Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. agúst 1961 Gengið var fellt í verkföllunum Rétt skráning staðfesting á orðnum hlut HIN U M pólitísku samn- ingum SÍS og kommúnista um miklu hærra kaup- gjald en atvinnuvegirnir gætu staðið undir var ætlað að kollvarpa efna- hag landsins og þar með Viðreisnarstjóminni. Hvor ugt þetta tókst, þar sem ríkisstjómin brást fljótt og hraustlega við hinum nýja vanda. Hins vegar tókst að fella gengi ís- lenzku krónunnar og ný skráning hennar er aðeins staðfesting á því, sem varð í verkföllunum. Stjórnin hafði lýst því yfir að hún myndi reisa við efnahag landsins. Hún hefur nú sýnt svo ekki verður um villzt að þeirri stefnu mun hún fylgja, hvað sem stjórnarand- stæðingar reyna að gera til að eyðileggja efnahags- kerfið. Að sjálfsögðu tefja verkföllin og hin pólitísku svik fyrir efnahagsupp- byggingunni og fresta þeim kjarabótum, sem voru á næsta leiti. En hinu fá þau ekki um breytt að viðreisnarstefn- unni verður haldið áfram, og fjárhagurinn treystur á ný. íslendingum er það líka lífsnauðsyn að búa við svipaða stjórnarhætti í efnahagsmálum og ná- grannaþjóðimar, ekki sízt vegna þess að innan skamms hljótum við að verða að taka þátt í efna- hagssamstarfi Evrópu- þjóðö, sem nefnt er Efna- hagsbandalagið, eða Sam- eiginlegi markaðurinn. Ef við byggjum áfram við ó- stjórn þá, sem einkennt hefur íslenzkt efnahagslíf síðasta hálfan annan ára- tuginn og allt þar til efna hagsráðstaf anirnar v o r u gerðar í fyrra, værum við ekki hlutgengír í neinu samstarfi lýðræðisþjóða á fjármálasviðinu. Þar við bætist svo, að hin ranga stjórn efnahagsmála, sem hér ríkti, færði okkur ekki kjarabætur á meðan allar aðrar þjóðir sóttu fram til bættra kjara. Því neitar enginn að næstu mánuði, fram undir áramótin, hefðu Islending ar getað búið við betri kjör, ef ekki hefðu þegar verið gerðar ráðstafanir til að skrá rétt gengi ís- lenzku krónunnar. En um áramótin hefði fiskveiði- flotinn stöðvazt og þá hefði allur gjaldeyrisvara- forðinn verið uppurinn. — Jafnframt hefðum við þá glatað trausti því, sem endurreist hefur verið hjá erlendum lánastofnunum, og loks hefði jafnvægis- leysi það, sem leiðir til verðbólguþróunar, náð að festa rætur. Áreiðanlegt er að frest- un á gengislækkun hefði mjög torveldað lausn efna hagsmálanna til frambúð- ar. Um leið og íslenzka stjórnin byggir upp það, sem bandaiag Framsóknar manna og kommúnista hef ur rifið niður, treystist hún sjálf mjög í sessi, því að allur fjöldi íslendinga vill að vandamálin séu tekin föstum tökum og fólkinu sagður sannleikur- inn. — Um þessi mál er rætt í ritstjórnargreinum blaðs- ins í dag. Grípa A.-Þjóöverjar til vopna? DAGBLAÐIÐ „Daily Ex- press“ hefur skýrt frá því, að samkvæmt fregnum frá utanríkisráðuneyti Bretlands virðist andstaða íbúa Aust- ur-Þýzkalands gegn Rússum orðin svo mikil, að hætta sé á að upp úr kunni að sjóða áður en langt um líður. — Bendi ýmislegt til þess, að Berlínardeilan geti orðið or- sök þess, að Austur-Þjóð- verjar grípi til vopnaðrar uppreisnar gegn kommúnista stjórninni í landinu. Blaðið segir, að landvarna- ráðherrar Bretlands og Banda- ríkjanna hafi rætt þetta mál og Skákin S V A R T : Síldarverksmiðja ríkisins Raufarhöfn ABCUEFGH Hi mmxmm ABCDEFGH H V I T T : Síldarverksmiðja ríkisins Siglufirði Raufarhöfn leikur: Dd8 — c7 Siglufjörður svarar: KcGxbé. séu ríkisstjórnir Vesturveldanna sammála um, að slík vopnuð uppreisn í Austur-Þýzkalandi gæti leitt til hættulegra keðju- verkana. Muni framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins jafnvel vera viðbúinn því að koma í veg fyrir að Vestur- Þjóðverjar komi löndum sínum handan markanna til aðstoðar ef til tíðinda dragi. Ennfremur verða Vesturveld- in að íhuga hvað gera skuli, ef Krúsjeff skyldi nota sér upp- reisn í Austur-Þýzkalandi til þess að innlima alla Berlínar- borg í A-Þýzkaland. Atlantshafsbandalagið kann því að verða í þeirri aðstöðu er HirSuleysi fólks veldur F. í. óþægindum í GÆR fóru Flugvélar sjö ferðir með þj óðhá tíðargesti til Eyja og væntanlega verða jafnmargar í dag, ef veður leyfir. Sverrir, af- greiðslustjóri hjá Flugfélaginu, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að 8 manns væru að jafnaði á bið- lista í hverri ferð. Sagði, hann að mikil brögð væru að því, að fól'k pantaði far, hætti við að fara, en léti félagið ekki vita. Þess vegna væri í flestum tilfell um óhætt að bóka í hverja ferð 8 manns umfram það sem flugvél in tekur. Sagði hann þetta hirðu leysi fólks valda afgreiðslunni miklum erfiðleikum. Sætum væri hadið lausum fram á síðustu stundu fyrir þá, sem pantað hefðu — og þeir, sem á biðlista væru, yrðu að bíða í óvissu úti á vellj til brottfarar. haustar, að hafa herlið sitt reiðubúið við mörk Austur- og Vestur-Þýzkalands til þess að vernda líf og hag tveggja milljóna íbúa Vestur-Berlínar, en verða jafnframt, að, sýna fram á, að þeir séu þess alls ófúsir að veita aðstoð þeim 17 milljónum Austur-Þjóðverja, sem kunna að reyna að losna undan oki sovétstjórnarinnar. Veiði 40 mílur út af Austf iörðum MIKIL veiði var í fyrradag um það bil 40 mílur út af Gerpis- grunni, en engin veiði í gær. Veðurspáin er hagstæð, og menn vongóðir. Ægir segir í útvarpi sínu, að nóg rauðáta sér í sjón- RAUFARHÖFN Hér lestar Reykjafoss í dag til Svíþjóðar 4500 tunnur. Hingað komu allmörg skip með síld. SIGLUFIRÐI, 2. ág. — Hingað komu sjö skip í dag með tæp átta þúsund mál bræðslusíldar. Eitt þeirra var norskt síldar- flutningaskip, Jolitha, sem Síld- arverksmiðjur rikisins hafa tek- ið á leigu, og var með rúm fjögur þúsund mál. Hér er enn unnið á vöktum í verksmiðjun- Síldar- vísur 1 Mbl. 30. 7. birtust nokkrar skammavísur um Siglufjörð, ættaðar frá Raufarhöfn. Voru þær gleðilegur vottur manns- blóðs í æðum austverja og skap hita. Ein stakan fjallaði um „heila“ og „vitsmuni". Það ger- ir þessi líka: Eitt er Raufarhafnar hjú, sem hefur vísur krotað. Handan vits er heilabú hans — og lítið notað! Þá eru hér tvær, sem við skulum, háttvísinnar vegna, kalla öfugmælavísur: Ef að lifði Axlar-Bjöm, illum vættum háður, ríkja myndi á Raufarhöfn, og reynast verri en áður. Mjúkum höndum móta leir, meðan draga ýsur, öllum stundum yrkja þeir axarskafta-visur. Vna 15 hnúfar\ SV 50hnútar K SnjHoma * 05) -<■ V Skúrir K Þrumur msi. KuUoakH Hitaikil Hi Hmt L&Lmoi EF veðurkortið verður ekki látið standa á höfði að þessu sinni, sýnir