Morgunblaðið - 18.08.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.08.1961, Qupperneq 20
20 M O R C V 1S B L A r o Fðstudagur 18. ágúst 1961' \ skónum. Þegar ég var látin laus var vetur, og þegar ég kom í útgönguna fékk ég kjólinn, en belgurinn á skrifstofunni sagðist ekki geta fundið skóna mína. Ég varð svo bálvond að fangavörð- urinn kom fram á endanum, til að komast að, hvað væri á seyði. Þegar hann hafði heyrt alla málavöxtu, sagði hann, að skórn ir hlytu, að vera einhversstaðar þarna. Hann gaf skipun um, að þeir skyldu fundnir. Kvens- an í móttökunni fann þá í flýti. Hún rétti mér þá — splunkunýja, og einmitt af sama númeri og hún notaði. Ég fói svo um borð í ískaldan, naeðingssaman ferjubátinn, sem fór yfir Austurá, í silkikjólnum Og skónum. En kjóllinn hékk á mér eins og fangabúningur. Ég hafði létzt um tuttugu og þrjú pund á eyjunni. Þegar ferjan kom að landi, máttf líta meiri hlutann af öll- um melludólgum í New York maetta til að taka á móti okkur. Þeir stóðu í röðum á hafnar- bakkanum til að líta á okkur. Það ér þeirra atvinna og þannig nota þeir hæfileika sína. Lögg- urnai gerðu allt, sem 1 þeirra valdi stóð til að hjálpa, ekki sízt að stjórna umferðinni. Ég hlýt að hafa litið aumlega út, en þó var þarna einn, sem sagði „Hæ, elskan,“ og bað mig að fylgja sér. Hann var með bíl tilbúinn, og vildi fara með mig í hús þeg- ar í stað. Ég var staðráðin í að hætta vændinu, en gat ekki um það við hann. Á Velferðareyju hafði ég lært margt. Ég þarfnaðist fata, einkum hlýrrar vetrarkápu, og það í flýti. Hann gat fengið þetta fyrir mig og það stóð held- ur ekki á því hjá honum. Ég lét hann koma mér fyrir í íbúð, en ég lét hann ekki hafa eyri af því, sem ég vann mér inn, ég sendi það allt til mömmu. Hann stökk upp á nef sér, þegar hann komst að því. Ég sagði hon um, að mamma væri minn al- fons. Hann lúbarði mig, og ég varð að fara í felur um tíma. Þessvegna fór ég til Jamaica á Long Island. Þar kynntisf ég Dorothy Glass. Hún rak þar spilavíti, bæði með póker og öðrum fjárhættuspilum. Hún var ágætis kvenmaður, einmitt af þeirri gerð, sem mamma hélt að Florence Williams væri. Hjá henni dvaldi ég og þjón- aði til borðs til að greiða vist mína meðan ég hélt mig xrá líf- inu. Öðru hverju fór ég á Elks Club í Jamaica og söng. Á þann hátt gat ég fengið smávegis af peningum. Erfiðasta verkið hjá Dorothy var að halda eigin- manni hennar, Lee, frá mér. Nú var ég farin að sjá vandræðin fyrirfram og fór áður en nokkuð kom yrir. Ég hef oft sagt frá þeim vand ræðum, sem ég hafði af Jean Hortense Norris dómara, en mér hefur ekki verið trúað. Senni- lega þurfa menn að verða fyrir svona nokkru til að geta trúað þvl. Nokkrum mánuðum síðar var þessi dómari á allra vörum. Þeg ar Seabury rannsóknirnai^ kom- ust á forsíðu 1930—31, akærði Seabury dómari hana sjálfur, fyr ir Áfrýjunarréttinum. Þá var hún svipt embætti með öllum at- kvæðum og lýst „óhæf til að gegna dómarastörfum“. Þetta var kerldngaskrukkan, sem hafði sent mig í fangelsi fyrir hórdóm. Svona vár innræti hennar, sem hafði sagt, að ég væri illa innrætt. Sjálf hefði hún átt að fara í fangelsi, en þó varð aldrei af því. Hún hafði dæmt hundruð af stelpum, og margar þeirra biðu þar eftir henni. Hefði hún verið sett