Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. ágúst 1961 VORGUNBLAÐIÐ 5 Unnið að undirbúnirigi grasgarðsins í Laugardal. mikinn árangur á meðan ágangur eauðf jár er eins mikill ög hann er nú í bæjarlandinu. Til þess að liægt eigi að vera að gera eitt- hvað fyrir þetta svæði, verður umfram allt að binda endi á á- gang þess. Og þá er það ekki síð- ur mikið verkefni, sem bíður okk ar á Elliðaársvæðinu“. GÖTUTRÉ i VIÐ SUÐURLANDSBRAUT Ætlarðu að gera nokkuð fyrir Suðurlandsbrautina, Hafliði?" ,,Ojú, það er nú meiningin. Inni í uppeldisstöðini í Laugar- dalnum erum við einmitt að ala upp aspir, sem ég hef mikinn á- ihuga á að gróðursetja í tilrauna- skyni sem götutré á svæðinu frá hætt er þó við, að það beri ekki BP-stöðinni og inn að Elliðaám. Ég geri mér vonir um, að innan 3 ára verði þær orðnar nægilega háar og sterkbyggðar til þess að það verði hægt, þá eiga þær að vera orðnar um 3 m á hæð“. HELGIDÓMURINN ILAUGARDALNUM Allan tímann hefur okkur fundizt sem Hafliði byggj yfir einhverju, sem hann ætlaði að láta koma okkur á óvart. Og nú kemur að því: „Jæja, eigum við þá ekki að renna inn í Laugardal. Þar er- um við að leggja síðustu hönd á undirbúning til þess að hægt verði að opna garðinn þar al- menningi á afmælisdegi Reykja- víkur, og er ætlunin, að hann verði opinn dagana, sem Reykja- víkurkynningin stendur yfir, en alveg verður iiann ekki opnaður fyrr en næsta sumar. Það verður vafalaust fegursti og merkileg- asti skrúðgarðurinn í öllu bæjar landinu. Þetta svæði skiptist eiginlega í fernt: opinn almenningsgarð, grasgarðsdeild, uppeldisstöð og einkagarð kringum bústað garð- yrkjustjóra". Þegar við komum inn í Laug- ardalsgarðinn verða fyrst á vegi okkar tveir menn, er vinna af kappi í einhverjum beðum, og í fáfræði okkar spyrjum við Haf- liða, hvort þetta eigi að verða kartöflugarður. „Nei, aldeilis ekki“, segir hann og brosir. „Hér er ætlunin að koma upp vísi að fyrsta gras- garðinum á landinu eða botanísk um garði. Hérna verður safnað saman öllum trjá-, runna- og blómategundum, sem við getum komið höndum yfir og þrifizt geta hér á landi, en í framtíð- inni er gert ráð fyrir, að gras- garðurinn verði staðsettur við Þvottalaugarnar“. Næst er haldið niður £ uppeld- isstöðina, þar sem garðablómin öll eru ræktuð og má þá ekki gleyma öspunum, sem Hafliði ætlar þeim til augnayndis, sem í framtíðinni eiga leið um Suð- urlandsbrautina. ' Og eftir að hann hefur sýnt okkur uppeldis- stöðina og það, sem þar er að sjá, er haldið inn í sjálfan helgi- dóminn, skrúðgarðinn. „Þetta er bara alveg eins og í útlöndum“, verður okkur á orði, þegar við höfum náð okkur eftir fyrstu undrunina. „Já, það verða sennilega marg ir hissa, þegar þeir koma hing- að“, segir Hafliði. „Áður var hérna trjáuppeldisstöð, og er garðurinn byggður upp út frá línum þess garðs“. Við göngum um skrúðgarðinn og verður tíðreikað inn í básana, sem umluktir eru háum trjám sem veita munu gott skjól, þótt einhver næðingur sé. Hérna verð ur gott að njóta sólarinnar. Eldri hluti