Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. júlí 1961 Skyndibru'ðkaup Renée Shann: 37 Ofurstinn hikaði við og fitlaði við. skjöl, sem lágu á borðinu fyr ir framan hann. — Ég er hræddur um, að ég geti hvorugt, frú Carey. Hún starði á hann. Hvað átti hann við. — Eigið þér við, að þér getið ekkert sagt mér? Hann hristi höfuðið. — Því miður frú Carey. Við getum eng ar upplýsingar gefið, endurtók hann. Júlía vissi, að hér varð engu um þokað, og að henni þýddi ekkert að kvarta og kveina. Herreglurnar voru svo strang- ar. Weston ofursti hafði ekki sagt henni annað en það, sem hún hefði mátt vita. Hann gat engar upplýsingar gefið henni Og hann hafði endurtekið það svo sem til frekari áherzlu. — Mér finnst svo einkenni- legt, að ég skyldi sjá hann í í gærmorgun, sagði Júlía. — Eruð þér alveg hárviss um það ? Þetta var sama spurningin, sem Ann hafði komið með í skrifstofunni. En nú gat hún bara ekki svarað eins einbeitt og þá. Nú fann hún fyrst til ofurlítils efa. Gat það verið rétt hjá Ann, að þetta hefði bara verið einhver, sém líktist Robin svo mjög í útliti ? Eða blátt á- fram sjónhverfing hjá henni ? Og samt hefði hún svarað, ef hún hefði verið spurð, að hún væri alveg hárviss um, að sér hefði ekki missýnzt. — Já, ég er alveg viss um það, svaraði hún einbeittlega. —. En segjum nú. að þetta hafi allt verið missýning...hefði ég þá ekki frétt ef eitthvað hefði orðið að honum ? — Jú, vitanlega. Það hefðuð þér frétt tafarlaust. Þetta var að minnsta kosti nokkur huggun. Hún fann, K c* wo°( ’ — Ég er í megrunarkúr, borða bara eina máltíð á dag! hve vingjarnlegur ofurstinn var og fór að geta sér til, hvað hann væri að hugsa. Að hún væri einhver konubjáni, sem maðurinn hefði vanrækt að láta frétta af sér ? Hana lang- aði mest til að segja honum, að svo væri ekki. Einhver skýring hlaut auðvitað að vera á þessu, en hún vissi ekki, hver sú skýring var. — Mér þykir leiðinlegt, að ég skuli ekki geta hjáipað yður neitt, frú Carey, sagði hann. • — En getur þá ekki einhver annar gert það ? — Ég er hræddur um ekki. Hún leit undan og tárin blind uðu augu hennar. — Ég vil ekki téfja yður lengur frá skyldustörfum yð- ar, sagði hún og gekk áleiðís til dyranna. — Þakka yður fyrir að þér vilduð tala við mig. Hann stóð upp og gekk á eft- ir henni. — Það var ekki neitt. Hann rétti henni höndina. — Reynið þér nú að vera ekki alltof áhyggjufull. — Ég er hrædd um, að ég geti ekki að því gert. Og það fer versnandi eftir því, sem lengur líður. Og svo þetta, að ég skyldi sjá hann í gær ....... — Ég skil það. En, segið mér hvað lengi eruð þér búin að vera gift ? — Aðeins tvo mánuði. Ég var ein þessara kvenna, sem voru sendar heim samdægurs. Svipur ofurstans bar vott um samúð. — Það var nú býsna hart fyrir ykkur bæði. Þetta fannst henni vægt til orða tekið. Þegar hún leit um öxl til giftingardagsins síns og hjónabandsins, sem var ekki nema þessi eini dagur, fannst henni það meira en hart. — Ég vona, að þér fáið góð- ar fréttir bráðlega, sagði of- urstinn þegar hann fylgdi henni að lyftunni. — Þakka yður fyrir. Hún fór upp í strætisvagn til þess að komast í skrifstof- una. Hún