Morgunblaðið - 09.08.1961, Page 23

Morgunblaðið - 09.08.1961, Page 23
MiðviEudagur 9. ágúst 1961 MORCVWTtr 4Ð1Ð 23 — Héraðsmót Framh. af bls. 2 almenn viðhorf í þjóðmálum, við ekilnað vinstri stjórnarinna- og þau verkefni, sem núverandi rík Jsstjóm þurfti við að taka. Hvatti sr. Gunnar mjög til þess, að menn stæðu nú saman gegn nýrri verðbólgu og tækju heilir hönd- um saman um þá miklu fram- kvæmdaáætlun, sem núverandi stjórnarflokkar beittu sér fyrir. Á báðum héraðsmótunum á Norðurlandi var flutt óperan Rita eftir Donnizetti. Með hlut- verkin fóru óperusöngvararnir Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Guðmundur Jóns- son og Borgar Garðarsson leik- ari. Við hljóðfærið var Fritz Weissihappel. Var flutningi þeirra mjög vel tekið. Loks var stiginn dans fram eftir nóttu á báðum stöðunum. — Kvikmynáir Framhald af bls. 22. Ihægt að segja í stuttu máli, enda sjón sögu ríkari. Ýms atriði þessarar myndar eru allskemmtileg, en þó gengur Ihún yfirleitt einum of langt í skrípalátunum. Stendur hún því að mínum smekk, að baki flestra Wisdoms-mynda, sem ég hef séð. — Hópdrykkja Framh af bls. 24. menn ákærðir fyrir ýmiss konar afbrot. Allt eru það sjómenn nema einn. Samkoma mun ekki oftar hald in á Hallormsstað um verzlunar- mannahelgina. Vaglaskógui* XJM helgina gengust Skógrækt- arfélag Suður-Þingeyinga og Skógræktarfélag Eyfirðinga fyr- ir samkomu í Vaglaskógi. Mik- ill mannfjöldi var í skóginum um helgina, bæði í tjöldum og einnig kom margt manna á bíl- um víðsvegar að. Talsvert bar á ölvun, einkum á laugardags- kvöldið, en þá var dansað í Brú- arlundi, og komust þar færri að en vildu, og var mikil þröng og Stympingar fyrir dyrum úti. Þegar eftir hádegi á laugar- daginn tók fólk að flykkjast í skóginn, og var látlaus straum- Ur þangað fram á kvöld. Urðu allir, sem inn komu, að kaupa merki skógræktarinnar í aðal- hliðinu, og kostuðu þau 50 kr., og þótti ýmsum dýrt. Þegar líða tók á daginn tók að bera á ölvun, og þegar um fimm- leytið taldi biðröðin við Brúar- lund nokkur hundruð manns, en sala aðgöngumiða, sem kostuðu 65 krónur, á dansleikinn um kvöldið skyldi hefjast klukkan átta. Fengu færri miða en vildu, og strax og dansleikur- inn hófst um kvöldið var fyrir dyrum mikill mannfjöldi, sem ekki hafði miða en vildi inn engu að síður. 20 lögreglumenn reyndu að halda uppi röð og reglu, en máttu sín lítils gegn mannfjöldanum. Leið kvöldið þó af stórtíðindalaust, en rúður brotnuðu þó í anddyrinu, er mannfjöldi reyndi að troðast framhjá lögreglunni. Mannheld girðing og varffmenn Ýmsum þótti merkilegt hvem ig gengið hafði verið frá Brúar- lundi fyrir þennan dansleik, en mannheld girðing hafði verið reist meðfram vesturhlið húss- ins allri, til þess að fyrir- byggja að menn skriðu þar inn um glugga. Var girðingin um það bil meter frá veggnum, og á milli gengu varðmenn og bættu girðinguna, því að þeir sem utan hennar voru, klipptu gjarnan sundur gaddavírinn og vírnetið, og hugðust skríða í gegn. í porti, og uppi á húsinu voru einnig varðmenn fyrir og gættu þess að