Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 6
6 ÍORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. ágúst 1961 t HÉR á landi er nú staddur norski arkitektinn Karstein Vik, en hann var ásamt bróð ur sínum sá fyrsti, sem hóf eidi lax og silungs í sjó. Þeir hræður settu klak- og eldis- stöð sína á stofn fyrir 6 ár- um og er hún við Sykkyl- ven rétt hjá Álesund í Nor- eði. — Góð skilyrði hér á landi á dag. í Ameríku sagði hann, að það tíðkaðist aftur á móti að nota flóð og fjöru til að skipta um í þrónum, en með því móti yrði framleiðslan 8 fallt minni. Á stöð sinni, sagði Karstein Vik aðallega vera seiði, siem seld væru til annarra eldisstöðva og framleidd'U þeir 2% milljón seiða á ári. f stöðinni hafa þeir eingöngu lax og silung, sem þeir hafa sjálfir alið upp. Eru fiskarn ir í stöðinni allan tímann og svila hængarnir í meðaltali 4 sinnum, en álitið hefur verið að þeir gætu ekki svilað nema einu sinni. Eins og áður er sagt var stöð Vik bræðranna sú fyrsta sinnar teg- undar í heiminum, hvað snerti eldi laxa og silunga. Síðan hefur þessi aðferð orðið mjög vinsæl í Noregi og er jiú í undirbúningi smíði 100 slíkra og eru nokkrar nú þegar teknar til starfa. bað tekur 3—4 ár að ala upp full- vaxna laxa, en þá eru þeir seldir til neytenda. Lax og silungur til útflutnings Stöðin á Búðaósi mun ala upp lax og silung til manneldis og sagði Gísli að þeir mundu flytja hann út og að sögn Karsteins Vik væri markaður fyrir lax og sil- ung í öllum heiminum. Mun ódýrara er að ala fiskinn í sjó heldur en í fersku vatni og sagði Karstein Vik að fóðrið fyrir regnbogasilung í fersku vatni væru 7—10 kg. á hvert fiskkíló, en aðeins 4 kg. þegar um sjó- eldisstöðvar væri að ræða. Gert er ráð fyrir að íslending- ur fari utan og læri eldi lax og silungs í sjó við stöð bræðranna í Noregi. Mun hann síðan starfa við stöðina á Búðaósi og fer utan á vegum Búðaóss h/f. Mót binind ismanna UM Verzlunarmannahelgina verð ur haldið mót bindindism.anna í Húsafellsskógi. Umdæmisstúkan nr. 1 í Reykjavík, sem er sam band allra stúkna á suðvestur- landi hefur haft forgöngu um mótið og kosið nefnd til að ann- ast undirbúning þess, og hafa stjórn þess á hendi. Mótið verður sett á laugardags kvöldið þann 5. ágúst n.k. Verð ur gist í tjaldbúðum á afgirtu svæði við Selgil. Á mótinu verða nokkur stutt dagskráratriði til skemmtunar. Á laugardagskvöld ið verða varðeldar og almennur Söngur. Á sunnudag verður efnt til gönguferða um nágrennið m, a. verður farið að Surtshelli. Á kvölldin verður dansað úti et veður leyfir. Á mótsstað verður til sölu mjólk, gosdrykkir og sæl- gseti. 1 Mótinu verður slitið fyrir hád. á mánudaginn 7. ágúst. Sætaferðir verða frá BSÍ. Vegagerð í Arneshreppi GJÖGRI, 1. ágúst. — Miklir ó. þurrkar hafa verið hér síðan sláttur byrjaði, og er útlitið ljótt, ef þurrkar koma ekki næstu daga. — Talsvert hefur verið hér um vinnu síðan verk- fallinu lauk. Er verið að gera nýja brú á Djúpá, og gengur það verk með forgangshraða. Tvær smáýtur byrjuðu fyrir nokkru á vegagerð í Kjörvogs- hlíð, og gengur það verk ekki með forgangshraða, því þar er vont land að vinna. Eru hrepps- búar alveg hissa á því, að vegamálastjóri skuli leyfa, að svona lítilvirk tæki skuli látin vinna svo erfitt verk. Hér hefði þurft stóra og kraftmikla ýtu, til þess að verkið gengi vel. — Er leitt til þess að vita, loks þegar