Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. ágúst 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 Hér á landi er staddur um þessar mundir Alt^brt Ólafs- son, skólastjó'ri í Oppdal í Noregi, en hann hefur verið búsettur ytra s.I. 40 ár. Al- hert er hér á vegum norska kennslumállaráðuneytisins til að kynna sér skólakerfið hér aðallega unglingaskóla, ríkis- útgáfu námsbóka og skyldu- nám í sundi. Mun hann gera yfirlit yfir íslenzka skólakerf- ið fram til gagnfræðaprófs fyrir ráðuneytið. Fréttamaður blaðsins hitti Albert Ólafsson að máli fyrir skömmu. Eg ferðaðist talsvert um lanaið til að kynna mér skól- ana í dreifbýlinu, sagði Al- bert. Ég fór ríbrður í land og um Reykjanes og Snæfellsnes og einhvern næstu daga mun ég svo halda austur á land. , Mér þykir mjög vænt um að hafa fengið tækifæri til að sjá Reykjarvíkurkynninguna. Það eru 11 ár síðan ég kom síðast til íslands og aUgsýni- legt hve hér hafa orðið mikl- ar framfarir, ekki sízt hvað snertir skólabyggingar, upp- eldis- og fræðslumál. Fyrir 11 árum man ég ekki eftir nema fjórum barnaskólum í Reykjavik, en nú eru þeir 10 eða 11. Ég hef fengið tækifæri til að skoða Hlíðaskóla oig Voga- skóla Og ég er viss um að þeir verða hafðir til fyrirmyndar í framtíðinni. Því að þeir sam eina kösti lítilla skóla í stærri heild .T.d. má nefna, að í Vogaskólanum, gengur hver bekkur beint inn í sina kennslustofu. í Hlíðaskólanum eru fötin geymd inní í kennslu stofunum, en ekki á göngun- um og veitir það heimilisleg- an blæ. — Hvað vakti mesta at- hygli yðar á Reykjarvíkur- kynningunni ? — Þrjár stofur, þar sem fræðslumálaskrifstofan sýnir ýmislegt í sambandi við fræðslu og uppeldismál, vöktu athygli mína. Svo er það hita- veitan, þegar maður er hálf- gerður útlendingur, vekur hún mikla athygli. En mér finnst kynningin í heild mjög myndarleg og glæsileg. Sýningarsvæðið tel ég vera mjög vel valið, því það er í smíðum eins og borgin sjálf. Á ég við Háskólabíóið, Bún- aðarféiagshúsið og gatnagerð- ina. ‘Þegar maður virðir fyrir sér hinar miklu framfarir, sem orðið hafa hér, verður maður að hafa hugfast hve fáir hafa unnið að þessu og á hve stuttum tíma. Mér finnst einna sérkenni- legast við Reykjavíik hvað borgin er hrein, en þar hjálp- ast eðlilega heita vatnið og hið tæra sjáarloft að. íbúðir hér eru mjög fallegar eins og vera ber í köldu landi, en þær eru mjög dýrar. Þegar gengið er inn í fallega stofu með teppum út í horn, kem- ur sú spurning ósjálfrátt upp í hugann, hvort börnin fái að leika sér á fallega teppinu. En bærirín hlynnir að fjöl- skyldunum og gleymir ekki ungviðinu, má t.d. u.m það nefna laugarnar, lesstofurnar barnaheimilin, leikvellina, skólana og margt flei-ra. Það er óskandi að börnin og ungmennin fái nægilegan þroska til að meta gæðin, sem þau búa við. — Hvað viljið þér segja um skólakerfið hér á landi ? — Eftir því, sem ég hef kynnst er það gott svo langt sem það nær. Þjóðfélagið tek ur miklum breytingum og skólakerfinu þarf að breyta í samræmi við þær. Mikil á- herzla er lögð á að ungling- arnir verði nýtir þjóðfélags- þegnar, en mér finnst hér skortur á alhliða verklegri fræðslu fyrir þá, sem ekki leggja fyrir sig langskólanám. Þetta hefur verið svipað í Noregi, en nú er verið að ráða bót á því. Kómiðhefur verið á fót nokkrum unglingaskól- um