Morgunblaðið - 24.08.1961, Síða 6
6
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 24. ágúst 1961
Vegaþjónusta Félags
ísl. bifreiðaeigenda
SEM KUNNUGT er, voru við-
gerða- oig aðstoðabifreiðar á yeg-
um FÍB þrjár mestu umferðahelg
arnar á þessu sumri. Meiri þörf
reyndis fyrir þessa þjónustu, en
gert var ráð fyrir.
Vaentum við þess, að flestir
séu því sammála,' að árangurinn
ihafi verið góður, aðstoðin var
ekki eins víðtaek og æskilegt
hefði verið og ekki hægt að fram
kvæma hana, nema lítinn hluta
af mesta umferðatíma ársins, en
það stafar af þvi, að félagið er
ekki nógu öflugt enn, til þess að
geta innt af hendi víðtækari þjón-
ustu, en með auknum skilningi á
starfi félagsins og vaxandi með-
limatölu, væntum við innan fárra
ára verði hægt að veita full-
komna þjónustu á öllum fjöl-
förnustu vegum landsins, slíkt
mundi veita vegfarendum ómet-
anlegt öryggi og losa þá við
margskonar óþægindi og stund-
um spara þeim stórfé í viðgerðum
og f 1itningskostnaði á biluðum
bifreiðum.
Aðstoð sú, sem veitt var að
þessu sinni, var margvísleg, allt
frá því að laga kveikjuþráð og
yfir í viðgerðir á meiriháttar bil
unum, svo sem brotnum öxlum
og drifum og að koma stór-
skemmdum bifreiðum á verk-
stæði.
VEGIRNIR OG UM-
FERÐIN UM I>A
í sambandi við vegaþjónustuna
hafa kömið í Ijós ýmis atriði, sem
eru lærdómsrík fyrir bifreiðaeig
endur að vita og 'tiltölulega auð-
velt er að laga, má þar nefna, að
brot á framrúðum voru æði
mörg, er stöfuðu af grjótkasti frá
öðrum bifreiðum, einnig kom í
ijós, að fjöldi bifreiða var með
bilaða hjólbarða, gera má ráð
fyrir því að það stafi af því, hve
óheppilegur ofaníburður er á veg
unum.
Hættulegastar eru þær bifreið
ar, sem hafa tvöföld afturhjól, og
svo þær bifreiðar, sem hafa lítil
hjól, en aflmiklar vélar og ekið
er hratt.
Á sumum vegum er áberandi
gróf möl, sem er sérstaklega
hættuleg umferðinni. Fjölfamir
malarvegir verða ætíð meira og
minna hættulegir, en það fer mik
ið eftir því, hvaða ofaníburður
er notaður, hægt er að draga úr
þessari hættu, með hentugum of
aníburði og hlífum við afturhjól
bifreiða, einnig og ekki hvað sízt,
með gætilegum akstri.
Þeir, sem hafa ekið um fjöl-
förnustu vegina síðustu helgar,
vita af sárri reynzlu, hvernig veg
irnir eru, einkum þar sem ný-
lega hefur verið borið ofaní veg
ina óhentugur ofaníburður, en
slíkt er því miður alltof algengt,
þar er um að ræða grófa möl
með moldarkenndum salla, þessi
möl er að því leyti lakari, en al
mennt hefur verið notað, að í
henni virðist ekki vera neitt
bindiefni, þessi umrædda möl
hleðst upp í hryggi á miðjum veg
inum og á báðar vegabrúnir, sall
inn þjappast að litlu leyti niður,
en fýkur aðallega burt, eftir sit
ur svo þessi mjög svo óheppilega
möl, er kastast fram og til baka
undan umferðinni. Malarhryggur
inn, verður ávallt hættulegur fyr
ir lágar bifreiðar. Þegar bifreiðar
mætast á mjóum vegi, sem er
með slíkan malarhrygg, er hættan
á grjótkasti mikil, einnig eiga
menn á hættu að missa stjórn á
bifreiðinni, þegar aka verður
með öll hjól í lausamöl. Mest er
þó hættan á beygjum, en margar
þeirra eru þvi miður óheppilegar
og sumar stórhættulegar, flestar
eru beygjunar láréttar eða því
sem næst, aðrar hallast út, ef svo
er á slíkum beygjum, möl eins ög
fyrr en nefnd, þá verður að aka
með sérstakri gætni ef ekki á
að verða stórslys.
