Morgunblaðið - 18.08.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.08.1961, Qupperneq 10
10 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 18. ágúst 196 Hvernig sjáið þér HÉR svara nokkrir borg- arar spurningunni um það, hvernig þeir sjá Reykja- vík framtíðarinnar og jafn- framt því, hverju þeir óska henni til handa. Öll óska þau borginni okkar hagsæld og blessunar, en gefum þeim nú orðið: Hörður Bjarna- son Svari við þessarri spurn- ingu er næsta erfitt að koma fyrir í stuttu máli, og þó eink- um fyrir þann sem Jilut á að því að vera með í ráð- um um ásjónu og byggingu okkar góðu höfuðborgar. Að vísu er það lögbundin skylda okkar, sem að skipulagi störf um meir eða minna, að sjá nokkuð fram í tímann — skipulagslögin segja 50 ár — en staðreyndin er sú, að það er mikil ofætlan að spádóms- gáfan nái svo langt, og valda því hinar öru breytingar í atvinnu- og byggingarháttum. Byggingartækni okkar tíma lýtur t. d. allt öðrum fagur- fræðilegum lögmálum en var fyrir örfáum áratugum, og kröfur um borgarskipulag um margt gjörólíkar. Án minnsta vafa heldur þessi þró- un áfram á sama hátt einnig hér hjá okkur, og erfitt að segja hver áhrif það hefir á framtíðarmynd Reykjavíkur. Reykjavik byggist nú á sjö hæðum eins og Rómaborg. Við höfum farið misjafnlega með margar þeirra, en lært af því sem miður hefir tekizt í byggingu okkar fagra bæjar- stæðis. Ég er bjartsýnn um framtíðina og það, að okkur takist að skapa sterkt almenn ingsálit að baki þeim mörgu ágætu og vel menntuðu fag- mönnum, sem að uppbygging unni staría, en Reykvíkingar fylgjast nú í dag meir með í þessum efnum en nokkru sinni fyrr. — Margt hef- ir líka verið vel gert, og gef- ur vonir um að enm betur verði gert í framtið. Til þess eru allir möguleik- ar enn, og því sé ég bæ- inn okkar í framtíðinni eins og Einar Benediktsson: ... með breiða vegi og fögur torg/og gnægð af öllum auð-“, en þó fyrst og fremst þeim auð sem fólginn er í hollu og mannsæmandi um- hverfi, hagkvæmum og æ full komnari húsakosti. Högna Sigurðar- dóttir Reykjavík má ekki stækka eins og af handahófi dag hvern, heldur þarf að skipu- leggja af forsjálni langt fram óhindrað. Séu næstum ein- göngu byggð einbýlishús, se-m eru of þétt sett lokast útsýnið smátt og smátt og vegalengd ir í börginni verða ótakmark aðar. Umferð bíla og gangandi fólks þarf hvarvetna að vera aðskilin. Hver bygging þarf að fullnæ-gja tveimur skilyrðum. I>.e. uppfylla sínar eigin kröf- ur og vera í samræmi við ná- grannabyggingar. (Falla inn í byggingarheild borgarinnar). Hverja by-ggingu má ebki líta á sem sérstæða heldur sem hluta af borgarsamstæðunni. Útsýnið til fjalla hafs eða vel skipulagðra torga þarf ætíð að hafa í huga. Skipulagið er og laðar mann inm í næsta hluta, eða að miðpunkti sem er annað hvort stærra svæði eða tor-g. Þannig skapast stöð ug tilbreyting og líf. Verk- smiðj-uhverfin eiga vitanlega að vera fyrir utan borgina. íþrótta- og skólahverfin á stór um opmum grænum svæðum, skrúðgarðar hvarvetna. — Enda þótt Reykjavík stækki, þá skulum við samt vona, að hún glati ekki sínum gömlu töfrum. Þorvaldur Guð- munds- son í raun og veru kann ég allt- af sérstaklega vel við Reykja ar, eins og sjá má af nokkr- um dæmum, sem ég vil gjarn an geta um. Þegar við vorum strákar, lék-um við okkur í fót- bolta á Maríutúni, þar sem mú stendur kirkja Aðventista og þar sem fyrstu s'kíðin voru brotin í skíðabrekkunni standa nú fögur ibúðarhús og þar sem fyrst var lært að taka sundtökin, syndir nú forseti vor með okkur á hverj um morgni árið