Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 3. ágúst 1961
Rússneskur atomkaf-
bátur á Eystrasalti
STOKKHÓLMI. — Það hefir nú
komið á daginn, eftir því sem
sænsk leyniþjónusta upplýsir, að
Rússar hafi reynt sinn fyrsta
atómkafbát á Eystrasalti. Rekur
menn vafalaust minni til þess, að
fyrir um tveimur vikum stöðvuðu
Rússar tvö norræn kaupskip —
sænskt og finnskt — þar sem
þau voru á siglingu á Eystrasalti.
Var þeim skipað á aðrar siglinga-
leiðir. Síðar gáfu rússnesk yfir-
völd út þá yfirlýsingu, að skipin
hefðu orðið að breyta um siglinga
leið sökum flotaæfinga á um
ræddu svæði.
Bendir allt til þess, að á til-
teknu svæði hafi átt sér stað flota
æfing, sem Rússar vildu ekki að
spyrðist út. Um stærð kafbátsins
er ekki vitað, en talið víst að
hann hafi verið af minni gerð,
sem sé heppileg við aðstæður
á Eystrasalti. Annars er talið að
Rússar eigi yfir 500 kafbáta og
af þeim séu margir, er geti skotið
eldflaugum allt að 20 þús. km
leið.
Til ferbalagsins
um verzlunarmannahelgina
Tannkrem
Tannburstar
Tannburstahylki
Sápur
Sápuhylki
Sólarolíur
Sólkrem
Astral
er nýtt á nwukaúiium
Sólgleraugu
Hreinsunarkrem
Andlitsþurkur
Bómull
Handáburður
Handkrem
Varasalvj
Hárburstar
Hárgreiður
Naglaþjalir
Snyrtitöskur
til ferðalagsins
Bæjarins mesta úrval af snyrti
vörum.
Góð þjónusta
y
Bankastræti 7.
Ornflnn, sem
hngðist kló-
festa bráð sína
UM SÍOUSTU helgi varð sá at
burður í Noregi, að lítil stúlka
— hálfs þriðja árs að aldri —
hvarf frá heimili sínu og
fannst fyrst eftir 32 klukku-
stundir meðvitundarlaus hátt
uppi í fjöllum.
Það sem varð barninu til
bjargar var stærðar örn, er
sveimaði yfir henni, sennileg-
ast með það í huga að klófesta
hana, — en háttalag hans
leiddi að sér athygli flug-
-varðbarni tilbjargar
manna, er sérstaklega höfðu
verið beðnir að leita í f jöllun
um.
Flugimönnunum tókst að
hræða örninn frá, meðan beð
ið var eftir að þyrla kæmi á
vettvang. Barnið sem var með
vitundarlaust var fyrst flutt
heim til sín vafið þar í ullar-
teppi — en síðan flogið með
það beint í sjúkrahús. Þar
börðust læknar heila nótt fyr
ir lifi telpunnar — með þeim
árangri, að á sunnudag var
hún orðin svo brött, að hún
gat blaðrað ofurlítið við hjúkr
unarkonurnar.
★
Litla telpan heitir Rut-Maj
Kristensen og er sem fyrr
segir aðeins hálfs þriðja árs.
Hún hvarf frá heimili sínu,
fjallabænum Akersvatn í
Nord-Rana í Norrland, á föstu
dag. Hún hafði hlaupið út á
móti systkinum sínum tveim,
er voru á heimleið með belj-
urnar. Rut-Maj hafði aldrei
verið látin gæzlulaus út og
einnig í þetta sinn átti eldri
systir hennar að fara með
henni. Hún hafði hinsvegar
tafizt smástund inni i bænum
og þegar ú. kom, var Rut-Maj
horfin.
Rut-Maj hafði gengið marga
kílómetra upp f fjöllin, áður
en hún fannst og sennilega
lagt sig af og til og sofnað.
Þar, sem hún fannst, sáust
merki þess, að hún hefði hnig
ið niður örmagna og hrapað
niður í smágil. Þegar hún
fannst hafði hún verið 32 klst.
ein í fjöllunum.
Við björgun telpunnar, skall
vissulega hurð nærri hælum,
því að stundu síðar hafði þétt
þoka læsti sig um fjallahlíð-
arnar og hulið þann stað er
barnið fannst. Ef forsjónin
(eða tilviljun eða hverju menn
vilja þakka slíkt) hefði ekki
gripið í taumana hefðu for-
eldrar Rut-Maj misst þarna
þriðja barnið sitt. Tvö börn
þeirra drukknuðu fyrir nokkr
um árum, bæði á barnsaldri.
Skrifar um KVIKMYNDIR
AUSTURBÆJARBÍÓ:
ÁSTARÞORSTI.
