Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 13

Morgunblaðið - 18.08.1961, Side 13
Föstudagur 18. ágúst 1961 MORGVNBhAÐlÐ 13 -K': ÞEGAB spurt er hvei« vegna göturnar í Reykjavík heiti þetta og þetta, þá er manni oft vandi á höndum að svara því. Götuheiti koma ekki til sögunnar fyrr en Reykjavík tekur að vaxa. Það má segja, að Aðalstræti og Hafnar- stræti, Austurs-træti og Suð- urgata séu með fyrstu götu- heitum hér, þó með þeirri at- hugasemd, að nokkrar þess- ara gatna heita ekki í upp- hafi þeim nöfnum, sem þær nú heita. Aðalstræti hét á dögum Skúla fógeta aðeins Gatan eða Gaden og kemur þannig fyrir í opinberum skjölum. Síðar, þegar þurfti að greina hana frá öðrum götum, þá heitir hún Klúbb- gata, eftir að Gamii Klúbb- Frá Tjörninni ötuheifi í Reykjuvík ur er orðinn til húsa við suð urenda hennar, þar sem nú er Hjálpræðisherinn. Hafnar- stræti heitir ekki heldur Hafnarstræti heldur Strand- gata. Austurstræti hét áður en það nafn festist við hana Langastétt, og nafnið er til- komið af þvi, að 1842 er gerð renna bak við húsin í Strand götunni, alla leið út í Læk, úr Aðalstræti, og rennan er siðan lögð með borðum og eftir borðunum stiklað og gatan heitir þess vegna Langastétt. Athugandi er, að við götuna var þá byggðin lítil nema næst Aðalstræti. Einnig voru komin hús að austanverðu, þar á meðal nú- veraiidi Haraldarbúð og Hress ingarskálinn og fleiri. En þetta er nú alkunnugt mál. Hins vegar er oft spurt: hvers vegna heitir Vonar- stræti þessu fallega nafni? Þá er þvv til að svara, að það er eiginlega gamansemi bæjarbúa, sem hefur gefið götunni heiti. Vonarstræti er sem sé byggt á eintómum uppfyllingum út í Tjörnina. Tjörnin náði í upphafi því sem næst að kirkjudyrum, og þá er augljóst, að meginhluti Vonarstrætis er á uppfyllingu út í Tjörnina. Mönnum fannst standa nokkuð lengi á því að íylla skörðin og gera þarna götu, svo áður en gatan var eiginlega fullgerð, þá voru menn farnir að nefna hana Vonarstræti eða: von í stræti. Þess skal getið um leið, að það er fleira en Vonarstræti, sem stendur á uppfyllingu út í Tjörnina. Nær allur Frí- kirkjuvegur er uppfylling og öll Tjarnargatan er uppfyll- ing út í Tjörnina, ruðningur úr Tjarnarbrekkunni fram í Tjörnina, sem gerð er á ár- unum 1907 og þar um. Áður fyrr meðan götuheiti voru ekki komin á hina ýmsu stíga á kaupstaðarlóðinni, þá voru húsin oftast nær kennd við íbúa. Og mikill fjöldi húsaheita í bænum, t. d. í bæjarskrá Reykjavíkur, hinn ar fyrstu sem kom út 1902 og Bjöm Jónsson ritstjóri gaf út, sér maður, að komin eru 69 götuheiti, en heiti húsa eru enn þá fjölmörg í skránni. Eftir sumum þessara húsa hafa götur verið heitnar, en maður saknar þess, að ekki skuli þá hafa verið starfandi nafnanefnd eins og núna til þess að festa göti#,ieiti eftir góðum og gömluin örnefn- um á kaupstaðarlóðinni. Sem dæmi skal ég nefna, að mað- ur saknar þess, að Bókhlöðu- stígur skuli heita svo, nefnd- ur eftir gömlu bókhlöðunni við Menntaskólann, svokall- aðri Kelloggsgjöf, en ekki heita eins og hann upphaflega mun hafa heitið, Stöðulsstíg- ur. Þetta mun vera eitthvert elzta örnefni á kaupstaðalóð- inni, því Stöðlakot lá þarna við stíginn og gefur alveg ákveðna bendingu um, að stöðull Reykjavíkurbæjarins hafi verið þarna á næstu grös um. Eitt stígheiti þarna á næstu grösum er þó eftir upphaf- legu örnefni, en ekki al- veg rétt. Það er Skálholts- stígur, því að örnefnið hét Skálholtskot, og er sennilega svo til komið, að þarna hafi staðið skáli í Víkurhloti. Er freistandi að ætla, að skálinn sé líkt til kominn og skáli sá, sem Skálholt í Biskups- tungum heitir eftir, að land- námsmaðurinn hafi byggt sér skála þama i brekkunni og ef til vill haft þar vetursetu, eh skjótt fundið, að skýlla var og hentugra sérstaklega vegna þess að Lækurinn, Tjörnin og Vatnsmýrin var sjálfgerð virkisgröf að aust- an. Flytur hann sig yfir læk og byggir síðan Reykjavíkur- bæ á þeirri spildu sem nú er deilt um, en eftir munn- mælum og skjallegum gögn- um mun vera aftan Her- kastalans, á sömu slóðum og Brúnsbær