Fjölförnustu vegir landsins
þarfnast gagngerðrar lagfæring-
ar eins fljótt og auðið er. Því hef
ur verið haldið fram, að gáfu-
legra sé að byrgja brunninn á'ður
en barnið dettur í hann.
Því er haldið fram, að fjár-
Vegaþjónusta bifreiða á vegum FÍB.
magn sé fyrir hendi, til þess, að
byrja á því, að steypa fjölförn-
ustu vegi landsins. Hvað dvelur?
VEITT AÐSTOÐ
Hér verða nefndir fáeinir af
þeim aðilum, er áttu þátt í þeim
árangri, sem náðist, um þrjár
mestu umferðahelgar sumarsins.
Útvarpið er gaf stöðugar upp
lýsingar um staðsetningu við-
gerða- og aðstoðarbifreiða hverju
sinni.
Gufunesstöðin, sem var tengi-
liður á milli útvarpsins og við-
gerðabifreiðánna og þeirra er
þurftu aðstoðar með.
Flugbjör.gunarsveitin, er lán-
aði talstöð og sjúkratöskur.
Hvernig ferðalag getur endað.
Radíóverkstæði Landsímans, er
lánaði talstöðvar.
Sjóvátryggingarfélag íslands
er tryggði talstöðvarnar endur-
gjaldslaust.
Á þrem f jölföxjnustu leiðunum,
vöru 3 kranabílar frá Þungavinnu
vélum h.f. allar með talstöðvar,
höfðu þeir oft erfiðu hjutverki
að gegna, en leystu það vel af
hendi.
Til aðstoðar þessum bifreiðum,
voru sjálfboðaliðar á einkabifreið
um, bæði með og án talstöðva.
Viðgerðaverkstæði og einstakl-
ingar voru víðsvegar, svo sem hér
segir:
Bifreiðaverkstæði Kaupfélags-
ins á Selfossi.
Bifreiðaverkstæði Kaupfélags-
ins á Hvölsvelli.
Bifreiðaverkstæði Finnboga
Guðlaugssonar, Borgarnesi.
Vélsmiðjan Vísir Blönduósi.
Hreðavatnsskála Leópóld Jóhann
esson, Haraldur Bachmann Sel-
fossi, Jóhann Kristinsson, Akur
eyri.
Samstarf við vegalögregluna og
lögregluþjónana á Selfossi, var
til fyrirmyndar og verður svo
væntanlega í framtíðinni. Það er
nauðsynlegt, að gott samstarf sé
með vegalögreglunni, FÍB og
ferðamönnum almennt.
Ofangreindum aðilum og sjálf-
boðaliðum sem hafa veitt aðstoð
í sambandi við vegaþjónustuna,
færir FÍB sínar beztu þakkir.
1034 bifreiðar nutu aðstoðar á
vegum FÍB yfir fyrrnefndar helg
ar er skiptist þannig:
Á leiðinni Rvík—Akureyri var
452 bifreiðum veitt aðstoð.
Á leiðinni Rvík—Þingvöllur—-
HvOlsvelli—Selfoss—Rvík var
544 bifreiðum veitt aðstoð.
Bifreiðar þær er nutu aðstoðar,
eru á öllum aldri, frá þeim elztu,
til hinna allra nýjustu. Þetta og
fleira sýnir okkur nauðsyn þess,
að veitt verði enn fullkomnari
þjónusta, en til þess að svo verði,
þurfa allir bifreiðaeigendur að
gerast meðlimir í FÍB til þess að
gefa félaginu _enn meiri styrk, til
meiri átaka. Ýmiskonar erfiðleik
ar geta orðið á vegi ferðamanns
ins t.d. kom bifreið að benzínaf
greiðslu er selur pylsur og fleira
Var þetta laust eftir kl. 23. Eig
andi bifreiðarinnar gat ekki feng
ið benzín, eftir kl. 23, en hann
gat fengið keyptar pylsur.
Slysavarnafélag íslands átti
sinn þátt í því, að minna menn á
það, að aka með gætni og sýna til
litsemi. Stöðugar áminningar
bera ótvíræðan árangur.
VEGIR, UMFERÐA-
MÁL OG FLEIRA
Það er brýn nauðsyn að fjöl-
förnustu vegir landsins verði gerð
ir akfærir, og að þær f járupphæð
ir, sem eru ætlaðar til vegagerða
þ.e. steypa vegi, verði varið til
þess árlega, en ekki til þess að
byggja ónauðsynlegar brýr, sem
ef til vill eru ætlaðar fyrir einn
bónda, eða nýjan veg sem yrði
ef til vill lagður eftir 20—30 ár.