garðsins er nú þeg- ar afar fallegur. Sums staðar í nýrri hlutanum heyj a gras og arfi enn þá baráttu sína, en gras ið á góða liðsmennð þar sem eru þeir Hafliði og hans menn. Og Hafliði telur úrslitasigur yfir arf- anum á næsta leiti. , HÖGGMYNDIN „Hermes“ eftir gríska myndhöggvarann Lysippos frá Skyon (ca. 350 —300 f. Kr.) er eitt þeirra listaverka, sem Reykjavíkur- bær hefur keypt á undan- förnum árum. Frummyndin fannst á sín- um tíma í rústum Hercul- aneum, sem er við rætur Vesúvíusar, og er nú geymd í safninu í Napólí. Höfundur myndarinnar, Lysippos, var samtimamaður Alexanders (mikla og gerði af honum' fjölda mynda. Er m.a. talið, að andlitsmynrd þessarar Her- mesarstyttu beri sterkan svip af Alexander á æskuárum hans. Afsteypa þessi, sem nú stendur við Skúlatún 2, er gerð eftir sjálfri frummynd- inni, og á sér nokkra hrakn- ingasögu. Er hún hingað komin frá London, en á stríðsárunum var gerð mikil loftárás á þann bæjarhluta, sem hún stóð í. Skemmdist hún þó mjög lítið, en lenti eftir það í rusli, og var seld ásamt ýmsu skrani á upp- boði, og þar keypti íslenzkur skipstjóri, Haraldur Ólafsson, myndina. En Haraldur seldi myndina svo aftur Reykja- víkurbæ. í grískrl goðafræði er Her- mes sagður sonur Seifs og Majn. Var hann m.a. mikið átrúnaðargoð kaupmanna, þjófa, iþróttamanna og ræðu- manna. Þá var Hermes sér- stakur sendiboði Seifs og leiðsögumaður hinna dauðu til undirheima. við Álfheima og allt niður fyrir Sundlaugar, þá yrði Laugardal- urinn falLegur. Strax á næsta ári vonast ég jafnvel til, að hægt verðj að hefja ræktun svæðisins austanvert við Holtaveginn fyrir neðan fjölbýlishúsin, það væri góð byrjun“. LISTAVERKUM SÝNDUR SÓMI Á leiðinni niður í bæinn aftur spyrjum við Hafliða um lista- verk, sem staðsett eru í bæjar- landinu, og hvort einhver frek- ari listaverkakaup séu fram- undan. „Sem stendur skreyta 20 högg myndir bæinn, og hafa margar þeirra verið settar upp á allra síð ustu árum. Eftir er |)ð setja upp Þvottakonuna eftir Ásmund Sveinsson” sem Reykjavíkurbær hefur fest kaup á og ætlunin er að staðsetja við Þvottalaugarn- ar. Einnig er Sigurjón Ólafsson að vinna að höggmynd af hesti, sem ráðgert er að sett verði upp við vatnsþróna. Annars er lista- verkanefnd alltaf að líta í kring um sig eftir nýjum verkum". „Að hverju eruð þið annars að vinna fyrir utan það, sem við höfum þegar skoðað?“ „Auðvitað er stöðugt unnið að viðhaldi eldri garða og lóða, t. d. Hljómskálagarðsins, Tjarnar- garðsins, Einarsgarðs, Austur- vallar, Mæðragarðsins, Fríkirkju vegsgarðsins o. s. frv. Þá vinn- um við stöðugt að fegrun lóða kringum byggingar Reykjavíkur bæjar og á síðustu árum hefur verið lögð áherzla á skreytingu ýmissa gatnahoma í bænum, og er því haldið áfrarn. Við höfum gert ítrekaðar tilraunir til þess að fegra skólalóðir, en þær verða fyrir svo miklum ágangi á vetrum, að þær tilraunir hafa orðið heldur árangurslitlar. Svo er okkur nú farið að langa til þess að leggja til atlögu við Skólavörðuholtið*. NOTUM TÆKNINA Áður en við kveðjum