Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.1961, Blaðsíða 18
18 MORGVTSBL4ÐIÐ Föstudagur 28. júlí 1961 KR gersigraði Hafnarfjörð 7:0 KR-INGAR og Hafnfirðingar lékru í 1. deild íslandsmótsins á Laugardalsvelli í fyrrakvöld og báru KR-ingar algjört sigurorð af Hafnfirðingum, réðu lögum og lofum á vcllinum og næstum ó- slitið gangi leiksins. KR sigraði með 7 mörkum gegn engu. I hálf leik stóðu leikar 5:0. 0 2 mörk á 7 mínútum. KR-ingar tóku leikinn föst- um tökum strax og eftir 7 mín. stóð 2:0 og tekin hafði verið víta spyrna á Hafnfirðinga sem Gunn ar Guðmannsson misnotaði. — Fyrsta markið kom á 4. mín. — vel skorað en eftir klaufaskap hjá Hafnfirðingum. Leikið var upp hægri kant og Bergþór hafði stöðvað upphlaupið og ætlaði að senda fram, en lagði fyrir Ellert sem skoraði óverjandi með skalla. Hafnfirðingar beittu sömu leikaðferð og móti Akranesi, 4 í Ellert var fylginn sér og á- gengur — hér skallar hann í slá. vörn, 4 fram og 2 menn á miðj- unni. Leik náðu þeir aldrei að hyggja upp og KR-ingar kyrktu allar tilraunir þeirra í fæðingu. Þar við bættist að Hafnarfjarðar liðið var þyngra en er það mætti Skagamönnum. • Fleiri mörk. Og mörk KR komu eins og á færibandi. Á 16. mín. leikur Gunnar Guðmannsson að enda- mörkum og gefur út og fyrir. Helgi Jónsson er í-góðu færi og afgreiddi í netið á skjótan hátt. Á 32. mín. kemur 4. markið. Þórólfur leikur upp hægri væng gefur út og fyrir og Sveinn skor ar örugglega með hæðarskoti. Á 42. min. missir Karl af hættu lítilli sendingu út á kantinn. Þór ólfur kemst inn fyrir og skorar í mannlaust markið af þröngu færi. öll þessi sókn KR var nær aldrei rofin af upphlaupum Hafn firðinga. Þeim tókst sjaldan að byggja upp sókn og aldrei að ógna marki KR. Bergþór komst þó í færi síðast í hálfleiknum en skot hans var máttlaust. Danirnir fara ekki ósigraðir í BLAÐINU í gær var frá því skýrt í myndatexta að danska liðið Lyngby Böldklub hefði unn ið alla sína leiki hér á landi. En við getum nú með ánægju leið- rétt þetta ranghermi. Danirnir brugðu sér til Eyja Og léku þar tvo leiki við 2. aldursflokk knattspyrnumanna þar. Annan leikinn unni Danir með 2 mörk um gegn 1 en hinn unnu Vest- mannaeyingar með 3 mörkum gegn 1. Vestmannaeyingar, sem að von um eru leiðir yfir ranghermi blaðsins — eru beðnir velvirðing ar á þessum mistökum, sem urðu á „meginlandinu". • Jafnari leikur. f síðari hálfleik tóku Hafn- firðingar aftur upp hið vanalega WM kerfi ísl. liða. Leikurinn var mun jafnari enda var mun dregið úr fjöri KR-inga og fallegri upp- byggingu. Tvö urðu mörk KR á 15. mín. sendi Gunnar Guðm.. fyrir frá kanti. Þórólfur lagði fyr ir fætur sér og skoraði örugglega og fallega. 5 mín. síðar sendi Gunnar aftur fyrir. Þórólfur hleypur að Og skorar 7. markið með skalla. Hafnfirðingar náðu örfáum upp hlaupum. Úr hornspyrnu átti Ragnar stangarskot og einu sinni varð Heimir að leggja sig fram til að bjarga. Síðast var fast sótt að Hafnar fjarðarmarkinu en Guðs lán og góð frammistað Karls markvarð ar forðuðu fleiri mörkum. Hafnarfjarðarliðinu, sem skip- að er lítt reyndum mönnum, mis tókst alveg sín annars skemmti lega leikaðferð gegn hinum reyndu og fljótu KR-ingum. Beztur Hafnfirðinga var Karl í markinu. Albert kom nú lítt við sögu ólíkt því sem var á Akra nesi s.l. sunnudag. ANNAR hópur íslenzkra íþrótta- manna er nú á förum til Fær- eyja. Eru það handknattleiks- menn úr meistaraflokki Ármanns. Á mánudagskvöldið héldu ís- landsmeistarar Akraness í knatt- spyrnu þangað Og keppa báðir flokkarnir á Ólafsvökunni. Ármenningar fara 10 saman til Færeyja og verður fararstjóri Stefán Gunnarsson. Fara Ármenri ingarnir för þessa í boði íþrótta- félagsins Kyndils í Færeyjum. KR-ingar náðu í upphafi mjög góðum leikkafla og þá gekk líka allt í sögu fyrir þeim. Fyrstu mörkin höfðu sín áhrif bæði á þá Og mótherjana. Þá var megin styrkur liðsins fólgin í leik upp kantana og styrkri aðstoð fram- Góður árangur Þróttara í Danmörku FLOKKUR 3. fl.