Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 11
V Fimmtudagur 3. ágúst 19S1 MOrtGVNBLAÐlÐ 11 Enginn hefur unnið betur að nátt- úruvernd en Skdgrækt ríkisins Allir ræktunaraðilar verða að vinna saman Samtaí við Steindór Steindórsson menntaskólakennara fr Morgunblaðið hitti Stein- idór Steindórsson, mennta- skólakennara á Akureyri, á förnum vegi hér í Reykjavík í gær. Kvaðst hann vera á leiðinni upp á Hrunamanna- afrétt til þess að undirhúa þar gerð grófíurkorta, svip- uð þeim, sem gerð hafa verið af Gnúpverjaafrétt og Bisk- upstungnaafrétt. Hefur Stein dór Steindórsson unnið með þeim dr. Birni Jóhannes- syni og Ingva Þorsteinssyni, búfræðikandidat, að gerð þessara gróðurkorta. Mbl. spurði Steindór að því hver væri tilgangurinn með þess ari kortagerð. — Hann er sá, að fá yfirlit yfir gróður afréttanna og nota það síðan sem undirstöðu að áætlun um beitarþol þeirra. Ég hef verið hinn gróðurfræðilegi ráðunautur þeirra dr. Björns Nkrumali sammála Krúsjeff A.-BERLÍN 1. ág. (Reuter) — Nkrumah, forseti Ghana, kom í skyndiheimsókn hingað í dag en hvarf aftur til Prag í kvöld. Hann kom hingað aðeins til þess að veita móttöku heiðurs doktors-gráðu við Humbolthá- skólann. Nkrumah er nú á ferð um kommúnistaríkin — og brátt mur hann halda til Kína. — Hann sagði í A.-Ber- lín í dag, að þessi „yfirreið" sín væri gerð í þeim tilgangi einum að koma á verzlunar- samböndum — „ekki til þess að leita aðstoðar". Áður en Nkrumah kom til Prag, hafði hann verið í Búda Pest — og var þar lesin upp yfirlýsing frá honum í útvarp í dag, þar sem hann lýsir stuðningi við stefnu Sovétríkj anna í afvopnunarmálum, og j af nframt studdar kröf ur þeirra um friðarsamning við Þýzkaland og „lausn Berlínar vandans". — Er hér um að ræða endurtekningu yfirlýs- inga Nkrumah í Moskvu á dögunum. Naðran lenti inni á iiárakarastofu AKRANESI, 31. ágúst. — Síðast liðinn fimmtudag kom iturvax- inn 15 ára piltur, Jón Hallvarðs son að nafni, askvaðandi eftir nýsteyptri Vesturbrautinni, á skellinöðru sinni. Á móts við rakarastofu Geirlaugs Árnason- ar fötuðust honum gripin á stýr inu. Naðran skelltist á læsta hurðina, læsingin hrökk sundur, og á næsta augnabliki sat öku- maðurinn í sæti farartækisins inni á gólfinu fyrir framan epeglana. — Menn geta rétt eert sér í hugarlund hvílíku felmtri hefði slegið á lýðinn, ef þetta hefði gerzt í starfstíma, gólfii og Ingva Þorsteinssonar við þessi störf. Er áformað að vinna að þessari kortagerð á afréttum landsins eftir því sem fé fæst til framkvæmda. Xeiknuð eftir flugmyndum — Er þetta ekki alldýrt verk? — Jú, það kostar geysilega vinnu. Gróðurkortin eru teikn- uð eftir flugmyndum og gróð- urlendin síðan mörkuð inn á myndirnar og mælt eftir því. Eitt hefti er komið út af þess- um gróðurlýsingum, ásamt kort- um af Gnúpverjaafrétt. Kort og gróðurlýsing af Biskupstungna- afrétt er í undirbúningi. Byrjað var á þessu starfi árið 1955. Það er mín skoðun að það geti haft mikla þýðingu, bæði fyrir vernd landsins og búfjárrækt landsmanna. — Að hvaða verkefnum öðr- um vinnur þú um þessar mund- ir? — Ég hef unnið hjá Skóg- rækt ríkisins að því að gera yfirlit um botngróður í skóg- lendum hér á landi. Hefur Haukur Ragnarsson, skógfræð- ingur, unnið með mér að því. í sumar höfum .við verið að þessu starfi í Haukadal og í Jafnaskarði í Norðurárdal. Hér er um að ræða byrjun- arrannsóknir. Vinnum við að því að fá yfirlit um hvaða gróðurfélög eru í skógsverðin- um