Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 3
,, MiðviEudagur 9. águst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 „VIÐ flugum á laugardags- morgun til Húsavíkur og héld um þaðan rakleiðis að Laxá. Síðdegis þann dag renndum við í ána og einnig fyrir há- degi á sunnudag. Ferðin var sérstaklega skemmtileg og Norðurland kom mér á óvart, svo blómlegar sem sveitirnar eru með sínum fögru bæj- um og mikla gróðri. Mér fannst einkennilegt, hvað það getur verið gróðursælt svo nálægt heimskautsbaugnum". Nils Langhelle, forseti norska Stórþingsins og for- maður þingmannasambands NATO, komst svo að orði, þegar fréttamaður Morgun- blaðsins hitti hann sem snöggvast að máli í gærdag. Eins og kunnugt er af frétt- um, er Langhelle og kona hans hér á ferð í boði for- r ‘■'AJV'HP' j i f ir STAKSTEIMAR Forseti þingmannasambands NATO, Nils Langhelle, fórseti norska Stórþingsins, veiðir lax í Laxá í Þingeyjarsýslu sl. laugardag. Laxinn vó 8 pund. (Ljósm. Mbl.: Silli) Reiði eða hyggindi í Tímanum stendur þetta s.l. sunnudag: „Það er alkunna að reiðir menn fara sjaldan hyggilega að“. Mörgum hefur sjálfsagt dottið í hug, þegar þeir lásu þessa lífs speki, að ritstjórar Tímans hefðu átt að benda Eysteini Jónssyni á hana, áður en þeir birtu eftir hann skrítnu viðtölin tvö una fjárhagsmál, um það leyti sem skapsmunir hans voru hvað verst ir út af því að áform hans og kommúnista um að steypa ríkis stjórninni með verkföllunum, skyldi fara út um þúfur. Þá hefði ef til vill verið hægt að komast hjá jafn skarplegum yfirlýsing- um og þeirri að íslenzka gjald- ' miðilinn ætti að treysta með vaxtalækkun!! Er þetta lýðræði Forseti norska Stórþingsins á lax- veiðum fyrir noröan seta Alþingis og fóru Jóhann Hafstein, forseti neðri deild- ar, og frú með honum norð- ur í Laxá. „Hvað voruð þið lengi fyr- ir norðan?“ „Við fórum til Akureyrar seinnipart sunnudags og suð- ur á mánudag. Á Akureyri fékk ég tækifæri til að tala við Akureyringa í boði Frið- jóns Skarphéðinssonar, for- seta Sameinaðs þings, en þau hjón tóku mjög vel á móti okkur fyrir norðan“. „Og þér fenguð lax“. „Já“. „Þér voruð heppnari en Ól- afur Noregskonungur, þegar hann renndi í Norðurá". „Já, hann fékk engan lax. Veiðin hefur nú verið betur skipulögð en þegar konung- ur var hér á ferð!“ „Yður þótti fallegt fyrir norðan?“ „Já, afarfallegt, ekki sízt við ána. Og þar er svo frið- sælt. Maður þarf á því að halda eins og nú er ástatt að komast þangað, sem friður ríkir. Veiðiferðin var kær- komið tækifæri til hvíldar. Ég hef komið til íslands tvisvar áður, en aldrei farið norður fyrr en nú“. „Hafið þér áður veitt lax?“ „Ekki á íslandi, en ég hef veitt nokkra laxa í Vestur- Noregi. íslenzki og norski laxinn eru af sama stofni. En norski laxinn getur orðið mun stærri, eða um 70 pund. Stærsti lax sem ég hef veitt í Noregi vó 46 pund“. „Og á hvað veidduð þér hann?“ „Ég man það ekki nákvæm lega. Kannske er líka bezt að hafa ekki hátt um það, það getur nefnilega verið að ég hafi veitt hann á spón!“ „Ætli þeir taki það ekki gilt, mér skilst það þyki sæmilegt að fá fimm punda lax á maðk í Elliðaánum". „Ja-saa!“ „Hvað finnst yður líkt með laxveiði og pólitík?“ „Hvorttveggja er góður skóli í þolinmæði11, sagði Stórþingsforsetinn. „Þolin- mæðin, það er hún sem gild- ir bæði í laxveiði og stjórn- málum“. Svo drógum við upp danska blaðið „Aktuelt" frá því á sunnudag með frétt um það, að Einar Gerhardsen hygð- ist hvíla sig frá pólitík og draga sig í hlé sem forsætis- ráðherra Noregs með haust- inu, jafnvel þó Verkamanna- flokkurinn haldi meirihluta sínum eftir Stórþingskosning arnar. Síðan er haft eftir norska blaðinu „Dagbladet", að líklegustu eftirmenn hans séu Tryggve Bratelli, póst- og símamálaráðherra Noregs, og Nils Langhelle Stórþings- forseti. „Hvað viljið þér segja um þessar fullyrðingar? “ spurð- um við Langhelle. Hann tók blaðið og brosti: „Ég var búinn að sjá þetta í Dagblaðinu, áður en ég fór frá Noregi“, sagði hann. „Þér hafið heyrt talað um skrímslið í Loeh Ness? Þessi frétt er norskt Loch Ness- skrímsli. Það skýtur upp kollinum á sumrin, þegar blöðin hafa lítið af fréttum!" „En hver veit nema Loch Ness-skrímslið sé til?