Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1961, Blaðsíða 20
IÞROTTIR Sjá bls. 18. / 172. tbl. — Fimmtudagur 3. ágúst 1961 Náttúruvernd sjá bls. 11. Vegavinnuverk fallinu lokið I GÆRtlORCUN náðu samninga nefndir Veg "erðar ríkisins og ASÍ samkomulagi um nýjan kjara amning vega- og brúar- vinnumanna. Barst blaðinu í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá samgöngumálaráðuneytinu um efni samr.ingsins: „Samkomulag nóðist í morgun í deilu Alþýðusambands íslands og vegagerðar ríkisins, um kaup og kjör í vega- og brúarvinnu hjá vegagerðinni, en deilunni var vísað til sáttasemjara í síðustu viku. Sáttasemjari boðaði til fundar með deiluaðilum öðru sinni í gaer kvöldi og stóðu viðræður í alla nótt. í morgun voru samningar und- irriíaðir. Samkvaemt hinum nýju samningum verður tímakaup í almennri verkamannavinnu hjá Vegagerð ríkisins kr. 23:00 á klst. eða hækkar um 11,27%. Eftir- vinnualag verður óbreytt fró því, sem áður var eða 50% á dag- vinnukaup og 1% af dagvinnu- kaupi greiðist í sjúkrasjóð verka lýðsfélaga. Einnig náðist samkomulag um að vegagerðin greiði verkamönn um í viðleguflokkum dagpen- inga, að upphæð kr. 17:00 á dag, upp í fæðiskostnað og var í því sambandi breytt ákvæði eldri samnings um stofnun vinnu- flokka og forgangsrétt verkalýðs félaga til vinnu á sínum félags- svæðum. Það skal tekið fram, að full- trúar vegagerðarinnar höfðu sam ráð við Vinnuveitendasamband íslands áður en gengið var frá samningum og var þar ekki talið, að samningur þessi væri í ósam- ræmi við gildandi samninga Vinnuveitendasambandsins, þar sem ákvæði eldri samnings, sam kvæmt ofanrituðu hefir vérið breytt. Verkfalli því, sem hafið var í vega- og brúarvinnu hjá ýmsum verkalýðsfélögum er því lokið“. Starfsmenn Búnaðardeildar að gróðurmælingum á ttlrauna- reiti á tindi Skálafells við Esju. Þarna hefur tekizt að festa gróður í 770 m hæð með sáningu og áburði. Ljósm.: Einar Gíslason. InnEendu graswræi safnað til uppgræðslutilrauna Varð undir dráttarvél AKUBEYRI, 3. ágúst. A Tjöm um í Eyjafirði var unnið að heyvinnu með stórri dráttar- vél síðdegis í dag. Unglings- piltur mun hafa stjómað vél- inni og í brekku á túninu misst' hann stjórn á henni. Bóndinn á Tjörnum, Gunnar Jónsson, hljóp þá að dráttar- vélinni og mun hafa ætlað að aðstoða piltinn við að stöðva vélina, en það tókst ekki. Hins vegar lenti hann undir aflair hjóli vélarinnar og skaddað- ist við það á brjósti og fæti. Sjúkrabíll frá Akureyri sótti Gunnar og flutti í Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, Gunn ar mun ekki hafa misst með vitund, en þegar þetta er sent, á fyrsta tímanum í nótt, eru meiðsli hans ekki að fullu kunn. — St.E.Sig. FYRIR skömmu kom það fram í viðtali við dr. Sturlu Frið- riksson, að undanfarið hafi verið gerðar tilraunir með upp- græðslu lands á afréttum, en fram að þessu hafa aðeins verið notaðar erlendar grastegundir til útsæðis. Nú hefur dr. Sturla gengizt fyrir því að hafnar verði uppgræðslutilraunir með sáningu ýmissa innlendra gras- tegunda í Búnaðardeild Atvinnu deildar Háskólans og er í ráði Slys í Hrísey AKUREYRI, 3. ágúst. — A 11 tímanum á miðvikudagsmorgun var flóabáturinn