Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 25. ágúst 196 MORGVNBLAÐIÐ 15 Bizerfa-máliÖ ; Keppa veröur aÖ samkomulagi Áframhaldandi umrœður á Allsherjarþingi SÞ New York, 23. ágúst. (NTB/Reuter) ALLSHERJARÞINGIÐ hélt áfram umræðum um Bizerta- málið í dag, en fyrir þinginu liggur tillaga frá Afríku- og Asíuríkjum, þar sem m.a. er krafizt tafarlausra viðræðna miili stjórna Frakklands og Túnis um brottflutning franskra herja frá Bizerta. Var það 1000. fundur Alls- herjarþingsins, síðan það kom fyrst saman í Lundúnum árið 1945. I upphafi fundarins lýsti forseti þingsins, Frederick Bo- land, yfir því, að mælendaskrá yrði lokað á miðvikudagskvöld. Ræða brezka fulltrúans Eftir að fulltrúi Úkraínu, Pet- er Platonovitsj, hafði m.a. stað- hæft að Frakkar kæmu fram eins og hernámsveldi í Túnis, tók hrezki fulltrúinn, Colin Crowe, til máls. Sagði hann að keppa bæri að því, að umræð- urnar greiddu fyrir fransk-tún- ískum samningaviðræðum og lausn deilunnar. Ýmis atriði í tillögunni virtust sér lítt til þess fallin — og ummæli komm- únistafulltrúa sýndu ljóslega, að til væru þau ríki, sem magna vildu úlfúðina. Crowe lauk lofs- orði á málflutning túniska full- trúans, Mongi Slim, og sagði, að umfram allt mætti ekki koma málunum í sjálfheldu. — Eftir ræðu Crowes þykir ekki líklegt að Bretar greiði tillögu Afríku- og Asíuríkjanna atkvæði. Síðar töluðu fulltrúi Tékkó- slóvakíu, Karel Kurka, sem réðist á Vesturveldin, og full- trúar nokkurra Afríku- og Asíuríkja. Afstaða Norðurlanda í fregnum NTB-fréttastofunn- Tognar úr rauðsprettunni AKRANESI 22. ágúst — Aðeins fjórir bátar eru ókomnir hingað heim af síldveiðunum. Það er farið að togma úr rauðsprettunni eftir að Faxaflói var friðaður. Dragnótabáturinn Flosi fékk enn f síðasta róðri sínum stærðar rauðsprettu, sextíu sentímetra á lengd. Hér hefur verið storm.ur og slagveðurs-húðarrigning all- on dag. Gríðarhvass á landsunn »n o.g ekkert uppskiptilegur. — Oddur. •S auglýsing 1 siærsva •I útbreiddasta blaðinu — eykur söluna mest -- JltorgtftiÞIa&id ar er þess getið, að vestra velti menn því fyrir sér, hvaða af- stöðu Norðurlöndin muni taka til tillögunnar. Hefur spurzt, að sendinefndir þeirra hafi ekki í hyggju að láta að sér kveða í málinu, en hafi leitað eftir fyr- irmælum ríkisstjórna sinna. Fengsælir Akranessbátar Akranesi 22. ágúst. — FIMM bátar komu að norðan af síldveiðunum í gær og í dag. Þeirra á meðal voru þrír eftirtald ir: Höfrungur 55 AK 150, skip- stjóri Garðar Finnsson, sem fisk- aði 14.707 tunnur og mál. Háseta- hlutur mun vera um 74 þúsund krónur. Höfrungur I., skipstjóri Runólfur Hallfreðsson, fiskaði hann 12.900 mál og tunnur. Há- setahlutur þar mun um 74.500 krónur. Runólfur er ungur skip- stjóri, og strax er orðrómur uppi um það, að hann eigi að fá nýj- an 150 tonna bát. Og Sigurður, sklpstjóri Einar Árnason, sem fiskaði tæp 10 þúsund tunnur og mál. Hásetahlutur á Sigurði mun um 55 þúsund krónur. — Oddur. — Sovéfrikin Framhald af bls. 13. þjóðernisbyltingum og frelsis- hreyfingum í vanþróuðu lönd- unum. Kínverjar vildu, og vilja enn, styðja þá eina, sem þegar sýndu kommúnisma hollustu sína. Nýja stefnan bendir á grundvallarkenningu, sem rétt- lætir það, að ókommúnistískum eða jafnvel andkommúnistískum nýlendum, sem öðlazt hafa sjálfstæði, sé veitt aðstoð. Þessi ríki viðurkenna Moskvumenn að geti valið kapítalisma, og þetta geri það að verkum, að þau verði síháð heimsveldissinnum og stígi aldrei framfaraskref; eða þá að þessi ríki velji and- kapítalistísku leiðina. Síðari leið in krefst óslitinnar baráttu við heimsveldissinna; einkum þó Bandaríkin, em eru „megin- virki nútíma nýlendustefnu.“ Síðari leiðin táknar, að ríkin slái hendi við vestrænni aðstoð og votti þegar Sovétríkjunum hollustu sína. En þeir, sem ráfa í blindni mega samt ekki gleym ast. Þjóðernisleiðtogar í lönd- um ,sem ekki lúta sovétstjórn, verða að njóta hjálpar og stuðn ings í baráttunni við „heims- veldissinnana"; en þegar barátt- an er unnin, verða þeir að láta af stjórn. Þannig hugsa kommúnistar sér að vinna æðstu menn þjóð- ernisstjórnanna á sitt band, þannig að' þeir nái fullum völd- um — eða, ef í harðbakka slær, gripið verði til ósvikinnar bylt- ingar. En tilgangurinn dylst eng um. Moskva viðurkennir á eng- an hátt „þriðja kostinn" og vill ekki hætta á neinar tilraunir til þess að vinna ríki, sem hvorki er kommúnistískt eða kapítalist- ískt á sitt band — hvorki á Vesturlöndum né annars staðar. í næstu viku mun ég ræða síðari hluta stefnuyfirlýsingar- innar, sem fjallar af nokkurri nákvæmni um þá tegund þjóð- félags, sem Krúsjeff dreymir um í Sovétríkjunum — réttlæting á því, hvernig hann skorinort þvertók fyrir, að gott þjóðfélag gæti skapazt með öðrum meðul- um NOTID: • HARPO # HÖRPU SILKI 0 HÖRPU JAPANLAKK 0 HÖRPU BlLALAKK # HÖRPU FESTIR • Maipa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.