Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.1961, Blaðsíða 15
MiðviEudagur 9. ágflst 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 ( skaut aö togaranum þá lét hann sig hella og gerði skipstjóranum úr- slitakosti, um að nema staðar og halda skipi sínu til Seyðisfjarð- ar. Skipstjórinn skeytti því ekki og var þá hafin skothríð fyrst hleypt af 3 lausum skotum, en síðan tveimur kúluskotum fyrir framan togarann. Togaraskip- stjórinn hafði, er þetta gerðist, samband við Duncan og leitaði ráða hjá skipherranum þar. Skip herrann benti togaraskipstjóran um á að til þess að forðast tjón á mönnum vseri hyggilegast fyr- ir hann að fara að fyrirmaelum varðskipsins, en tók þó fram að í þessu fælust engin fyrirmæli frá sér. Skipstjórinn á togaran- um féllst á þessa ráðleggingu og tilkynnti skipherranum á Þór, Jóni Jónssyni, að hann n.undi fara að fyrirmælum hans. Var síðan haldið áleiðis til Seyðis- f jarðar. Sent saksóknara. Um kl. 13 á laugardag, þegar skipin voru komin inn í mynni Þessi mynd var tekin aust- ur á Seyðisfirði af réttar- haldinu yfir brezka skip- stjóranum á Southella. — Fyrir miðju borði situr Er- lendur Björnsson, sýslu- maður, en honum til vinstri handar (til hægri á myndinni) situr annar með dómandinn, Guðlaugur Jóns son, kaupmaður. Erlendi á hægri hönd situr hinn með dómandinn, Þorgeir Jóns- son, útgerðarmaður. Fyrir framan borðið situr Ólaf- ur Björnsson, fulltrúi og dómtúlkur, en iengst til vinstri, út við vegg, sést skipstjórinn, George F. Pearson. Ljósm.: Leifur Haraldsson. Seyðisfjarðar, var stýrimaður a£ I Þór, settur um borð í togarann. Réttarhöld í máli skipstjórans á Southella, Georg F. Pearson, hóf ust á mánudag kl. 10 fyrir há- degi og lauk eftir hádegi í dag. Skipherrann á gæzluflugvélinni Rán, Garðar Pálsson kom ásamt fleirum af áhöfn flugvélarinnar frá Reykjavík, til þess að leggja fram gögn sín í málinu. Drógust réttarhöldin m.a. af þeim sökurn. Skipstjóri togarans viður- kenndi ekki staðarákvörðun flug vélarinnar, og lagði fram í rétt- inum útreikninga sína, en skv. þeim átti togarinn að hafa verið stad-’ur rétt utan við 6 mílna mörkin. Málið hefur nú verið sent saksóknara ríkisins og ec beðið úrskurðar hans. Erlendur Björnsson, sýslumað ur, annaðist réttarrannsókn máls ■ ins. — vig. EGILSSTÖÐUM, 8. ágúst. — Sl. föstudagskvöld var gæzluflugvél iandhelgisgæzlunnar, Rán, á flugi með austurströnd landsins og sá f>á 9 togara að veiðum út af Loð xnundarfirði. Einn togaranna virtist allmiklu nær landi en hinir og var því flogið að honum, til þess að kanna fjarlægð hans frá landi. Var staða hans mæld og kom í Ijós að hann var innan € mílna línunnar, en á þessu svæði er togurunum heimilt að veiða upp að 6 mílum. Næst at- hugaði áhöfn flugvélarinnar hvort togarinn væri að veiðum og reyndist svo vera. Þetta var um miðnætti og því talsvert tek ið að skyggja. i Er ljóst var að togarinn var að veiðum, var staðarákvörðun Ihans mæld að nýju og reyndist ihann vera 1,5 sjómílur innan 6 mílna markanna út af Álftanesi norðan Loðmundafjarðar. Þessu næst skaut flugvélin ljóskúlum að togaranum og gaf honum þar með stöðvunarmerki, en hann Binnti því engu. Síðan gerði flug- vélin ítrekaðar tilraunir til þess að ná nafni og skrásetningarnúm eri skipsins, en þáð tókst ekki végna þess hve dimmt var. Flug vélin hafði síðan samband við varðskipið Þór, sem var fyrir Austurlandi og hélt sig yfir tog aranum, þar til varðskipið kom á vettvang. Duncan skipti sér ekki af. Varðskipið kom að togaranum Southella H. 303 frá Hull kl. 2 28, gaf honum stöðvunarmerki með 3 lausum skotum, Var skip- ið þá statt 19 mílur austur af Dalatanga. Hafði það botnvörp- una hangandi á síðunni. Togar- inn nam staðar, en óskaði þess að eftirlitsskipið Duncan væri til kvatt en það var ekki ýkja langt undan. Er Duncan kom á vett- van:' lýsti skipherrann þar um borð því yfir, að hann gæti eng- in afskipti haft af þessu máli, en fór þess á leit við skipherrann á Þór, að beðið væri frekari að- gerða, þar til togarinn hefði haft samband við útgerð sína í Bret- landi. Var svo gert. Fyrirmæli komu undir morgun á laugardag og hljóðuðu upp á að skipið skyldi halda heimleiðis. Setti togarinn þá á fulla ferð og sigldi til hafs. Varðskipið hafði þá talsamband við Sout- - tii Nýr bátiir f! til Ísaí jarðar ISAFIRBI, 3. ágúst — Nýr bátur hefur bætzt í flota ísfirðinga. Er það vélbáturinn Guðbjartur Kristján, sem kom í morgun til ísafjarðar. | Guðbjartur Kristján er srníðað- ur 1 Frederikssund í Danmörku ®6 lestir að stæíð. í honum er 810 ha. Alfa-Dieselvél og 20 ha Ðuch-ljósavél. Ganghraði bátsins í reynsluför var 10 sjómílur. Bát- urinn er búinn ifllum nýjustu ör- yggis- og fiskleitartækjum, svo sem Decca-radar og Simrad dýptarmæli, japanskri miðunar- stöð og sjálfstýringu. Báturinn hreppti vont veður fyrstu 2 sólarhringana á heimleið inni, en reyndist hið bezta. Skip- stjóri á bátnum á heimleiðinni var Arnór Sigurðsson frá ísa- firði, en Hörður Guðbjartsson skipstjóri á ísafirði verður skip- stjóri á honum í framtíðinni. Eig andi Guðbjarts Kjartans er Eyri h.f. Isafirði. Framkvæmdastjóri er Baldur Jónsson, HIÍSID VERDUR REIST FYRIR YÐUR HVAR SEM ER I BYGGD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.