Morgunblaðið - 18.08.1961, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.08.1961, Qupperneq 24
Götuheiti í Reykjavík Sjá bls. 3 pí®y0iwiilifaW®i 184. tbl. — Föstudagur 18. ágúst 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 18. Kjötkaupmenn neita t Alagning of lág l Morgunblaðinu barst í gær athugasemd frá Fé- lagi kjötverzlana í Reykja vík vegna auglýsingar Framleiðsluráðs landbún- aðarins um verð á dilka- kjöti af sumarslátruðu. í athugasemdinni segir, að kjötverzlanir treysti sér ekki til þess að dreifa kjöt inu með þeim kjörum, sem þeim er gert. í athugasemdinni er bent á, »ð smásöluálagning kjötvöru- verzlana sé talsvert lægri en svo, að unnt sé að dreifa vör- unni og selja fyrir það verð. Sérstaklega er bent á, að kjöt af sumarslátruðu fé sé ekki hægt að selja á samá hátt og kjöt af haustslátruðu. Færð eru töluleg rök fyrir því, að sölulaun kjötkaup- manna nægi ekki til að standa straum af kostnaði við dreifingu kjötsins. „Það er al- gild regla, þegar svo er kom- ið“ segir í athugasemdinni, „að þá treystir verzlunin sér ekki lengur tii að hafa vör- una á boðstólum". Smásölu- verð á kjöti af sumarslátruð- um dilkum er ákveðið kr. 45.10. Athugasemd kjötkaup- manna verður birt í heild í blaðinu síðar. Þess má ^ta að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hef ur ákveðið verð á dilkakjöti í heildsölu kr. 38.00. Verð í smásölu verður sem hér seg- ir: Súpukjöt kr. 45,10, heil læri kr. 52,40, hryggur kr. 54.10. Maria Jónsdóttir við tjörnina og lækinn í norðvesturhorni garðsins. KaSii Miklubraut- ar steyptur BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur staðfesti á fundi sínum í gær, samþykkt bæjarráðs um steypingu Miklabrautar á kafla, sem byrjar fyrir austan Stakkahlíð og nær austur fyrir vegamót Háaleitisbrautar. Verður Miklabraut mal- bikuð nokkuð austur fyrir Stakkahlíð, en steypti kaflinn í framhaldi af malbikinu verður 935 m langur. áætiað Upplýsti Geir Hallgrímsson borgarstjóri á fundinum, að kostnaðurinn við steypta vegar- kaflann yrði um 3 millj. kr. við Reykjovíkur- kynningin hefst í dng í DAG hefsc Reykjavikur- kynningin. Sýningarsvæðið, sem er við Hagatorg, verður ekki opnao fyrr en kl. háif- átta í kvöld, en pósthús kynn ingarinnar verður opnað kl. níu í dag í kringlu Meiaskól- ans. í kvöld leikur Lúðrasveit Reykjavíkur, guðsþjónusta 1 verður í Neskirkju, Guðmund ur Jónsson syngur einsöng og Karlakórinn Fóstbræður kór- söng. Björn Ólafsson flytur ávarp, Vilhjálmur Þ. Gísla- son minnist afmælis Reykja- víkur og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri setur kynning- una. Frá kl. níu til ellefu um kvöldið verður sýningin opin til skoðunar. Allar upplýsingar um kynn inguna verða veittar í aðal- inngangi Hagaskóla og í and- dyri Melaskólans í króknum við kringlu hússins. — Veit- ingar eru í Hagaskóla. Kynn- isferðir verða farnar um bæ- inn með kunnugum farar- stjórum, og er hægt að fá upplýsingar um þær á fyrr- greindum stöðum. Auglýsing með dagskrá kynningarinnar er á bis. 8. Sérstaka athygli vekur, að útvarpsstöð er starfrækt í sýningardeild ríkisútvarpsins, og verður send þaðan dag- skrá á um hátíðisdagana á þessum öldulengdum: Mið- bylgjur. 