Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 6

Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 18. ágúst 1961 í Árbæ veröur og Víkurgata Skólavarðan endurreist — Veitingar í Dillons-húsi ÁRBÆJARSAFN nýtur stöð ugt vaxandi vinsælda bæjar- búa og ferðamanna. Hafa tekjur af gestum staðið undir framkvæmdum það sem af er í sumar. Svæðið við Árbæ vérður þrjár byggingarein- ingar eða hverfi, þ. e. kirkj- an, bærinn sjálfur og tilheyr- andi útihús, Víkurtorg, sem verður húsaþyrping og síðan gata, sem kalla má Víkur- götu og í ráði er að líkist gamla Aðalstræti. Svæðið er alls 8 hektarar. í dag verður opnað veit- ingahús í gamla Dillonshúsi uppi á Árbæjarsvæðinu. Fréttamenn Mbl. ræddu við Lárus Sigurbjörnsson skjala- vörð og inntu hann eftir fram- tíðaráætlunum og framkvæmd- um við Árbæ. Árbæjarsvæðið var opnað al- menningi sem safn og útivistar- svæði Reykvíkinga 22. sept. 1957. Þegar á fyrsta árinu reynd ist svæðið mjög vinsælt. 1958 flutti Gunnar Thoroddsen, þá- verandi borgarstjóri, tillögu í bæjarstjórn um að endurbyggja eða flytja þangað uppeftir göm- ul hús úr bænum, jafnóðum og ástæður væru fyrir hendi. Nú er einnig í ráði að byggja yfir safnvörð og er þess vænzt að Skúli Helgason muni taka það starf að sér, en hann hefur starf að mikið við byggingarnar upp frá og reynzt hinn nýtasti mað- ur í hvívetna. aw VlKURTORG Smiðshúsið og Dillonshús til- heyra þeirri safneiningu, sem kalla má Víkurtorg. Þar mun síðar bætast við sjóbúð Geirs Zoega, sem var Vesturgata 7, að austan, og að vestan gömul eldsmiðja. Þarna verður einnig gamli bakarapósturinn, vatns- dælan, sem var í Bankastrætinu. Nokkru ofar eða efst í túnjaðr- inum er í ráði að endurreisa gömlu skólavörðuna, eftir teikn- ingum, sem Sigurður heitinn Guðmundsson arkitekt ánafnaði safninu. Hún verður byggð úr gömlu grjóti, sem höggvið var til á sama tíma og skólavarðan Víkurtorg var endurbyggð 1860. Grjótið úr skólavörðunni, sagði Lárus að væri nú í hleðslunni undir Aust- urbæ j arskólanum. Skólavarðan verður 12 m. á hæð, þrjár hæðir. Á neðstu hæð inni verður frummyndin að lík-_ neski Einars Jónssonar af Ing- ólfi Arnarsyni. Hún lá áður í 30 ár í kössum á hafnarbakkanum, áður en Lárus hirti hana. Hún er nú í Noregi, þar sem verið er að steypa eftir henni líkneski það, se»ft ríkisstjómin ætlar að gefa Norðmönnum. Á öðru gólfi verður líkan af Reykjavík 1786, 2x2 m. að stærð og á þriðju hæð er í ráði að koma upp lík- ani af Reykja^jk 1961. Stigar verða upp í kring og verður hægt að virða líkönin fyrir sér úr ýmsum hæðum og hliðum. Efst verður svo 4 m. trébygging með útsýnisskífu og verður þar mjög víðsýnt yíir bæinn og ná- grenni. Sennilegt er að þessum framkvæmdum verði lokið þegar á næsta ári. VÍKURGATA, KLÚBBURINN Önnur byggingaeining er kirkj an frá Silfrastöðum, gamli Ár- bær, sem mikið hefur verið hresst upp á og útihúsin, fjár- hús og hesthús. Svæðið milli bæjarins og útihúsanna verður áfram óbyggt. Þriðja byggingaeiningin verð- ur gömul gata í líkingu við gömlu klúbbgötuna (Aðalstræti). Þessa götu mætti nefna Víkur- götu. Hún verður með opnu skolpræsi og verður vatn látið renna eftir því 1 litla vaðtjörn syðst í túninu. 