“ skut- um við inn í. „Það hefur ekki enn verið sannað“, sagði Langhelle, Stórþingsforseti, og þakkaði fyrir samtalið. Umferdin jókst um 20—30°)o út úr bænum UM verzlunarmannahelgina var tnikill straumur bíla úr og í bæ- inn og jókst bílaumferðin um 20—30%, aff því er Adolf Peter- sen tjáði blaffinu, en hann fylg- ist með bílaumferð um fjóra vegi út úr bænum fyrir Vega- gerðina. Frá því á föstudagskvöld og fram á þriðjudagskvöld fóru 6000 bílar til jafnaðar um brúna á Hafnarfjarðarveginum í Kópa vogi. Mest var umferðin á sunnudag. Þá fóru 6260 bílar þar um. Um Fossvogsbrúna á Hafnar- fjarðarvegi fóru til jafnaðar 13.200 bílar á dag, en venjulega fara þar um nálægt 10 þúsund foílar á dag. Mest var umferðin á sunnudag, 15.660 bílar. Við Lækjarbotna á Suður- landsbraut var umferðin 1475 bílar á dag og á sunnudaginn fóru þar um 1780 bílar. Og um Vesturlandsbraut hjá Álafossi fóru til jafnaðar á dag 2470 bíl- ar og 2720 á sunnudag. Um Elliðaárbrúna fóru að jafn i aði 6610 bílar á dag, en þar fara venjulega 4600—5200 bílar um á dag. Á sunnudeginum komst bílaumferðin upp í 7890 bíla. — Brotizt inn í benzinstöð EGILSSTÖÐUM, 8. ágúst. f nótt sem leið var brotizt inn í Esso- benzinstöð, sem Kaupfélag Hér- aðabúa rekur að Egilsstöðum og stolið um 2000 kr. í peningum. — Farið var inn um glugga. —A.B. Vöruhappdrætti SÍBS LAUGARDAGINN 5. þ.m. var dregið í 8. flokki Vöruhappdrætt- is S.Í.BS. um 1115 vinninga að fjárhæð kr. 1.138.000,00. Hæstu vinningar féllu á eftirfarandi númer: 200.000,00 kr. 40358 100.000,00 kr. 21495 50.000,00 kr. 29729 10.000,00 kr. 8702 10850 13959 14235 14294 18900 31859 33624 38122 39475 54650 61748 63178 5 þúsund kr. 1232 1573 7789 9846 13365 18274 24006 2.6818 31159 34138 38654 42411 43222 43234 47141 52705 52967 53129 “Kvr.críSar') Rakst á poka í flugtaki U M helgina laskaðist Piper Super Cub flugvél austur á Skógasandi. Þetta er lítil kennsluflugvél frá flugskólanum Þyt. Var hún að fara með benzín á áburðarflugvélina, sem er að vinna þar austur á sönd- unum. í flugtaki rakst flugvélin á áburðarpoka og laskaðist hjólastellið. Ekki voru skemmd- ir þó miklar og er gert ráð fyrir að hún verði aftur komin i notkun eftir nokkra daga. Bifreið lam- aðra fundin BIFREIÐ Félags lamaðra og fatl aðra, sem stolið var aðfaranótt sl. föstudags er nú fundin. Stóð hún auð suður í Keflavík, og hafa þjóf arnir ekki fundizt. Bifreiðin er lítið skemmd, eit*hvað smávegis á hurð. í Tímanum segir ennfremur: „Ætli hún (ríkisstjórnin) hins vegar að þrjóskast og láta hefndarhuginn og valdníðsluna ráða, þarf hún ekki að halda að slíku verði ekki mætt. Þjóðin hef ur beygt meiri karla, sem slíkt hafa reynt, en þá, sem nú fara með stjórn." Tíminn er þarna að tala um það að vegna kauphækkananna eigi ríkisstjórnin að hrökklast frá völdum. Ef hún geri það ekki virðist eiga að beita komúmskum bardagaaðferðum. Tíminn segir að beita eigi öðrum ráðum og beygja ríkisstjórnina ef hún ekki efni nú til kosninga. Þrátt fyrir skemmdarverk framsóknar- manna með kommúnistum vill Morgunblaðið ekki trúa því fyrr en í fulla hnefana, að það sé orð in stefna Framsóknarflokksins að beita eigi ólýðræðislegum affi- ferðum, ofbeldi eða öðru slíku, í þeim tilgangi að koma einni ríkis stjórn frá vöidum og öðrum mönnum í tignarstöður. En óhugnanlegur er hugsunar hátturinn sem í orðum Tímans birtist, engu að síður. Franco og hinir Undarlegt er þaff svo, að í sama blaðinu, sem túlkar slík- an hugsunarhátt er um það rætt að ríkisstjórnin se „í ætt við Sal asar, Franco og einræðisherra austan tjalds". Með því að bæta nú loks einræðis herrum austan tjalds við þá., sem stjórnarflokkunum er Iíkt við, hafa þeir Tímamenn Iíklega týat upp alla einræðisseggi veraldar að Castro einum undanskildum og talið þá sömu manngerð og íslenzka ráðherra. Þegar ofstæk ið er komið út í slíkar öfgar, fer það að verða broslegt, en hins vegar dettur mönnum í hug aff Þórarni Þórarinssyni mundi ekki þykja amalegt að sitja við hlið íslenzku ráðherranna í ríkis- stjórn, úr því að þeir eru sama manngerðin og Ulbricht sá, sem hann gisti nú fyrir skemmstu. Úr því að ritstjóri Tímans get- ur líkt íslenzkum ráðherrum við slíka manngerff, hljóta menn að fara að efast um að hann geri í rauninni nokkurn greinar- mun á lýffræði og einræði. Virffi- ist þá liggja næst að á.Iykta sem svo, að það eina, sem honum finnist má.li skipta, sé að Fram- sóknarflokkurinn komist í stjórnaraðstöðu með hverjum sem er, og hvort svo sem sú stjórn yrði lýðræðisleg eða jafn- vel hrein fasistisk eða konuuúu- ísk um það er lyki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.