Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 25. agúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 Skrifstofum kommúnista í Vestur-Beriín lokað BERLÍN, 24. ágúst (NTB — Reuter) — Borgarstjórnin í Vestur-Berlín lét í dag loka öllum skrifstofum kommún- istaflokksins í sínum hluta borgarinnar og gaf starfs- mönnum þeirra fyrirmæli um að verða á brott úr Vestur- Berlín. Skal svo vera, þar til samgöngur verða frjálsar á ný- Þessar aðgerðir fela ekki í sér, að kommúnistaflokkurinn sé Ibannaður. >ær eru gagnráðstaf amr vegna lokunar kommúnista á skrifstofum sósíaldemókrata- flokksins í Austur -Berlín fyrir nokkrum dögum. Fundur kommúnista Opinberir aðilar hafa ákýrt frá þvi, að frekari ráðstafanir vegna aðgerða austur-þýzku stjórnarinn ar séu í athugun. í Vestur-Berlín er hermt, að all ir kommúnistar í Vestur-Berlín hafi fengið fyrirmæli um að Ikoma til fundar á austursvæðinu ó föstudag. Bússur mesta nýlenduveldið — segír Menzies CANBERRA, 24. ágúst (Reut- er) — Robert Menzies, forsæt isráðherra Ástraliu, sagði í dag, að Sovétríkin væru mesta nýlenduveldi í heiminum og Ihnepptu þau menningarþjóðir í þrælkun. — í ræðu, sem Menzies hélt við stuttar um- ræður um Berlínar-málið á þingi, deildi hann fast á komm únista fyrir þann „fádæma skrípaleik þeirra, að þykjast vera fylgjendur frelsis og sjálfsákvörðunarréttar". Eftirlit við svæðamörk Lögregla^. í Vestur-Berlín hef ur tekið upp eftirlit við allar sam gönguæðar milli borgarhlutanna, til þess að koma í veg fyrir ferðir óæskilegra manna vestur yfir. — Willy Brandt, borgarstjóri, sagði á fimmtudag, að borgarstjórnin kærði sig ekki um að nokkur full trúi kommúnista kæmi yfir til Vestur-Berlínar, meðan jafnvel mæðrum á vestui.«,væðinu væri meinað að heimsækja börn sín fyrir austan svæðamörkin. Námsstyrkur úr Minningarsjóði Olavs Brunborgs Ú R Stud. oecon. Olav Rrun- borg Minnefond verða árið 1962 veittar 3000 norskar krónur í styrk til íslenzkra stúdenta og kandídata, sem óska að stunda nám við háskóla eða aðrar æðri menntastofnanir í Noregi. Skrif- stofa Háskóla Islands tekur við umsóknum til 15. sept. 1961. Æskilegt er, að umsækjendur geri sem fyllsta grein fyrir námi sínu og högum og styðji umsóknir sínar með vottorðum kennara. Reykjavíkur- kynningin Föstudagur 25. ágúst Kl. 14.00 Sýningarsvæðið opnað. 20.00 Lúðrasveit leikur. 21.00 Tízkusýning í Hagaskóla í umsjá Tízkuskólans. Stjórnandi: Sigríður Gunn- arsdóttir. 22.00 Kórsöngur í Melaskóla. Karlakórinn Fóstbræður. Stjórnandi: Ragnar Björns I son. 16 konur og menn heiðurs- félagar Reykvíkingafélagsins 1 gær tilkynnti stjórn Reyk- víkingafélagsins kjör 14 heið- ursfélaga í tilefni af afmæli bæjarins. Þetta eru elztu með limir félagsins, stofnendur og svo þeir, sem lagt hafa af mörkum frábært starf í þá.gu félagsins. Þetta var tilkynnt á fundi í félaginu í gær í Breiðfirðinga- / búð og gerði það Sveinn Þórð- J arson, varaformaður