Morgunblaðið - 09.08.1961, Page 8

Morgunblaðið - 09.08.1961, Page 8
8 MOROVISBLAÐIÐ Miðvik'udagur 9. ágúst 1961 Aldrei fleira fólk á þjódhátíð í Eyjum UM helgina héldu Vestmannaey- ingar þjóðhátíð sína. Ljósmynd- ari Mbl. Sveinn Þormóðsson, tók myndir þær, sem birtast hér með, á föstudagskvöld, en um nóttina brenndist hann illa í tjaldi sínu, eins og áður hefur verið skýrt frá. Var hann fluttur með sjúkraflugvél til Reykja- víkur í gær og í Landspítalann. Honum iíður nú eftir atvikum sæmilega. Fréttaritari blaðsins í Eyjum ser.di eftirfarandi fréttir af há- tíðahöldunum. Þjóðhátíðin hófst á föstudag í góðu veðri. í byrjun vikunnar | höfðu þjóðhátíðargestir byrjað að streyma til Vestmannaeyja, margt af því gamlir Vestmanna- eyingar, sem komu til að hitta kunningjana og vera um leið á þjóðhátíðinni. Kom fólk bæði með flugvélum Flugfélagsins, sem munu hafa flutt um 1200 farþega og með Herjólfi, sem iór þrjár ferðir til Þorlákshafn- ar. Mun láta nærri að á þjóð- hátíðinni hafi verið 1500—1600 i manns. I Tjaldborgin í Herjólfsdal hef- ur aldrei verið jafn stór og í ár og er það almennt álit manna hér, að aldrei hafi fleira fólk verið hér á þjóðhátíð. Veður var sérlega gott allan tímann. Knatt- spyrnufélagið Týr gekkst fyrir hátíðinni að þessu sinni, en það er 40 ára um þessar mundir. Að venju voru til skemmtun- ar ræðuhöld, söngur og hvers kyns íþróttir og dansáð 5 kvöld, þar af tvö á danspalli í Herjólfs- dal. Félagar úr Leikféiagi Vest- mannaeyja sáu um skemmtiat- riðin og Svavar Gests og félag- ar hans léku fyrir dansi. Aðfara- nótt laugardags var brenna og flugeldsýning var einnig þá, og eins aðfaranótt sunnudags. í sambandi við þjóðhátíðina var gefið út sérstakt þjóðhátíðar- blað með gömlum minningum frá fyrri þjóðhátíðum, vísum og tækifæriskviðlingum. Þjóðhátíðin fór yfirleitt fram með mikilli prýði, ekki sízt mið að við hve mikill mannfjöldi var þarna saman kominn. Umferðin gekk vel Mikilvæg þjónusta F. í. B. Fastaráðið sammála Samkvæmt þeim upplýsingum, sem tekizt hefur að afla um fundinn, lýsti fastaráðið yfir samþykki sínu við þeim undir- búningsráðstöfunum á sviði stjórnmála, efnahagsmála og hernaðar, sem utanríkisráðherr- arnir höfðu orðið ásáttir um. Einn af talsmönnum Atl- antshafsbandalagsins sagði, að Rusk hefði talað í eina klukkustund, en siðan hefðu farið fram nokkrar umræður, sem í hefði ríkt góð eining. Það sem fram fór á fundin- um er trúnaðarmál. í tilkynningu um fundinn er þess aðeins getið, að fasta- ráðið hefði komið saman, til þess að fjalla um þau „vanda- mál í sambandi við Berlín, sem Sovétveldið hafi skapað“ og sök um þess, hve alvarlegt ástandið sé, hafi aðildarríkin orðið ásátt um að hafa með sér enn nánara samráð um þessi mál á grund- velli þeirrar stefnu, sem lýst hafi verið yfir eftir ráðherra- fund Atlantshafsbandalagsins í Ósló hinn 10. maí sl. ÞAU ánægjulegu tíðindi gerðust í umferðarmálum okkar um verzl unarmannahelgina, að þrátt fyrir gifurlega umferð á þjóðvegun- um, urðu engin slys á mönnum, og árekstrar voru bæði fáir og yfirleitt smávægilegir. Er ekki nokkur vafi á því, að hér velduí um öflugur áróður að undan- förnu fyrir bættri umferðar- menningu, og prýðilegt samstarf, sem tókst milli allra aðila, sem hlut áttu að máli, fyrir forgöngu Félags íslenzkra bifreiðaeigenda og lögreglunnar. Það var eftirtektarvert, hve um ferðin var jöfn og hraði bifreið- anna hæfilegui Um helgina voru 11 bifreiða- stjórar teknir undir áhrifuim á- fengis við akstur, þar af tveir í Reykjavík. Bílaþjónusta Félags íslenzkra bifreiðaeigenda var mjög mikil- væg. Hún naut aðstoðar björgun- ardeildar Þungavinnuvélar h.f., sem lagði til vélar og tæki og bíla ókeypis, en F.Í.B. greiddi vinnulaun og útlagðan kostnað. Þá var fjöldi sjálfboðaliða starf- andi á vegum F.Í.B., sem aðstoð- uðu bifreiðar frá Rangárvalla- sýslu og norður í Kaldadal. Samstarf þessara aðila við lög- regluna, svo sem Selfosslögregl- una og Vegalögregluna var með ágætum. Ríkisútvarpið veitti mikilvæga þjónustu ásamt Lands símanum, sem lagði talstöðvarn- ar til, og loftskeytamönnunum i Gufunesi, sem sýndu sérstaka lipurð. Alls fengu 140 til 150 bifreiðar aðstoð á vegum F.