Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVTVBLAÐÍÐ Fðsfudagur 25. agúst 1961 pitr0anníítoli!l» Crtgefandi: H.f Árvakur, Keykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. GLÆFRASPIL FYRIR OPNUM TJÖLDUM /'Tlæfraspil umboðsmanna ^ hins alþjóðlega kommún- isma á íslandi heldur áfram. Þjóðviljinn tilkynnir, að tvö verkalýðsfélög á Akureyri, sem kommúnistar stjórna, hafi samþykkt að segja upp samningum um kaup og kjör. — Þessi sömu félög sömdu fyrir nokkrum vikum við atvinnurekendur til 4ra mánaða. En kommúnistar virðast þess alráðnir að láta svikamylluna halda áfram. Þegar nýjar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir stöðvun fram- leiðslunnar og upplausn og vandræði vegna stórfelldra kauphækkana, girða komm- únistar sig í brækur á ný og undirbúa ný pólitísk verk- föll, nýja skemmdarstarf- semi gagnvart framleiðslunni og íslenzku efnahagslífi. Getur nokkur einasti viti borinn íslendingur gengið þess dulinn hvað hér er að gerast? Sannað hefur verið með óvefengjanlegum rökum og reynslu liðinna ára, að kaup- hækkanir, sem framleiðslan getur ekki risið undir, geta ekki skapað launþegum kjarabætur. Af þeim hlýtur þvert á móti að leiða óstöð- ugt og hækkandi verðlag, lækkandi gengi krónunnar og hættu á kyrrstöðu og at- vinnuleysi. Þrátt fyrir þetta, og enda þótt bæði Framsóknarmenn og kommúnistar hafi lýst því yfir, að íslenzkir bjargræðis- vegir væru reknir með halla, hafa þessir sömu stjórnmála- flokkar forystu um stórfelld- ar kauphækkanir og aukinn tilkostnað hjá framleiðslunni. Hér er vitandi vits stefnt út í ófæruna. Við þetta bætist svo það, að Rússar senda kommúnist- um fyrir allra augum stórfé til þess að borga með her- kostnað hinna pólitísku verk falla. — ★ — Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar hlýtur að sjá, hvílíkt glæfraspil komm- únistar og Framsóknarmenn eru hér að leika fyrir opn- um tjöldum. íslendingar hafa vitað, að Rússar hafa veitt kommúnistum hér á landi stórfelldan fjárhagslegan stuðning. En yfirleitt hefur sá stuðningur farið leynt. — Báðir aðilar, íslenzku komm- únistaleíðtogarnir og Rússar, hafa reynt að dulbúa hann eftir fremsta megni. Nú er svo komið, að Rússar bjóð- ast opinberlega til þess að borga herkostnað kommún- ista við niðurrif íslenzkra bj argræðisvega. Enginn viti borinn maður þarf að fara í grafgötur um það, hvað nú er að gerast með samningsuppsögnum tveggja verkalýðsfélaga á Akureyri. — Kommúnistar hyggjast halda glæfraspili sínu áfram. Þeir vita, hvaða bakhjarla þeir hafa. — Þeir hafa ekki aðeins rússneskar rúblur heldur og stuðning Framsóknarflokksins, annars stærsta stjórnmálaflokks þjóð arinnar, sem talið hefur sig lýðræðissinnaðan „milli- flokk“. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að íslendingar verða að gefa því gaum í tæka tíð. Með hinum póli- tísku verkföllum í sumar lækkuðu kommúnistar og Framsóknarmenn gengi ís- lenzkrar krónu og töfðu nokkuð efnahagslega við- reisn í landinu. Nú hyggjast þessir „félagar" vega í sama knérunn. Þeir vilja halda áfram að fella gengið og grafa undan grundvelli ís- lenzks efnahagslífs. Gegn þessu ábyrgðarlausa og siðlausa atferli verða all- ir ábyrgir Islendingar að snúast. FÉLAGSHEIMILIN lV]y félagsheimili halda ’ áfram að rísa víðsvegar út um sveitir, kauptún og kaupstaði landsins. Ný, vönd- uð og glæsileg húsakynni leysa gömlu og hrörlegu sam komuhúsin af hólmi. Fólk- inu skapast bætt aðstaða til félagslegs samstarfs og til þess að geta notið hollrar skemmtunar og góðrar listar. En því miður er framkoma fólksins ekki alltaf í sam- ræmi við hin myndarlegu og fögru húsakynni, sem það hefur eignazt til skemmtana- haldsins. Drykkjuskapur og óregla setur alltof víða svip sinn á samkomurnar. Á þessu þarf að verða breyting hið skjótasta. — ís- lendingar mega ekki láta það sannast að þeir kunni ekki að koma saman til mann- fagnaðar án þess að verða sér til minnkunnar fyrir