hér á landi. Tilgangurinn með rannsóknunum er að fá úr því skorið, hvort gróður skóg- svarðarins geti gefið bending- ar um hæfni iandsins til skóg- ræktunar. Byrjuðum við á þessu í fyrrasumar. Sorglegar umræður — Undanfarið hefur mikið verið rætt um náttúruvernd og skógrækt. Hvað vildir þú leggja Steindór Steindórsson: — Smekksatriði hvað spillir náttúrufegurð landsins. til þeirra umræðna? — Ég verð að segja að mér hafa fundizt þessar umræður mjög sorglegar. Náttúruvernd og skógrækt miða að hinu sama: Að því að gera landið betra. Árekstrar milli þessara aðila eiga því ekki að geta komið fyrir. Ég leyfi mér að staðhæfa, að tilraunir skógrækt arinnar séu búnar að sýna og sanna að hér geta vaxið upp skógar af erlendum trjátegund- um. Glöggt dæmi um það er til dæmis lerkiskógurinn á Hall- ormsstað. Skógræktin á íslandi er mikilvægt ræktunaratriði. Sumir náttúruverndarmenn virðást vilja fara mjög gæti- lega í að flytja inn erlendar trjátegundir. En þá er það orð- ið hreint þjóðhagslegt atriði, hvort við eigum að kasta frá okkur þeim möguleika, sem skógræktin er búin að sýna að er fyrir hendi til þess að gera framleiðslu landsins meiri og fjölbreyttari. Barrskógarnir verðmætari Alfriðað land sem skógar- kjarr finnst í eða í námunda við verður fljótlega vaxið birki- skógi. Nú er það vitað að barr- skógar eru miklum mun verð- mætari en birkið. Það virðist því lítil hagsýni í því að rækta barrskóginn ekki á slíkum stöð- um. Hann vex þó fjórum til fimm sinnum örar en birkið okkar. — En hvað um þá kenningu að barrskógarnir spilli náttúru- fegurð landsins? — Um hana er í fyrsta lagi það að segja að það er smekks- atriði, hvað spillir náttúrufeg- urð landsins. Annað atriði er það, að víðátta er svo gífurleg hér á landi að jafnvel þótt unnið væri ötullega að skógrækt á næstu árum myndi barrskóg- anna ekki gæta neitt að ráði í landslaginu. Við skulum taka Haukadalshlíðar sem dæmi. Þær eru nú alvaxnar birki- kjarri sem verið er að breyta í barrskóg. Ég leyfi mér að spyrja: Getur þú eða aðrir séð ein- hver landsspjöll í þessu skóg- ræktarstarfi? Ég sé það ekki. Allt annað mál er það, að einstakir staðir kunna að vera þannig, að þar eigi ekki að rækta barrskóg. En um það eiga skógrækt og náttúruvernd að koma sér saman í allri vin- semd í stað þess að deila og níða skóinn hver niður af öðr- um. Það er mergurinn málsins í þessu öllu saman. Að mínu áliti hefur enginn aðili ennþá unnið meira að náttúruvernd hér á landi en Skógrækt ríkisíns. Sem dæmi um það mætti nefna friðun Þórsmerkur og Dimmuborga, sem Skógræktin beitti sér fyrir að friðaðar væru. Ég legg áherzlu á það að góS og náin samvinna ríki milli þessara ræktunaraðila, segir Steindór Steindórsson að lokum. Síðan leggur þessi ágæti vís- indamaður og náttúruskoðari af stað inn í óbyggðimar, þar sem hann vinnur að gerð gróður- korta af Hrunamannaafrétt. Þar mun gott að dvelja undir mið- sumarssól. S. Bj. Þeir stækka ,ÞAÐ er ekki aðeins á gamla [Fróni, sem æskan í dag er ihávaxnari en fyrri kynslóðir.i |Svipaða sögu er að segja frá flestum vestrænum löndum a. m. k. Frændur okkar, Norðmenn, munu ekki vera verulegir eft- irbátar Okkar að því er þessa þróun varðar — en samkvæmt hæðarmælingum, sem fram- kvæmdar voru innan norska hersins á sl. ári, reyndist með- alhæð hermannanna vera 177,2 sentímetrar. Er þessi tala álit-* 1 in gefa nokkurn veginn rétta heildarmynd í þessum efnum, þótt hún sé takmörkuð við heri *inn, eins og fyrr segir. 