Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.1961, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf Sjá bls 13. 180. tbl. — Sunnudagur 13. ágúst 1S Nokkur skip hafa fengið gdð kðst EKKI er hægt að segja að mikil síldveiði hafi verið hjá flotanum í fyrrinótt og gær, að sögn síldarleitarinnar á Seyðisfirði. Hins vegar fengu nokkur skip góð köst. Voru þau 50—60 sjómílur suðaust- ur frá Gerpi. Var þar vað- andi síld í fyrrakvöld og eins í gærmorgun. Allmargir munu þó hafa kastað eftir lóðningum. Síldveiðiskipin, sem losa í bræðslu, verða að bíða í tvo sólarhringa á Seyðisfirði, en síldarflutningaskipin eru um þessar mundir fyrir norðan og hið fyrsta þeirra ekki væntan- legt fyrr en eftir einn og hálfan sólarhring. Enn er saltað hjá söltunar- stöðvunum á Seyðisfirði,, en tunnuskortur er þess valdandi að minnsta kosti ein söltunar- stöðin hefur orðið að hætta. Norðmenn ánægðir í fréttaskeyti frá Bergen seg- ir að síldveiðamar við ísland gangi vel, bæði hjá norskum og íslenzkum skipum. Norð- mennimir segja að bræðslusíld- araflinn hjá þeim sé kominn yfir 800.000 hektólítra og 28 milljónir að verðmæti, en heild arafli hafi í fyrra verið 683.000 hektólítrar. í skeytinu segir og að afli reknetabátanna norsku sé mjög misjafn, fá þeir þetta 10, 20, 40 og einstaka 100 tunnur í lögn. NESKAUPSTAÐ, 12. ágúst. — Hingað komu í morgun eftirtald- ir bátar með síld í bræðslu: Hafn arey með 400 mál, Húni 250, Júlíus Björnsson 350, Máni 200, Straumnes 600. — Svavar. Alls 77 úflendir tog- arar við landið Sæmileg lúðuveiði NESKAUPSTAÐ, 12. ágúst. — Hingað kom í morgun skoski lúðu veiðarinn Argonaut. Einn skip- verja var slasaður, hafði fengið lúðukrók í hendina. Skipið var að veiðum ásamt tveimur öðr- um lúðuveiðurum undan Ingólfs- höfða. Sögðu skipverjar að lúðu- veiði væri þar sæmileg. — Svavar. MBL. aflaði sér þeirra upp- lýsinga hjá landhelgisgæzl- unni í gær, að alls væru nú 77 útlendir togarar að veiðum hér við land og auk þess um 50 rússnesk síldveiðiskip. — Hins vegar eru aðeins 8 ís- Ienzkir togarar við landið. ★ Umhverfis allt land Við Suðurland eru 7 erlendir togarar utan 12 mílna markanna, við Austurland 11 útlendingar milli 6 og 12 míln og 4 utan 12 mílna. Við Norðurland eru 13 útlendingar milli 6 og 12 mílna og 8 fyrir utan 12 mílur. Þar eru auk þess 6 íslenzkir togarar. Arabar til Kuwait KAIRO, 12. ágúst (NTB/Reuter). — Framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, Hassouna, hefur undirritað samning við fulltrúa Kuwait-stjórnar um að Arabar leysi brezkt öryggislið af hólmi í fyrstadæminu. Viðræðum um málið lauk fyrir tveim dögum. Jón Ólafsson er von okkar í dag. Fyrir Vestfjörðum eru 34 erlend ir togarar utan 12 mílna. Á Faxaflóa voru 2 íslenzkir togar- ar á útleið. Alls eru því 24 erlendir tog- Bræðslu- 09 sultsíldor- mugnið SI'GLUFIRÐI, 9. ágúst. Sam- kvæmt upplýsingum síldarút vegsnefndar skiptist saltsíld eftir verkunaraðferðum sem !hér segir: Cutsild 144,965 heil- tunnur og 13,981 hálftunnur, sykursíld 117,508 heiltn. og 20,345 hálftn. og kryddsíld ! 63,355 heiltn. — Umreiknað í heiltn. verður þetta samtals 342,991 tunna. Bræðslusíldaraflinn er sem hér segir: Rauðka á Siglufiröi hefir fengið um 60 þús. mál síldar og 32 þús. mál af síldar úrgangi, eða samtals um 92 þús. mál til bræðslu. Síldar- verksmiðjur ríkisins á Siglu- firði hafa fengið 208,828 mál, SR á Raufarhöfn 175,879 mál, j SR á Húsavík 7861 mál og SR á Skagaströnd 5,636 mál, til viðbótar 46,920 mál af síldar- úrgangi. —Stefán. arar milli 6 og 12 mílna og 53 utan 12 mílna. 