Morgunblaðið - 18.08.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 18.08.1961, Síða 22
r 22 M O RGV Nltl AfílÐ 'l Föstudagur 18. ágúst 1961 Þetta er mynd af líkani af Reykjavík, eins og hún var 1786. Líkan þetta hefur verið sett upp á Reykjavíkurkynn- ingunni í Melaskólanum og sýnir >að, auk þess sem sést á myndinni næsta nágrenni kaupstaðarins. Kirkjan efst til vinstri var þar sem nú er hom Aðalstrætis og Kirkju- strætis, nánast þar sem líkn- eski Skúla Magnússonar stend ur nú. Hús Silla og Vaida í Aðalstræti er fimmta hús að neðan í húsaröðinni við Aðal stræti á líkaninu. Húsin tvö yzt til hægri og tvö fremstu húsin í Aðalstrætisröðinni eru hús konungsverzlunarinnar. Bryggjan fremst á líkaninu var þar sem Grófarbryggja er nú. Fremst til vinstri er fálka- hús með eldhúsi og búri. Þar var tekið á móti veiðifálkum. 1786 voru alls 39 hús i Rvík, þar af 7 eingöngu íbúðarhús, flest í þyrpingunni handan við kirkjuna. Verzlun var næstum í hverju húsi. önnur hús voru pakkhús, f jós, ullarstofa og ló- skurðarstofa. Líkan þetta gerðu þeir Egg ert Guðmundsson og Aage Nielsen-Edwin. Það var gert undir umsjá Lárusar Sigur- bjömssonar.— Ljósm.: K. M. nafnanefnd baéjarins við nafn giftir í Austurbænum. A ég til dæmis við Stakkahlíð, sem var örnefni við Bræðraborg arstíginn á sínum tíma, hét seinna Gíslakot og er nú al- veg nýrifið og byggt þar steinhús, sem enn er í smíð- um við Bræðraborgarstíginn. .Loca-uoia er bezta hressingin Framleitt á Islandi undir eftirliti eigenda hins skrásetta vörumerkis Coca-Cola. — Götuheiti Framhald af bls. 13. komin eftir það. Gatan heitir eftir baróninum á Hvítárvöll- um, sem alþekkt er, C. Gauld réc Boilleau. Boilleau barón var merkismaður, hafði verið sendiherra Frakka í Perú og kom hér fyrstur manna upp mjólkurbúi upp í Borgarfirði. Hann var mikill ævintýra- og baráttumaður; byggði við Barónsstíginn Barónsfjós- ið. Þar er nú til húsa Raf- magnsveita Reykjavíkur, inn- lagningardeild, og hús byggði hann fyrir sjálfan sig rétt, á þeim stað, sem nú stendur Stjörnubíó. Svo við bregðum okkur í Vesturbæinn, þá heitir Vest- urgatan ekki Vesturgata í upphafi heldur Hlíðarhúsa- stígur, vegna þess að Hlíðar- húsin lágu skáhallt frá Mýr- argötunni og niður á móts við Vesturgötu 22. Hlíðarhúsa stígur eða stígurinn þarna upp með Grófinni er með elztu götum bæjarins, vegna þess að þar lá leiðin suð- ur á Nes. Læknisgata heitir svo Vesturgatan eftir að Jón Thorsteinsson landlæknir, Lyggir Doktorshúsið, sem nú stendur við Ránargötu. Við Garðastræti, sem er eldra götuheiti heldur en Barónsstígur, þó að gatan sjálf sé miklu yngri, er mesti urmull af ágætis húsaheitum eins og Gróubær, Dúkskot, Hákot, Hjallhús, Hildibrands- hús, Borgþórshús og Vaktara- bær, að ógleymdu Unuhúsi, allt saman heiti sem mér persónulega finnst, að til greina komi að nota. Nafnið Garðastræti er, eins og ég sagði áðan, tilkomið snemma, og í bæjarskrá Björns Jóns- sonar frá 1902 stendur um þennan veg, að hann eigi að samtengja Túngötu og Vesturgötu. Það væri til dæm is ástæða til þess að koma fram með tillöga um nafna- breytingu. Túngata heitir auðvitað eft ir túnunum, það er fallegt heiti og vert að minnast þess að í hjarta Reykjavíkur voru iðjagræn tún Vesturbæjarins. I Vesturbænum er mesti urmull af húsaheitum og yrði of langt mál að fara út í þá sálma hér að telja þau upp. Þó skal þess getið, að ýmis þessi heiti úr Vestur- bænum hafa verið notuð af Ég get ekki skilið svo við Vesturbæinn, að ég minnist ekki á heiti, sem festist við klett í fjörunni fyrir neðan Stórasel, Upsaklett. I miklu brimi hefur kletturinn brotn- að niður, en hann liggur þarna ennþá í fjörunni og þyrfti að draga hann á þurrt og koma fyrir við enda Hring brautar sem minnismerki þess, að á Upsakletti lærðu margir góðir Vesturbæingar að draga upsa og síðar „þann gula“. ti| Bráðræði og Sauðagerði eru örnefni, sem þyrfti að halda í heiðri. Lengi vel hét Sauðagerði Skólholt, heiti sem þyrfti að hverfa af þessu húsi hið allra fyrsta að mín- um dómi, því að Sauðagerði er áreiðanlega eitt af allra fyrstu örnefnum í Reykja- víkurlandi. Yfir höfuð verða menn að vera ákaflega var- kárir að taka upp svona heiti, jafnvel þó þeim per- sónulega þyki vænt um þau, þar sem fyrir eru góð og gild örnefni. Og svo ég endi á Bráðræð- isholtinu, þá eru þau miklu tún Bráðræðis nú komin und ir byggingar bæjarútgerðar- innar, sem ekki er nema gott eitt um að segja, en Bráð- ræði, staðarnafnið eða ör- nefnið, þyrfti að varðveita tryggilegar heldur en f alls- herjarheitinu Bráðræðisholt Það er skemmtilegt heiti, og úr því að fallið er niður heit- ið, sem einu sinni var aust- asta heitið við Laugaveginn, Ráðleysa, þá verður maður að tryggja sér, að Bráðræðl haldist, því það er skemmti- leg góðgirni í garð Reykja- víkur í ummælum sveita- mannsins um ástándið í bæn- um, „að ekki sé von að vel fari, þar sem bærinn sé byggð ur milli Bráðræðis og RáS- leysu.“ Lárus Sigurbjörnsson, Maður verður bráðkvaddur í GÆR fannst miðaldra maður látinn í íbúð sinni í Camp Knox. Mun hann hafa orðið bráðkvadd- ur í rúmi sínu. Maðurinn var ein- stæðingur, og mun hafa verið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.