enginn færi þeim meg in inn, og minnti þessi sjón — Síldin Frh. af bls. 24 bræðslu komu: Ólafur Magnús- son KE 550 mál, Vonin III 800, Þráinn 850, Svanur 750 og Gunn- vör 700. Þýzkt skip tók hér um 800 lest ir af síldarlýsi í dag. — Svavar. Vestmannaeyjum, 8. ágúst — 9 bátar biðu yfir þjóðhátíðina eftir löndun á síld. Voru þeir með misjafnlega mikinn afla, frá 200—1000 mál og er búið núna að landa úr öllum nema tveimur. Gert er ráð fyrir að lokið verði löndun úr þeim í kvöld. Hafa komið þarna 7000— 8000 mál. Bátarnir komu vegna þess að löndunarbið hefur verið á Seyðisfirði og norðanátt, svo þeir hafa ekki komizt norður- fyrir. Nú liggja fyrir hjá verksmiðj- unni óbrædd um 6000 mál, sem er 3—4 sólarhringa afköst. SEYÐISFIRÐI, 8. ágúst. — Þaff mun ekki algengt aff síldarstúlkur salti meira en 500 tunnur hver á einu sumri. Þessa eru þó nokkur dæmi í sumar. Enginr mun þó enn hafa Á myndinni eru þrjár af duglegustu sHdarstúHiunum á Seyffisfirffi: Málfríffur, sem saltaff hefur náð þéssari tölu hjá einni og * 500 tunnur, Sigrún Vídalín, sú sem er hæst, meff 750 tunnur, og Gunna, sem er búin aff sömu söltunarstöffinni. salta í 550 tunnur. (Ljósm. vig.) Síldarstúlka aflar 22 þús. kr. á 2 mánuðum Fréttamaður blaðsins hitti í gær fjórar stúlkur á Seyðis- firði, sem allar höfðu saltaff meira en 500 tunnur og ein þeirra meira en 750 tunnur. Við brugðum okkur því út á tvö stærri síldarplönin á< Seyff isfirffi, hjá Haföldunni og Ströndinni. Fyrst hittum viff aff máli Sigrúnu Vidalín frá Siglufirði. Hún var þá að salta í 750. tunnuna. Var þaff kl. 9 í morg un. Sigrún er Svarfdælingur að ætt og hefur átt heima á Siglufirffi frá því 1943 og byrjaffi fyrst aff salta viff komu sína þarrgaff. Síffan hef ur hún saltað þar á hverju sumri. En aldrei jafn mikið og í sumar. Þar saltaði hún Sigurveig hefur saltaff frá því hún var svo lítil aff hún náði ekki niffur í tunn una. Hún er komin upp í 550 tunnur. 400 tunnur í sumar, en 350 á Seyffisfirffi. Byrjaffi hún 10. júní og er búin aff salta í 2 mánuffi meff talsvferffum frá- tökum þó. Hún fær kr. 30,13 fyrir uppsaltaða tunmi, nema ef síldin er smá effa úrtök mikil, þá kr. 39,10 fyrir tunn- una. Sigrún hefur því á þessu tímabili unniff sér inn a. m. k. kr. 22.500,00. Næst hittum viff 17 ára stúlku frá Seyðisfirði, Gunnu S. Kristjánsdóttur. Hún er bæffi fljót og vandvirk sölt- unarstúlka og hefur saltaff mest allra á Seyffisfirffi í sum- ar effa 400 tunnur. Áffur hafði hún veriff á Baufarhöfn á sölt unarstöð Vilhjálms Jónssonar og saltaði þar 150 tunnur, svo heildarsöltun hennar er nú 550 tunnur. — Gunna stundar sjóvinnu bæffi vetur og sum- ar, því hún er á vertíff aff vetrinum. Þriðja stúlkan, sem saltað hefur 500 tunmur er Málfríff- ur Jensdóttir úr Hafnarfirði. Hún var einmitt aff salta í sína 500. tunnu kl. 8 í morg- un. Málfríffur saltaffi 230 tunnur á Siglufirffi og 270 á Seyðisfirði. Hún hefur fengizt við síldarsöltun í 13 ár, þar af 8 á Raufarhöfn. Auk þess hefur hún stutrdað síldarsölt- un við Faxaflóa á haustin. Fjórffa stúlkan