4 rússnesk síldveiðiskip, sem veiða í reknet, voru 24 sjómílur VSV af Kolbeinsey og 40—50 rússnesk reknetaskip 15 sjómíl- ur NV af eyjunni. Þessi myrrd var tekin skömmul eftir að bílaáreksturinn varðá í Hvammsleiti í Norðurárdal) s.l. fimmtudag og sagt var frá* í blaðinu í gær. Farangurs- grindin sem byrgði bílstjóran- um á R bílnum útsýn sést á vélarhlíf bílsins. Vegurimr er þó vei merkt- ur með hinum nýju umferða- merkjum. — Ljósm. Hörður. Heímsókn Mikoyans mótmælt í Tokíó Bifreiðin slapp BERLlN, 11. ágúst. (Reuter; — Austur-þýzka lögreglan skaut í dag á austur-þýzka bifreið, sem ók með miklum hraða framhjá og inn á franska hernámssvæð- ið 1 Vestur-Berlín. — Skotin geiguðu og bifreiðin komst heilu og höldnu leiðar sinnar. Hraði bifreiðarinnar var svo mikill, að vestur-þýzka landamæralögregl- an átti fótum fjör að launa, þeg ar hún forðaði sér undan. Landakeppninni lýkur í kvöld I DAG lýkur landskeppninni í frjálsum íþróttum við Þjóð verja. Keppnin hefst í kvöld kl. 8 og fer fram á Laugardals vellinum. Vegna þess hve blöð fara snemma í prentun á laug ardögum er ekki unnt að skýra frá úrslitum í gær, en heildarfrétt af keppnrinni á- samt myndum birtist á þriðju daginn. fslendingar eiga litlar sigur vonir í þessari keppni — en munu þó án efa veita Þjóð- verjunum keppni í ýmsum greinum og sigurvon eiga okk- ar menn í tveim eða þrem greinum. Þá keppa og „gestir" móts- ins, þrír af beztu íþróttamönn um Þjóðverja, allt heimsfræg ir menn fyrir afrek. Frjáls- íþróttaunnendum gefst því tækifæri til að sjá „topp- menn“ ná „toppárangri“ í kvöld. Það er tækifæri sem er einstakt og gefst sjaldanr hér á landi. TOKYO„ll. ágúst (Reuter). — Fylkingar japanskra hægri sinna, sem sumir voru klæddir einkenn- isbúningum úr síðari heimsstyrj- öldinni og með stálhjálma, gengu um götur Tokyo í dag, til þess að mótmæla fyrirhugaðri heim- Follhlífoher- menn heim PARÍS, 11. ágúst. (Reuter. — Forsætisráðuneytið hér til- kynnti í kvöld, að ein af fall- hlífasveitunum, sem sendar voru til Bizerta meðan átökin þar stóðu yfir í síðastliðnum mán- yði, hefði nú verið kvödd til baka. Fallhlífasveitirnar voru sendar til flug- og flotastöðv- arinnar í Bizerta, eftir að tún- ískir hermenn höfðu hafið skot- hríð á flugvélar, sem voru að lenda á staðnum. Bourpuiba vondaufur TÚNIS, 11. ágúst. (Reuter). — Bourguíba, Túnisforseti, sagði í dag, að ekki væri neinnar lausn ar á Bízerta-deilunni að vænta frá de Gaulle, forseta Frakk- lands. „Hann hikar sífellt“, sagði Bourguíba, sem einnig lét svo ummmælt, að allir valda- menn í heiminum yrðu að taka afstöðu til þessa deilumáls. — Skírskotaði hann m.a. til Afr- íku- og Asíuþjóðanna og sagði, að því yrði gefinn gaumur, hverjir gerðust samherjar ný- nýlendustefnunnar. Ekki þykir fara leynt, að Bourguíba hafi haft fund Allsherjarþings SÞ í huga, þegar hann ræddi þetta. sókn Mikoyan, varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna. j. Mikoyan er væntanlegur hing- að 14. ágúst, til þess að opna sovézka vörusýningu. — Hafa þeg ar verið gerðar víðtækar varúð- arráðstafanir honum til öryggis, Hinir hægrisinnuðu fóru um miðborgina og börðu sumir þeirra trumbur í göngunni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar drógu mótmælaaðgerðir þessar ekki dilk á eftir sér — heldur fóru árekstralaust fram. Skreið selst illa segja Norðmenn SVOLVER. 12. ágúst (NTB). — Afríku-skreiðin selst illa og verðið er lágt. Hefur ís- lenzkur fiskur stjakað okk- ur til hliðar. Hjallarnir eru fullir af góðri skreið, að verðmæti um 4 milljónir norskra króna. Sölumögu- leikar virðast ekki vera miklir og varla hægt að bú- ast við nokkrum stórum söl- um. Að vísu mun Rauði- Krossinn kaupa eitthvað af skreiðinni til hjálparað- gerða sinna, en það hrekkur skammt, segja fiskkaup- menn. — Bæði skreiðar- og saltfiskverkun hefur gengið vel að undanförnu, og gott verð fengist fyrir þann síðar nefnda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.