Í.B. Þar var um að ræða alls konar þjónustu, smáa og stóra allt frá því að losa um benzínstíflu og festa þráð i rafkerti, til þess að taka pönnu undan bíl. Hjálparbílarnir voru á ferðinni allt til kl. 5 á þriðju- dagsmorgun. Þá var samið við bifreiðaverkstæði úti um land að aðstoða bílstjóra. Reynslan, sem fengizt hefur af þessari þjónustu F.Í.B. og sam- vinnunni við lögregluna, er slík, að greinilegt er, að þetta er það, sem koma skal í umferðarmálum okkar úti á þjóðvegunum. Þjón- usta þessi verður veitt um næstu helgi. Lögreglumenn eru mjög ánægð ir með umferðina um helgina og þakka árangurinn sterkum og góðum áróðri fyrir bættri um- ferðarmenningu. Fullfcrmi af Grænlandsmiðum AKRANESI, 8. ágúst — Togarinn Víkingur kom hingað kl. 11 f morgun af Vestur-Grænlandsmið um með nálega fullfenmi eða um 470 lestir fisks. Uppskipun hófst strax úr togaranum og vinnsla hófst kl. 1 í þremur frystihúsun- um, Haraldar Böðvarssonar & Ca Heimaskaga og Fiskivers h.f. —. Aflinn er þorskur og karfi. Nú er flakað og fryst. — Oddur — Nato-fundur Frh. af bls. 1 —- Ræða Krúsjeffs Framh. af bls. 2 Bandaríkin efldu nú vígbúnað sinn og ógnuðu með styrjöld. Að svo komnu væri ekki forsvaran- legt fyrir Sovétríkin að sitja með með hendur í skauti og gæti svo farið að þau yrðu nauðbeygð til að kveðja' varalið til vopna og styrkja herafla sinn við vestur landamæri ríkisins. Hernaðarað igierðir Bandaríkjanna og sam- fherja þeirra byðu hættunum byrgin. ásælast ekkert. Þá drap Krúsjeff á hern&ðar- mátt Sovétveldisins, eldflaugar þeirra og vetnisvopn en hélt því fram um leið, að Sovétríkin vildu ekki fara í styrjöld við nokkurt ríki. Þau hefðu hvorki þörf fyrir jarðnæði eða auð ann arra. Bandaríki Norður-Ame- riku væru auðug og öflug en það væru Sovétríkin líka. Þegar frið sam. g sambúð ríkti milli þess- ara ríkja væri það öllum þjóðum til góðs. „Þess vegna“ sagði Krús jeff, „ávörpum við ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands en einu sinni: Við skulum í einlægni setjast niður til viðræðna við skulum ekki magna stríðsæsingamar heldur hreinsa andrúmsloftið. Við skul- um treysta á skynsemina en ekki mátt vetnisvopnanna.“ Sagðir vilja vinna lengur. Af undirtektum við ræðuna í Sovétríkjunum er það að segja, að Moskvuútvarpið skýrði frá því í dag, að im gjörvalt landið hefðu verið haldnir fundir og lýst stuðningi við mál Krúsjeffs. Þá segir „Pravda“ málgagn stjórn arinnar frá því, að verkamenn í vopnaverksmiðjum í Moskvu, Leningrad, Kiev og fleiri borg- um hafi :ent stjórninni beiðnir um að vaktir þeirra verðí lengd ar um eina kluikkustund, til þess að takast megi að efla varnir landsins. Utanríkisráðherra Breta, Home lávarður, lét í dag svo ummælt um ræðuna og tilboð Krúsjeffs um samningaviðræður, að fram til þessa hefði Sovét- veldið aðeins verið til viðtals um mcguleikana á því að gera að engu réttindi Vesturveld- anna í Berlín. Áður en sezt væri að samningaborði, þyrfti að fást einhver trygging fyrir því, að viðræðurnar leiddu til einhvers árangurs. Strauss, landvarnaráðherra Vestur-Þýzkalands, sagði eftir ræðuna, að horfur virtust nú held ur hafa batnað á því, að sam- komulag gæti náðst. Eru stjórn- málafréttaritarar víðasthvar á svipaðri skoðun. Bandaríkjaforseti heldur fund Samkvæmt fréttum frá Was- hington hélt Kennedy forseti fund með öryggisráði Bandaríkj- anna í Hvíta húsinu í dag og er talið, að þar hafi verið fjallað um ræðu Krúsjeffs Og þau áhrif, sem hún væri líkleg til að hafa á gang heimsmálanna. Ekki er búist við að forsetinn geri ræðuna að um talsefni opinberlega fyrr en á blaðamannafundi sínum seinna í vikunni. Ráðgast við ríkisstjómir Af hálfu bandalagsins var i dag upplýst, að fulltrúar í fastaráðinu mundu nú ráðgast við ríkisstjórnir sínar, en að því loknu mundá ráðið koma saman að nýju, væntanlega eftir nokkra daga. Fastaráðið heldur annars reglulega fundi í París. Kennedy dómsmálaráðherra mætti Þess má að lokum geta, að i fylgd með Dean Rusk á fundin- um í dag, var Robert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, sem kom frá hátíðarhöld- um í Abidjan í tilefni af sjálf- stæði Fílabeinsstrandarinnar, sem ríkið öðlaðist fyrir aðeins ári. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.