og síðar Gamli klúbbur vom. Skálholtsstíg- ur ætti réttu lagi að heita Skálholtskotsstígur til þess að minna á örnefnið en ekki á biskupssetrið. Svo kemur austan Lækjar merkileg gata, sem ekki er tengd við miðbæinn fyrr en á árunum 1906—08. Það er Hverfisgata. Hún heitir svo, vegna þess að í upphafi vega var hún gatan í hverfinu. í Arnarhólsholti hafði smám saman með leyfi stiftamt- manna myndazt byggð stæði- legra torfbæja, og síðar stein- bæja, á landi, sem stiftamt- mennirnir úthlutuðu, en ekki byggingarnefnd, því að land- ið Arnarholtsholt lá undir Arnarhól, sem ekki fylgdi kaupstaðarlóðinni. Hverfis- gata var gatan, sem tengdi þessa byggð saman, og seinna festist nafnið Skuggahverfi við byggðina vegna þess að neðarlega í byggðinni var býli, sem hét Skuggi, rétt á þeim slóðum, þar sem Þjóð- leikhúsið stendur nú. Um Bankastræti er það að segja, sem alkunnugt er, að nú er strætið kennt til þess, að Landsbankinn byrjaði sína tilveru í steinhúsi Sigurðar Kristjánssonar við strætið. Áður hét gatan Bakarastígur, vegna þess að Bernhöfts- bakarí var á hægri hönd, þeg ar gengið var upp eftir stígnum. Skólavörðustígur dregur auðvitað nafn af Skólavörð- unni, sem skólapiltar reistu í upphafi, en Krieger stift- amtmaður hressti upp á og síðar Árni Thorsteinsson. Árni Thorsteinsson gerði það mjög myndarlega eft- ir teikningum Sigurðar Guðmundssonar málara. — Frá fornu fari var Skóla- vörðustígurinn skemmtigöngu gata Reykvíkinga. Menn gengu upp að Skólavörðunni til þess að njóta útsýnisins og einu sinni kom fram til- laga um það, af eintómu þakklæti við Krieger stift- amtmann, að kalla Skóla- vörðuna Kriegersminde og kenna götuna við hann líka, en sem betur fór varð nú ekki úr því. Laugavegur heitir ekki svo í upphafi, heldur Vegamóta- stígur, og heitir svo vegna þess að framlenging Bakara- stígsins sveigði í landnorður og mætti tröðunum, sem lágu upp Arnarhól fram að Trað- arkoti, sem auðvitað hét svo vegna þess það lá við trað- irnar gömlu, er gengu yfir Arnarhólstú*. Byggðin við Laugaveg jókst mjög ört, svo að innsta hús við hana á móts við Laugaveg 42 var í almenn- ingsmunni nefnt Ráðleysa. Þó kom annað hús enn þá austar í bæinn og til þess að marka, að þá væri lokið byggðinni hét það Byggðarendi og var þar sem Frakkastígur kemur niður á Skúlagötuna og stendur enn. Þegar farið var í Laugarn- ar úr bænum, var farið upp Bakarastíginn og Vegamóta- stiginn, inn á götuna í hverf- inu og frá þeirri götu lá veg- urinn skáhallt niður á móts við Rauðará, þar innar niður í fjöru og svo sem leið liggur. Laugavegurinn verður, þegar þessi leið er gjörð þráðbein inn á Hlemm og vegurinn er auðvitað kenndur við það, að þetta var leiðin inn í Þvottalaugar. Hverfisgata og Laugavegur mætast svo við heiti, sem nú er lagt niður, þ. e. Vatnsþróna, sem var á nú- verandi efsta hluta Hlemm- torgs, rétt suðvestan við Norð urpól, sem líka er heiti í sambandi við útþenslu bæjar- ins til austurs og norðurs. Við vatnsþróna, sem ekki er tilkomin fyrr en vatns- veita er komin til bæjarins, var almennur áningarstaður ferðamanna úr bænum og í bæinn, menn gáfu hestum sínum þar að drekka og marg ur klárinn hefur þar endur- nýjað krafta sína. —• 1 minningu þess, að þarna var áningarstaður þarf- asta þjónsins fól bæjarstjórn Sigurjóni Ólafssyni mynd- höggvara fyrir nokkrum ár- um að reisa minnismerki hestsins. En Hlemmur heitir svo, að farið var yfir Rauð- ará, sem nú er kominn í hol- ræsi í jörðina eins og líka gamli Lækurinn úr Tjörninni, á vaði, en fyrir gangandi fólk var hlemmur settur yfir lækj arsprænuna — Rauðará var aldrei verulega mikil á — svo þeir kæmust þurrum fót- um yfir. Lindargata heitir náttúr- lega eftir Móakotslind, sem taugaveikin fannst í á árun- um og var byrgð þess vegna, en var lengi vatnsból fyrir Skuggahverfi. 1 Austurbæn- um er götuheitið Barónsstíg- ur. Það heiti finnst ekki í bæjarskrá Björns Jónssonar frá 1902, enda er gatan til Framh. a bls. 22 V*. Úr Skuggahverfi m * //. •V • * .... •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.