-drengja úr Þrótti fór nýlega utan til Dan- merkur Og hefur nú leíkið þrjá leiki í knattspyrnu og einn í hand knattleik. Úrslit hafa orðið þessi: Þróttur — Holbæk 1:2 Þróttur — Holbæk 3:3 Þróttur — Svinningen 3:1 og í handknattleik Þróttur — Holbæk 19:10. Þróttarar munu leika 5 leiki í knattspyrnu til viðbótar. Láta þeir hið bezta af móttökunum, en það er Holbæk IF, sem heíur veg og vanda af þeim. Er hér um gagnkvæmt boð að ræða og koma Færeyingarnir hingað til íslands á vegum Ár- manns næsta sumar. Ármenningar leika fyrsta leik sin í Færeyjum á sunnudaginn en alls leika þeir 4 leiki í þess- ari för. Myndir sem hér fylgja er af Ármannsliði. Vantar nokkra þeirra á hana sem til Færeyja fara. varðanna við sóknina. Síðar fór þetta úr lagi og gekk þá ekkl eins vel fyrir liðinu. Af þessum leik verða KR-ingar ekki dæmd ir, til þess voru yfirburðir þeirra of miklir. — A. St. | Bridge QtftHÚJÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍtfÚ BRIDGESAMBAND íslands hef- ur nú ákveðið hvaða pör bæt- ast við lið þau er sigruðu í úr- tökukeppninni á Evrópumótið. Þeir Guðlaugur Guðmundsson og Lárus Karlsson hafa verið valdir til þess að vera með sveit Stefáns J. Guðjohnsen, en auk Stefáns eru í sveitinni Sveinn Ingvarsson, Jóhann Jóns son og Eggert Benónýsson. Þær Ósk Kristjánsdóttir og Magnea Kjartansdóttir munu spila með sveit Laufeyjar Þorgeirsdóttur en auk Laufeyjar eru í sveit- inni Margrét Jensdóttir, Vigdís Guðjónsdóttir og Hugborg Hjartardóttir. Fararstjóri á Ev- rópumótið verður Ólafur Þor- steinsson. Þetta er í annað sinn sem íslenzk kvennasveit tekur þátt í Evrópumóti, fyrst var send sveit árið 1958. Sú sveit var þannig skipuð: Laufey Þorgeirsdóttir, Krist- jana Steingrímsdóttir, Eggrún Arnórsdóttir, Magnea Kjartans- dóttir, Vigdís Guðjónsdóttir og Hugborg Hjartardóttir. Sveitin náði all-góðum ár- angri, þegar tekið er tillit til að þetta var í fyrsta sinn sem sent var utan til keppni. Sveit- in vann Austurríki og Finnland, en gerði jafntefli við írland, Noreg og Þýzkaland. Bridgesamband íslands hefur ákveðið að efnt skuli til keppni nk. föstudagskvöld milli syeitar Stefáns J. Guðjóhnsen og sveit- ar Einars Þorfinnssonar. Mun keppnin fara fram í Breiðfirð- ingabúð og hefst hún kl. 7. —' Allur leikurinn, þ. e. 40 spil, verður sýndur á sýningartjald- inu, sem hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli áhorfenda, Vafalaust verður þarna um spennandi keppni að ræða og verður gaman að sjá hvernig ut- anförunum vegnar. í sveit Einars Þorfinnssonar eru auk hans Gunnar Guð- mundsson, Kristinn Bergþórs- son, Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. Atvinna Höfum atvinnu fyrir stúlkur á aldrinum 18—40 ára við ýmiss störf í bænum og ut- anbæjar. Vinnufiiiðlunin Laugavegi 58 — Sími 23627 T résmíðaverkstæði í fullum gangi til sölu. Mjög góð vélasamstæða. — Verð kr. þrjú hundruð þúsund. — Sér sala á húsnæði eða vélum kemur einnig til greina. — Upplýsingar í síma 33526 og 17583. Stangaveiðimenn Nýkomin veiðistígvél, létt og góð. — Kosta aðeins 348,50. — Póstsendum. Kjörgarði — Sími 13508 Ármenningar leika hand- knattleik í Fcereyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.