inn, var ég næstum reiðubúin að fara þangað aftur um tíma til þess eins að leggja hendur á hana. Ég geng glaumnum á vit Er að því kom. að við mamma náðum saman og höfðum komið okkar upp heimili í Harlem, var kreppan skollin á, eða svo heyrðum við sagt. Kreppan var okkur ekkert nýjabrum, við höfum alltaf lifað við kreppu. Það eina, sem var nýtt, voru biðraðir við brauðgjafaafgreiðslu. Og þær voru það eina, sem við höfðum ekkert af að segja. Við fluttum í íbúð á 139. götu, og það var skömmu seinna, að mamma varð svo lasin, að hún gat ekki farið til messu á sunnu- dögum, og ég minmist þess ekki, að það hafi komið fyrir áður. Hún mátti vera illa haldin, ef hún fór ekki í kirkju. Hún hélt, að hún gæti haldið áfram að vinna til eilífðar, ef hún fékk nóg kaffi á hverjum morgni og messu á sunnudögum. En nú varð hún að hætta að stunda vinnukonustörf út í bæ. Hún hafði svo miklar magakvalir, að hún gat ekki einu sinni gengið. Hún neyddist til að liggja. Hinir mörgu sjóðir okkar voru nú farnir að miranka, og hún var orðin skelfd. Hún var bú- in að vinna mestalla æfina, og það var farið að segja til sín. Helminginn af þeim tíma hafði hún verið sorgbitin vegna pabba, og það bætti ekki úr skák. Ég hafði ákveðið að koma ekki nálægt vændinu framar, en ég vildi heldur ekki verða vinnu- konuræfill hjá Pétri eða Páli. Leigan virtist alltaf vera fallini í gjalddaga, og ég hafði nóg að gera að komast hjá að rjúfa heit mín. Um þetta leyti vann hljómsveit Fletcher Hendersons inni í borg- inni í Roseland Ballroom. Það var fyrsta negrahljómsveitin, sem vann þar, og Pop Holiday var með gítarinn. Þó að mamma væri veik var hún of stolt til að biðja pabba um hjálp til að borga leiguraa, en með mig var því öðruvísi farið. Ég var vön gð fara beint þang- að og hrella hann. Pabbi var þá rúmlega þrítugur, en hann vildi ekki að neinn vissi það, sízt af öllu pæjurnar, sem vanar voru að hanga kringum útgöngudyrn- ar og bíða eftir hljómsveitar- mönnunum. Ég var þá um fimmtáin ára, en leit út fyrir að vera meir en nógu gömul til að hafa kosninga rétt. Ég beið venjulega eftir honum niðri í fordyrinu. Ég kallaði „Halló pabbi“. Brátt komst ég að því, að honum fannst hann vera orðinn fjörutíu og fimm, ef ég svo mikið sem veif- aði til hans. Hann reyndi að biðja mig með góðu. „í guðs bænum,“ sagði hann oft. ,,Hvað, sem öðru líður, kall- aðu mig ekki pabba fyrir fram- an allt þetta fólk.“ „Ég kalla þig pabba alla nótt- ina, ef þú lætur mig ekki fá — Nú verðum við að fara að spara, Alfreð. Þ ú hættir að reykja og é g reyni að fá þig til þess að hætta að drekka! Faðir Billie lék í einni frægustu hljómsveit Fletcher Hender- sons. Meðfylgjandi mynd er af helming hljómsveitarinnar árið 1931. Þeir eru, talið frá vinstri, standandi: Trompetleik- ararnir Rec Stewart og Bobby Stark, Clarence Holiday, gít- arleikari. Sitjandi: Fletcher Henderson, Russel Smith, trom- petleikari, og Walter Johnson, trommuleikari. •— Ég er að fara niður að tjörnl — Já, Markús! Nei, sérðu .... I ið Andy að sér! I .... Hann sleppir ekki augum inni .. viltu koma með Sirrí? I Afi steggur hefur sannarlega tekl — Já, þetta er meiri vináttanlaf Andy! peninga fyrir húsaleigunni,1* svaraði ég þá. Það dugði. Svo fór ég með peningana heim til