félags- \ ins. Formaður frá upphafi hef i ur verið séra Bjarni Jónsson, en það var stofnað hernáms- daginnr 10. maí 1940. Heiðursfélagarnir eru allir yfir áttrætt, sá elsti þeirra er Ágúst Jósefsson, fyrrv. heil- brigðisfulltrúi, 87 ára gam- all, fæddur þjóðhátíðarárið. Heiðursfélagarnir eru þessir: séra Bjarni Jónsson, Björg son, Þórður Magnússon, Guðný Jónsdóttir, Ragnheið- ur Zimsen, Ágúst Jósefsson, Jónína Guðnadóttir, Guðjón Jónsdóttir og Guðrún J. Brynjólfsson. Heiðursfélagarnir gátu því miður ekki allir verið viðstadd ir, en hér á myndinni eru þeir, sem sóttu fundinn, ásamt stjórn félagsins. Frá vinstri í fremri röð: Ágúst, Ólafur, frú Guðrún Brynjólfsson, séra Bjarni, frú Guðrún Gísladótt- ir, Þórður og Björg. Aftari röð frá vinstri: Gottfred Bernhöft, Einar, Sveinn Þórðarson, Magnús, Guðjón, Gunnar Ein- arsson og Guðrún Árnadóttir. Á minmi myndinni sézt Sveinn Þórðarson afhenda séra Bjarna heiðursfélaga- skjalið. — Magnúsdóttir, Einar Erlends- son, Guðrún Gísladóttir, Guð- rún Indriðadóttir, Magnús S. Magnússon, Ólafur Þorsteins- Æskulýðsmóf að Jaðri um helgina Jagan segir Frousóknor- liokk sinn ekki kommnnískan Brezka Cuiana sjálfstceð í maílok? SAMBAND islenzkra ungtempl- ara verður með þriðja ársþing sitt að Jaðri við Heiðmörk í kvöld og á morgun, en á morg- un hefst hið árlega mót samtak- anna þar og mun það standa til sunnudagskvölds. Ársþingið verður sett f kvöld kl. 8.30 af formanni íslenzkra ungtemplara, séra Árelíusi Niels 6yni. A þinginu mun Ólafur >. Kristjánsson, skólastjóri; flytja erindi, sem nefnist: „Skólaæsk- an og áfengið". Ráðgert er að þinginu ljúki seinnihluta laug- ardags. Tjaldbúðir Mótið verður sett seinnihluta laugardags og síðan mun verða íþróttakeppni. Tjaldbúðir verða og mun svæðið verða flóðlýst. JJm kvöldið verður skemmtun inni að Jaðri. Sýndir verða þjóð dansar. Mun ný fimm manna hljómsveit ungra manna leika fyrir dansinum. Söngvari verður með hljómsveitinni. Útisamkoma Á sunnudag verður útisam- koma, sem hefst með guðsþjón- ustu kl. 2.30. Síðar um daginn verður skemmtidagskrá, m. a. verður fyrsta íslenzka geimfar- anum skotið upp frá JaðrL Jaðarsdrottningin Mótinu mun ljúka með kvöld- vöku og dansi að Jaðri á sunnu dagskvöld. Verður þá kjörin Jaðarsdrottningin úr hópi þeirra stúlkna, sem mótð sækja, og sem þykir bera af í háttvísi og góðri framkomu í hvívetna. — Mun frú Sigríður Gunnarsdótt- ir, forstöðukona Tízkuskólans í Reykjavík, velja Jaðarsdrottning una. Ferðir verða að Jaðri frá Góðtemplarahúsinu báða dag- ana, sem þingið stendur. GBORGETOWN, 24. ágúst (NTB. Reuter) — CHEDDI JAGAN, sem að öllum líkindum mun mynda nýja stjórn í brezku Guiana, lýsti því yfir hér í dag, að hann mundi fylgja hlutleysis-línunni á sama hátt og Indland og Ghana. Hann lagði um leið áherzlu á það, að flokkur sinn, Framsóknarflokkur inn, væri ekki kommúnistaflokk- ur. Sjálfstæði næsta ár Á