um kring, okkur til uppörvunar. Þar sem sigurfáni þeirra sem lék-u hraustustu útilegu- mennina á Öskjuhlíðinni var reistur að hún, standa nú heitavatnsgeymarnir og flytja hlýju inn á flest heimili í bæn um. Skuggahverfið er nú lýst upp með flóðlýstu musteri Thaliu á frumsýningarkvöld- um og við önnur hátíðleg tæki færi. Þangað sem bæjarbúar sóttu mó simn í mógrafirnar Reykjavík framtíðarinnar? í tímann. Koma verður í veg fyrir stíflu þá og öngþveiti, sem skammsýni hlýtur að leiða af sér og ríkir nú í mörg um hinna stærri borga heims. Reykjavík framtíðarinnar þarf að hafa á sér heildarsvip. Stór sambýlishús eða háhýsi þurfa að ryðja sér meira til rúms dreift á stór, græn opin svæði en ekki sett niður innan um sm-áhýsin. Þetta fyrir- komulag sparar mikinn kostn að í sambandi við vegagerð, leiðslur og þess háttar. Land-^ rýmið verður meira, útsýnið ekki dregið upp á jörðina í tveimur víddum, heldur er það afmarkað rúm í þrem víddum. Innbyrðis samræmi þarf að ríkja alls staðar milli hinna ýmsu byggi-nga. Borg in m-á ekki birtast sem sundur lausar húsasamstæður eða hús þyrpingar heldur sem marglr hlutar af afmörkuðu rúmi. sem eru allir tengdir sín á milli. Þegar gengið er inn í einn þeirra á augað að beinast að einhverjum ókveðnum sér stökum punkti (það er bygg ingu eða hluta af byggingu), þar sem „perspectivið“ lokast vík eins og hún er og henn- ar þróun síðan ég man fyrst eftir mér. í raun og sannleika höfum við Reykvíkingar feng ið ailar okkar óskir uppfyllt- standa nú glæsileg íbúðarhús. Hótel Hekla er horfin með mörgum góðum endurminn- ingum úr Hvosinni, en -annað stærra og meira hótel er að rísa á Melunum. Æskunni eru búnir hinir fegurstu og vönduðustu skól. ar, sem kenna unglingunum Reykjavík, rísi þín trægð ÞEGAR ÉG kom heim eftir margra ára dvöl erlendis og sá allt það sem byg-gt hafði verið og í framkvæmd er, fannst mér það mjög áhrifa- mikið og uppörvandi. Við sem byggjum, berum geysilega ábyrgð gagnvart landi okkar og afkomenduim. Hvert einasta steypumót stuðl ar að því að fegra borgina eða óprýða. Á 100 ára afmæli Reykjavík- ur 18. ágúst 1886 skrifar rit- stjóri ísafoldar afmælisgrein, og gerir ráð fyrir því, að íbúatala Reykjavíkur tífald- ist á næstu 100 árum. Eftir því eiga þá að vera um 30 þúsundir íbúa hér í bæ 1986. íbúatalan í dag fer langt fram úr öllum spádómum, því að á 75 árum hefir talan 25 faldast, og átjánfaldast frá því ég var í barnaskóla. Hve margir íbúar verða í Reykjavík 18. ágúst 1986? Hvílíkar breytingar og hve hraðfara. Þess er í annálum getið, að 1837 hafi lifnað yfir Reykja- vík. Þá fluttu hingað þrenn hjón og hafði hvert þeirra sitt „fortepiano“ með sér. Hve mörg hljóðfæri eru nú 1 Reykjavík, hve margir hljóm- listarmenn og söngsnillingar? Hvernig lítur út í heimi lista og lærdóms á næstu 25 árum í Reykjavík? Já, hvernig lítur Reykjavík sjálf út á næstu áratugum? Ég sé í ljósi framtíðarinnar breiðar götur, stærðar torg með gosbrunnum. Gömlu hús- in eru horfin, og með aðdáun horfa menn á hinar skrautlegu byggingar og blómskrúðið í hinum mörgu aldingörðum. Hvernig verður ráðið fram úr umferðarmálunum? Auð- vitað eignast menn einkaflug- tæki, og komast tálmunar- laust á hina ýmsu staði. Það er nú þegar eins fljótt farið heimsálfanna milli, eins og áður milli hreppa. Hvar sem litið er, blasa við íbúum bæjarins undraverðar framfarir. Berum saman. Lít- um á árið 1800 og 1900. Hve miklar eru breytingarnar? Horfum á árið 1900 og 1961. Hugsum , um þetta í næði. Sjáum verk handanna og sig- ur andans „Menningin vex í lundum