1 Kennedy hann en fær bað meira um Fj árliagsnefnd Öldungadeildarinnar vill veita 4,5 milljarða dollara til landvarna, í stað 3,5 millj. Washington, 1. ágúst. (NTB/ AFP/Reuter ) FJÁRHAGSNEFND öldunga deildar Bandaríkjaþings lagði í dag einróma til, að auka- fjárveiting sú, sem Kennedy forseti hefur beðið um til Fjandmaður Lumumba forsætisráðherra Kongó Cyrille Adoula, nuverandi innanríkisráðherra, falin stjórnarmyndun Leopoldville, 1. ágúst. (Reuter) KASAVUBU, forseti Kongó, hefur falið Cyrille Adoula, núverandi innanríkisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn fyrir væntanlegt sambands- ríki Kongó. Jafnframt var tilkynnt, að Joseph Ileo, for- sætisráðherra bráðabirgða- stjórnar þeirrar, sem Kasa- vubu skipaði í febrúar sl., hefði lagt fram lausnar- beiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Er gert ráð fyrir, að Adoula lýsi brátt stjórnar- myndun fyrir Kongóþingi, sem nú situr á rökstólum í Louvanium-háskólanum — eftir að hafa verið leyst upp um 10 mánaða skeið. Hið nýja forsætisráðherra- efni var eitt sinn samstarfsmað- ur Patrice Lumumba, hins myrta (fyrsta) forsætisráðherra Kongó — en með þeim urðu fullkomin vinslit alllöngu áður en landið hlaut sjálfstæði, og var Adoula síðan harðvítugur andstæðingur Lumumba. Adoula var einnig meðal þeirra ráðherra, er undirrituðu skipunina um handtöku Tsjom- bes, forsætisráðherra Katanga, í maínmánuði sl. — Um helg- ina kom Tsjombe til Brazza- ville í Kongólýðveldinu (áður Franska-Kongó) og hugðist eiga þar fund við Kasavubu. Var það Fulbert Youlou, forseti lands- ins, sem reyndi að koma þess- um fundi á, í því skyni að sætta þá Kasavubu og Tsjombe. En ekkert varð af fundinum, og hélt Tsjombe heimleiðis aft- ur í morgun. Er hann var spurð ur, hvað honum sýndist um hið nýja forsætisráðherraefni í Kongó og þróun mála þar yfir- leitt, anzaði Tsjombe aðeins, súr á svip: „É get ekkert sagt, eins og stendur. Mér líður hreint ekki vel“. — Frétta- menn eru þó þeirrar skoðunar, að ekki sé útilokað, að á kom- ist bráðlega ráðstefna með þeim Kasavubu, Tsjombe og Antoine Gizenga í Stanleyville, og verði hún þá sennilega hald- in í Brazzaville. þess að unnt verði að auka hernaðarmátt Bandaríkjanna, v e g n a Berlínardeilunnar, verði hækkuð um 1 milljarð dollara. Kennedy fór fram á 3,5 milljarða dollara auka- fjárveitingu í þessu skyni, en nefndin leggur til, að upp- hæðin verð'i 4,5 milljarðar. Fjárhagsnefndin leggur til, að 525 milljónum dollara af upp- hæðinni verði varið til að auka framleiðslu langfleygra sprengju þota — og 448 milljónum til þess að flýta framleiðslu hinn- ar risastóru B-70 sprengjuþotu, sem á að fljúga með meiri hraða en hljóðið. — Kennedy hafði ekki beðið um aukin út- gjöld til framleiðslu þeirra sprengjuflugvéla, sem þegar eru framleiddar, en hins vegar fór hann fram á 220 millj. doll- ara til B-70 áætlunarinnar. — ★ — I fær samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp, sem veitir forsetanum heimild til að kalla 250 þúsund menn úr vara- liðinu til fullrar herþjónustu — og að lengja um allt að 12 mán- uði herskyldutíma þeirra 2,5 milljóna manna, sem þegar gegna fullri þjónustu í land- her, flugher og flota. — Áður hafði öldungadeildin samþykkt frumvarpið — og við atkvæða- greiðsluna í fulltrúadeildinni var það samþykkt með 403 atkvæð- um, en einungis tveir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.