Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 1

Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 1
44 slður (I. og II.) 48. árgangur 184. tbl. — Föstudagur 18. ágúst 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Samtök megínatvínnuvega íslendinga styðja s nntðkubeiðni í Efnahagsbandalagið MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að á fundi þeim, sem blaðið skýrði frá í gær, að haldinn hefði verið með forystu- xnönnum ýmissa heildarsamtaka atvinnuveganna, hefðu 15 fulltrúar þeirra lýst yfir stuðningi við það, að íslendingar leggðu fram beið'ni um inngöngu í Efnahagsbandalag Ev- rópu (Sameiginlega markaðinn). Fulltrúi Alþýðusambands fslands lagðist einn gegn því, að sótt yrði um inngöngu, en nokkrir fulltrúanna gerðu eðlilega fyrirvara um stuðning sinn. — Hálfum mánuði fyrir þennan merka fund hafði embættismannanefndin, sem fylgzt hefur með þróun mark- aðsbandalagsmálanna, lagt fyrir fulltrúa atvinnuveganna, að gefa svör varðandi afstöðu samtaka sinna á þessum fundi. — Ef stjórnarvöldin ákveða með hliðsjón af skoðunum þessara að- ila að leggja fram inntökubeiðni þýðir það ekki, að við verðum þar með þátttakendur í Efnahags bandalaginu. Hins vegar mundi Rikisstorís- menn fá launabæíur VIÐRÆÐUM fulltr. B.S.R.B. og ríkisstjórnarinnar um laun&kröfur ríkisstarfsmanna lauk 16. þ. m., og náð- ist ekki samkomulaig um hundraðshluta laiunabótanna. B.S.R.B. fór fram á 33,8% launabaetur. Nú hefur ríkisstjómin til- kynnt bandalaginu, að greidd ar verði 13,8% launabætur frá 1. júlí 1961 og er fyrir- heit gefið um 4% launabætur til viðbótai friá 1. júní 1962 að telja, á sama hátt og aðrar stéttir hafa samið um. Þá verður komið á fót sam starfsnefnd milli B.S.R.B. og ríkisstjómarinnar um launa- og kjaramál, og væntanieg mun yfirlýsing frá rikisstjórn inni um, að hún muni taka sam-ningsréttarmál opinberra starfsmanna til athugunar í haust. það opna okkur leið til áhrifa á ákvarðanir, sem þar þarf að taka í margvíslegum málum. Samn- ingar um aðild mundu taka lang an tíma, væntanlega 1*4—Z ár, enda yrðum við fslendingar að setja skilyrði um margháttuð sér- ákvæði. Ein af ástæðunum til þess, að menn hneigjast að því, að hraða ætti inntökubeiðni er sú, að auð- veldara er að fá inn í samninga þau sérákvæði, sem okkur varða mestu, áður en samtökin eru full mótuð og þeir, sem andstæðra hagsmuna eiga að gæta við okk- ur, hafa fengið óskum sínum framgengt. Samtök þau, sem lýstu stuðn- ingi við það, að við sæktum fljót- lega um inngöngu eru: Framleiðsluráð landbúnaðar- ins, Samband íslenzkra samvinnu félaga, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Samlag skreiðarfram- leiðanda, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, Síldarútvegs- nefnd, Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Félag íslenzkra iðnrekenda, Landssamband iðn- aðarmanna, Verzlunarráð íslands, Kaupmannasamtökin, Félag ís- lenzkra stórkaupmanna, Vinnu- veitendasamband íslands og Stétt arsambands bænda, en fulltrúi þess siðastnefnda mun fremur hafa hallazt að aukaaðild að bandalaginu. Borgarstjóri og fleiri ræða um 1. verðlauna-nppdráttinn. Norðmaöur og tveir Finnar fengu 1. verðlaun í skipulagskeppninni Samkeppnin um Fossvogsdal mun morka timomót i byggingarsögu Reykjovikur GEIR Hallgrímsson, borgar- stjóri, gerði í gærdag grein fyrir úrslitum samkeppninn- ar um skipulag í Fossvogs- dal. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga, sem gerð var af Norð manninum Lyder Braathen og Finnunum Marita Hagner Rússar lýstir ábyrgir íyrir gerðum A-Þjóðverja Harðorð mótmœli frá Vesturveldunum London, París, Bonn, Washington og Berlín 17. ágúst (Reuter) 1 MORGUN afhentu Vestur- veldin Sovétstjórninni mót- mælaorðsendingar vegna að- gerða austur-þýzkra yfir- valda í Berlín. Þar er lokun landamæranna harðlega mót- mælt og Rússar gerðir á- byrgir fyrir aðgerðum aust- ur-þýzku stjórnarinnar. Fara Vesturveldin þess á leit við Sovétstjórnina, að hún geri ráðstafanir til þess að hinda endi á hinar ólöglegu aðgerð- xr í Berlín. Mótmæli Vesturveldanna voru nfhent í þrennu lagi — frá Frakk landi, Bandaríkjunum og Bret- landi, hverju um sig, en orðsend- ingarnar eru allar samhljóða. Við samningu