nýrra skóga“. Við æskunni blasa öpnar dyr. Þá verður um það séð, að menn missi ekki kjarkinn á æskunnar dögum vegna hinna erfiðu prófrauna, en við æsku- lýðinn verði sagt: Gakk að opnum dyrum, og þér skulu gefin mörg tækifæri til þess að starfa að þínum hugðarefn uns. Ég horfi til framtíðarinnar og sé hinar mörgu dyr opnast. Hvað verður um atvinnulífið? Ég er í góðu skapi, er ég svara: Allir fá að vinna og geta með gleði gengið til starfa sinni, á láði, á legi og í lofti. Árangur góðrar iðju skal sjást. Erlendis verður það meðmæli með vörunni, ef hún er frá Reykjavík. Hjá starfandi mönnum skal hcilbrigði aukast, þvi að fyrir snilld hinna ágætu lækna hverfa sjúkdómarnir. Lækn- arnir munu koma í veg fyrir, að sjúkdómar nái útbreiðslu, og þess vegna mun það teljast mjög eðlilegt, að menn verði 100 ára og eldri. Þetta er ekki algengt nú. Þess vegna tek ég víst ekki þátt í 200 ára afmæli Reykja- víkur og verð heldur ekki á Þingvöllum árið 2000, og vildi ég þó fá að tala nokkur orð á 1000 ára hátíð kristnitökunn- ar. Ég samfagna þeirri kynslóð, sem horfir fram til vaxandi hátíðarbirtu. Það mun sannast, að á kom- andi tímum munu menn auk- ast að íþrótt og frægð. Það verður indælt að búa í Reykjavík, þegar hér á heima æska, sem kunn er að löghlýðni, háttprýði og eld- legum áhuga. Mönnum verð- ur eðlilegt að hlýða lögum Reykjavíkur, og þá hverfa afbrotin, og bjart verður yf- ir uppvaxandi kynslóð, sem vill heill höfuðborgarinnar. Sameiginlega beita menn kröftum sínum til stuðnings góðu málaefni. Menn búa við öryggi, er hinni gullnu reglu er fylgt, að enginn eigi of mik- ið, og enginn hafi of lítið, en velmegun ríki, og fátæktin burtu rekin. Hvað verður þá um krón- una? í öðrum löndum verður eftrispurn eftir hinni íslenzku krónu. Almenn ánægja mun ríkja í efnahagsmálum, Og þá hverfa að sjálfsögðu verk- föllin. Þannig horfi ég á framtíðar- heiðríkju, og gleðst yfir fram- förunum. Ég horfi fram. En ég vil ekki gleyma liðnu dögunum. Ég hefi svo oft horft til fjall- anna. Þau verða á sínum stað. Sólarupprás verður fögur sem fyr og friðsælt verður sólar- lagið, eins og í gamla daga. Gera má ráð fyrir því, að menn brosi eins og áður. Þá samgleðjast menn þeim. Efa- laust munu einhverjir gráta. En þá er bræðrum og systrum að mæta, sem þekkja sann- leika þessara orða: „Þá er það víst, að beztu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til“. Þegar ég sé framtíð Reykja- Sr. Bjarni Jónsson. víkur í þessari birtu og hugsa um hið marga nauðsynlega, sem gera skal og gert verður, þá er allt í einu við mig sagt: „Eitt er nauðsynlegt“ Ég opna nýja testamentið, og virði méri þessi orð: „Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni? Eða hvaða endurgjald mundi mað- ur gefa fyrir sálu sína?“ Trúr sannfæringu minni ber ég fram þá ósk, er ég árna fæðingarbæ mínum allra heilla, að hér megi andlegt líf blómgast. Það verður horft á vegleg heimkynni þeirra, sem þessa borg byggja. En sú or mín heita þrá, að menn sjái einnig kirkjur rísa af grunnl, og þar verði mönnunum flutt máttugt lífsins orð. Gleðjumst yfir því, að sólin hellir geislum sínum á Reykja vík, en segjum um leið við þá kynslóð, sem setja skal svip á bæinn: „Trúðu þeim, er skapti sól.“ Ég bið Guð að blessa Reykja vík. Heill fylgi þeim er bæn- um stjórna og öllum þeim, er hér lifa og starfa. Afmælisóskum minum vi! ég lýsa með því að vitna í þessi orð vinar míns, Guð- mundar skálds Guðmundsson- ar: Reykjavík, rísi þín frægð við röðulskin komandi tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.