Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Fösfudagur 25. agusí 1961 Innflutningur sjávarafurða á sameiginlega markaðinn MORGXJNBLAÐIÐ hefur aflað sér eftirfarandi upplýsinga um viðskipti Vestur-Evrópulanda með fisk og fiskafurðir. En þau viðskipti hafa meginþýðingu fyrir Islendinga og hljóta að ráða mestu um það, hvort við gerumst aðilar að Efnahags- bandalaginu. Heildaraflamagn Evrópuríkj- anna árið 1959 var um 7.92 milljónir tonna (Island þar af 564.407 tonn). Um 1.9 milljón tonna var aflað af fiskiskipum, sem tilheyrðu löndum Sameigin- lega markaðsins (EEC). Full- nægði það eigi fiskneyzluþörf þessara landa, sem urðu þar af leiðandi að flytja inn talsvert magn af fiski og fiskafurðum. Þýzka matvælaráðuneytið (Bundesministerium fur Ern- áhrung) hefur tekið saman glöggt yfirlit yfir inn- og út- flutning fisks og fiskafurða á þessum þýðingarmikla markaði. Er um að ræða meðaltalstölur tímabilið 1957—1959. Af þeim sést, að Holland er eina aðildar- ríki EEC, sem hefur útflutning á fiskafurðum umfram innflutn- ing. Italía flytur mest inn, þar næst Vestur-Þýzkaland, Belgía/ Luxemburg og Frakkland. EEC-löndin eru mjög háð EFTA-löndunum í sambandi við innflutning á ferskum, frosnum og lítið unnum fiski (saltfiskur, skreið o. s. frv.) Um 60% alls innflutnings kemur frá löndum utan EEC-svæðisins, eins og tafla II sýnir. TAFEA 1. . Inn- og útflutningur fisks og fiskafurða EEC-landanna. Meðaltal 1957—1959 í 1000 tonnum. V-Þýzkal. Belgía/ Luxemb. Frakkl. Ítalía Holl. EEC- samt. Innflutningur Fiskur, ferskui frystur, lítið unninn 118.6 63.7 81.0 107.7 25.2 396.2 Fullunnar fiskafurðir 24.1 17.2 24.9 25.3 4.1 95.6 Samtals 142.7 80.9 105.9 133.0 29.3 491.8 Útflutningur Fiskur, ferskur frystur, lítið unninn 36.3 12.7 35.4 0.9 143.8 229.1 Fullunnar fiskafurðir 6.5 0.7 4.5 0.8 13.8 26.3 Samtals 42.8 13.4 39.9 1.7 157.6 225.4 Innflutningur ( + ) eða Útflutningur (-=-) umfram Fiskur, ferskur, frystur, lítið unninn + 82.3 +51.0 + 45.6 + 106.8 -7-118.6 + 167.1 Fullunnar fiskafurðir + 17.6 + 16.5 + 20.4 + 24.5 -í- 9.7 + 69.3 Samtals tonn + 99.9 + 67.5 + 66.0 + 131.3 -í-128.3 +236.4 væntanlega Noregs í Efnahags- bandalag Evrópu, verður ísland eina fiskiðnaðarþjóð Norður- Evrópu, sem stendur utan hinn- 1 sterku markaðssamsteypu, sem mun án efa í náinni fram- tíð gera mikið sameiginlegt átak í sölu og framleiðslu sjávaraf- urða í Evrópu og víðar í heim- inum. „Björg í bú“. — Útflutningsvara íslands kemur á land. TAFLA II. Meðalinnflutningur EEC-landanna á ferskum, frystum og lítið unnum fiski. Meðaltal 1957—1959 í 1000 tonnum V-Þýzkal. Belgía/ Frakkl. ítalía Holl. EEC- Upprunasvæði Luxemb. samt. Samtals 118.6 63.7 81.0 107.7 25.2 396.2 Þar af frá: EEC 30.3 55.7 43.2 19.2 10.3 158.7 EFTA 78.0 6.8 15.7 47.3 10.5 158.3 Öðrum OECD- löndum*) 9.2 0.1 9.0 18.2 3.6 40.1 USA-Kanada 0.3 0.2 0.3 2.0 0.2 3.0 Annars staðar úr heiminum 0.8 0.9 12.8 ' 21.0 0.6 36.1 *) Spánn og Júgóslavía meðtalin. Meginhlutinn af fiskútflutn- ingi Hollendinga fer til landa innan Sameiginlega markaðsins. Skýrir það hinn háa innflutn- ing Belgíu og Frakklands frá EEC-löndunum. Hins vegar er 75% af innflutningnum til Vest- ur-Þýzkalands, 80% til Italíu og næstum 50% til Frakklands frá löndum utan EEC-svæðisins. Saltfisksala íslendinga til Italíu er þýðingarmikill þáttur í fiskinnflutningi þess lands frá löndum utan markaðssvæðanna tveggja. Þeir aðilar, sem fjalla um sjávarútvegs- og fiskiðnaðarmál Sameiginlega markaðsins, gera sér fullkomna grein fyrir þýð- ingu þess að ekki slitni upp úr viðskiptasamböndum við þau lönd, sem hafa i áraraðir selt fisk og fiskafurðir til EEC- landanna. Telja þeir, að