1 henni verður sandbotn og þar geta börn vað- ið- og sullað að vild sinni. Við götuna, sem verður lögð ská- hallt, neðst í suðurhluta túns- ins, er gert ráð fyrir 8 til 10 húsum. Hús þessi eiga að vera í líkingu við húsin, sem stóðu við klúbbgötuna. Húsin, sem stóðu við götuna eru nú öll horf in, nema hús Silla & Valda, en mikið er þó af yngri hús- um, sem líkjast þeim mjög. Lárus sagðist leggja sérstaka áherzlu á hús Þorbjargar Sveins dóttur, ljósmóður, á Skólavörðu- stígnum, næst fyrir ofan tugt- húsið. Það er fyrsta steinhúsið í Reykjavík, byggt úr óhöggnu grjóti úr Skólavörðuholtinu 1859. Á svæðinu er svo í ráði að hafa húsdýr í girðingu, lömb, folöld, kálfa og kiðlinga. Lárus sagði að lokum, að aðsóknin að Árbæ hefði þeg- ar sannað vinsældir hans og þær ættu eftir að stóraukast eftir því sem meira verður þar að sjá. ------------------- > •N Áflabrögð á Akranesi AKRANESI, 17. ág. _ Mb. Keilir kemur hingað heim í kvöld bátlaus, en með nótina, a£ austanmiðum. Keilir hefur fiskað í sumar hálft sjöunda þús und tunnur og mál. Skipstjóri er Þorvaldur Guðmundsson. Átta dragr.ótatrillubátar voru á sjó hér í nótt og fiskuðu ágæt- lega. Aflahæst var Sæbjörg með 1500 kg af kola og 1300 kg af þorski. Mb Guðmundur á Sveins eyri úr Tálknafirði hætti á síld- veiðum. Á morgun lestar hann hér sement, og er þetta 3. eða 4. sementsfarmurinn, sem báturinn flytur til Vestfjarða í sumar. — Oddur. Líkan af Árbæ, eins og fyrirhugað er að svæðið verði. Fremst á myndinni er gamli bærinn og kirkjan. Til vinstri er Víkurtorg og efst til vinstri Skólavarðan. Til hægri er Víkurgatan. Árbær og kirkjan. Ætlunin var þegar í upphafi, að þarna yrði eins konar al- menningsgarður með sögulegum minjum. Slíkir garðar eru mjög vinsælir á Norðurlöndum. Upphaf safnsins er gamli Ár- bær og útihúsin, og síðan kirkj- an frá Silfrastöðum, sem endur- byggð var þar fyrir tveim ár- um. Síðan bættist við Smiðshús- ið, sem var í Pósthússtræti 15, í fyrra. Næsta hús, sem flutt var uppeftir var Dillonshús, sem áður var Suðurgata 2. Það var upphaflega veitingahús, og þar voru píuböllin haldin hér áður fyrr, eins og frægt var. 1 Dill- onshúsi verður nú aftur hafin veitingasala 1 dag uppi á Árbæj- arsvæðinu. Frá G. Br. fengum v>ð eftir- farandi bréf. Kæri Velvakandi. Alltaf þykir mér gaman að lesa þitt létta hjal. Það lít ég alltaf fyrst í, þegar ég er bú- inn að kynna mér helztu inn- lendu fréttimar. • „Fjas“, sem ungling- „afskrifa“ En s. 1. laugardag finnst mér þú vera nokkuð harður í dóm um þínum um okkur bindindis mennina. Þú kallar boðskap okkar „fjas“, sem unglingam ir „afskrifi" þegar þeir reyna það um verzlunarmannahelg- ina, að það er argasta lygi, sem þeim var sagt á bindindis daginn.l. febrúar — að áfeng ið sé eitur. Þetta finnst þér víst dæmi uni mishepnaðan — jafnvel skaðlegan-bindindis- áróður. Þess vegna sé starf okkar bindindismanna unnið fyrir gýg og einskis virði og verra en það. ' Já, ljótt er, ef satt er. FEROIIMAIMI* ☆ • „Svall og svínarí“ En látum þetta liggja á milli hluta a. m. k. að sinni, Þú ert okkur bindindismönn- um sammála um að fordæma „svall og svínarí“. Og eitthvað þurfi að gera til að ráða bót á því ófremdarástandi, sem skapazt hefur í skemmtana- lífi fólksins, ekki sízt um verzl unarmannahelgina. Og þú seg ir: „Væri ekki rétt að taka þessi mál raunhæfari tökum“. Jú, vissulega. Um það getum við víst verið innilega sam. mála. En hver eru hin raun. hæfu- tök? Viltu ekki segja okkur frá þínum tillögum? Viltu ekki beita þér fyrir samtökum um úrlausnir. sem líklegar eru til vænlegs árang urs út frá þínu sjónarmiði? • Úrræði Ég get ekki neitað því, aS mér finnst bindindismenn hafa gert sitt til að taka þessl mál „raunhæfum tökurn". Það hafa þeir gert með samkom. um sínum i Húsafellsskógi. Vilja nú ekki þeir menn, utan bindindissamtakanna, sem sjá vandann og voðann, sem æsk- uni er búinn af áfengisnautn, — vilja þeir ekki einnig koma með sínar tillögur, sín úrræði, svo einnig þeir taki þessi mál „raunhæfum tökum"? Með þökk fyrir birtinguna. Br.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.