Drangur að losa salttunnur í Hrísey. Vildi þá svo til, að aldraðtur maður, Askell Þorkelsson, sem verið hefur af- greiðslumaður Drangs um ára- bil, gekk fram bryggjuna. Ás- kell er sjóndapur og mun ekki hafa séð, er tunnurnar ultu fram brygguna, og gekk beint á þær. Lentu þær á bringm hans, og féll hann flatur niður á bryggj- una. Við þetta fall fékk hann mikið höfuðhögg, og gat ekki af sjálfdáðum staðið upp. Drangur hélt áfram til Siglu- fjarðar, en kom við í Hrísey á leið til Akureyrar um sex-leytið i gær. Var þá Áskell enn með- vitundarlítill og flutti Drangur hann til Akureyrar í sjúkrahús. — St. E. Sig. Heimdallur fer Fjallabaksleið nyrðri MYNDIN, sem hér birtist er frá Ófærufossi í Eld- gjá en það er einn af áfanga- stöðunum i ferð Heimdallar um verzlunarmanna- helgina. Ekið verður um Fjalla bak nyrðra (Land mannaleið) og komið niður í Skaftártungu. Ferðin tekur 2Vi dag, verður lagt áf stað á laugar-1 Frekari upplýsingar eru gefn- dag kl. 2 og komið til Reykja-lar í ValhöII á skrifstofu Heim- vikur aftur á mánudagskvöld. dallar (sími 17102). að safna nú seinni hluta sum- ars fræi hinna helztu grasteg- unda islenzkrar ættar. Fræið verður síðan notað til útsæðis á komandi vori. Tilraunir sem þessar eru nauð synlegur undanfari stærri upp- græðsluframkvæmda. Með fyrr- nefndum tilraunum með erlend- ar grastegundir hefur það sýnt sig, að með áburði og sáningu má auka nýtilegan gróður og græða að nýju örfoka land á fáum árum. Má þó álíta að inn- lent gras sé þolmeira og hent- ugra til slíkrar uppgræðslu. Er það mikið atriði að beitarþoln- ar og endingargóðar grastegund ir séu notaðar, ef nýgræðurnar eiga að geta haldið áfram að gróa eftir að áburðarnotkun lýkur. Það fer ekki fram hjá neinum hversu sumar afréttir landsins eru illa farnar af uppblæstri og að landið er víða að blása upp. — Er það orðið áhyggjuefni bænda og annarra þeirra, sem bera hag landbúnaðarins fyrir brjósti hve ör uppblásturinn er á sumum svæðum. Örfoka land verður til lítilla nytja. Enda þótt það að lokum kunni að gróa upp, tekur sú sjálfgræðsla langan tíma og eftirtektarvert að örfoka sandar og melar, sem notið hafa friðunar í áratugi, taka litlum gróðurframförum, ef ekki er annað gert. — Með aukinni tölu búfjár á afréttum eykst jafnframt uppblásturs- hættan, beitilönd rýrna og gróður þeirra nægir ekki til þess að framfleyta hinum aukna fjárfjölda yfir sumartímann. Langhelle kom í gærkveldi NILS LANGHELLE, forsetil norska Stórþingsins, kom hingl að til lands í gærkveldi ásamtj konu sinni. Eru þau hjón í ] boði forseta Alþingis og dvelj-! ast hér í eina viku. — Lang- í helle var ráðherra í norskuj stjórninni um langt skeið, fráj 1945 til 1955, en 1958 var hann kjörinn forseti Stóiþingsins.! Hann er jafnframt formaðurl þingmannasambands Atlants- j hafsbandalagsrík janna. — Þau ] hjónin munu ferðast um land- J ið, m. a. fara norður í Mý-1 vatnssveit og Langhelle ætlarj að renna fyrir lax í Laxá j nyrðra. — Gestirnir komul með Loftleiðaflugvél frá Osló] til KefIavíkurflugvallar um 101 leytið í gærkveldi og tóku þar j á móti þeim Jóhann HafsteinJ forseti neðri deildar Alþingis, ’ og kona hans, Friðjón