lagðir hafa verið pening- ar til vegagerðar, að þá skuli ekki mega hafa fljótvirk tæki, til þess að verkið gangi bæði fljótt og vel. — Regína. Karstein Vik er hér á landi á vegum hlutafélagsins Búðaós og bauð Gísli Indriðason fréttamönn um á fund með honum. Gísli hef ur lengi haft hug á að koma upp sjóeldisstöð hér á landi og fór t*l Noregs og kynnti sér starf- semi Vik bræðranna þar. Hefur nú verið samið um það, að Kar- stein Vik teikni eldisstöð, sem fyrirhugað er að byggja við Búða ós og hefur hann þegar gert upp- drátt af henni. Gert er ráð fyrir að hafizt verði handa um bygg- ingu stöðvarinnar í haust. Karstein Vik sagðist hafa ferð- ast nOkkuð um landið og sagði, að skilyrði til sjóeldis hér á landi væru mjög góð. Það, sem þyrfti að vera fyrir hendi á þeim stað, sem reisa ætti slíka klak Og eldis stöð væri á og láglend strönd. Nýtur vinsælda í Noregi Aðferð sú, sem Karstein Vik og bróðir hans nota í eldisstöð sinni, er að þeir dæla sjónum í þrærnar og skipta um þrisvar * Líknargjafaspjöld handa sjúklingum M. S. skrifar mér af Landsspítalanum: „Það mun lengi hafa verið siður að færa sjúklingum blóm, og er það vissulega fagur siður, því að blóm eru eitt af dásamlegustu fyrir- bærum náttúrunnar. Þó verður mörgum lang- legusjúklingnum stundum hugsað til allra þeirra fjár- muna, sem safnast mundu, væri andvirði þeirra blóma, sem vinir hans og velunnar- ar hafa fært honum, saman- komin í einn sjóð — því blóm eru dýir. Hvernig væri að félög, eins og til dæmis „Samtök lam- aðra og fatlaðra", „Krabba- meinsfélagið", sjúkrahúsbygg ingarsjóðir o. s. frv. hefðu þann hátt á að gera kort, gjaman blómakort, sem á væru letraðar vísur eða brot úr fallegum kvæðum, jafnvel málshættir eða spak- mæli og væru slík kort höfð til sölu í bókabúðum eða hjá félögunum sjálfum og í sjúkrahúsunum. Réði þá kaupandi í hvaða líknarsjóð andvirði kortsins rynni og gæti jafnframt bætt við lág- marksverð þess að villd. Mig langar aðeins að koma þessu hér á framfæri til at- hugunar, þvi að mér er vel kunnugt um, að margir sjúklingar eru sama sinnis og ég í þessu máli“. • ^ilómii^igajað Ég er hræddur um um M. S. skilji ekki almennilega hvaða hugsun liggur til grundvallar því, að fólk fær- ir henni blóm. A.m.k. hef ég aldrei litið svo á, að verið væri að eyða í sjúklinga ein- hverri ákveðinni upphæð i peningum, ef komið er með fallegan blómvönd til þeirra, heldur sé verið að reyna að gleðja þá með gjöfinni. Sjúklingur, sem liggur rúmfastur og hefur ekkert annað fyrir augunum en veggi sjúkraherbergisins og andar að sér meðalalykt, hlýtur að gleðjast yfir að finna blómailm í sjúkrastof- unni og geta horft á ný fersk blóm. Og er það ekki þetta, sem íyrir gefandanum vakir? Líknarstofnanir þurfa sína peninga og allt gott um það að segja að finna ný ráð til að láta fólk gefa þeim þá, En ég held að betra væri að finna einhver önnur ráð en að svipta sjúklinga ánægj- unni af blómagjöfum vina sinna. Það finnst ekki blóma- ilmur af pappaspjaldi og lítil von er til að það geti fært sjúklingi að rúmi hans ofur- lítið brot af náttúrufegurð- inni úti. Ef til vill eru trl þær manneskjur, sjúkar og ekki sjúkar, sem ekki njóta þesa að hafa blóm hjá sér, en þær eru, neld ég, fáar. Og ánægja þeirra sem í sjúkra- húsum eru, er ekki svo mik- ii, að nokkuð af henni megi missa sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.