MÉR FELLUR ekki nafnið á
þessari þýzku mynd því að það
er beinlínis villandi. Myndin f jall
ar ekki um neinar ofsalegar ástar
kenndir heldur um eðlilega þrá
eiginkonunnar til þess að fá að
njóta ástar eiginmannsins, sem
hún elskar, og samvistanna við
hann. — Ung ekkja, Renate, býr
á heimili föður síns, Liboriusar
poiagning garða
Garðbygging
Viðhald, hirðir,
Sala Ir,á. og blómaplónt,
prófessors, en hann er víðfrægur
fyrir rannsóknir sínar og vísinda-
rit um kynferðismál Og vanda-
mál æskunnar, sem hann fjallar
um af víðsýni og skilningi. Og
hann nýtur trausts og aðdáunnar
nemenda sinna í háskólarium. —
Hjónaband Renötu haíð: verið
mjög hamingjusamt, en hún
missti mann sinn eftir stutta sam
búð. Nú vinnur hún á skrifstofu
lögfræðingsins dr. Tómasar Alt-
hoffs, sem einkaritari hans. Hann
stundar störf sín af kappi og hún
er áhugasöm og dugandi í starfi
sínu. Ungur læknir, Wolf Neu-
mann, léttúðugur maður, hei'ur
lengi litið Renötu hýru auga og
eitt sinn, eftir veizlufagnað, tekst
honum að fá hana heim með sér.
Hún er ör af kampavíni og telur
sér trú um að hún elski Neu-
mann og hún er hjá honum um
nóttina. Morguninn eftir fer þeim
það á milli að henni verður ljóst
að hún hefur blekkt sjálfa sig og
að Neumann er ekki verður ástar
hennar. Vonsvikin fer hún heim
til föður síns og segir honum mis
tök sín. Þegar frá líður fella þau
hugi saman dr. Althoff og Renata
og þau giftast. Þau eru mjog hain
ingjusöm í fyrstu, en brátt kem
ur að því að lögfræðisstörfin taka
upp að mestu hug hans og tíma,
svo að hann má ekki vera að
því að sinna konu sinni sem
skyldi Og hún gerir kröfu til.
Þetta leiðir til árekstra inilli
hjónanna er lýkur með því að
Renata vísar manni sinum á dyr.
Hann fer á brott í leiði, en iiann
elskar konu sína, þratt fyrir allt,
og finnur að hann get.ur ekki án
hennar verið. Hann kemur því
aftur til hennar og þau ræðast
við um vandamál sitt. Leiða þær
viðræður til fullra sátta þeirra á
milli og hafa þau þá mættzt á
miðri leið við lausn vandans.
Mynd þessi er mjög efnismikil
og athyglisverð, og nefur vissu-
lega almennt gildi, því að þau
hjónabönd eru áreiðanlega fjöl-
mörg, sem farið hafa ut um þúf
ur af svipuðum ágreiningi hjón-
anna og þeim, sem myndin segir
frá. Myndin er einnig ágætlega
gerð og vel leikin. Einkum er
leikur Barböru Rúttir.g í nlut-
verki Renötu áhrifamikill. Aðrir
leikendur, svo sem Paul Dah'.ke,
er leikur Liborius prófessor og
Thomas Reiner, sem leikur Alt-
hoff lögfræðing, fara emnig mjög
vel með hlutverk sin. — Er óhætt
að mæla með þessari mynd.
ST J ÖRNUBÍÓ:
ÁSA-NISSE FER
í LOFTINU
BAKKABAÆÐURNIR íslenzku,
upp að mest hug hans og tínta,
sem eru góðkunningjar okkar
allra eru hinir skemmtilegustu
náungar og sérstæðir um gáfna-
far og alla tilburði. Frændur
þeirra, hinir sænsku Bakkabræð-
ur, eru ekki eins „hreinræktaðir"
en vinna það hinsvegar upp með
skemmtilegri fjölbreytní í lífi og
háttum. í þessari mynd eru þeir
miklir uppfinningarm.enn, t.d.
finna þeir upp rakettu-bíl og lieij
armikla þvottavél, sem er þannig
gerð að henni verður ekki með
orðum lýst. En þessar uppfinning
ar þeirr félaga eiga það sameigin
leg að þær eru ónothæfar þegar
til á að taka. Þeir vinna iíka
fyrstu verðlaun í getraunaþæcti
útvarpsins og verðlaunin eru
dvöl á fjallahóteli að vetrarlagi.
Þar fer annar garpurinn, Ása-
Nisse á skíðum og er það
skemmtilegasta skíðaferð, sem ég
hef séð. Og þá er sama kempa
ekki í vandræðum með að ,starta*
flugvél og fljúga með félaga sín
um upp í háloftin. Gengur það
allt eins og í sögu að öðru leyti
en því, að þeir komast ekki nið
ur aftur . . .
Já, þeim er vissulega margt til
lista lagt þessum heiðursmönn-
um. — Margt fleira skemmtilegt
■ber fyrir aagu áhorfandans í þess
ari fjörugu mynd svo sem list
dans á skautum, sem ska.uta-
drottningin Inga-Britt Hale sýnir
af frábærri leikni. Aðalhlutverk
in leika nú, sem fyrr, John Elf-
ström og Artur Rolén og eru báð
ir hinir prýðilegustu karlar að
vanda.
e«r úlfbr iiicobsek
FEROASKRIFSTOFA
Austurslríli 0 $1*1: 13490