Morgunblaðið - 09.08.1961, Síða 24

Morgunblaðið - 09.08.1961, Síða 24
CEIMFLUCIÐ Sjá bls. 10. Plnr0WttMöM!§> 176. tbl. — Miðvikudagur 9. ágúst latii IÞROTTIR Sjá bls. 22 Ný síld seld til Noregs Flutringaskip tóku 10 þus. mál í gær ÓHAGSTÆTT síldaveiðiveður var á miðunum fyrir Austur- landi um verzlunarmannahelg- Ina, en síðari hluta dags í fyrra- ðag tóku bæðí islenzku og norsku síldveiðiskipin að halda á mið- in, en gífurlegur fjöldi þeirra lá inni bæði á Seyðisfirði og í Nes- kaupstað. f gærkvöldi voru skip- in í síld á svipuðum slóðum og áður fyrir Austurlandi og mörg búin að koma inn með sildina annað hvort á Austfjarðarhafn- irnar, þar sem er löng bið eða tii Raufarhafnar, þar sem rýmkað hefur i þrónum. í f.vrrakvöld gaf Sildarútvegs nefnd út tilkynningu til síldveiði skipanna fyrir Austurlandi, þess efnis að leyfj stjórnvalda væri fengið fyrir því að selja bræðslu- síld í norsk síldarflutningaskip, sem fylgja flota Norðmanna hér við land. Var í fyrrinótt hafin löndun í flutningaskipin Wester- oy, Sven Germa og Haugen. Skip þessi taka samtals 10 þús. mál og voru öll fyllt í gær og það fjórða var að byrja að lesta í gærkvöldi. Skip þessi sigla síðan með aflann til Noregs. Verð síldarinnar hefur verið ákveðið til bráðabirgða kr. 116,00 fyrir málið. en ÞafL er sama verð og fæst fyrir síldina, sem flutt er með flutningaskipum til verk- smiðjanna á Norðurlandi. • Löndurrarstöðvun Frá fréttariturum blaðsins á síldarstöðunum bárust þessar fréttir: SEYÐISFIRÐI, 8. ágúst. — Síðari hluta dags í dag áttu 4 % skip eftir að losa gamla síld, sem þau höfðu legið með frá því fyr- ir helgi og 12—14 skip kömu í dag inn og bíða losunar. Þrær síldarverksmiðjunnar á Seyðis- firðf eru allar fullar og síldar- tökuskipin, sem flytja síldina norður eru á leið þangað full- Piltur verð- ur bráð- kvaddur SÁ sviplegi atburður varð á samkomu austur í Hall- ormsstaðarskógi sl. sunnu- dag, að unglingspiltur úr Reykjavík fannst örendur í tjaldi á samkomusvæð- inu. — Pilturinn, sem var 15 ára, hét Gústaf Geir Guðmundsson, til heimilis á Framnesvegi 24 í Reykja- vík. Hann hefur í sumar verið háseti á síldveiði- bátnum Jóni Jónssyni frá Ólafsvík. Pilturinn varð bráðkvaddur milli kl. 5 og 7 seinni hluta dagsins. — Björn Pálsson flutti líkið til Reykjavíkur um kvöld- ið. Réttarhöld í málinu haía þegar farið fram, og krufning sömuleiðis. hraðin, en þau eru sólarhring á leiðinni. Má því búast við áfram haldandi löndunarstöðvun á Seyð- isfirði. NORÐFIRÐI, 8. ágúst. — f morgun komu hingað með síld í söltun Arnkell með 200 tunn- ur, Hafalda 400 tunnur, Arnfirð- ingur II 550, en hann er að koma aftur í kvöld með 200 tunnur. í Framhald á bls. 23. HRIKALEG DRYKKJA I réttamenn IVIorgunblaðsins lýsa „skemmtunum^ í Hallormsstaða- skógi, Vaglaskógi og að Laucj- arvatni liM síðustu helgi flykktist geysi- Iegur fjöldí manna í Hallorms- staðarskóg, og er það einróma álit fréttaritara blaðsins á Aust- urlandi, að önnur eins ölvun hafi aldrei þekkzt áður. Á þriðja þús- und manns fór í skóginn og margir lögðust í ofdrykkju. Eitthvað fækkaði, þegar kom fram á sunnudag, en flestir svöll uðu þrotlaust í tvo til þrjá sól- arhringa. Flestir, sem blaðið átti tal við, sögðu sem svo: „Þetta er ógeðslegasta helgi, sem ég hef lifað“, „óskaplegt ölæði“, ,,aldrei sézt neitt þessu likt“ o. s. frv. Fremur var kalt í veðri um helgina og sums staðar rigning. Mestallur síldveiðiflotinn lá í höfnum á Austurlandi vegna brælu á miðum. T. d. munu um 80—100 skip hafa verið á hvorum staðnum um sig, Seyðisfirði og Norðfirði. Allir sjómenn, sem Aflí fogaranna í GÆR kom Ingólfur Arnarson af heimamiðum með ca. 160 lestir af nýjum fiski og 60 af saltfiski. — Haukur kom fyrir hádegi með fullfermi frá Vestur-Grænlands- miðum. Á mánudag komu tveir togarar af heimamiðum, Egill Skalla- grímsson með 180 lestir og Askur með 173. vettlingi gátu valdið, þyrptust til Hallormsstaðar á laugardag, en þann dag og sunnudag hélt Ung- menna- og iþróttasamband Aust- urlands (U.