Sigurðs-! son, skrifstofustjóri Alþingis, j »g Bjarni Börde, sendiherra | Norðmanna. Ekki búizt v/ð mikl- um marmaráðn- ingum til Noregs - 45 Islendingax á norska kaupskipa- flotanum SL. MÁNUDAG kom hingað til lands Lars Bakken, skrifstofu- stjóri þeirrar deildar norska verkalýðsmálaráðuneytisins, sem fer með málefni sjómanna. Mun Bakken dveljast hér á landi í 4 daga og stendur ferð hans í sambandi við athuganir Norð- manna á ráðningu íslenzkra sjó mannna á norska kaupskipaflot- ann. Blaðamaður Mbl. hitti Bakken að máli nokkra stund í gær og innti hann eftir hvað hæft væri í þeim orðrómi, sem hér hefur gengið, að Norðmenn hyggðust gera alvarlegar tilraunir til þess að fá sjómenn héðan á kaupskipa flota sinn. Friðrik í 3.-5. sæti - eftír tvær umferðir Prag, 2. ágúst. (Einkaskeyti til Mbl.) TVÆR umferðir hafa nú verið tefldar á svæðamótinu í Marlanske Lazne og eru þeir Uhlmann og Sliwa efst- ir — en Friðrik Ólafsson í 3.—5. sæti. Staðan • og vinningafjöldi keppendanna eftir tvær um- ferðir er annars þessi: 1.—2. Uhlmann, A-Þýzkalandi, og Sliwa, Póllandi, með 2 vinn- inga hvor, 3.—5. Friðrik Ólafs- son, Szabo, Ungverjalandi, og Milic, Júgóslavíu, 1% vinning, 6.—11. Filip, Tékkóslóvakíu, Bo- botsov, Ciric, Blom, Danmörku, Gragger, Austurríki, og Perez, Spáni, 1 v. hver, 12.14. Baren- dregt, Hollandi, Ghitescu, Rúm- eníu, og Johannessen, Noregi, % v., og loks 15.—16. Ljungquist, Svíþjóð, og Niemela, Finnlandi, vinningslausir. Biðskákum úr fyrstu tveim umferðunum, sem tefldar voru til enda í gær, lauk þannig, að Uhlmann sigraði Gragger, Jo- hanessen gaf óteflda biðskák sína við Sliwa, Sliwa vann Nie- mela, Ljungquist gafst upp gegn Milic og Bobotsov vann Baren- dregt, en tapaði fyrir Blom. Þriðja umferð er tefld í dag. — Já, saði Bakken, mér hefur skilizt, að hér hafi ríkt nokkvur ótti við, að Norðmenn hefðu I huga að hef ja áróðursherferð hér á landi í þessu skyni, en því fer fjarri. Við hy.ggjum ekki á neitt slíkt. — Eru mikil brögð að því, að íslenzkir sjómenn fali pláss á norskum skipum? — Verkalýðsmálaráðuneytinu hafa borizt alknargar fyrirspurn ir s.l. 2—4 ár frá íslendingum um atvinnumöguleika á kaupskipa- flotanum norska. Við höfum að sjálfsögðu látið i té þær upp- lýsingar, sem um hefur verið beð ið, en ýmsar ástæður liggja til þess að ekki hefur orðið meira um ráðningar en raun ber vitn*. Um þessar mundir eru 45 íslenzk ir sjómenn starfandi á norska kaupskipaflotanum, en tii sarnan burðar má nefna, að um 1800 Danir sigla á norskum skipum af alls 60 þús. mönnum, sem eru á flotanuim. — Búist þér við, að á næst- unni verði margir íslendingaaf ráðnir til Noregs? — Eg geri alls ekki ráð fyrir, að um neinn fjölda íslenzkra sjómanna verði að ræða, og enn þá hafa engir verið ráðnir til við Framhald á bls. 19. Þórður Guðjohn- sen látinn HÚSAVÍK, 2. ágúst. Þórður Guð- johnsen kaupmaður á Húsavík lézt í gær. Hann hefur s.l. ár átt við mikla vanheilsu að búa, og lá allan s.l. vetur í sjúkrahúsi, en v j nýlega kominn heim. Þórður var kvæntur Ragnheiði Guð- brandsdóttur, Jónssonar prófess- ors, sem lifir mann sinn ásaimt þremur sonum. —Fréttaritart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.