slíkt myndi hafa hin skaðvænlegustu áhrif fyrir sjávarútveg Vestur- Evrópu. Með fyrirhugaðri upptöku Bretlands og Danmerkur og • Reykjavíkursýningin Eg fór á Reykjavíkursýn- inguna í fyrradag og ætlaði að skoða hana á einni kvöld- stund. En það fór svo að kl. 11, þegar lokað var, hafði ég ekki séð nema hluta af sýn- ingarsölunum í Melaskólan- um og átti alveg eftir Haga- skólasýninguna. Eg hefði viljað staldra miklu lengur við á ýmsum stöðum, t. d. við að átta mig á öllum bygging- artillögum í vissum hverfum bæjarins í deild Skipulags- samkeppninnar. Þar hefði verið hægt að eyða kvöld- inu. Listaverkakynningin í anddyri og upp um ganga, þar sem eru nærri 100 listaverk eftir reykvíska listamenn, er stórmerkileg. Nú og maður þarf helzt að gefa sér tíma til að hlusta á frásögnina á segulbandi af hvernig bær- inn var 1786, með líkanið af bænum fyrir framan sig, enda er bent á það sem ver- ið er að tala um í hvert sinn. Og þannig mætti lengi telja. Deildirnar á sýningunni eru að vísu æði misjafnar, bæði efnið misjafnlega aðgengi- legt og svo misjafnlega vel sett upp. T. d. þótti mér lítil- fjörleg deild iðnaðarins, þar sem einustu sýningargrip- irnir fyrir utan vasa og skál frá Funa, eru plastbrúsar undir þvottaefni, sams kon- ar og þeir, sem notaðir eru sem ljósker í útiskreytingun- um. Mikil þröng var í fyrra- kvöld í stofu Landsímans, og er mér sagt að svo sé alla daga. Þar njá t. d. sjá elztu símatækin, skrautleg og skrýtin veggtæki og einnig nýjustu tækin, sem ekki er enn farið að taka i notkun, borðtæki, lítið meira en tól með skífu. Víða annars stað- ar var ös, t. d. í iðnminja- safninu, þar sem sýnd eru gömul verkstæði skósmiðs, gullsmiðs, trésmiðs, járn- smiðs o. fl., með öllum þeim gönllu tækjum, sem þessir iðnaðarmenn notuðu. Og fjölmargt annað vakti sýni- lega athygli sýningargesta. • Geysilegar framfarir Það er gaman að sjá svona á einum stað hvernig bærinn okkar hefur stækkað og tek- ið skjótum stakkaskiptum. Mestar hafa framfarirnar orð ið síðasta aldarfjórðunginn, en á síðustu þremur áratug- unum hefur lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur rúmlega þrefaldast. Framfarirnar und anfarna áratugi hafa óneitan- lega verið alveg einstæðar og síðustu 25 árin verið meira framkvæmt og safnazt sam- an meiri verðmæti hér en á öllu tímabilinu á undan frá upphafi Reykjavíkur. Eg er vanur að nöldra yf- ir útsvarinu mínu og finnast það allt of hátt (eins og það er auðvitað), en meðan ég gekk í gegnum sýninguna var ég samt sem áður dálítið stoltur af því að hafa lagt fram fé í svo hraða uppbygg ingu bæjarins og það eru sjálfsagt fleiri bæjarbúar, Það er þó alltaf munur fyrir skattborgarann að sjá svart á hvítu hvað verður af pen« ingunum hans. Geysimiklar götulagningar, hitaveitufram kvæmdir, rafmagnsfram« kvæmdir, bygging barna. heimila, skóla, sjúkrahúsa, heilsuverndarstöðvar, gerð leikvalla, uppbygging strætis vagnakerfis o. s. frv., allt eru þetta hlutir, sem skattborgar- arnir í Reykjavík hafa lagt fram og * mega vera stoltir af. • Þarf góðan tíma Eg vil eindregið hvetja alla Reykvíkinga til að láta sýn* inguna ekki fram hjá sér fara, og reyna að ætla sér nægan tíma til að skoða hana, helzt að geta komið oft ar en einu sinni. f borg sem vex ja-fn hratt og Reykjavík, er gaman að bera saman gam alt og nýtt, og þar er ýmislegt fróðlegt og forvitnilegt að sjá. Á Reykjavíkursýning- unni er gott yfirlit yfir bæ. inn eins og hann nú er og of- urlítil hugmynd gefin um hið gamla og ýmislegt af því sem í vændum er. þó mér hefði þótt ennþá skemmtilegra að fá að vita meira um framtíð- aráformin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.