á Seyffisfirffi, sem saltaff hefur í meira en 500 tunnur, er Sigurveig Sig- valdadóttir, frá Raufarhöfn. Á Raufarhöfn saltaffi hún í 335 tunnur hjá söltunarstöð- inni Hafsilfri, eir á Seyffisfirffi hefur hún saltað í 215 tunnur hjá Haföldunni. Hún hefur fengizt viff síldarsöltun í 9 ár, byrjaffi sem krakki að leggja iriður fyrir mömmu sína. Var hún þá ekki hærri í Ioftinu en svo, aff hún náffi varla niffur í tunnuna. Sigur- veig hefur nú saltað í 5 vik- ur og sagðist mundu hætta um næstu helgi hvaff sem hver segffi. Hún sagffist áreiff- anlega muirdu taka sér dug- lega slæpu á eftir. fremur á striffsfangabúðir en skemmtistað. Þegar troðningurinn og ólæt- in voru sem mest fyrir utan anddyrið, tóku lögreglumenn það til bragðs að loka húsinu alveg um tíma, og komst þá enginn út eða inn um sinn. — Tóku margir þá það ráð að skríða út um glugga og komast út um portið, enda óverandi inni sökum troðnings. Á sunnudagskvöldið var einn- ig dansleikur í Brúarlundi, en minni ólæti voru þar þá, enda hafði fólkinu fækkað nokkuð. Áberandi var hversu mikið var af unglingum í skóginum, og voru margir þeirra innan við þann aldur, sem til þarf til að fá inngöngu á dansleiki. — Bar mikið á ölvun meðal ungling- anna. Bifreiðaeftirlitsmenn voru á ferð í Vaglaskógi og nágrenni um helgina, og voru tveir menn teknir ölvaðir við akstur. Þá valt bíll á Vaðlaheiði á laugar- daginn, en slys urðu ekki á mönnum. Þá urðu einnig nokkr- ir smávægilegir árekstrar. Laugarvatm LÖGREGLAN í Reykjavík hafði eftirlit með umferð á vegum aust ur eftir Suðurlandi, vestur á Snæ fellsnes og allt norður í Húna- vatnssýslu um helgina. Einnig voru lögreglumenn á ýmsum þeiim stöðum, sem ferðafólk safn ast saman á um verzlunarmanna helgina. Á Laugarvatni munu hafa ver ið 1200—1500 manns um helgina. Stefán Jóhannsson, lögreglu- þjónn, sem var þar, sagði í við tali við blaðið að þar hefði verið mikill drykkjuskapur í kringum tjaldstæðin í skóginum og hjá bragga, þar sem dansað var. Tel- ur hann að þar hafi verið í meiri hluta unglingar frá 16—17 ára aldri. Fylgdu áflo<g og einhverjar stimpingar ölæðinu, en engin slys urðu af . Aftur á móti var allt rólegt og með spekt í kringum hótelið, en þar var mikið af dvalargestum um helgina. í Húsafellsskógi höfðu bindind ismenn mót um helgina. Þar munu hafa verið rúmlegia 700 manns, þar af um 70% unglingar. Var þar skipulögð dagskrá, farn ar styttri og lengri gönguferðir, fluttir leikþættir, almennur söng ur, varðeldar tvö kvöld og dans að af miklu fjöri. Fór þar allt hið prúðmannlegasta fram. Á Þingvöllum var mikil um- ferð, en lögreglan þurfti ekki að hafa afskipti af ökumönnum eða öðrum. í Bjarkarlundi var einn ig margt um manninn. Þar mun hafa borið eitthvað á ölvun, en ekki svo að neitt færi úr skorð- uh. Annars staðar í blaðinu er sagt frá ferðahópum í Þórsmörk, Vaglaskógi, þjóðhátíð í Eyjum og fleiru. Ungar stúlkur aff fá sér vatn úr krana austur á Laugarvatni um helginni. — Þaff hefffu fleiri átt aff drekka vatnl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.