Hafliða segir hann: „Okkur hættir mjög til þess að bera okkur saman við aðrar þjóðir. í þessum efnum hlýtur sá samanburður að verða nokk- uð óhagstæður við flestar þjóðir og þá fyrst og fremst vegna erf- iðra aðstæðna. Þá má einnig lita á það, að það, sem þessar þjóðir hafa fengizt við, kannski í hundr uð ára, höfum við verið að þreifa okkur áfram með sl 30 ár. En til þess að bæta okkur að einhverju leyti upp, hve- miklu m:nna plönturíki við eigum en t. d. frændur okkar austan hafs- ins, höfum við tekið upp það ráð að leggja áherzlu á ræktun grasflata. Þess er líka að gæta, að hér eru það færri buddur, sem þurfa að kosta ræktun hvers fermetra en í nágranna- löndunum. Til þess að dragast ekki aftur úr þeim verðum við að kappkosta að hagnýta okkur þá tækni, sem við höfum yfir að ráða. Með því móli hefur rækt- un bæjarlandsins aukizt stórlega á síðustu árum, og ég vona, að hún eigi eftir að aukast enn meira í framtíðinni“. Vallarsirceti Xirkjuitrceti Austurvöllur í nýjum búningi GARÐUR FRÁ ÁLFHEIMUM NIÐUR FYRIR SUNDLAUGAR? „Einn stærsti framtíðardraum ur minn er um samfeldan garð, sem næði frá fjölbýlishúsunum Uppdrátturinn hér að ofan er tillöguuppdráttur að nýju skipulagi Austurvallar, sem Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurbæjar, hef- ur lagt fyrir bæjarráð Reykjavíkur til athiugunar, en ráðið hefur enn ekki tekið til endanlegrar afgreiðslu. Núverandi skipulag Austur- vallar var tekið upp um 1930, en ráðagerðir um breytingar á vellinum munu hafa verið all- lengi á döfinni. Er nú almennt talið óhjákvæmilegt, að eitt- hvað verði gert fyrir Austur- völl á næstiunni, einkum, þar sem öll hellulagningin á vell- inum er algjörlega úr sér gengin. Ef bæjarráð sam- þykkti nú þennan tillöguupp- drátt, telur Hafliði Jónsson, að hagkvæmt yrði að vinna að breytingunum í vetur og næsta vor. Það kann því svo að fara, að við fáum nýjan Austurvöll þegar á næsta sumri. Hætt er við, að margir muni reynast býsna íhaldssamir á Austurvöll í sinni núverandi mynd. Hvernig svo sem lagt yrði til, að honum verði breytt, má við því búast, að skipulag hans verði talsvert deilumál. „En ég er sannfærð- ur um, að væri hægt að breyta Austurvelli á einni nóttu samkvæmt þessum uppdrætti, þá gæti áreiðanlega enginn hugsað sér að taka gamla skipulagið á honum upp aft- ur“, sagði Hafliði, þegar við ræddum við hann um endur- skipulagningu Austurvallar. „Og, ef þessi skipulagning yrði ofan á“, bætti hann við, „væri í raun og veru búið að gera Austiurvöll að garði allt árið um kring í stað þess, að það er hann aðeins í nokkra mánuði ársins nú.“ Eins og uppdrátturinn ber með sér, er gert ráð fyrir nokkuð aukinni hellulagningu á vellinum á kostnað gras- flatanna. Hins vegar mundi blómamagn ekki minnka. Þá er reiknað með skjólrunnum á 3 stöðum úti á vellimum og bekkjum í skjóli við þá. — Einnig er gert ráð fyrir greni- trjám og öðrum trjágróðri. Yrði völlurinn aðskilinn frá Vallarstræti með upphækk- uðu beði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.