Í.A.) hátíð þar í skóg inum. Mikill fjöldi kom einnig annars staðar frá, og munu há- tíðargestir hafa verið á þriðja þúsund, eins og fyrr greinir. Er ekki að orðlengja það, að þeg- ar á laugardag hófst hrikaleg ofdrykkja í skóginum, og ekki sízt meðal unglinganna, sem allir virtust hafa fullar hendur fjár og gnægð áfengis. 7 lögreglu- menn og aðstoðarmenn áttu fullt í fangi með að hemja hina öl- óðustu og flytja þá alla leið nið- ur á Egilsstaði, þar sem fanga- geymsla er, en ekki tekur hún nema þrjá menn með góðu móti, svo að ekki var hægt um vik. Nokkrar óspektir urðu og áflog, en er líða tók á nóttina, voru menn svo magnþrota og dasaðir af vínneyzlu, að þeir gátu ekki staðið í stórræðum. — Um- gengnj var sóðaleg um skóginn, en verst á samkomusvæðinu sjálfu. Segir Sigurður Blöndal. skógarvörður á Hallormsstað, samkvæmt frásögn útvarpsins í gær, að engu sé líkara, en að gerð hafi verið loftárás á stað- inn. Mest varð ölvunin seinni hluta nætur aðfaranótt sunnudags, þeg- ar æpandi ungmenni æddu um skóginn og þömbuðu brenni- vínið. Á sunnudagsmorgun lágu sam- ko.mugestir eins og hráviði hing- að og þangað um skóginn, en um leið og þeir vöknuðu, hófst drykkjan að nýju, enda virtist aldrei skorta vínföng á hátíð þessa. Um kvöldið var dansinn hafinn að nýju, en fljótlega bil- uðu öll rafmagnsljós. Bjuggust hljómsveitarmenn þá við hinu versta og flúðu út með hljóðfæri sín í fanginu. Til verulegra óláta kom þó ekki, „og mun ástin hafa bjargað því“, eins og einn frétta ritarinn orðar það. Samkoman leystist hins vegar upp. Fjöldi manns dvaldist áfram á staðnum og undi við sömu áhugamál og fyrr, en þó fór allt heldur skap- legar fram, enda margt aðkomu- manna farið niður á firði. Mikil réttarhöld fóru fram eystra um og eftir helgina og stóðu enn í gær. Alls voru 12 Framhald á bls. 23. Hér sjást nokkrir samkomu- gesta á rjátli við mannheldu girðinguna, sem reist hafði ver ið með allri vesturhlið Brúar- lundar í Vaglaskógi. Vörður stendur á milli girðingarinnar og hússins, því girðingunni var ekki treystandi, þótt hún væri gerð úr samantvinnuð- um gaddavír og vírneti. (Ljósm.: St.E.Sig.) Hver á bílinn ? ÞANN 2. ágúst var dregið í happ- drætti Krabbameinsfélags Reykja víkur og kóm upp nr. 2341. Vinn- ingurinn er, sem kunnugt er, Volkswagen-bifreið af nýjustu gerð. Síðdegis í gær hafði bif- reiðarinnar ekki verið vitj að. Samkvæmt upplýsingum frá for- ráðamönnum happdrættisins er talið, að vinningsmiðinn hafi ver- ið seldur úr bifreiðinni sjálfri við Laugaveg tveim dögum áður en dregið var. Þess er að sjálfsögðu beðið með eftirvæntingu, að hand hafi miðans gefi sig fram. Matsveinn drukknar af Reyðarfjarðarbát Eskifirði, 8. ágúst. KLUKKAN 7.30 á laugar- dagsmorgun féll maður út- byrðis af Katrínu frá Reyð- arfirði og drukknaði. Maður- inn, Bergur Þorkelsson, var um fimmtugt og matsveinn á bátnum. Hann lætur eftir sig konu og fjögur börn, eitt ófermt, og aldraða móður í Reykjavík. Báturinn var á siglingu 30 mílur út af Reyðarfirði, er slys- ið varð og gott í sjóinn. Berg- ur hafði farið á fætur kl. 7.30 um morguninn, eins og hann var vanur, og tók þá til við matargerðarstörfin. Þegar klukk una vantaði 15 mínútur í 8, er vitað að hann var enn niðri, en 10 mínútum seinna var hans saknað. Tók þá ekki nema ör- skamma stund að ganga úr skugga um að hann var ekki Bergur Þorkelsson um borð. Sneri skipið strax við og sigldi fram og aftur um svæð ið án þess að verða hans vart. Margir menn voru uppi, er slysið varð, ýmist í brú eða fram á, en þeir hvorki heyrðu né sáu neitt óvenjulegt. Mun Bergur hafa gengið upp til að henda úr ruslafötu, og var fat- an horfin. L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.