sjómílur aust- ur af Digranesi. Mikil slagsíða á stjórnborða, eftir að síldin hefur kastast til. Á staðnum eru NNV 7 vindstig. ÁhÖfnin er 10 Norðmenn og íslenzkur leiðsögumaður, Jón Sigurðs- son. 04:40: Jón Gunnlaugs, GK 444, kominn á staðinn, og heldur sig síðan hjá Talis. 06:00: Allir skipverjar á Talis teknir yfir í Jón Gunnlaugs. Hallinn var talsverður og sjór ókyrr. Þar við bættist, að nokkur sjór var kominn í skip ið, og ekki vitað hvar eða hve mikill lekinn væri. Töldu skipverjar á Talis, að skipið væri í þan veginn að fara niður. Sjó hafði verið dælt í 25 tohna hálftóman olíutank bakbórðsmegin í þvi skyni að reyna að rétta skipið af, en það bar engan árangur. Talis- menn settu út lífbát og reru yfir í Jón Gunnlaugs. Gekk sú ferð greiðlega, en bátur- inn tapaðist. 06:56: Varðskipið Ægir kemur á staðinn. Áður var Víðir II. kominn á vettvang. Talis ligg ur þá mjög á hliðinni. Sjó- lag vont, talsverð kvika og NNV strekkingur. 07:25: Ægir leggur af stað til Vopnafjarðar, en þangað er Framhald á bls. 19. Fylliríinu hætt EINS og blaðið gat um í gær og fyrradag, bar mikið á ölvun í bænum bæði á þriðjudag og miðvikudag. í gær brá hins veg- ar svo við, að rólegt var hjá iögreglunni við að stinga ber- serkjum í grjótið. Virðist því þessi brennivínsalda hafa fjarað út í bili. 1 UPPDRÁTTUR af nýja hverf-J í inu í Garðahreppi. —- Neðstik vegurinn er gamli afleggjar- L inn að Vífilsstöðum, en stutt- ur spölur er eftir honum frá Hafnarfjarðarvegi (Reykja- nesbraut) upp í hið nrýja hverfi. Syðst og efst á teikn- ingunni bugðast Hraunsholts- lækurinn. Skólinn er neðst í norðvestur horninu. — bls. 2. Kauadísk flotaheimsókn til Reykjavíkur UM miðjan næsta mánuð kemur kanadísk flotadeild í opinbera kurteisisheimsókn til íslands^ og er það í fyrsta sinn, sem slík heimsókn á sér stað af hálfu Kanada. Flotadeildin mun hafa lægi í Reykjavík. í deildinni verða fjórar frei« gátur, sem smíðaðar voru í stríðs lok, en endurbyggðar hafa verið síðan. Um 700 manns eru á her* skipunum, þar af 112 sjóliðsfor- ingjaefni (kadettar). Flotadeild- in verður hér í fimm daga. Munu sjóliðarnir nota tímann til þess að ferðast um landið. Þeir munu og taka þátt í keppni í ýmsum íþróttagreinum. Þegar mun ákveðið, að þeir keppi í knatt- spyrnu, körfuknattleik og golfi. Aðalræðismaður Kanada á ís« landi, Hallgrímur Fr. Hallgríms- son, forstjóri, tekur á móti deild inni ásamt sendiherra Kanada hér, dr. MacKay, sem aðsetur hef- ur í Osló, eða fulltrúar hans. Skipin verða almenningi til sýnis í tvo daga. Reynt að sigla á vélbát? í ÚTVARPINU í gærkvöldi var I skýrt frá því, að skipverjar á v.b. Hoffelli telji óþekktan, erlendan togara hafa reynt að sigla bátinn í kaf út af Dalatanga „rétt fyrir síðustu helgi“. Þetta var í svarta þoku og þar að auki skuggsýnt að nóttu, svo að ekki gátu skip- verjar greint nafn togarans eða þjóðerni, en töldu þó vist, að hann væri erlendur. Menn á Hoffelli urðu hans fyrst varir í ratsjá, og þegar skammt var í milli skipanna, dró Hoffellið úr ferðinni og beygði til hliðar. Kom hitt skipið þá út úr þokunni og stefndi á kinnung Hoffells. Var þá breytt um stefnu á Hoffellinu, en hitt skipið gerði slíkt hið aama og gerði sig lík- legt til að sigla á Hoffellið. „Síð- an hófst snarpur eltingaleikur, sem stóð í u. þ. b. 15 mínútur, en þá var farið að draga sundur með skipunum". Mun Hoffell síðan hafa sloppið undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.