það allmikið lægð- arsvæði yfir vestanverðu Grænlandi og annað yfir Norð urlöndum. Þar á milli er breið ur hæðarhryggur, sem nær suður um Azoreyjar. Á því svæði eru vindar hægir og víðast þurrt veður. — Við Suð ur-Grænland eru veður rys- jótt, allhvasst Og rigning sums staðar. í Brattahlíð er óvenju- lega greinilegur hnúkaþeyr (föhn-vindur), 17 stiga hiti og bjart veður. Austan við Hvarf (á Kristjánssundi) er hins veg ar norðan hvassviðri, rigning og 7 stiga hit'. Veðurútlit kl. 10 í gærkvöldi: Grunn lægð yfir sunnan- verðu Grænlandshafi áhreyf- ingu aust-norð-austur. S-Vest- urland og Faxaflói, hægviðri og bjartviðri í nótt, en þykkn ar upp með suðaustanátt á morgun, hætt við rigningu s.d. Breiðafjörður til Austfj.: — Hægviðri, víðast léfctskýjað á morgun. S-Austurland: Hægviðri og bjartviðri, en þykknar upp, þegar liður á morgundaginn. um, en síld hefur ekki verið söltuð hér í marga daga. Flest aðkomið verkunarfólk er farið heimleiðis. — Stefán. j~ NESKAUSTAÐ, 2. ág.: — Vinnsla mun aftur hefjast í fyrramálið í síldarverksmiðjunni hér í Nes- kaupstað. Þyrill er nýkominn hingað og verður tærrtdur hér af olíu, og mun taka í staðinn 6—700 tonn af síldarlýsi. Héðan fer Þyrill á Vopnaíjörð Og á að taka eitthvað af lýsi þar. Eftir nokkra daga er von á öðru skipi hingað, sem á að taka meira magn. VESTMANNAEYJUM, 2. ág.: — Hingað eru væntanlegir sex bát- ar með afla í kvöld frá síldar^ miðunum fyrir austan. Fjórir þeirra eru Eyjabátar. Verksmiðj- an hér bræðir liðlega 1500 mál á sólarhring. — Björn. ESKIFIRÐI, 2. ág.: — Almenn veiði mun hafa verið í nótt og 1 morgun. Einhver bræla er á mið- unum, en þó hægt að veiða, en það mikil að bátar treysta sér ekki norður. Nokkrir bátar lönd- uðu í dag. — G.N. Voknoði Ivisvor viö vondon droum . ABFARANÓTT miðvikudags1 var brotizt inn í verzlunina „Kjólinn" í Bankastræti 11. Innbrotsseggur hafði kynnt sig fyrir hans hátign Bakkusi kon ungi um kvöldið, en eins og kunnugt er, verða gestir hans stundum syfjaðir yfir veiting- um hans. Því fór svo, að laga- brjótur og siðgæðis sofnaði svefninum óréttlátra á athafna svæði sínu miðju, þ. e. á búð argólfinu. Þar mun hann svo hafa vaknað um sjö-leytið í morgun við vondan draum og hraðað sér á brott. í flýtisasanum tapaði hann veskinu, svo að lögreglan átti hægt um vik að taka hann fastan um morguninn heima í volgu rúminu, því að nafn og heimilsfang var í veskisskjöl- unum. Vaknaði hann því tví- vegis á sama morgni við vond an draum. Þýfið var lítið og ekki í þjófsfórum, heldur fal- ið í verzlunarhúsnæðinu. Hver ók með birkihríslur í Borgarfirði? Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ um kl. 22,30 var flutningabifreið af Mercedes Benz-gerð á leið norður á veginum fyrir Ofan Hvanneyri í Borgarfirði. Þá kom þar á móti gráleit Moskvits-bifreið á leið suð ur. Þegar bílarnir mættust, hrökk steinn undan hjólum Moskvits- bifreiðarinnar í framrúðu flutn- ingabifreiðarinnar og mölbraut hana. Bílstjórinn á vörubílnum segir, að tvær hríslur hafi verið bundnar fram á Moskvitsbifreið- ina. ökumaður hennar er vin- samlega beðinn að hafa samband við rannsóknarlögregluna. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.