orðsendinganna var haft samráð við vestur-þýzku stjórnina í Bonn og ríkir þar mik- il ánægja með orðalag hennar. í London segja stjórnmálasérfræð- ingar, að Vesturveidin hafi nú gefið Sovétstjórninni sterka að- vörun um það, sem henda kunni, verði gengið frekar á rétt þeirra í Berlín. í órðsendingunni pr lögð á það áherzla, að lokun landamæra A,- Berlínar sé freklegt brot á fjór- veldasamningnum um Berlín, sem enn sé bindandi fyrir Rússa. Segjast Vesturveldin ekki viður- kenna Austur-Berlín sem hluta af Austur-Þýzkalandi og því séu mörkin milli borgarhlutanna ekki eiginleg landamæri. Ekki er minnzt á möguleg- ar mótaðgerðir og samkvæmt franska dagblaðinu „France Soir“, hafa Vesturveldin á- kveðið að bíða átekta og sjá hverju fram vindur. í orðsendingunni segir enn- fremur, að af yfirlýsingu Varsjárbandalagsins sé ljóst, að aðildarríki þess haíi sam- þykkt og hvatt til aðgerða aust ur-þýzku stjórnarinnar og hafi aðildarríki þess þar með blanda sér í mál, sem þau hafi engann rétt til. • Herstyrkur aukinn Bæði Frakkar og Bretar gerðu í dag ráðstafanir til þess að auka herstyrk sinn í Þýzkalandi. Franska stjórnin tilkynnti í dag, að sökum síðustu atburða í Berlín og orsaka þeirra telji Frakkar nauðsynlegt að auka her styrk sinn bæði í Þýzkalandi og heima í Frakklandi. Var yfirlýs- ing þessi gefin út eftir fund de Gauiie, forseta með æðstu ráða- mönnum landvarnaráðuneytisins. samkeppnin og Olli Parviainen. Eru þeir allir arkitektar og starfa í Helsingfors. Veitt voru 4 verðlaun og auk þess keyptir 3 uppdrættir, en alls barst 31 tillaga. Verða þær allar til sýnis á Reykjavíkursýn- ingunni í íþróttasal Mela- skólans. í febrúar 1960 ákvað bæjar- stjórn Reykjavíkur að efna til Norðurlandasamkeppni um skipu lag bæjarins. Var upphaflega hugmyndin sú, að í þessu sam- bandi yrði lögð aðaláherzla á uppland Reykjavíkur, og yrði þá höfð samvinna við nærliggj- andi bæi og hreppa um málið. Við frekari athugun kom í ljós, að þetta yrði of víðtækt verkefni og mjög langan tíma myndi taka að undirbúa slíka samkeppni. Var þá ákveðið að takmarka hana við Fossvogs- dal. Öllum undirbúningi var lokið um sl. áramót og um sl. áramót og um mánaðamótin jan.—febr. 1961 var opinberlega gerð grein fyrir tilhögun sam- keppninnar. Skilafrestur var ákveðinn til 24. júlí. Þátttaka var almenn, þar sem 31 tillaga barst og voru þær frá öllum Norðurlöndum. Hinn 9. ágúst tók dómnefndin að meta og dæma tillögumar, en í henni áttu sæti: Ágúst Páls- son arkitekt, Sigurður Jóhanns- son vegamálastjóri, Carl F. Al- berg arkitekt, P. Bredsdorff arkitekt og Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Eftir að borgarstjóri hafði gert grein fyrir málinu í ein- stökum atriðum, sagði hann að hefði gefið mjög góða raun og þó að ekki yrði nein einstök tillaga lögð í heild til grundvallar að uppbyggingu Fossvogsdals, þá myndu þær ráða meginstefnunni, og reynd- ar hafa mikil áhrif á þróun byggðarinnar í Reykjavík og nágrenni í næstu framtíð. Að lokum þakkaði borgar- stjóri öllum þátttakendum áhuga þeirra, og öðrum þeim, sem hefðu stuðlað að sem bezt- um árangri samkeppninnar. Verðlaunaveiting og kaup tillagna Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir því hverjir fengu 1. verðlaun, en þau námu 175 þús. kr. Um tillöguna, sem hlaut fyrstu verðlaun, segir dómnefndin m.a.: „Byggðin fell- ur vel að landslagi og tekur ágætlega tillit til möguleika á því að veita íbúunum útsýn yf- ir dalinn og út að sjónum. Byggðarkjarninn er vel settur og fallega myndaður, og til við- bótar koma búðir á hentugum síöðum í grenndinni". Önnur verðlaun, sem námu 65 þús. kr., hlaut tillaga þeirra Ib Andersen og Elth Juul Möll- er, arkitekta frá Kaupmanna- höfn. Um tillögu þeirra segir nefndin m.a.: „Sökum hinna litlu möguleika á sólarbirtu, er suðurhlið dalsins látin óbyggð. Heildarlausn er falleg og byggð in vel hugsuð í einstökum atrið um“. Frh. á bls. 15 Stolið úr skipi... Á NÍUNDA tímanum í fyrra- kvöld var framið innbrot í bandaríska flutningaskipið Moor emac Fir í Reykjavíkurhöfn. — Stálu þjófarnir myndavél með litfilmu í, 34 dollurum og ein- hverju af brazilískum og urugu- ayískum seðlum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.