af nýrri gerð fyrir ungl- inga á aldrinum 13-16 ára, eru það reynsluskólar, sem nefnast Linjedelteungdoms- skoler og munum við reyna þá í nokkur ár í bæjum og sveitum. Námsskrá hefur þeg ar verið gerð fyrir þessa skóla og munu þeir skiptast í tvær deildir. Önnur verður fyrir unglinga, sem búa sig undir menntaskólanám, en hitt er alhliða verkleg deild, sem skiptist í iðnaðardeild, heimilisf ræðsludeild, s j ávar- útvegsdeild, landbúnaðardeild og verzlunardeild. Geta nem- endur þá fengið undirbúning undir að starfa við þá at- vinnuvegi, sem stundaðir eru í byggðarlagi þeirra. Á þenn an hátt verður reynt að sporna við því, að unglingarnir flykk ist til borganna. Gert er ráð fyrir að þetta kerfi verði lög- skipað 1965. Við rannsóiknir á hæfni nemenda í Noregi hefur kom- ið í ljós að um 40% eru hæfir til að leggja fyrir sig mennta- skólanám og svipaðar hlutfalls tölur eru einnig í Svíþjóð. Það verður einnig að taka tillit til hinna 60 prósentanna Og fyr ir þau eru almennu verklegu deildirnar. Er reynt að veita öllum að læra það, sem hæfir þeim bezt. Skyldunámstíim.anum mun verða skipt í tvennt, fyrst verður barnaskólinn frá 6-13 ára aldurs og síðan skólar fyrir unglinga á aldrinum 13- 16 ára. — Að lökum vildi ég taka fram hve mikið mér finnst til um hinar miklu framfarir sem orðið hafa hér á landi og hve hin fámenna þjóð hefur getað áorkað miklu. f sam- anburði við aðrar borgir á Norðurlöndum, er Reykjavík byggð af mjög fáum og á sér- lega skömmum tíma. Þegar ég fór fyrst utan fyrir 40 ár- um voru allar götur gerðar með haka og skólfu. Já, breyt ingarnar eru gifurlegar, en eitt er það þó, sem ekki hefur breytzt hér á íslandi, það er gestrisnin í bæjum og sveit- um, hún er en sú sama. Ég vildi mega færa fræðslu skrifstofu Reykjavíkur og fræðslumálastjóra mínar beztu þakkir fyrir góða fyrir greiðslu. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Svav- arssyni, ungfrú Guðbjörg Helga- dóttir, Hafnarfirði og Sverrir Ingólfsson, Hafnarfirði. Heimili iþeirra er að Köldukinn 30, Hafn- arfirði. 1 Á laugardaginn verður Adam Hoffritz, Selfossi 60 ára. Hann dvelur um þessar mundir hjá bróður sinum í Danmörku, en (heimilsfang hans er: Finn Hoff- ritz, Pord Motorkompani Asses. I’yn, Danmark. ríoftleiðir h.f.: 25. ágúst er Þorfinn ur karlsefni væntanlegur frá NY kl. 06:30. Fer til Luxemborgar kl. 08:00 Kemur til baka frá Luxemborg kl. 24:00. Heldur áfrarh til NY kl. 01:30. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 09:00 Fer til Osló, Khafnar og Hamborgar kl. 10:30. Eiríkur rauði kemur frá NY kl. 12 á hádegi. Fer til Luxemborgar kl. 13:30. Kemur til baka frá Luxemborg kl. 04:00. Fer til NY kl. 05:30. Snorri Sturluson er vænt anlegur frá Stafangri og Osló kl. 23:00 Fer til NY kl. 00:30. Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 08:00 í dag. Væntanleg aftur til Rvíkur kl. 22:30 í kvöld Fer til sömu staða kl. 08:00 í fyrramálið Skýfaxi fer til London kl. 10:00 í dag. Kemur aftur til Rvikur kl. 00:30 í kvöld. Fer til Osló, Khafnar og Hamborgar kl. 10:00 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, Isa- fjarðar, Kirkjubæjarkl. og Vestm.eyja (2 ferðir). A morgun til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Húsavíkur, Isa- fjarðar, Sauðárkróks, Skógasands og Vestm.eyja (2 ferðir). Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss er í Rotterdam. Dettifoss fór frá Akur eyri í gærkvöldi til Hríseyjar. Fjall- foss er 1 Rvík. Goðafoss er í Keflavík. Gullfoss er í Khöfn. Lagarfoss er í Antverpen, Reykjafoss er í Hamborg Selfoss er í NY Tröllafoss er 1 Rvík Tungufoss er í Rvík. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer kl. 18 á morgun frá Rvík til Norðurlanda. Esja er væntanleg til Reykjavíkur i dag að austan úr hringferð. Herjólfur fer frá Hornafirði í dag til Vestmanna eyja. Þyrill er á leið frá Ausfjörðum til Rvíkur. Skialdbreið er í Rvík. — Herðubreið er væntanleg til Rvíkur á morgun að vestan úr hringferð. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Archangel Askja er væntan leg til Leningrad á hádegi 1 dag Skipadeild SÍS: Hvassafell er væntan legt til Rvíkur í dag. Arnafell er í Archangelsk. Jökulfell er væntanlegt til Hornafjarðar í dag. Dísarfell fór í gær frá Rvík til Akureyrar. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helga fell er á Seyðisfirði. Hamrafell er á leið til Batumi. Hafskip h.f.: Laxá lestar á Vest fjarðahöfnum. „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla‘% lék í Ijósi sólar, lærði hörpu að stilla hann sem kveða kunni kvæðin ljúfu, þýðu, skáld í muna og munni, mögur sveita-blíðu. Rétt við háa hóla, hraunastalli undir, þar sem fögur fjóla fegrar sléttar grundir, blasir bær í hvammi bjargaskriðum háður; þar til fjalla frammi fæddist Jónas áður. Brosir laut og leiti, ljómar fjall og hjalli. Lækur vætu veitir, vökvast bakka halli. Geislar sumarsólar silungsána gylla, þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla. (Hannes Hafstein: Hraun í Öxnadal) Kvenúr tapaðist á þriðjudag í Austurbæn- um. Uppi. í síma 23599. Keflavík Herbergi til leigu. Uppl. í síma 2262. Stúlka óskast í bakaríið Austurver, Skaftahlíð 24. Þægileg 2ja herb. íbúð óskast á hitaveitusvæði í Austurbænum. Reglusemi, engin börn. Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudag, — merkt: „Fyrirfram 5412“. A T H U G I Ð að borið saman 5 útbreiðslu er langtum ódýrara a9 auglýsa í Morgunblaðiu u, en öðrum blöðuríu — íbúð íbúð óskast í Mið- eða Vesturbænum fyrir ein- hleypa stúlkr Uppl. í síma 23006 eftir kl. 6 á kvöldin. 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast. Þrennt fullorðið í heimili. Uppl. í síma 15367. Notaður barnavagn í góðu ásigkomulagi til sölu strax. Hringið í síma 15506 frá kl. 3—0. 2 til 4 múrarar óskast nú þegar til að múrhúða einbýlisihús í Kópavogi, úti og inni. Uppl. í síma 24759 milli kl. 12—1 og ef tir kl. 8. Til leigu tvö herbergi og bað í Eski- hlíð. Leigist regltÆÖmum stúlkum. — Sími 16453. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í bókabúð. — Eiginhandar- umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, Ieggist inn á afgr. Mbl. merkt .• „Bókabúð — 5411“. 5TÚLKA ekki yngri en 18 ája, óskast til afgreiðslustarfa. — Upplýsingar í dag kl. 2—4 e.h. og mánudag kl. 2—4 í verzlun Oculus h.f., Austurstræti 7. Illiil \u” Ltr > kAjkku^ ^ SÍycLluöÝuf SiguiTþóf Jór\ssor\ ðc co 11«Pruxir&lv'tuli h. ÍBLÐ til sölu á Sauðárkróki. Til sölu er nú þegar, 3ja herb. íbúð í steinhúsi við Kirkjutorg á Sauðárkróki. — Allar upplýsingar gefur ÁBNI ÞORBJÖBNSSON lögfræðingur Sími 60 — Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.