217 m (1440 kr/sek.). FM-útvarp á metrabylgjum: 96 Mr (Rás 30). í kvöld kl. átta hefst útvarp frá setning- unni. (Útvarpsdagskráin er á bls. 14). hvora braut, þar sem væri, að hver steyþtur fermetri kostaði 300 kr. Þykir hagkvæmt að steypa þennan kafla Miklabrautar, þar sem á honum er lítið um leiðsl- ur, en hins vegar mikil um- ferð, svo að viðhaldskostnaður ætti að verða minni með þessu móti. 300 tegundir blóma og trjáa JÓN Þ. Kristjánsson, verk- stjóri hjá Eimskip, og kona hans María Jónsdóttir eru eig- endur garðsins við Langagerði 90, sem Fegrunarfélag Reykja víkur valdi að þessu sinni: feg ursta garðinn í Reykjavík sum arið 1961. Þrátt fyrir úrhellisrigningu síðdegis í gær, þegar blaða- maður og ljósmyndari frá Morgunblaðinu stóðu og knúðu dyra hjá þeim hjónum, tók húsfreyja María á móti okkur með bros á vör. Og þrátt fyrir stöðuga ásókn blaðamanna þennan dag, gaf hún sér tíma til að ganga með okkur um garðinn. Maður hennar var ekki enn kominn heim úr vinnUnni Og 13 ára sonur þeirra, sem lítinn tíma hefur til að skipta sér að garðrækt, einhvers staðar úti við. Frúin var íklædd síðbux- um Og látlausri peysu Og brá yfir sig úlpu, áður en hún fór út í rigninguna. María sagði, að þau hjónin hefðu skipulagt garðinn á sín- um tíma og önnuðust sjálf alla garðyrkjuvinnu. f garðinum væru um 300 tegundir blóma Og trjáa og af sjaldgæfari teg- undunxun, sem ræktaðar væru hér á landi, væru þar alparós, japanskur hlynur, barnbus Og kaktus, svo eitthvað væri nefnt. Auk þess hefðu þau urmul af íslenzkum plöntum, og benti ökkur m. a. á íslenzk an eini. Flest öll blómin væru fjölær, „nema þessi kantblóm“ bætti hún við Og benti á röð hvítra blóma, „það eru sumar- blóm.“ Verðlaunagarðurinn liggur á þrjá vegu umhverfis húsið númer 90 við Langagerði — sem er einbýlishús. Garður- inn norðan- og vestanvert við húsið (þ. e. götumegin) var fullgerður fyrir fimm árum, en ári seinna luku þau við garðinn austanvert við húsið, sem liggur örlítið lægra. Þar er trjám og blómum raðað hvað innan um annað í óreglu legan hálfhring umhverfis rennislétta grasflöt. í upp- hækkuninni víxlast á fjölærar jurtir og sjávarsteinar úr Laugarnesinu og gangstígur og þrepin upp á eldri flötina Frh. á bls. 2 Þorsfeinn Löve dæmdur frá keppni MIKILL málarekstur og lang ur hefur orðið út af atburði þeim er ólögleg kringla var allt í einu fundin meðal kast- áhalda í landskeppninni á dögunum. Eins og frá hefur verið skýrt kom á daginn að kringlan komst í keppnina af völdum Þorsteins Löwe og reyndist 300 gr. undir lög- legri þyngd. Stjórn Frjáls- íþróttasambandsins hefur f jallað um málið og afgreiddi það seint í gærkvöldi með eft- irfarandi samþykkt, þar sem Þorsteinn er dæmdur frá allri keppni um óákveðinn tíma. Samþykkt FRÍ er svohljóð- andi: „Stjórn FRÍ hefur ákveðið til bráðabirgða að svipta Þorstein Löwe leyfi til að taka þátt í frjálsíþróttakeppni frá og með deginum í dag samanber 4. gr. dóms og refsiákvæða ÍSÍ, þar sem hann hefur gert tilraun til að taka vísvitandi ólöglega kast- kringlu úr umferð á íþróttaleik- vangi 12. ágúst 1961, og koma henni út af leikvangi án vitund- ar starfsmanna, en kastkringla þessi hafði af völdum Þorsteins verið flutt inn á leikvanginn. Framanrituð ákvörðun gildir þar til endanleg dómsniðurstaða liggur fyrir í máli Hallgríms Jónssonar gegn Þorsteini Löwe, sem í dag hefur verið vísað til héraðsdómstóls ÍBR. 17. ágúst 1961 Stjórn FRÍ HERAÐSMÓT Sjálfstæðismanna • í Olver á sunnudag HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðlsmanna verður í Ölver, Borgar* fjarðarsýslu sunnudaginn 20. ágúst, kl. 16. , ' Á móti þessu munu þeir wf ■ Sigurður Ágústsson, alþingis 1 maður, og Jón Árnason, al- j þingismaður, flytja ræður. Þá verður flutt óperan Bita eftir Donnizetti. Með , j' álutverk fara óperusöngvar- iwmná'Jb arn*r Þuríður Pálsdóttir, Guð rnun<fur Guðjónsson, Guð- Sigurður tnundur Jónsson og Borgar Garðarsson, leikari. — Við hljóðfærið F. Weisshappel, píanóleikari. verður laugardags- og sunnbdagskvöld. E.F.-kvintettinn leikur. — Ferðir verða frá Þ.Þ.Þ., Akranesi, Sæmundi og Valdemar, Borgarnesi, og ennfremur frá B.S.Í., Reykjav' sunnudag kl. 10 f. h. Jón — Dansleikur Kanadiska flotadeildin, sem hér er í kurteisisheimsókn, fyrir utan Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.