ó- reglu og siðleysi. Það er að vísu þannig, að tiltölulega fáir menn geta með drykkju- látum og yfirgangi sett ó- menningarstimpil á heila samkomu. En allur almenn- Italskur l|ónatem]ari hætt komin SÁ hættulegi atburður gerðist á sirkussýningu í Hilleröd, Danmörku, sl. sunnudag, að þrjú ljón réðust á temjara sinn og veittu honum mörg sár. Um 1500 áhorfendur voru að þessum atburði. Ljónatemjarinn, sem fyrir árásinni varð, heitir Luigi Gerardi, 43 ára gamall ítali. Hann varð þess áskynja, að ókyrrð var í Ijónunum fimm, áður en sýningin skyldi hefj- ast, og því tók hann það til bragðs að sleppa þeim út einu í éinu, en ekki öllum í hóp eins og hann var vanur. Þeg- ar fjórða Ijónið kom út úr búri sínu, réðst það á Gerardi, beit hann í hægri handlegg og reyndi að slá hann í rot með þungum hramminum. Gerardi náði í járnstöng og tókst að þrengja að hálsi dýrsins svo það opnaði ginið og sleppti takinu á handlegg hans. Tvö hinna dýranna veittust og að Lui'gi Gerardi með einu ljóna sinna á sýningu. IVIeðal ódra Ijóna honum, en með aðstöð sona sinna, sem eru 17 og 18 ára gamlir tókst honum að halda ljónunum í skefjum og koma þeim inn í búr sín. Gerardi var fluttur á sjúkra hús, þar sem gert var að sár- um hans Og rispum, sem voru 20 talsins. Sex sára hans voru það djúp að nauðsyn bar til að sauma þau. Áhorfendur sátu sem þrumu lostnir meðan þeir horfðu á þennan blóðuga bardaga milli manns Og ljóna, sem hefði get- að örðið bani mannsins. Eftir atburðinn hringdi samt einn dýravinur til lögreglunnar og kærði temjarann fyrir mis- þyrmingu á ljónunum. En sannað mál er, að Gerardi er hinn snjallasti temjari og beit- ir aldrei svipu á ljónin, svo kæran var ekki tekin til greina. ingur, sem samkomuna sæk- ir, má ekki gjalda þessara friðarspilla. Þess vegna ber brýna nauðsyn til þess, að löggæzla og eftirlit verði aukin á opinberum samkom- um um land allt. Hin nýju og fögru félags- heimili eiga að vera griða- staður hollrar skemmtunar og félagslegs samstarfs fólks- ins. Þau mega ekki verða höfuðstöðvar óreglu og upp- lausnar. — Það má aldrei henda. HÓTANIR MIKOJANS TLfikojan, varaforsætisráð'- •*■” herra Sovétríkjanna, hefur ■ undanfarið verið á ferðalagi í Japan. Átti þessi för hans að heita „vináttu- heimsókn“ í því skyni að bæta sambúð Rússa og Jap- ana. En allt bendir til þess að árangur hennar hafi síður en svo orðið jákvæður fyrir hina kommúnísku valdhafa Sovétríkjanna. Mikojan réð- ist í ræðum sínum heiftar- lega á samstarf Bandaríkja- manna og Japana og hótaði jafnvel japönsku þjóðinni gereyðingu í styrjöld, ef hún héldi áfram samstarfi sínu við vestrænar lýðræðisþjóð- ir! I Mikojan lagði höfuð- áherzlu á, að Japan yrði að vera varnarlaust til þess að það gæti vænzt vináttu og samúðar af hálfu Sovétríkj- anna. Þessi framkoma varafor- sætisráðherra Sovétríkjanna sýnir, hversu glórulaust of- stæki kommúnistaleiðtog- anna er. Þeir þykjast fara í „vináttuheimsóknir“ til ein- stakra landa en boða síðan þjóðum þeirra tortímingu og eyðileggingu, ef þær lúti ekki í öllu boði og banni valdhafanna í Moskvu. 330 punda lúða Akranesi, 22. ágúst ÞRIGGJA tonna trilla íiskaði f gær á skötuslóð svakalega feita Og spengilega stórlúðu. Lúðan var 300 punda þung. — Norskt skip frá Stafangri kom upp úr hádeginu Og á að lesta 272 tonn af lýsi. Þýzkt skip, Döria Horn, lesta hér næstu tvo daga 400 tonn af hvalkjöti á Englandsmarkað. — Oddur Heybruni í Hvammssveit BÚÐARDAL 22. ágúst. — í gær dag kviknaði í heyhlöðu í Knarr arhöfn í Hvammssveit. Eldsins varð vart í öðrum enda hlöðunn ar oig lagði þaðan reyk mikinn úr töðunni. Veður var gott, hæg vestan gola. Fólk dreif í skyndi að af næstu bæjum, og flokkur vegavinnumanna kom á vettvang. Tókst fljótlega að kæfa eldinn. Nokkrir hestburðir af heyl munu hafa brunnið, en rífa varð allmikið út úr hlöðunni. Tjón er minna en á horfðist í fyrstu. — Friðjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.