mömu, rígmontin. Ein ég gat ómögulega sært hana með því að segja henni, hvaðan pening- arnir voru komnir. Ef hún þrá- spurði mig um það, svaraði ég að lokum, að ég hefði stolið þeim. Þá rifumst við, og hún sagði, að ég mundi Jenda í fang- elsi aftur fyrr eða siðar. Eitt sinn, er við vorum orðn- ar alltof seinar með leiguna, fékk hún tilkynningu frá fóget- anum, að við yrðum bornar út. Þetta var, þegar kaldast var um veturinn og hún gat ekki einu sinni gengið. Ég hafði ekki haft hugmynd um að svona nokkuð ætti sér stað í Norðurríkjunum. Slæmt var það fyrir sunnan, en manni var þó aldrei hent út. Kvöldið áður en átti að bera okur út sagði ég mömmu, að heldur skyldi ég stela og fremja morð eða gera eitthvað þaðan af verra, en láta þeim takast þetta. Það var bruna- kuldi þessa nótt, en ég fór út án þess að vera í nokkru utan yfir mig. Ég gekk niður sjöundu breið- götu, frá 139. götu í 133. gÖtu og tróð mér allstaðar iran i leit að vinnu. Um þessar mundir var 133. gata miðstöð skemmtana- lífsins, eins og 52. gata reyndi að vera síðar. Allstaðar voru mæturkrár, kvöldskemmtistaðir, veitingahús, kaffihús. Þegar ég loks kom til Pod’a og Jerry’s var ég full örvænt- ingar. Ég fór iran og spurði eftir forstjóranum. Mig minnir, að ég hafi talað við Jerry. Ég sagðist vera dansmær, og bað um vinnu. Ég kunni nákvæmlega tvö spor, Svo sendi Jerry mig til píanó- leikarans og sagði mér að dansa. Ég byrjaði, og það var hörmu. legt. Ég tók þessi tvö spor aftur og aftur, þangað til hann gelti til mín að vera ekki að sóa fyrir þeim tímanum. Það átti að sparka mér út' en ailltvarpiö Föstudagur 18. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónleikar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. 16:05 Tónleikar. — 16: 30 Veður- fregnir). 18:30 Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:0 Höfuðborgin 175 ára: a) Guðsþjónusta í Neskirkju. Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup predikar. b) Frá opnun Reykjavíkursýn* ingar. Björn Ólafsson fyrrv. ráðherra flytur ávarp; Vilhj. I>. Gíslason útvarpsstjóri flyt ur Reykjavíkurannál og Geir Hallgrímsson borgarstjóri opn ar sýninguna. 21:00 Islenzk tónlist: Lög eftir reyk- vísk tónskáld. 21:30 Utvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmann Guðmunds- son; III. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Osýnilegi maður inn" H. G. Wells; XVIII. (Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur). 22:30 1 léttum tón: Islenzk dans- og dægurlög. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 19. ágúst 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —* 12:25 Fréttir og tilkynnihgar). 12:55 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 I umferðinni (Gestur I>orgríms- son) 14:40 Laugardagslögin. — Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðunfregnir. 18:30 Lög leikin á ýms hljóðfæri. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Við sem erum skáld", ellefu samtöl í síma, eftir Soya. Þýðandi: Aslaug Arnadóttir. —• Leikstjóri Gísli Halldórsson. 20:45 „Kvöld í Vínarborg": Robert Stolz og hljómsveit hans leika létt lög. 21:20 „Píus páfi yfirgefur Vatíkanið**, smásaga eftir Olaf Jóhann Sig- urðsson. (Höf les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.