Þá væri einnig nauðsynlegt að
Framhald á bls. 23.
• Lítið að frétta
Það er mikið gert af því að
gagnrýna útvarpið og það ekki
að ósekju. Velvakandi ætlar
þessu sinni ekki að ræða um
útvarpið almennt, þó að á-
stæða væri til, heldur einn
þátt dagskrár þess. Það vill
svo einkennilega til, að það
sem Velvakandi nöldrar út af,
er sennilega ekki sök útvarps-
ins, heldur stafar það líklega
af því, hve fátt skemmtilegt
gerist í heimi hér í seinni tíð.
Þegar Velvakandi hefur
snætt rúmlega nægju sína á
kvöldin, valið sér þægilegan
stól, kveikt sér í pípu og
hyggst hlýða á fréttirnar og
hafa það gott, þá heyrist allt
of oft eitthvað á þessa leið:
í fréttum er þetta helzt.
Erlendar fréttir: Opinberað
var í dag bréf K. forseta til A.
forsætisráðherra. Verkfall
símamanna er nú í Thailandi.
í innlendum fréttum er þetta
helzt: Tveir vélbátar lögðu
afla á land í Grindavík í nótt.
Heyskapur gengur vel í Fló-
anum. Fréttaaukinn er frá
Sameinuðu þjóðimum.
Við þessar upplýsingar lækk
ar Velvakandi yfirleitt í tæk-
inu, leitar sér að bók til þess
að lesa eða fer að blaða í bíó-
auglýsingunum.
• Slegið á þráðinn
Margir urðu til þess að slá
á þráðinn til Velvakana í gær.
Einn vildi koma því á fram-
færi, að rétt væri hjá Gyðing-
um að láta Eiohmann Iifa.
Hann hefði reyndar unnið til
annars, en lífgjafar, en hún
gæti stuðlað að bróðerni og
friði í heiminum.
Kona ein kvartaði undan
því, að ekki væru notaðar
tengur við afgreiðslu á kökum
og hafði mikla vantrú á hand-
þvotti afgreiðslustúlkna í
brauðbúðum. Slíkar tengur
eru sjálfsagt mikil þing, en
Velvakandi hefur þó ekki jafn
miklar efasemdir um hrein-
læti blessaðra afgreiðslu-
stúlknanna.
Og svo var það maður, sem
ferðaðist með Hlíðarvagninum
og hitti þar fyrir tvo litla
stráka, sem voru svo yfirmáta
FERDINAND
kurteisir, að hann gat ekki
orða bundizt. Honum fannst
rétt að Velvakandi léti þessa
getið, svo að ekki væri allt nei
kvætt í dálkum hans.
• Dónaskapur í fram-
haldssögunni?
Velvakanda hafa borizt
mörg tilskrif um framhalds-
söguna, sém nú er hér í blað-
inu og birtist hér sýnisom
úr einu bréfanna:
„Kæri Velvakandi!
Mig langar eða réttara sagt,
©g finn mig knúinn til þess að
vekja athygli yðar á atriði,
sem snertir hið ágæta blað yð-
ar. Framhaldssagan í Morgun-
blaðinu verkar þannig á kon-
una mína, að hún rífur þá
síðu blaðsins úr í einu vet-
fangi og hendir því 1 sorp-
rennuna til þess að forða börn
um okkar frá því að lesa hana.
Eg veit að kona mín elskar
börnin okkar og vill þeim vel.
Eg hef aldrei fyrr vitað uim
slíkar aðgerðir, og eitthvað
hlýtur að vera athugavert við
þessa sögu, þegar konan mín
grípur til slíkra aðgerða. Fyr-
ir mitt leyti skal ég ekki
leggja neinn dóm á bókmennta
legt gildi framhaldssögunnar,
en ég er algjörlega sammála
aðgerðum konunnar í þessu
tilfelli.
Vinsamlegast G.“
• Að lokum
Velvakandi getur huiggað
lesendur blaðsins m.eð því, að
það versta er yfirstaðið og
hann vonar að framhaldssag-
an verði jafnvinsæl og ævi-
saga Diönu Barrimore var á
sínum tíma hér í blaðinu.