tók upp þrjá kop- arpeninga og rétti verðinum. Port Said, sagði hún. — Þér komizt nú varla svo langt fyrir þetta verð, svaraði hann. Hún kafroðnaði er hún fann, hvemig hún hafði hlaupið á sig. — Afsakið. Ég var annars hugar, Ludgate Circus. — Allt í lagi, ungfrú. Hún gat alls ekki komið sér að verki, það sem eftir var dagsins. Hún varð þess vör, að hr. Gore-Browne tók vel eftir því hvemig henni leið, þó að hann segði ekki neitt. Hann vissi fullvel, hvernig á- statt var fyrir henni. Ann hafði sagt honum, að hún hefði farið í hermálaráðuneytið og myndi koma seint. Hann leit á hana með samúðarbrosi, þeg- ar hún kom aftur. — Viljið þér ekki eins vel vera laus í dag, ungfrú Fair- burn ? Þér megið gjarna fara snemma, ef þér viljið. — Nei, þakka yður fyrir. Ég vil heldur vinna. Hún lagði hart að sér til að geta einbeitt sér að verkinu. j Vinnan var það eina, sem hún átti nú eftir. Vinna, vinna, vinna. Vinna sig uppgefna. Reyna að fá áhuga á verk- inu . Þetta hjónaskilnaðarmál, sem húsbóndinn hafði til með- ferðar. Já, hjónaskilnaður. Hvernig fór ef eiginmaður hljóp á brott frá konunni sinni ? Hyrfi alveg og ekkert fréttist til hans ? Hún hafði lesið um slíkt og þvílíkt í blöðunum. Þá var veittur skilnaður, og konunni var frjálst að giftast öðrum. Hendur Júlíu féllu af ritvélinni og niður í kjöltu hennar og snöggvast gleymdi hún alveg verkinu, sem hún var að vinna. Giftast aftur ? Nei, það mundi hún aldrei gera Hana mundi ekki langa til þess Og hún vildi ekki eiga það á hættu. En Robin hafði ekki yfir- gefið hana. Hvað gekk eigin- lega að henni að vera að hugsa um annað eins og þetta? Hvað var nú orðið af öllu traustinu, sem hún hafði á hon- um ? Hún varð að trúa því, að hann mundi koma aftur! Síminn hringdi og hún þaut til að svara. Ó, þarna var hann — Elskan mín, ég er kom- inn aftur til London. Já, ég kom fyrr en ég hafði haldið. Eg hef verið að reyna að ná í þig í allan dag. En þetta var ekki Robin. Það var Lion- el. — Júlía mín, getum við ekki borðað saman í kvöld ? — Jú, Lionel, ég býst við því. — Líður þér ekki vel ? Þú ert eitthvað svo undarleg í málrómnum. — Nei, mér líður ekki sér- lega vel. — Hefur nokkuð komið fyr- ir ? Hefurðu frétt nokkuð ? — Nei. Eða réttara sagt, ég veit varla, hvað ég á að segja um það. Eg skal segja þér það, þegar við hittumst. Hann beið hennar þegar hún kom út úr skrifstofunni'. Ann, sem hafði nú kynnzt honum vel, stóð á götunni og horfði á þau í bílnum. — Farðu var- lega með hana, Lionel. Hún má ekki við miklu eins og er. — Eg skal gæta hennar vel, sagði Lionel. Júlía leit á Ann. — Mér er alveg óhætt, Ann. Þakka þér fyrir umhyggjuna. Lionel ók hratt af stað. — Segðu mér ekki neitt fyrr en við erum komin út úr verstu umferðinni. Hvíldu þig á með- an. Hún hallaði sér aftur og fann til þakklætis fyrir þessa nær- gætni hans. Hún fór að hugsa um, hvað hún var að verða honum æ háðari, og efaðist um, að hún hefði nokkurntíma komist gegn um þessar erfiðu vikur, ef hann hefði ekki verið. — Eigum við að fá okkur eitt glas ? spurði hann eftir dá- litla stund ? — Eg held ég vildi heldur ganga dálítið, sagði hún. — Allt í lagi. Þá