blaðamannafundi, sem Jagan hélt, sagði hann einnig frá því, — Kjötið Framh. af bls. 24. arcafé, fimmtudaginn 24. ágúst gerir eftirfarandi ályktun: Með því að Sláturfélag Suður- lands og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hafa ákveðið að hefja sölu dilkakjöts á morgun þrátt fyrir það, að eigi ihefirverdð orðið við sanngjörnum kröfum kjöt- verlzana um sölul. sem nægileg væru til greiðslukostnaðar við dreifinguna og þar með viður- kennt að félög þessi geti og ætli að greiða það, sem á vantar til greiðslukostnaðarins af heildsölu eða framleiðsluverði, telur fund- urinn eftir atvikum rétt að leggja til við félagsmenn sína að hefja sölu, í trausti þess að heildsölu- eða framleiðsluverð diklakjötsins verði lækkað það mikið að smá- söluverzlunin geti fengi eðlileg- an dreifingarkostnað greiddan. að hann gerði ráð fyrir að brezka Guiana öðlaðist sjálfstæði hinn 31. maí næsta ár, þegar Vestur- Indíur verða sjálfstæðar. Vill bandarískt lán Þá upplýsti Jagan, að hann væri þess fýsandi, að land sitt fengi lán frá Bandaríkjunum til langs tíma og með lágum vöxt- um. Jagan sagði, að brezka Guiana þarfnaðist í svipinn fjár er jafngildir um 25 milljörðum íslenzkra króna. Tryggvi býður hæst í Keili FYRIR SKÖMMU var b.v. Keil ir auglýstur til sölu. Hafa þrjú til boð borizt í hann og er það hæzta frá togaraútgerð Tryggva Ófeigssonar, kr. 2,1 milljón. Hin eru frá Bjarna Pálssyni, Rvík 2 millj. kr. og Björgun h.f. 1,7 millj. >að er ríkissjóður, sem hefur söluna með höndum. Lausar stöður YFIRSAKADÓMAR- I N N í Reykjavík hefur auglýst laust til umsóknar stöðu skrif- stofustjóra og tvær ritarastöður við embættið. Er umsóknarfrest- ur til 10. september n.k. og stöð- urnar verða veittar frá 1. október. Happdrættisbíll farinn HAPPDRÆTTISBÍLL Krabba- meinsfélags Reykjavíkur er geng inn út. Varð nokkur bið á að eigandi vinningsmiðans gæfi sig fram, en nú hefur hann sótt Volkswagenbifreið sína. — Berlin Frh. af bls. 1 því, að íhlutun sovétstjórnarinn- ar í réttindi Vesturveldanna til flugsamgangna við Berlín, muni leiða af sér algjöra endurskoðun á afstöðu bandarísku stjórnarinn ar til þeirra atburða, sem átt hafa sér stað í Berlín síðan 13. ágúst s.l. að austur-þýzka stjórn- in bannaði samgöngur vestur á bóginn. Það er rif jað upp í sambandi við orðsendiirguna, að meðan samgöngur til Berlínar á landi voru hindraðar árið 1948 hafi Sovétveldið aldrei dregið minnstu dul á rétt Vesturveld anna til frjálsra samgangna. Hin umfangsmikíla „loftbrú" til Berlínar hefði því ekki ssett neinum hindrunum af þeirra hálf.u. Kröfugerð undirbúin Meðal vestrænna sendimanna í Moskvu er það útbreidd skoð- un, að orðsendingin sé undirbún- ingur undir kröfur, sem sovét- stjórnin hyggist setja fram í við- ræður um Berlínar-vandamálið, þegar þær verða. Einn þeirra lýsti útgáfu crðsendingarinnar sem grjótkasti úr glerhúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.