skulum við ganga út í Regent Park. Vorblómin eru að byrja að springa út. Eg kom þangað um daginn. Þau skildu svo eftir bílinn og gengú inn í skemmtigarðinn. Lionel tók arm»hennar undir sinn og hélt fast um höndina á henni. — Jæja, elskan, hvað var það svo ? Júlía dró snöggt að sér and« ann. — f gærmorgun þegar ég var á' leiðinni í skrifstof- una og var stödd á Trafal-. gartorginu, varð mér litið út um gluggann og sá þá Robin. Lionel snarstanzaði. — Áttu við, að hann sé kominn tU landsins — Já, ég hef fulla ástæðu til að halda það. — Eg skil þetta ekki. Ef hann er kominn heim, hvers vegna ert þú þá að fara út með mér ? — Hann er ekki farinn að gera neitt vart við sig. Lionel glápti — Heyrðu nú til: Eg vil nú ekki kallast mjög heimskur, en þetta skil ég ekki. Áttu við, að hann hafi alls ekki komið til þín ennþá ? , j — Einmitt, Hún gerði sér ' ■ hroll og setti upp eymdarsvip. — Eg fór í hermálaráðuneytið um hádegið, til þess að vita, hvort ég gæti orðið þar ein« hvers visari. Ofurstinn, sem ég talaði við, gaf í skyn, að þetta héfði verið missýning hjá mér, með öðrum orðum, að ég hefði bara séð mann, sem líktist Robin. — Vildi hann halda þvl fram að þú þekktir ekki manninn þinn ? -— Já einmitt. Og Ann sagðl það sama. Þau gengu nú áfram og hressandi vorblærinn strauk hárið frá enni Júlíu, og vor« blóminn kinkuðu kolli. En Júlía tók eftir hvorugu. — Jæja, hvað finnst þér um þetta, Lionel ? — Góða mín, ég veit ekkí, hvað skal segja. Þetta kemur mér svo á óvart. En alltaf gæti það nú hugsazt, að þér hefðí missýnzt. Það er sagt að hver maður eigi sér tvífara. — Það liggur við, að ég sé farin að vona, að það sé skýr« ingin á þessu. En einhvern« veginn get ég bara ekki trú« að því. — Og hvað sögðu þeir þarna í ráðuneytinu ? Júlía endurtók orð ofurstans orðrétt. — Það þýðir með öðrum orðum það, að þú verður að halda áfram að bíða og þrevja. — Já, svo auðvelt sem það verður, svaraði hún. Lionel leit á hana með á- hyggjusvip. — Það sem ég hef aðallega áhyggjur af, er það, Sflíltvarpiö 8:00 14:40 Einn af ur skotið vinum Markúsar hef- gæsastegginn unga, særður á væng og berst við að sem feliur niður í forina við ströndina. En unginn er aðeins komist í skjól. Laugardagur 29. júlí Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Tón- leikar. — 8:30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). í umferðinni (Gestur I>orgríms- son). Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). Veðurfregnir. Tónleikar. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. „Ölafisvaka** — dagskrú, sem Gils Guðmundsson rithöfundur tekur saman. Flytjendur auk hans: Árni Böðvarsson, Stefán Ögmundsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Kvöldtónleikar: a) Giulietta Simionato syngur aríur eftir Verdi, Rossini og Saint-Saéns. b) Tékkneska fílharmoníuhljóm sveitin leikur slavneska dansa op. 46 eftir Dvorák. — Vaclav Talich stj. Leikrit: „Læknirinn frá Dun- more'* eftir Thomas Patrick Dillon og Nolan Leary í þýðingu I>orsteins Ö. Stephensen. — Leik stjóri: Ævar R. Kvaran. Fréttir og véðurfregnir. Danslög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.